Samdráttur, atvinnuleysi, niðurskurður, gengisfall

Yfirstandandi samdráttarskeið kemur misilla niður á fólki, en þeir sem verða harðast úti eru ekki bara fyrrverandi "auðmenn" sem neyðast nú  til að losa sig við einkaþoturnar.  Nei, ástandið getur komið harkalega niður á ungu fólki með litla menntun og litla starfsreynslu.   Einhverjir í þessum hópi munu kynnast atvinnuleysi af eigin raun - nokkuð sem Íslendingar hafa varla þekkt síðustu áratugina.

Nýútskrifaðir viðskiptafræðingar sem áttu von á því að geta gengið inn í tryggar, vel launaðar stöður hjá fjármálafyrirtækjunum hafa sumir rekist á að draumastörfin þeirra eru ekki lengur til.

Þau störf sem eru í boði fyrir ungt fólk eru færri og verr launuð en þau voru fyrir ári síðan - á samdráttartímabilum geta fyrirtæki leyft sér að vera vandlátari - geta valið úr umsækjendum í stað þess að verða að taka hvað sem býðst.  Fyrirtæki geta líka leyft sér að bjóða lægri laun og minni fríðindi.

Sumir í þessum hóp hafa stofnað til skulda - keypt sér bíla á gengisbundnum lánum, eða jafnvel keypt sér íbúð - allt miðað við væntingar um góð laun - væntingar sem nú bregðast.


mbl.is Samdrætti spáð í einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja bangsi litli...eða hvað?

polarbearEr Púkinn einn um að finnast það vera svolítið órökrétt að það megi lögum samkvæmt skjóta hvítabirni, en síðan megi ekki nýta kjötið, því þetta sé friðuð dýrategund?

Það er dapurlegt að það skuli hafa þurft að skjóta dýrið, en var nokkuð annað hægt að gera í stöðunni?  Stjórnvöld voru búin að klúðra málinu, með því að sjá ekki til þess að til væri í landinu búnaður til að ná svona dýrum lifandi.  Fjölmiðlar voru búnir að auka hættuna með því að auglýsa tilvist dýrsins.  Það var ekki hægt að vonast til að björninn myndi bara halda sig á ströndinni að veiða seli - það var ekki hægt að hætta á að dýrið réðist a fólk.

Var eitthvað annað hægt að gera eins og staðan var?

Það hefði verið gaman að ná dýrinu lifandi, skella því í búr og flytja það til óbyggðra eyja við norðurhluta Grænlands eða Kanada - nota tækifærið og gera svolítinn fjölmiðlasirkus úr þessu - svona til að reyna að bæta ímynd Íslands erlendis meðal þess hóps sem lítur svo á að Íslendingar séu hreinræktaðir villimenn.

Púkinn hefði samt alveg vilja þiggja góðan bita af birninum fyrst hann var skotinn - athuga hvort hann er eins góður og skógarbjörninn sem hann smakkaði eitt sinn á rússneskum veitingastað.  Synda og skömm að fara svona með mat.


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hungur - og hræsni kaþólsku kirkjunnar

sudan_famine_7Nú vill Púkinn ekki gera lítið úr því vandamáli sem hungur er fyrir fjölda fólks út um allan heim, en honum finnst það koma úr hörðustu átt þegar páfinn krefst þess að aðrir finni lausn á vandanum.

Það eru að sjálfsögðu margar ástæður fyrir hungri - uppskerubrestur, erfiðleikar við að koma matvælum á áfangastaði, en grunnvandamálið, sem mun verða mikilvægara eftir því sem tíminn líður, er einfaldalega að það eru of margir munnar til að metta.

Mannkyninu fjölgar enn of hratt, og þeirri þróun verður að snúa við.  Offjölgun er að vísu ekki vandamál á Vesturlöndum eða í Japan og Kínverjar hafa gripið til róttækra, en nauðsynlegra aðgerða, með því að takmarka barnafjölda með harðri hendi.  Offjölgun er hins vegar vaxandi vandamál í fátækari ríkjum - og stuðlar að því til lengri tíma að þau verða enn fátækari - eftirspurn eftir mat og álagið á vistkerfið vex uns í óefni er komið.

Afleiðingarnar verður á endanum fólksfækkun vegna hungurs, farsótta, styrjalda eða - ef við erum heppin - vegna lækkandi fæðingartíðni.

Þar er komið að hlut kaþólsku kirkjunnar.  Með baráttu sinni gegn notkun getnaðarvarna hefur kirkjan beinlínis stuðlað að offjölgun hjá þeim sem síst mega við því - Púkinn er til dæmis þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið hafi Julius Fromm (maðurinn sem fann upp smokkinn í sinni núverandi mynd) gert mannkyninu meira gagn en Móðir Theresa.

Nei, hvað ástæður hungurs varðar er kaþólska kirkjan ekki í stöðu til að gagnrýna aðra.


mbl.is Benedikt XVI: Hungur óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn mun gera yður frjálsa - eða hvað?

wikipedia-conservapediaFlestir kannast  við vefalfræðiritið Wikipedia, en þeir eru færri sem þekkja Conservapedia, sem var stofnað af bandarískum ofsatrúarmönnum, sem líkaði ekki að upplýsingar wikipedia voru ekki í samræmi við trúarskoðanir þeirra.

Conservapedia byggir á því viðhorfi að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, og ef það sem stendur í Biblíunni er á einhvern hátt í mótsögn við vísindalegar niðurstöður, þá hljóta vísindin að hafa rangt fyrir sér - það eina sem hægt sé að treysta séu sögurnar af ósýnilega súperkarlinum í Biblíunni.

Conservapedia heldur líka fram ákaflega íhaldssömum viðhorfum til margra hluta - það er oft mjög forvitnilegt að bera saman umfjöllun um málefni eins og samkynhneigð hjá Wikipedia (sjá hér) og Conservapedia (sjá hér)

Það má finna margt furðulegt í Conservapedia.  'Í greininni um sögu heimsins stendur til dæmis:

There is no reliable evidence of man existing before 3500 B.C.

Þetta ætti að koma fornleifafræðingum á óvart, en biblíuleg bókstafstrú leyfir ekki að maðurinn sé eldri, svo þannig hlýtur það bara að vera, eða hvað?

Sem dæmi um þær "upplýsingar" sem finnast í Conservapedia, tók Púkinn spurninguna um uppruna kengúra:

Consistent with their view that the fossil record as a whole does not support the evolutionary position[3][4], creationists state that there is a lack of transitional fossils showing an evolutionary origin of kangaroos. Rebecca Driver writes:

The Macropod family is alleged to have evolved from either the Phalangeridae (possums) or Burramyidae (pygmy-possums)...
However, there are no fossils of animals which appear to be intermediate between possums and kangaroos.
Wabularoo naughtoni, supposed ancestor of all the macropods, was clearly a kangaroo (it greatly resembles the potoroos which dwell in Victoria’s forests). If modern kangaroos really did come from it, all this shows is the same as we see happening today, namely that kangaroos come from kangaroos, "after their kind." [5]

According to the origins theory model used by young earth creation scientists, modern kangaroos are the descendants of the two founding members of the modern kangaroo baramin that were taken aboard Noah's Ark prior to the Great Flood. It has not yet been determined by baraminologists whether kangaroos form a holobaraminwallaby, tree-kangaroo, wallaroo, pademelon and quokka, or if all these species are in fact apobaraminic or polybaraminic. with the

After the Flood, these kangaroos bred from the Ark passengers migrated to Australia. There is debate whether this migration happened over land[6] with lower sea levels during the post-flood ice age, or before the supercontinent of Pangea broke apart[7] The idea that God simply generated kangaroos into existence there is considered by most creation researchers to be contra-Biblical.

Other views on kangaroo origins include the belief of some Australian Aborigines that kangaroos were sung into existence by their ancestors during the "Dreamtime" [8][9] and the evolutionary view that kangaroos and the other marsupials evolved from a common marsupial ancestor which lived hundreds of millions of years ago.

In accordance with their worldviews, a majority of biologists regard evolution as the most likely explanation for the origin of species including the kangaroo.

Með öðrum orðum - biblíulegri bókstafstrú er hampað, og niðurstöður vísinda eru afskrifaðar sem lífsviðhorf - svona álíka rétthátt og trú ástralskra frumbyggja.

Aðstandendum Conservapedia er ekki bara uppsigað við vísindi, heldur einnig ríkjandi menntakerfi - en styðja kennslu byggða á trúarlegum grunni - væntanlega sambærilega við trúarskóla talibana, en sem dæmi um árásir þeirra á hefðbundna menntakerfið má taka þessa grein: Professor values

Þau viðhorf sem koma fram í Conservapedia eru sem betur fer framandi flestum Íslendingum, en vandamál Bandaríkjamanna er að þessi ofsatrúarviðhorf eru ekki lengur bara viðhorf lítils jaðarhóps - það eru aðilar í áhrifastöðum sem styðja þessar skoðanir leynt og ljóst og verði þeirri þróun ekki snúið við eru dökkir dagar framundan fyrir bandarískt menntakerfi.

Einkennisorð Coservapedia eru "sannleikurinn mun gera yður frjálsa", en hinn eini "sannleikur" sem þeir viðurkenna er bókstafleg túlkun á Biblíunni.  Slíkt er ekki frelsi að mati Púkans - heldur andleg blinda.  Aðstandendum Conservapedia er uppsigað við sjálfstæða hugsun - vonandi nær þeirra lífviðhorf aldrei að hafa áhrif á Íslandi.


Olíuhreinsunarstöð - nei takk!

Púkanum finnst Arnarfjörður fallegur staður - sjáið bara myndina sem fylgir þessari grein.  Þessi gullna sandströnd er ekki við Miðjarðarhafið - nei, hún er tekin í Arnarfirði síðasta sumar.

Púkinn var alvarlega að íhuga að kaupa jörð í Arnarfirði, en einhver annar varð á undan - og reyndar er Púkinn hálffeginn að ekkert varð af kaupunum, því nú virðist sem til standi að eyðileggja Arnarfjörð með því að reisa þar olíuhreinsunarstöð.

Já, ég segi eyðileggja

Arnarfjörður verður ekki lengur friðsæl náttúruparadís, ef af byggingu olíuhreinsunarstöðvarinnar verður.  Hver vill nærveru við risavaxna, mengandi verksmiðju?

Það eru fáar fyrirhugaðar framkvæmdir sem Púkinn er jafn andvígur og þessi olíuhreinsunarstöð og kemur þar ýmislegt til.

  • Í fyrsta lagi er mengun af svona starfsemi - loftmengun, möguleg frárennslismengun og sjónmengun.  Það má vel vera að íbúum Bíldudals hugnist að fá mengandi stóriðju í næsta nágrenni við sig, en Púkinn er ekki viss um að þeir hafi hugsað dæmið til enda.
  • Í öðru lagi er hætta af mengun vegna stöðugra ferða stórra olíuflutningaskipa.  Veður eru nú ekki alltaf góð á þessum slóðum og aukin umferð olíuflutningaskipa felur í sér aukna hættu á umhverfisslysum.
  • Starfsemi þessarar stöðvar getur með engu móti rúmast innan skuldbindinga Íslendinga samkvæmt Kyoto sáttmálanum.  Forsvarsmenn fyrirtækisins segja það engu máli skipta, því hún fari hvort eð er ekki af stað fyrr en eftir að Kyoto rennur út.  Slíkt viðhorf finnst Púkanum á engan hátt réttlætanlegt.
  • Púkinn nýtur þess að ferðast um Vestfirði, stóriðjulausa landsfjórðunginn, en það er ljóst að ef af þessari framkvæmd verður mun Púkinn taka á sig stóran krók framhjá Bíldudal í framtíðinni.

Púkinn veltir líka fyrir sér hver sé raunverulegur ávinningur af því að reisa svona stöð á Íslandi.  Það eru þegar nægjanlega margar svona stöðvar í heiminum til að vinna þá olíu sem er dælt upp úr jörðinni - og ef eitthvað er, þá fara olíubirgðir heimsins minnkandi, ekki vaxandi.  Hverjir græða á því að setja svona stöð niður á Íslandi?  Eru það aðilar sem ekki fá að starfrækja svona stöðvar erlendis, þar sem fólk er búið að fá nóg af menguninni sem þeim fylgir, eða sér að þær rúmast ekki heldur þar innan Kyoto samkomulagsins?

Það er rætt um að svona stöð muni geta skapað 500-700 störf.   Það munar vissulega um slíkt, en Púkanum er spurn hvort 500-700 manns finnist á svæðinu sem vilji vinna á svona stað, eða hvort þurfi að flytja inn starfsmenn.  Ef raunin verður sú að flestir starfsmennirnir verði frá Austur-Evrópu, er spurning hver raunávinningurinn fyrir Bíldudal sé, svona til lengri tíma litið.

Erlendis er frekar verið að leggja niður olíuhreinsunarstöðvar en að byggja nýjar.  Viljum við virkilega setja upp mengandi verksmiðjur hér, sem aðrir vilja ekki hafa?

Hvers vegna reyna menn ekki að byggja upp greinar sem einhver framtíð er í - mengunarlaus fyrirtæki sem krefjast menntaðra starfsmanna - ekki mengandi stóriðju sem er holað niður í fallegum firði af því að aðrir vilja ekki hafa svona óþverra í túnfætinum hjá sér.  

Hvað um það - Púkinn ætti að ná að skreppa til Arnarfjarðar að leyfa hundinum aftur að leika sér á sandströndinni áður en þessar hugmyndir verða að veruleika.


Þarf krónan að falla meira?

Fréttin um mjög hressilegan viðskiptahalla á fyrsta ársfjórðungi vekur upp spurninguna um hvort frekara fall krónunnar sé yfirvorandi.

Það er unnt að viðhalda háu gengi þrátt fyrir viðskiptahalla ef fjármagn streymir inn í hagkerfið, en það var raunin meðan útgáfa jöklabréfanna stóð sem hæst, en af ýmsum ástæðum eru þau bréf ekki eins eftirsóknarverð núna, þannig að þau munu tæplega styðja við krónuna á næstunni.

Púkinn fékk nýlega í hendur spá um gengisþróun íslensku krónunnar gagnvart evrunni, en þar var því spáð að gengi hennar myndi ná tímabundnu jafnvægi í 115 kr/evra en síðan myndi hún hrynja aftur og fara í 130 kr/evra.

Sjáum til hvort sú spá reynist rétt.

Nú, ef einhverjum finnst þessi spá vera svartsýn, þá vill Púkinn benda á þetta blogg þar sem því er spáð að hagkerfi Bandaríkjanna og alls heimsins muni hrynja.


mbl.is Halli á vöruskiptum 32 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar smáfréttir um klám og ofbeldi

Það virðist útbreitt viðhorf í Bandaríkjunum að fólk geti beðið varanlegan andlegan skaða af því að sjá nakinn líkama og fréttin um að myndbandið frá Sigur Rós hefði verið bannað ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta langt frá því að vera einsdæmi.

Nýlega kom út tölvuleikurinn "Age of Conan", sem er fjölspilunarleikur sem líkist að mörgu leyti "World of Warcraft".  Það er þó einn munur - hann er ofbeldisfyllri - þar er hægt að kljúfa andstæðinga í herðar niður og sjá blóðið slettast út um allt - en hann inniheldur líka talsvert af fáklæddu kvenfólki.

Hræðilegt!

Frá Bandaríkjunum heyrðust strax kröfur um ritskoðun - það mátti til dæmis ekki undir nokkrum kringumstæðum sjást í geirvörturnar á persónum eins og Keaira, sem sést hér á myndinni.

Það bárust líka kröfur um ritskoðun úr annarri átt - í Þýskalandi var þess krafist að í leiknum væri "splattersía" - þannig að hægt væri að sía burt hluta af ofbeldinu, blóðslettunum og slíku.  Þeim stóð hins vegar á sama um nektina.

Fólk skiptist nokkuð í tvo hópa, um hvort það telur hættulegra unglingum - að sjá tölvuteiknaðar geirvörtur á persónu eins og henni Keaira hér að ofan, eða að drepa endalausan straum af tölvuteiknuðu fólki á ofbeldisfullan hátt með blóðslettum, öskrum og tilheyrandi - ja, nema vinstrigrænir femínistar sem vilja sennilega banna hvort tveggja.

Önnur smáfrétt sem tengist klámi í Bandaríkjunum er hér.  Sú hugmynd hefur komið upp að leysa fjárlagahalla Kaliforníu með því að leggja 25% klámskatt á klámefni framleitt í ríkinu.  Málið er nefnilega að meirihluti allra klámmynda í Bandaríkjunum er framleiddur í suðurhluta Kaliforníu.

Púkinn veltir fyrir hér hvort ekki sé hér einhver smáhræsni á ferðinni. 


mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar vilja ekki vita í hvað peningarnir þeirra fara

pie_chart_exampleEinu sinni skrifaði Púkinn heimilisbókhaldsforrit. Þetta var í kringum 1990, þegar tölvuvæðing íslenskra heimila var að hefjast og rök sumra fyrir því að þeir þyrftu tölvu voru meðal annars sú að þannig væri hægt fylgjast betur með fjármálum heimilisins.

Þetta forrit "floppaði" gersamlega.

Púkinn vill nú ekki viðurkenna að það hafi verið vegna þess að forritið var lélegt - þá hefðu menn bara fengið sér sambærileg erlend forrit í staðinn, en sú var ekki raunin.

Skýringin var ekki heldur sú að markaðssetning forritsins væri í ólagi - forritið var markaðssett á sama hátt og önnur forrit Púkans (Púki, Espólín og Lykla-Pétur) á þeim tíma, sem voru þá mest seldu íslensku forritin á heimilismarkaði.

Nei, Púkinn komst að þeirri niðurstöðu að í raun vildu Íslendingar upp til hópa bara ekki vita í hvað peningarnir þeirra færu. Agaleysi í fjármálum er nefnilega ekki bara útbreitt - það er hreinn þjóðarsiður.  Það liggur við að þeir þyki skrýtnir sem hafa sín fjármál á hreinu og vita í hvað hver króna fer - vita hver útgjöld þeirra verða næstu mánuðina, geyma allar kvittanir, versla þar sem hagkvæmast er, hafa varasjóð til að mæta óvæntum útgjöldum og eyða ekki umfram tekjur.

Það eru til undantekningar, en Íslendingar kunna almennt ekki með peninga að fara.

Það er ekki hægt að kenna skólakerfinu um þetta - segja bara að það verði að taka upp fjármálafræðslu - það læra börnin sem fyrir þeim er haft, ekki satt?  Ef börn alast upp við þann hugsanahátt á heimilum að það sé engin þörf á að fylgjast með því í hvað peningarnir fara, þá skiptir engu máli hvort fjármálafræðsla er í boði í skólum eða ekki.


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virðing fyrir lögreglunni?

Púkinn minnist þess tíma þegar almennt var borin virðing fyrir lögreglunni, en sú afstaða er á undanhaldi í dag, hvort sem því er um að kenna að þjóðfélagið er agalausara en áður, eða að lögreglan hefur glatað þeirri stöðu sem hún hafði í huga fólks, hvort sem er vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis.

Sú afstaða er líka að verða útbreiddari að lögreglustarfið sé ekki eins eftirsóknarvert og áður - það sé illa launað og vanþakklátt, þannig að minna af raunverulega hæfu fólki sæki í það.

Fjársvelti lögreglunnar bætir ekki úr og sést það á því að fjöldi lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haldið í við íbúafjölgunina.

Lögreglan getur reyndar að hluta sjálfri sér um kennt um breytta afstöðu fólks - Púkinn gæti fjallað um það að lögreglumenn virðast ekki kunna að biðjast afsökunar þegar þeir eru að angra fólk að ástæðulausu, eða þegar lögreglan segir "það tekur því ekki að kæra þetta" þegar fólki finnst á sér brotið, en þannig atburðir hverfa í skuggann af tilvikum eins og því sem kom upp í 10/11.

Er það furða þótt margir spyrji sig hvort lögreglunni sé treystndi fyrir Taser byssum? 


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir af risaláni - fórnarkostnaður vegna krónunnar

Verði af því að ríkissjóður taki þetta risalán, þá er nú ljóst að það verður ekki gefins- eitthvað þarf að borga í vexti af því og Púkinn vill líta á slíkan vaxtakostnað sem hluta af kostnaðinum við að hafa krónuna.

Nú er að vísu ekki ljóst hvort þessi heimild verður nýtt eða á hvaða vöxtum slíkt lán fengist, en það sakar ekki að velta þessu fyrir sér.

Á endanum yrði svona lán greitt til baka, þannig að gjaldeyririnn myndi flæða úr landi, en það má vera að þetta styrki tiltrú manna á íslensku krónuna um stundarsakir - sem er það sem Púkinn er hræddastur um.

Frá sjónarhóli Púkans er gengi krónunnar nokkuð nærri réttu lagi um þessar mundir.   Sterkari króna myndi koma innflutningsaðilum vel og (að hluta til almenningi), en Púkinn efast um að sum útflutningsfyrirtæki þoli mikla styrkingu krónunnar.

Ef krónan styrkist vegna þessara aðgerða og aðgengi fyrirtækja að fjármagni verður áfram takmarkað, er hætt við að eitthvað verði um uppsagnir hjá þeim fyrirtækjum - nú eða þá að fyrirtækin flytja stærri hluta starfseminnar úr landi, þar sem launakostnaður er viðráðanlegri og meiri stöðugleiki ríkir.

Það er væntanlega það sem stjórnmálamennirnir vilja.


mbl.is Heimild til að taka 500 milljarða lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband