Þarf krónan að falla meira?

Fréttin um mjög hressilegan viðskiptahalla á fyrsta ársfjórðungi vekur upp spurninguna um hvort frekara fall krónunnar sé yfirvorandi.

Það er unnt að viðhalda háu gengi þrátt fyrir viðskiptahalla ef fjármagn streymir inn í hagkerfið, en það var raunin meðan útgáfa jöklabréfanna stóð sem hæst, en af ýmsum ástæðum eru þau bréf ekki eins eftirsóknarverð núna, þannig að þau munu tæplega styðja við krónuna á næstunni.

Púkinn fékk nýlega í hendur spá um gengisþróun íslensku krónunnar gagnvart evrunni, en þar var því spáð að gengi hennar myndi ná tímabundnu jafnvægi í 115 kr/evra en síðan myndi hún hrynja aftur og fara í 130 kr/evra.

Sjáum til hvort sú spá reynist rétt.

Nú, ef einhverjum finnst þessi spá vera svartsýn, þá vill Púkinn benda á þetta blogg þar sem því er spáð að hagkerfi Bandaríkjanna og alls heimsins muni hrynja.


mbl.is Halli á vöruskiptum 32 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband