"Kröftug inngrip Seðlabanka"

Frasinn "Kröftug inngrip Seðlabanka" hljómar vel - það er eitthvað sterklegt og traust við þann frasa.

Þetta hljómar mun betur en að segja "Seðlabankinn sólundaði í dag X milljörðum af erlendum gjaldeyri í örvæntingarfullri tilraun til að halda uppi fölsku gengi krónunnar."

Já, það er gott að hafa ímyndina í lagi.


mbl.is Komið í veg fyrir fall krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta nam nú ekki nema 540 milljónum, ef rétt er farið með í þræðinum hér á undan. Reikna með að svipuð upphæð og jafnvel lægri sparist hér og þar í niðurskurði í ríkisbákninu.

Þetta er orðagjálfrið hans Steingríms sem skín þarna í gegn. Það fer ekki á milli mála.

Sindri Karl Sigurðsson, 6.11.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvar á svo að finna gjaldeyri til þess að borga Icesave og svo IMF lánið? ætlar Steingrímur að nota gjaldeyrinn sem við notum til að kaupa lyf og þjónustu í heilbrygðiskerfinu til þess?

Fannar frá Rifi, 6.11.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Við finnum hann ekki. Hann birtist einfaldlega í allri sinni dýrð!!!

Sindri Karl Sigurðsson, 6.11.2009 kl. 17:13

4 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

Stenst varla ad segja ad tetta se glatad fe. SI fær kronur i stadinn og verdmæti teirra rædst væntanlega a endursoluverdinu.

Ómar R. Valdimarsson, 7.11.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband