Fimmtudagur, 7. júní 2007
Heildsalar - deyjandi stétt
Einu sinni voru lyfsalar (sem ráku eitt apótek hver) og heildsalar meðal þeirra sem greiddu hæstu skattana hér á landi, en nú er staðan breytt - sami aðili rekur...hvað, 26 apótek og heildsalarnir eru að hverfa.
Það er nefnilega ekki rúm fyrir heildsalana í þeirri einokunarverslun sem við búum við í dag. Púkinn var til dæmis að heyra af örlögum leikfangaheildala nokkurs, sem árum, eða jafnvel áratugum saman hefur flutt inn þekkt vörumerki.
Síðan gerðist það að tiltekið fyrirtæki sem einokar nánast leikfangamarkaðinn hérlendis, neitaði að selja þær vörur sem hann flutti inn. Salan hjá honum dróst saman, hann missti umboðið fyrir vöruna - og viti menn, hver fékk það í staðinn?
Jú - rétt getið - það var fyrrnefnt stórfyrirtæki sem fór að flytja vöruna inn beint.
Nú hefði mátt ætla að vöruverðið myndi lækka við þetta - fyrirtækið var jú laust við einn millilið - flutti bara inn sjálft, en keypti ekki af heildsala, en nei - ekki gerðist það.
Já, það er gott að vera innflytjandi í dag og eiga markaðinn.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Kílóvattstundirnar
Það er nú aldeilis munur að vera með álbræðslu og fá rafmagnið á 2.1 krónu kílóvattstundina. Púkinn var að fara yfir rafmagnsreikningana sína og honum reiknast til að ef hann fengi rafmagnið á sama verði og Norðurál, þá myndi rafmagnsreikningurinn lækka um 500.000 á ári.
Líkurnar á að það gerist eru væntanlega engar, því það er nú ekki svo gott að það sé bullandi samkeppni milli orkufyrirtækjanna að selja Púkanum raforku.
Það sem væri hins vegar forvitnilegast er spurningin hver "framleiðslukostnaðurinn" á kílóvattstundinni raunverulega er. Raforkufyrirtækin eru nú ekki góðgerðastofnanir og Púkinn trúir því ekki að raforkan sé seld undir kostnaðarverði, en varla er hagnaðurinn mikill.
![]() |
Norðurál greiðir OR 2,1 kr. á kílóvattstund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Af kaffimálum
Púkinn er þeirrar skoðunar að til þess að brenna sig á kaffinu sínu þurfi fólk annað hvort að vera óheppið eða heimskt. Það á ekki að þurfa að segja fólki að heitt kaffi sé HEITT.
Bandarískt fyrirtæki er ekki alveg á sama máli og hefur hafið framleiðslu á loki á kaffimál - loki sem er þess eðlið að það breytir um lit eftir hitastigi kaffisins.
Sem sagt, ef lokið er rautt, þá er kaffið heitt. Púkinn getur nú ekki að því gert að hann veltir fyrir sér hvort þeir sem á annað borð eru líklegir til að brenna sig á kaffinu sínu séu ekki alveg jafn líklegir til þess hvort sem kaffimálið er með rauðu eða brúnu loki.
Hvað um það - lokið er selt undir nafninu "Smart-Lid" - og væntanlega beint að fólki sem er ekkert voðalega...."smart".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Að veiða svikahrapp
Samhliða fjölgun fjársvikapósta á netinu, þá fjölgar þeim sem stunda þá "íþróttagrein" að veiða svikahrappa - fá þá til að standa í stöðugum bréfaskriftum og beita þeirra eigin aðferðum gegn þeim. Svikahrapparnir gera jú út á græðgi annarra, en fórnarlömbin geta líka leikið þann leik.
Á vefnum má finna margar góðar sögur um slíkt, en sem dæmi um slíka má taka bréfaskriftir þar sem einhver vafasamur aðili í Nígeríu er að reyna að svíkja pening út úr Fred Flintstone og Wilmu konu hans. (sjá þennan hlekk), en það eru mörg önnur svipuð dæmi á Scamorama.com síðunni.
Hafi einhverjir hér á landi hug á að stunda svikahrappaveiðar, eru nokkrar reglur sem þarf að fylgja, en mikilvægast af öllu er að gefa ekki upp rétt nafn, símanúmer eða heimilisfang í bréfaskrifunum og helst senda póstinn frá órekjanlegu hotmail póstfangi eða öðru slíku - þetta eru glæpamenn og ef einhver ætlar að gera þá að fíflum er augljóslega ekki gott að þeir viti hver viðkomandi raunverulega er.
![]() |
Ný hrina fjársvikatölvupósta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Stærðin skiptir máli
Longwan Shaman skemmtigarðurinn í Changchun í Kína var ekki sértaklega vinsæll, þannig að forráðamenn hans ákváðu að þeir þyrftu eitthvað stórt til að draga gesti að. Niðurstaðan var að sýna stærsta tippi í heimi - 10 metra hátt.
Fyrst var byggð stálgrind og stráum síðan vafið utan um verkið.
Shi Lixue, forstjóri China Folk Culture Association lét hafa eftir sér að verkið táknaði leit forfeðranna að hamingju og velgengni.
Það var nefnilega það....Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. júní 2007
Bítladómari
Gregory Todd er dómari í Montana. Nýlega þurfti hann að dæma tvítugan mann, Andrew McCormack fyrir stuld á bjór. Áður en dómarinn kvað upp dóminn spurði hann sakborninginn hver hann héldi að refsingin yrði.
Andrew svaraði: "Like The Beetles say, Let it Be."
Það fylgdi ekki fréttinni hvort sakborningurinn vissi hve mikill Bítlaaðdándi dómarinn var, en svar dómarans var...nokkuð óhefðbundið.
Svar Todd dómara: "'Hey Jude', 'Do You Want to Know a Secret'? The greatest band in history spelled its name B-e-a-t-l-e-s.
"Your response suggests there should be no consequences for your actions and I should 'Let it Be' so you can live in 'Strawberry Fields Forever'.
"Such reasoning is 'Here, There and Everywhere'. It does not require a 'Magical Mystery Tour' of interpretation to know 'The Word' means leave it alone. I trust we can all 'Come Together' on that meaning.
"If I were to overlook your actions I would ignore that 'Day in the Life' on April 21, 2006. That night you said to yourself 'I Feel Fine' while drinking beer. Later, whether you wanted 'Money' or were just trying to 'Act Naturally' you became the 'Fool on the Hill'.
"As 'Mr Moonlight' at 1.30am, you did not 'Think for Yourself' but just focused on 'I, Me, Mine'. 'Because' you didn't ask for 'Help'. 'Wait' for 'Something' else or listen to your conscience saying 'Honey Don't', the victim was later 'Fixing a Hole' in the glass door you broke."
Dómarinn hélt áfram: "After you stole the beer you decided it was time to 'Run For Your Life' and 'Carry That Weight'. But the witness said 'Baby it's You', the police said 'I'll Get You' and you had to admit 'You Really Got a Hold on Me'.
"You were not able to 'Get Back' home because of the 'Chains' they put on you. Although you hoped the police would say 'I Don't Want to Spoil the Party' and 'We Can Work it Out', you were in 'Misery' when they said you were a 'Bad Boy'.
"When they took you to jail, you experienced 'Something New' as they said 'Hello Goodbye' and you became a 'Nowhere Man'.
"Later you may have said 'I'll Cry Instead'. Now you are saying 'Let it Be' instead of 'I'm a Loser'. As a result of your 'Hard Day's Night' you're looking at a 'Ticket to Ride' that 'Long and Winding Road' to prison.
"Hopefully you can say both now and 'When I'm 64' that 'I Should Have Known Better'."
Andrew var dæmdur til samfélagsþjónustu og sektargreiðslu.
Ef það væri nú bara svona gaman að lesa dómana í Baugsmálinu.....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. júní 2007
Allt sem fer upp
Það er ekkert launungarmál að Púkinn fagnar gengislækkun krónunnar, þótt lítil sé, enda er styrkur hennar kominn út fyrir öll velsæmismörk.
Púkinn hefur hins vegar efasemdir um að gengislækkunin verði nægjanleg til að koma krónunni á "eðlilegt" ról, því til þess þyrfti alvöru hagstjórn hér á landi, ekki þetta endalausa vaxtahækkunarrugl hjá Seðlabankanum.
Vandamálið er í raun það að vaxtahækkanir Seðlabankans ná alls ekki að gera það sem til er ætlast - Púkinn vill jafnvel halda því fram að þessi aðferð hafi eingöngu þau áhrif að gera hrunið sársaukafyllra þegar það kemur.
Hagfræðilkenningar segja að hátt vaxtastig seðlabanka slái á eftirspurn eftir lánsfé, sem aftur valdi því að allt efnahagskerfið kólnar niður og verðbólga minnkar. Vandamálið er bara það að hér á íslandi eru menn ekkert neyddir til að taka lán á þessum ofurvöxtum (nú, nema þeir sem eru svo vitlausir eða óheppnir að þurfa að borga yfirdráttarvexti) Einstaklingar og fyrirtæki eru jú í vaxandi mæli að taka erlend lán og þar hefur vaxtastig Seðlabankans ekki þau áhrif sem til er ætlast, heldur þvert á móti - háa vaxtastigið hvetur aukinnar lántöku. Ástæða þess er að sjálfsögðu sá að hátt vaxtastig gerir útgáfu jöklabréfa áhugaverða, sem veldur stöðugu innstreymi gjaldeyris, sem aftur styrkir krónuna, sem síðan gerir það að verkum að erlendu lánin verða hagkvæmari og hagkvæmari.
Nei, háa vaxtastigið er ekki að virka.
Meðan núverandi ástand varir er útflutningsfyrirtækjunum að blæða út, innflutningsfyrirtækin græða sem aldrei fyrr og þjóðin er á bjartsýnisfylliríi - menn telja sig aldrei hafa haft það betra, en átt sig ekki é því að þessi spilaborg gætur hrunið hvenær sem er.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 1,16% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. júní 2007
Að kunna að vera í fríi
Púkanum finnst allt of algengt að fólk kunni ekki að taka sér frí frá vinnunni og þessi frétt um að fimmtungur taki ferðatölvuna með sér í fríið er gott dæmi um það.
Ef fólk getur ekki farið í frí án þess að þurfa að vera í netsambandi við umheiminn er eitthvað að - sennilega kunna viðkomandi ekki að slaka á og hefðu gott af að athuga hjá sér blóðþrýstinginn.
Hraðinn í þjóðfélaginu er það mikill að stundum er nauðsynlegt að stoppa, fara í frí upp í fjöll eða á einhverja sólarströnd og skilja stressið eftir heima.
Fyrir þá sem lifa í stressandi umhverfi, er stundum nauðsynlegt að slaka - liggja á bekk í sólinni með bjórglas í hendi, langt frá öllum ferðatölvum og farsímum.
![]() |
Fimmti hver Bandaríkjamaður tekur fartölvuna með í fríið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. júní 2007
Feluleikur
Það er nú þannig með sumt af því fólki sem er frægt, að það eina sem það hefur sér til ágætis er ... að vera frægt. Þar sem "paparazzi" ljósmyndararnir bera jú áð stórum hluta ábyrgð á frægð viðkomandi einstaklinga er líklegt að viðkomandi muni sýna þessum vökva mikinn áhuga - ef myndir af viðkomandi myndu hætta að birtast í blöðunum er hætt við að frægðin myndi gufa upp.
Það sem Púkanum finnst hins vegar athyglivert með þennan vökva er hvort einhverjir muni flytja hann inn í þeim tilgangi sem hann var upphaflega markaðssettur - til að fela númeraplötur bíla svo sjálfvirkar myndavélar (sem taka myndir af bílum sem fara yfir á rauðu ljósi, aka yfir hraðamörkum eða keyra gegnum gjaldtökustaði án þess að greiða fyrir) nái ekki mund af númeraplötunni.
Púkanum varð þá hugsað til náungans sem krafðist endurgreiðslu á radarvaranum sínum eftir að hann fékk fyrstu sektina - ætli það endurtaki sig með þennan vökva ef einhver fer að flytja hann inn til að auðvelda mönnum að komast hjá sektargreiðslum vegna lögbrota?
![]() |
Ný vara ver fræga fólkið fyrir papparazzi ljósmyndurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 1. júní 2007
Og hvað á þorskurinn að éta?
Púkinn hefur aldrei talið sig sérfróðan um fisk og reyndar takmarkast afskiptin að mestu leyti við að borða fiskinn eftir að einhver hefur matreitt hann.
Þessi frétt vakti hins vegar eina spurningu hjá Púkanum - gott og blessað að samtökin vilja draga úr sókninni í þorskinn og fá þá fleiri þorska syndandi í sjónum, en hvað á þessi þorskur að éta? Ef samtökin vilja fá fleiri þorska, ættu þau þá ekki að berjast fyrir því að draga úr loðnuveiðum, þannig að þorskurinn geti étið loðnuna?
Er þorskstofninum gerður greiði með því að fá fleiri hálfsvelta þorska? Hafa menn hugsað dæmið til enda?
En, hvað um það. Púkinn er ekki fiskifræðingur, þannig að hann ætlar ekki að vera með neinar fullyrðingar um það hvað sé rétt eða rangt í þessu máli - honum finnst þetta bara hljóma undarlega.
![]() |
Náttúruverndarsamtökin vilja draga úr sókn í þorskinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |