Föstudagur, 2. mars 2007
Að lifa í fótbolta...
Sumir lifa fyrir fótbolta. Núna býðst þeim hið fullkomna fótboltahús, sem inniheldur lítinn eldhúskrók, rúm og sjónvarp.
Húsin eru framleitt af Kimidori Kenchiku fyrirtækinu í Japan og þau eru sögð skotheld og veita vörn gegn fellibyljum, jarðskjálftum, eldi og hryðjuverkaárásum.
Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort Íbúðalánasjóður veiti 90% lán til kaupa á svona húsi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. mars 2007
Netlöggan mætt á staðinn
Púkanum finnst það athyglivert að notendur séu hvattir til að leita til lögreglunnar ef þeim berast grunsamleg gylliboð, því Púkinn á bágt með að trúa því að lögreglan hafi hreinlega mannskap til að sinna þessu verkefni ef allir myndu beina svona bréfum til hennar.
Nú er Púkinn að sjálfsögðu með póstsíu (sjá hér) sem sér um að hreinsa megnið af svona rusli úr póstinum hans, en ef það er skoðað sem sían stoppar kemur fljótt í ljós að magn svona rusls er gífurlegt.
Púkinn hefur nefnilega notað tölvupóst í rúm átján ár og hefur ekki komist hjá því að lenda á fjölda ruslpóstslista.
Lausleg yfirferð á þeim pósti sem sían lokaði á í dag leiðir í ljós 27 tilboð um kaup á Viagra, Cialis eða öðru slíku, 5 tilraunir til að reyna að plata Púkann til að gefa upp lykilorð í PayPal eða heimabanka, 2 tilraunir til að fá Púkann til að aðstoða við peningaþvætti, 7 tilraunir til að fá Púkann til að fjárfesta í einhverjum vafasömum "penny-stock" bréfum og svo framvegis - yfir 50 grunsamleg gylliboð alls.
Púkinn trúir því ekki að lögreglan vilji fá ruslpóstinn hans, en hafi hún áhuga er henni það velkomið.
![]() |
Lögreglan ítrekar aðvaranir sínar vegna gylliboða á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. mars 2007
Of latur til að sækja bjórinn?
Finnst þér gott að sitja í sófanum, horfa á sjónvarpið og sötra bjór, en átt í vandræðum því þú nennir ekki að standa upp og sækja bjórinn í ísskápinn?
Ef svo er, þá er þetta fyrir þig - ísskápur með innbyggðum bjórkastara.
John Cornwell hannaði ísskáp með fjarstýringu sem tekur 24 bjórdósir. Þegar hann ýtir á takka í fjarstýringunni fer í gang lyfta, sem sendir eina dós upp í bjórvörpuna, sem hendir dósinni síðan yfir til notandans.
John segir að líkurnar á að fá dósirnar í höfuðið minnki með aukinni notkun.
Unnt er að sjá tækið í notkun hér.
Föstudagur, 2. mars 2007
Of gömul?
Er þetta merki um lélega sjálfsímynd, eða eitt enn einkenni þeirrar sjúklegu æskudýrkunar sem Vesturlönd eru heltekin?
Að halda að "40-something" leikkona sé of gomul er nú reyndar svolítið hlálegt. Hvernig var það með með leikkonuna sem fékk Oscar verðlaunin fyrir leik sinn í Driving Miss Daisy. Jessica Tandy - hún var áttræð, enn í fullu fjöri og aldrei betri leikkona en þá. George Burns var álíka gamall þegar hann fékk verðlaunin fyrir leik sinn í The Sunshine Boys.
Nei, sé það eitthvað sem veldur því að hún sé ekki góð leikkona, þá er það ekki aldurinn - svo mikið er víst.
![]() |
Hrædd um að vera orðin of gömul til að vera leikkona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. mars 2007
Að kenna öskubökkum að standa upp
Púkinn hefur aldrei skilið hvað veldur því að fólk fellur fyrir svona þvættingi. Meðferð Narconon er óneitanlega óhefðbundin og virðist aðallega felast í því að gefa fíklum ofurskammta af B3 vítamíni, magnesíum og kalki og láta þá sitja klukkutímum saman í gufubaði.
Einnig felur meðferðin í sér ýmsar æfingar, en ein þeirra (TR8) felst í því að sjúklingarnir skipa öskubakka að standa upp og setjast síðan aftur og þakka öskubakkanum síðan fyrir eins hátt og þeir geta.
Púkinn er nú enginn sérfræðingur á sviði fíkniefnameðferðar, en hann fær nú samt ekki alveg séð samhengið.
Fullyrðiingar þeirra um 80% árangur virðast einnig vafasamar - eina raunverulega rannsóknin sem hefur verið framkvæmd af óháðum aðila sýndi 6.6% árangur meðferðarinnar - mun lægra en sá 20-30% árangur sem telst gjarnan nást með hefðbundari meðferðum.
Það sem Púkanum finnst reyndar furðulegast af öllu er að sumir þeirra sem gagnrýna Narconon og vísindakirkjuna sem háværast eru meðlimir trúarsamtaka, sem sumir hverjir bjóða upp á sínar eigin "óhefðbundu" meðferðir gegn sama vandamáli. Það er þetta með steinana og glerhúsin...
![]() |
Travolta segir að Vísindakirkjan hefði getað komið Önnu Nicole til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Púkinn sammála Samfylkingunni - hvað er að gerast???
Púkinn hefur almennt verið algerlega ósammála nánast öllu sem kemur frá Samfylkingunni.
Núna, hins vegar - í fyrsta skipti í langan tíma - kemur frá þeim gáfuleg hugmynd sem Púkinn getur verið sammála.
Það að lækka fargjöld í strætó allverulega er góð leið til að auka notkunina, jafnvel þannig að heildartekjurnar rýrni ekki nándar nærri eins mikið hlutfallslega og gjöldin lækka.
Það gæti jafnvel skeð að tekjurnar myndu standa í stað og færri einkabílar í umferð myndu leiða til ávinnings fyrir Reykvíkinga í heild.
Púkinn er hins vegar að velta fyrir sér hvort á bak við þetta séu dulin pólítísk skilaboð. Er Samfylkingin e.t.v. að gefa í skyn að hún sé þrátt fyrir allt ekki andvíg umtalsverðum skattalækkunum? Á sama hátt og lækkun fargjalda gæti þýtt að fleiri myndu ferðast með strætó, gæti lækkun (jaðar)skatta valdið því að fólk myndi vinna meira, gerast áræðnara í fyrirtækjastofnun og skatttekjurnar kæmu á endanum úr fleiri vösum.
Annars snertir þetta mál Púkann bara óbeint - hann tekur aldrei strætó, því þar eru hundar ekki leyfðir - Púkinn labbar bara með hundinn sinn í vinnuna, en allt sem getur dregið úr svifryksmengun er framfaraskref að mati Púkans.
![]() |
Lagt til að fargjald í strætó lækki í 100 krónur í mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Líkamsrækt fyrir striplinga
Nú nefur Púkinn ekkert á móti striplingum, þótt hann hafi aldrei haft neina sérstaka þörf á að striplast á almannafæri.
Púkinn hefur heldur ekkert á móti líkamsræktarstöðvum - svo lengi sem hann er ekki neyddur til að fara þangað sjálfur.
Það sem Púkinn á hins vegar erfitt með að skilja er hvort þetta tvennt fari vel saman - það hlýtur að vera svolítið óþægilegt fyrir suma að hlaupa á hlaupabraut eða hamast á róðrarvél með allt dinglandi út í loftið, eða sveiflandi fram og aftur.
Þetta er reyndar ekki alveg nýtt. Hér á arum áður voru einhverir íslenskir góðborgarar sem stunduðu sínar Mullersæfingar naktir í Öskjuhlíðinni og annars staðar. Einnig munu sjálfsagt einhverjar nektarnýlendur bjóða upp á þessa þjónustu.
Púkinn setti enga mynd með þessari grein, en áhugasamir geta t.d. farið hingað.
![]() |
Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Netþjónabú á Íslandi?
Púkinn hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að of mikil áhersla sé lögð á stóriðju hér á landi og núverandi stjórnvöld séu að gera stór mistök.
Í mörgum öðrum löndum hafa menn veðjað á hátæknina, með góðum árangri, en sú er því miður ekki raunin hér á landi.
Sum hátæknifyrirtækin eru að flytja hluta starfseminnar úr landi en önnur, eins og OZ er varla unnt að kalla "íslensk" lengur.
Erlendir aðilar hafa velt fyrir sér hvers vegna Íslendingar reyna ekki að laða til sín erlend fyrirtæki, til dæmis með því að reka raforkufrek netþjónabú hérlendis.
Púkinn rakst til dæmis á þessa grein á siliconvalleywatcher.com.
Íslendingar hafa einnig velt hugmyndinni fyrir sér, en það eru ljón í veginum - dýrt og óáreiðanlegt netsamband Íslands við umheiminn er stærsta vandamálið. Því miður virðast ekki miklar líkur á að það batni - sem stendur er ástandið skelfilegt, með Cantat bilaðan og innlend fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á Internetinu sitja bara og vona að ekki verði truflanir á FarIce á meðan.
Vonandi kemst Cantat í lag á næstunni, en líftími hans er brátt á enda, og þótt við fáum nýjan streng til Írlands, verður staðan sú að við munum þá hafa enga beina tengingu vestur um haf.
Það þýðir tafir, sem gera hugmyndir um netþjónabú hér á landi freklar óraunhæf.
Púkanum finnst að það hefði verið meira vit í að láta peninga í betrumbætt samband Íslands við umheiminn heldur en að eyða þeim í vitleysu eins og Héðinsfjarðargöng. Slík ákvörðun hefði hins vegar krafist framsýnna og gáfaðra stjórnmálamanna sem hugsa lengur fram í tímann en til næstu kosninga.
Þannig fólk virðist oft vandfundið á Alþingi.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Ný not fyrir salat
Þessi mynd synir salathaus - ef þú sæir hann í ísskápnum myndir þú halda að hann biði þess að vera skorinn niður, ekki satt?
Eh, nei.
Þessi salathaus er í rauninni dulbúið öryggishólf, ætlað til að fela skartgripi og önnur verðmæti inní, í von um að þjófum myndi aldrei detta í hug að stela salati úr ísskápnum.
Unnt er að panta þetta öryggishólf hér, en framleiðandinn býður einnug upp á bækur og gosdósir með innbyggðum hólfum.
Púkinn er nú ekki alveg viss, en hann efast nú samt um að mikill markaður sé fyrir þessar vörur.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Hamborgari fyrir þá virkilega svöngu
Ertu svangur? Ertu virkilega, virkilega svangur?
Ef svo er, þá gæti þetta verið fyrir þig. Veintingastaðurinn Denny's Beer Barrel Pub í Clearfield, Pa. býður nú upp á 60 kílóa hamborgara.
Hann inniheldur 40 kíló af kjöti, 120 ostsneiðar, fimm lauka, 12 tómata og annað eftir því.
Verðið er aðeins 379 dollarar, en ekki fylgja upplýsingar um fjölda hitaeininga.
Super Size hvað.....