Mánudagur, 9. júní 2008
Að fóðra börnin á frönskum - hugleiðingar um ábyrgð foreldra
Hún er 18 mánaða, 15 kíló að þyngd - og borðar helst ekkert nema franskar kartöflur, súkkulaði og morgunkorn.
Púkinn gróf upp nokkrar myndir af barninu, sem má sjá hér:
Er þetta dæmi um vanrækslu um barni? Á hið opinbera að grípa inn í ef foraldrar ala börn sín á óhollu fæði?
Flestir eru væntanlega sammála um að foreldrar verði að hafa vit fyrir börnum sínum þegar þau eru á óvitaaldri - það á ekki að leyfa börnunum að ráða hvað þau gera og mataræði fellur venjulega undir það. Flestir foreldrar vilja börnum sína væntanlega bara hið besta - en þessari móður virðist standa nokkurn veginn á sama um mögulegar afleiðingar mataræðisins í framtíðinni.
Það má vel vera að barnið verði með ónýtar tennur (hvaða heilvita foreldri leyfir 18 mánaða barni að drekka kók?), skemmd nýru, sykursýki og önnur vandamál sem fylgja offitu.
Það má líka vera að engar af þessum hrakspám rætist og stúlkan verði grönn, spengileg og heilsuhraust þegar hún eldist, þótt líkurnar séu sennilega ekki með því.
Spurningin er hins vegar - hversu langt má hið opinbera ganga í tilvikum eins og þessum? Hefur það rétt til að skipta sér af?
![]() |
Alin upp á snakki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. júní 2008
Billjarður, ekki billjón
Í frétt mbl.is af nýjustu ofurtölvunni er sagt að hún ráði við eina billjón skipana á sekúndu. Þetta er rangt - hún ræður við einn billjarð reikniaðgerða á sekúndu - þúsundfalt meira en fréttin segir.
Þessi tölva, sem gengur undir nafninu Roadrunner hefur afkastagetu upp á 1 PetaFLOP, eða 1.000.000.000.000.000 skipanir á sekúndu (10E15)
Röðin er svona:
- MegaFLOP - milljón aðgerðir á sekúndu)
- GigaFLOP - milljarður aðgerða (amerísk billjón)
- TeraFLOP - billjón aðgerðir (amerísk trilljón)
- PetaFLOP - billjarður aðgerða (amerísk quadrilljón)
- ExaFLOP - trilljón aðgerða (amerísk quintilljón)
- ZettaFLOP trilljarður aðgerða (amerísk setilljón)
- YottaFLOP quintilljón aðgerða (amerísk septilljón)
![]() |
Heimsins hraðasta tölva kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. júní 2008
Skammarlegir refsidómar fyrir ölvunarakstur
Púkanum finnst skammarlegt að lesa að einhver hafi "...hlotið fimmtán refsidóma fyrir ölvun við akstur og með fjórtán þeirra jafnframt dæmdur fyrir að aka sviptur ökurétti. "
Púkinn hefur áður tjáð sig um hættuna sem stafar af akstri undir áhrifum og þá dapurlegu staðreynd að kerfið er hreinlega ekki að virka.
Sá maður sem hér var dæmdur er síbrotamaður - það má vel vera að hann sé áfengissjúklingur, en hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum.
Svona menn eiga ekki að fá að sitja undir stýri og ef þeir virða ekki ökuréttarsviptingar verður að grípa til harðari ráða.
Í dæmum eins og þessum er hægt að líta á bílinn sem tæki sem síbrotamaður notar til afbrota. Púkanum finnst að það ætti að gera ökutækin upptæk, eða a.m.k. kyrrsetja þau (nema þeim hafi verið stolið, að sjálfsögðu). Þetta er að sjálfsögðu slæmt fyrir aðra ef þeir hafa lánað viðkomandi manni bílinn sinn, en þeir verða bara að taka afleiðingunum.
Í öðru lagi vill Púkinn sjá svona menn lagða inn á viðeigandi stofnun til afvötnunar. Þeir eiga greinilega við vandamál að stríða og eins og með fíkniefnaneytendur, þá er það hagkvæmast fyrir þjóðfélagið til lengri tíma litið ef hægt er að ráðast að því vandamáli. Þessu ráði mætti t.d. beita ef viðkomandi er tekinn í þriðja sinn eða svo.
Ef brotamaðurinn heldur uppteknum hætti og meðferð hefur ekki áhrif, þá er Púkinn þeirrar skoðunar að viðkomandi hafi í raun fyrirgert rétti sínum til almennrar þátttöku í þjóðfélaginu. Nú er Púkinn ekki að leggja til sambærilegt kerfi og hið bandaríska "three strikes and you're out", þar sem menn geta fengið lífstíðardóm fyrir smáafbrot ef þeir eru með tvö fyrri brot á sakaskránni, en dómakerfið hér á Íslandi mætti taka meira tillit til sakaferils - og þyngja dóma frekar hjá síbrotamönnum.
Í þeim tilgangi þjónar fangelsisvistin ekki þeim tilgangi að hafa fælingarmátt, né heldur að bæta viðkomandi. Hún er til þess að vernda þjóðfélagið gegn viðkomandi.
![]() |
10 mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 8. júní 2008
Naktir mótmælendur
Nekt vekur athygli og naktir mótmælendur eru það algengir að til er sérstök vefsíða tileinkuð slíkum mótmælaaðgerðum (sjá hér). Svona aðgerðir eru að vísu sjaldgæfar hér, væntanlega vegna veðurs, en það myndi fyrir vikið væntanlega vekja enn meiri athygli en annars, ef mótmælendur hér á landi tækju upp á því að fækka fötum.
Það ætti e.t.d. einhver að benda Sturlu og félögum á þessa hugmynd..... og þó, nei - bara sleppa því, takk.
![]() |
Hjóluðu naktir til að sjást |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. júní 2008
Þú ert rekin(n)! (en þú mátt sækja um vinnuna þína aftur á lægri launum)
Púkinn frétti af einu sæmilega stóru fyrirtæki sem starfar í grein þar sem allnokkur samdráttur er um þessar mundir. Launakostnaður er nokkuð hár útgjaldaliður hjá fyrirtækinu, þannig að á þeim bæ var gripið til þess ráðs að segja öllum upp sem voru með 350.000 eða meira í mánaðarlaun.
Þeim er að sjálfsögðu velkomið að sækja um störfin sín aftur, en launin sem verða í boði lækka allnokkuð. Flestir munu væntanlega gera slíkt - enda kannski ekki mörg önnur störf í viðkomandi grein í boði um þessar mundir.
Það að þurfa að taka á sig hreina launalækkun eða kjaraskerðingu er nokkuð sem Íslendingar eru ekki vanir - geri fólk yfirhöfuð einhverjar fjárhagsáætlanir, þá miðast það við hækkandi laun - eða í versta falli að launahækkanir haldi í við verðlagshækkanir. Það gerir enginn ráð fyrir að lækka í launum á miðjum starfsaldri.
En, svona er Ísland í dag.
Föstudagur, 6. júní 2008
Hekluskógar - en hvað um næsta gos?
Púkanum finnst það góðra gjalda vert að planta trjám - og reyndar hefur Púkinn í nokkur ár verið að leita sér að landskika fyrir sína frístundaskógrækt. Hins vegar myndi Púkinn ekki vilja planta trjám í nágrenni Heklu.
Ástæðan er einföld - það er ekki spurning um hvort næsta Heklugos verði, heldur hvenær - og verði vindáttin óhagstæð er hætt við að öskufallið valdi stórtjóni á trjám - og þar færi skógræktin fyrir lítið.
Það er ekki að ástæðulausu sem þetta landsvæði er á köflum hálfgerð auðn.
Nei, Púkinn vill hola sínum trjám niður fjarri eldfjöllum.
![]() |
Mikið að gerast hjá Heklu en þó ekki gos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júní 2008
Skrílræðisflokkurinn
Púkinn getur nú ekki að því gert, en miðað við hegðun Sturlu og hans félaga í mótmælum þeirra undanfarið finnst honum "Skrílræðisflokkurinn" nú vera meira viðeigandi en "Lýðræðisflokkurinn".
Ætlast hann virkilega til að vera tekinn alvarlega?
![]() |
Sturla stofnar nýjan stjórnmálaflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júní 2008
HPV bólusetning - er einhver ástæða til að bíða?
Það eru fleiri en Íslendingar sem ræða að taka upp skyldubólusetningu gegn HPV veirunni, sem er einn helsti áhrifavaldur leghálskrabbameins. Eftirfarandi klausa er tekin af vef bresku krabbameinsverndarsamtakanna:
When will the vaccines be available?
The Government has annonced that from September 2008, all girls aged 12 to 13 will be routinely offered HPV vaccination. There will also be a 2 year 'catch up' programme starting in Autumn 2009, to vaccinate girls under the age of 18. The Scottish Executive has announced that its vaccination programme will also start in September 2008. The vaccinations are given as 3 injections over 6 months. The Gardasil cervical cancer vaccine was licensed for use within the European Union in September 2006. Once a drug is licensed, there is no reason in theory why doctors can't prescribe it privately. The cost for private treatment will vary from doctor to doctor. We are hearing reports of about £500 being charged for a course of 3 injections.
Púkinn vill ekki sjá stöðuna hér á Íslandi þróast í þá átt að þeir foreldrar sem telja sig hafa efni á, kaupi bólusetningar handa dætrum sínum, en aðrar stúlkur séu óvarðar.
Er einhver ástæða til að bíða?
![]() |
Geta lifað aukaár fyrir 1,8 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Vilja bankarnir veikja krónuna?
Það eru hugsanlega einhverjir sem furða sig á því af hverju krónan sé að veikjast. Hún styrktist jú nokkuð hressilega eftir að fréttir bárust af því samkomulagi Seðlabanka Íslands við seðlabanka Norðurlanda, en sú hækkun er nú gengin til baka.
Hvers vegna?
Púkinn vill minna á eina einfalda staðreynd - eða tvær.
- Bankar eru ekki góðgerðastofnanir. Bankar taka ekki ákvarðanir með hagsmuni almennings í huga, heldur með sína eigin hagsmuni.
- Bankar eru með verulega jákvæða gjaldeyrisstöðu. Það er þeim því í hag að krónan veikist. Við erum ekki að tala um neina smáaura hér, heldur tugmilljarða. Það munar um minna á þessum síðustu tímum.
Það eru að sjálfsögðu ýmsar aðrar ástæður fyrir veikingu krónunnar. Hrun jöklabréfamarkaðarins og viðvarandi viðskiptahalli eru þar efst á blaði, og það má rökstyðja að frekari veiking krónunnar sé ekki aðeins óhjákvæmileg, heldur beinlínis nauðsynleg. Púkinn yrði til dæmis ekkert sérstaklega hissa þótt evran stæði í 130 kr í lok sumars.
Tól Seðlabankans eru frekar bitlaus, ríkisstjórnin mun fátt aðhafast af viti og bankarnir hafa hag af því að krónan veikist enn frekar. Er í alvöru einhver hissa á þróuninni?
![]() |
Krónan veiktist um 0,95% í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Hiugleiðingar um þorskinn
Nú er Púkinn ekki menntaður fiskifræðingur, en honum finnst nú samt ýmislegt skrýtið við þessa umræðu um stærð þorskstofnsins - það er eins og það eina sem skipti máli um vöxt og viðgang þorsksins séu veiðar manna.
Hvað með framboð á fæðu fyrir þorskinn og aðrar aðstæður í sjónum?
Í fréttum hefur verið fjallað um hrun sandsílastofnsins og áhrif þess á fuglastofna. Veiðar á loðnu hafa líka áhrif á fæðuframboðið. Hvar er umfjöllunin um þetta?
Púkinn hefur líka heyrt að þangskógar undanströndum Íslands hafi rýrnað, hvort sem um er að kenna fjölgun ígulkera eða öðrum þáttum. Þessir þangskógar veita væntanlega seiðum skjól og ef þeir hverfa kemst minna af seiðum upp - samt eru þessar hliðar aldrei ræddar í fjölmiðlaumfjöllun. Það er einblínt á veiðarnar og einstaka sinnum þá róun sem hefur orðið á þorskinum vegna breytinga á genatíðni - genamengi þorskstofnsins í dag er öðruvísi en það var áður.
Er ekki þörf á að horfa á fleiri atriði
![]() |
Hrygningarstofn ætti að vaxa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |