Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hungur - og hræsni kaþólsku kirkjunnar

sudan_famine_7Nú vill Púkinn ekki gera lítið úr því vandamáli sem hungur er fyrir fjölda fólks út um allan heim, en honum finnst það koma úr hörðustu átt þegar páfinn krefst þess að aðrir finni lausn á vandanum.

Það eru að sjálfsögðu margar ástæður fyrir hungri - uppskerubrestur, erfiðleikar við að koma matvælum á áfangastaði, en grunnvandamálið, sem mun verða mikilvægara eftir því sem tíminn líður, er einfaldalega að það eru of margir munnar til að metta.

Mannkyninu fjölgar enn of hratt, og þeirri þróun verður að snúa við.  Offjölgun er að vísu ekki vandamál á Vesturlöndum eða í Japan og Kínverjar hafa gripið til róttækra, en nauðsynlegra aðgerða, með því að takmarka barnafjölda með harðri hendi.  Offjölgun er hins vegar vaxandi vandamál í fátækari ríkjum - og stuðlar að því til lengri tíma að þau verða enn fátækari - eftirspurn eftir mat og álagið á vistkerfið vex uns í óefni er komið.

Afleiðingarnar verður á endanum fólksfækkun vegna hungurs, farsótta, styrjalda eða - ef við erum heppin - vegna lækkandi fæðingartíðni.

Þar er komið að hlut kaþólsku kirkjunnar.  Með baráttu sinni gegn notkun getnaðarvarna hefur kirkjan beinlínis stuðlað að offjölgun hjá þeim sem síst mega við því - Púkinn er til dæmis þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið hafi Julius Fromm (maðurinn sem fann upp smokkinn í sinni núverandi mynd) gert mannkyninu meira gagn en Móðir Theresa.

Nei, hvað ástæður hungurs varðar er kaþólska kirkjan ekki í stöðu til að gagnrýna aðra.


mbl.is Benedikt XVI: Hungur óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn mun gera yður frjálsa - eða hvað?

wikipedia-conservapediaFlestir kannast  við vefalfræðiritið Wikipedia, en þeir eru færri sem þekkja Conservapedia, sem var stofnað af bandarískum ofsatrúarmönnum, sem líkaði ekki að upplýsingar wikipedia voru ekki í samræmi við trúarskoðanir þeirra.

Conservapedia byggir á því viðhorfi að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, og ef það sem stendur í Biblíunni er á einhvern hátt í mótsögn við vísindalegar niðurstöður, þá hljóta vísindin að hafa rangt fyrir sér - það eina sem hægt sé að treysta séu sögurnar af ósýnilega súperkarlinum í Biblíunni.

Conservapedia heldur líka fram ákaflega íhaldssömum viðhorfum til margra hluta - það er oft mjög forvitnilegt að bera saman umfjöllun um málefni eins og samkynhneigð hjá Wikipedia (sjá hér) og Conservapedia (sjá hér)

Það má finna margt furðulegt í Conservapedia.  'Í greininni um sögu heimsins stendur til dæmis:

There is no reliable evidence of man existing before 3500 B.C.

Þetta ætti að koma fornleifafræðingum á óvart, en biblíuleg bókstafstrú leyfir ekki að maðurinn sé eldri, svo þannig hlýtur það bara að vera, eða hvað?

Sem dæmi um þær "upplýsingar" sem finnast í Conservapedia, tók Púkinn spurninguna um uppruna kengúra:

Consistent with their view that the fossil record as a whole does not support the evolutionary position[3][4], creationists state that there is a lack of transitional fossils showing an evolutionary origin of kangaroos. Rebecca Driver writes:

The Macropod family is alleged to have evolved from either the Phalangeridae (possums) or Burramyidae (pygmy-possums)...
However, there are no fossils of animals which appear to be intermediate between possums and kangaroos.
Wabularoo naughtoni, supposed ancestor of all the macropods, was clearly a kangaroo (it greatly resembles the potoroos which dwell in Victoria’s forests). If modern kangaroos really did come from it, all this shows is the same as we see happening today, namely that kangaroos come from kangaroos, "after their kind." [5]

According to the origins theory model used by young earth creation scientists, modern kangaroos are the descendants of the two founding members of the modern kangaroo baramin that were taken aboard Noah's Ark prior to the Great Flood. It has not yet been determined by baraminologists whether kangaroos form a holobaraminwallaby, tree-kangaroo, wallaroo, pademelon and quokka, or if all these species are in fact apobaraminic or polybaraminic. with the

After the Flood, these kangaroos bred from the Ark passengers migrated to Australia. There is debate whether this migration happened over land[6] with lower sea levels during the post-flood ice age, or before the supercontinent of Pangea broke apart[7] The idea that God simply generated kangaroos into existence there is considered by most creation researchers to be contra-Biblical.

Other views on kangaroo origins include the belief of some Australian Aborigines that kangaroos were sung into existence by their ancestors during the "Dreamtime" [8][9] and the evolutionary view that kangaroos and the other marsupials evolved from a common marsupial ancestor which lived hundreds of millions of years ago.

In accordance with their worldviews, a majority of biologists regard evolution as the most likely explanation for the origin of species including the kangaroo.

Með öðrum orðum - biblíulegri bókstafstrú er hampað, og niðurstöður vísinda eru afskrifaðar sem lífsviðhorf - svona álíka rétthátt og trú ástralskra frumbyggja.

Aðstandendum Conservapedia er ekki bara uppsigað við vísindi, heldur einnig ríkjandi menntakerfi - en styðja kennslu byggða á trúarlegum grunni - væntanlega sambærilega við trúarskóla talibana, en sem dæmi um árásir þeirra á hefðbundna menntakerfið má taka þessa grein: Professor values

Þau viðhorf sem koma fram í Conservapedia eru sem betur fer framandi flestum Íslendingum, en vandamál Bandaríkjamanna er að þessi ofsatrúarviðhorf eru ekki lengur bara viðhorf lítils jaðarhóps - það eru aðilar í áhrifastöðum sem styðja þessar skoðanir leynt og ljóst og verði þeirri þróun ekki snúið við eru dökkir dagar framundan fyrir bandarískt menntakerfi.

Einkennisorð Coservapedia eru "sannleikurinn mun gera yður frjálsa", en hinn eini "sannleikur" sem þeir viðurkenna er bókstafleg túlkun á Biblíunni.  Slíkt er ekki frelsi að mati Púkans - heldur andleg blinda.  Aðstandendum Conservapedia er uppsigað við sjálfstæða hugsun - vonandi nær þeirra lífviðhorf aldrei að hafa áhrif á Íslandi.


Púkinn og biblíunámskeiðið

Þeir sem þekkja Púkann eða lesa skrif hans reglulega ættu að vita að hann er ekki í réttum markhópi fyrir Biblíunámskeið sértrúarsafnaða.

Engu að síður datt auglýsingableðill um slíkt námskeið inn um bréfalúguna hjá Púkanum nýverið.

Þótt sá hópur sem stendur á bak við þetta námskeið sé nú ekki sá öfgafyllsti sem finnst hefur Púkinn nú margt við efnið að athuga.

Þessi litli bæklingur ber með sér að þeir sem standa að námskeiðinu trúa því að "spádómar" Biblíunnar hafi einhverja raunverulega þýðingu fyrir mannkynið - til dæmis að Opinberunarbókin sé ekki bara óráðshjal geðsjúklings, heldur varði atburði sem hafi gerst, muni gerast, eða gætu gerst.

Ein spurning í bæklingnum sló hins vegar Púkann svolítið.

"3) Er heimsendir góðar eða slæmar fréttir?"

Púkinn veltir fyrir sér hvað hrjái fólk hefur einhverja þörf til að spyrja svona spurningar - er það veruleikafirrt, eða bara sjúkt, sjúkt, sjúkt?

Það er þónokkur hópur fólks sem trúir því að "heimsendir" sé yfirvofandi - sumir líta svo á að hann sé óhjákvæmilegur, því nú um þessar mundir séu 6000 ár liðin frá sköpun heimsins og því sé þúsundáraríkið í nánd - þeir eru nú sem betur fer fáir hér á Íslandi sem afneita vísindum á þann hátt, en fjöldi svona fólks í löndum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi er skelfilegur.

Aðrir skoða atburði samtímans í samræmi við sína túlkun á Biblíunni og líta svo á að endalokin hljóti að vera að nálgast.  Þeir eru til sem trúa því til dæmis að á næstu árum muni miklar hörmungar dynja yfir mannkynið, plágur, hungursneyð og stríð - þar á meðal bardaginn við Meggido.  Sumir túlka þetta sem svo að kjarnorkustríð í Ísrael sé ekki aðeins óhjákvæmilegt, heldur nauðsynlegt eða jafnvel æskilegt.

Þetta er að sjálfsögðu sérstakt áhyggjuefni ef þessir einstaklingar eru í þeirri stöðu að geta stuðlað að því að framkalla heimsendi - hvað ef forseti Bandaríkjanna væri til dæmis þessarar skoðunar?

Það er í raun ekki svo fjarstæðukennt - þegar dagbækur Ronald Reagan voru gerðar aðgengilegar í fyrra rákust menn þar á hluti eins og:

Sometimes I wonder if we are destined to witness Armageddon.

og 

Got word of Israel bombing of Iraq - nuclear reactor. I swear I believe Armageddon is near.

Það er ekkert launungarmál að Púkinn telur nauðsynlegt að berjast gegn trúarsöfnuðum sem halda fram svona heimsendaboðskap - Púkinn er þeirrar skoðunar að trúarbrögð, sér í lagi ofsabókstafstrú sem hafnar vísindum sé ein mesta ógn mannkynsins um þessar mundir.


Jesús, barnaníðingurinn og dómarinn

"Jesús hefur fyrirgefið mér", sagði barnaníðingurinn Russel Back Jr. fyrir dómi, en hann hafði rænt þrem börnum, tekið myndir af þeim bundnum og nöktum og fróað sér fyrir framan þau.

Já, það er gott að eiga ósýnilegan súpervin sem fyrirgefur hvað sem er, þannig að menn þurfi a. m. k. ekki að taka afleiðingum gjörða sinna úr þeirri áttinni.

Þetta sýnir kannski í hnotskurn einn helsta veikleika "kristilegs siðgæðis" - ósýnilegi súpervinurinn getur fyrirgefið allt ... og þá er allt orðið gott, eða hvað?

Dómarinn fyrirgaf Russel hins vegar ekki og dæmdi hann í níu ára fangelsi - það mesta sem hægt var að fá án þess að láta börnin bera vitni.

Sjá alla fréttina hér.


Hryllingsmyndin 'Jesus Camp'

jesus-camp-092706-xlgPúkinn horfði á myndina 'Jesus Camp' sem var sýnd á rás 4 í Bretlandi í gær.  Þessi mynd var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda, en hún sýnir þær "heilaþvottaraðferðir" sem ofsatrúarmenn beita í sumarbúðum til að móta næstu kynslóð kristinna ofsatrúarmanna. 

Flestum mun sjálfsagt finnast það ótrúlegt sem myndin sýnir - en eins og einn aðalprédikarinn segir:

 "I want to see them as radically laying down their lives for the gospel as they are in Palestine, Pakistan and all those different places.  Because, excuse me, we have the truth."

Fólkið sem stendur á bak við sumarbúðir eins og þessar hefur ekki áhuga á að ala börn upp til að verða að einstaklingum sem skoða allar hliðar mála og mynda sínar eigin skoðanir - nei, þau skulu alin upp til að hafa hinar einu réttu skoðanir.  Mörg barnanna hafa verið tekin úr almenna skólakerfinu og fá heimakennslu - þar sem þeim er kennt að Biblían sé bókstaflega sönn frá upphafi til enda, jörðin sé 6000 ára gömul og annað í þeim dúr.

Hófsamari kristnir einstaklingar hafa almennt fordæmt þennan heilaþvott, eins og t.d. þessi hér, sem sagðist hafa þurft að horfa á myndina með hléum til að biðja fyrir börnunum.

Púkinn veit ekki hvort þessi mynd hefur verið sýnd á Íslandi, en hún er virkilega þess virði að horfa á hana - meðal annars til að minna á að sú ógn sem heiminum stafar af ofsatrú er ekki bara bundin við Islam, nú eða þá bara fyrir aðdáendur hryllingsmynda og heimildarmynda.


Þennan dag árið 2349 f. Kr.....

araratSamkvæmt James Ussher, fyrrverandi erkibiskup írsku kirkjunnar, var 5. maí árið 2349 f.Kr. dagurinn þegar örkin hans Nóa strandaði á Ararat fjallinu.  Hann lét ekki smávægileg vandamál eins og umrætt flóð átti sér aldrei stað og að örkin var aldrei til (a.m.k. ekki eins og lýst er í Genesis) hindra sig.

Enn í dag er ótrúlegur fjöldi manna (flestir í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem trúarskoðanir eru taldar jafngildar sannleika) sem trúir því að þetta flóð hafi átt sér stað og að leifar af örkinni megi finna á Ararat.  Svikahrappinum Ron Wyatt tókst til dæmis að telja fjölda manna trú um að hann hefði fundið leifar af örkinni nálægt Doğubeyazıt í Tyrklandi.

Fyrir tilviljun er 5. maí líka dagurinn sem John T. Scopes var handtekinn fyrir að kenna þróunarkenninguna í Tennessee, árið 1925 en lögin sem hann var sakfelldur fyrir að brjóta voru ekki felld úr gildi fyrr en 1967.


Öll trúarbrögð eru ævintýri

fairytalePúkinn gerir ekki upp á milli trúarbragða, álítur þau öll uppskálduð ævintýri - bara misjafnlega slæm.  Meðal þeirra sem eru sömu skoðunar eru einhverjir óþekktir aðilar sem settu upp auglýsingaskilti það sem sést hér á myndinni í smábæ í Florida.

Skiltið fékk reyndar ekki lengi að vera í friði - það var tekið niður eftir mótmæli frá eigendum veitingastaðar í grenndinni, en þeir sögðu skiltið hafa dregið verulega úr viðskiptum hjá sér.

Já, svona eru Bandaríkin í dag. 


Skakki turninn - vísindi, trúmál og fleira

skakki0801Tímaritið Skakki turninn datt inn um lúguna hjá Púkanum nú nýlega en eftir lesturinn velti Púkinn því fyrir sér hvers vegna engir íslenskir öfgatrúmenn skuli hafa ráðist á blaðið og reynt að rakka það niður.

Blaðið er gott, engin spurning um það - svipar til blöndu af tímaritunum Sagan Öll og Lifandi Vísindi. Það tekur mjög einarða afstöðu með vísindum og rökhyggju gegn trúarfáfræði og lætur sér ekki nægja auðveld skotmörk eins og Mormónatrú, Vísindakirkjuna og Nýalsstefnu Helga Pjeturs, heldur fjallar ein athygliverðasta greinin um YHWH/Jahveh/Jehóva, guð Gamla testamentisins og hvernig hann leggur blessun sína yfir fjöldamorð, þjóðernishreinsanir og kynbundið ofbeldi.

Þessi grein er holl lesning þeim sem vilja meina að guð gamla testamentisins og þess nýja sé ein og sama fígúran - en Púkanum finnst alltaf jafn merkilegt að einhverjir skuli beinlínis hlakka til þess að eyða eilífðinni í samvistum við ósýnilegan súperkarl sem hegðar sér  eins og geðsjúkur fjöldamorðingi.   Verði þeim að góðu.

Í tímaritinu er líka fjöldi annarra greina um áhugaverð málefni og vill Púkinn sannarlega mæla með þessu blaði fyrir allt hugsandi fólk.

---

Þar sem Púkinn er á leiðinni í sólina á Kanaríeyjum, mun verða hlé á hans púkalegu skrifum næstu tvær vikurnar.


Hverjum er treystandi?

Púkanum finnst það góð frétt að Íslendingar treysti kennurum betur en öðrum starfstéttum og að trúarleiðtogar séu neðstir á listanum - já, neðar en stjórnmálamennirnir.

Það er einnig athyglivert að skoðun Íslendinga á því hverjum sé treystandi er ekki í nokkru samræmi við það hvað þjóðfélagið er tilbúið til að greiða viðkomandi fyrir sína vinnu - laun stjórnmálamanna eru verulega miklu hærri en laun kennara og trúarleiðtogar hafa nú oft ekki yfir neinu að kvarta að þessu leyti heldur.

Það er eitthvað athugavert við þetta, en ... tja, svona er Ísland í dag. 


mbl.is Kennurum treyst best á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur einhver rekist á kristilegt siðgæði nýlega?

Í þeirri umræðu sem varð nýlega vegna orðanna "kristilegt siðgæði" í grunnskólalögunum, lýstu sumir því yfir hversu mikilvæg þessi umrædda tegund siðgæðis væri íslensku þjóðfélagi.

Púkinn hefur ekki enn komið auga á birtingarform þessa siðgæðis hér í þjóðfélaginu, þannig að hann vill hér með auglýsa eftir ábendingum um það hvar þetta kristilega siðgæði sé að finna, fyrst það á að sumra mati að vera svona mikilvægur þáttur þjóðfélagsins.

Púkinn fær til dæmis ekki séð að almennur kærleikur og umhyggja fyrir náunganum gegnsýri íslenskt þjóðfélag.  Þessi orð um að sá sem ætti tvo kyrtla ætti að gefa annan þeim sem engan ætti virðast til að mynda ekki í samræmi við þá gífurlegu og vaxandi misskiptingu sem er í þjóðfélaginu.

Ekki sér Púkinn heldur mikið fara fyrir fyrirgefningu - þvert á móti virðist almenn refsigleði ríkjandi í þjóðfélaginu og margir kalla eftir harðari refsingum þeirra sem gera á hlut annarra.

Umburðarlyndi er af sumum talinn hluti þessa umrædda kristilega siðgæðis (þótt erfitt sé að rökstyðja það), en hér virðist gilda sú regla um marga að því "kristnara" sem fólk telur sig vera, því minna umburðarlyndi hefur það gagnvart þeim sem hafa aðrar trúarskoðanir eða kynhneigð en það sjálft.

Nú er Púkinn ekki að segja að þau atriði sem hann taldi upp þekkist ekki í þjóðfélaginu, en skoðun Púkans er eftirfarandi:

  • Það sem er gott í því siðgæði sem er ríkjandi á Íslandi sé ekkert sérstaklega "kristið", heldur má alveg eins segja að það sé hluti siðgæðiskerfis sem byggi á speki Konfúsíusar eða dæmisögum Esóps.
  • Það sem má telja sérstaklega "kristið" er ýmist ekki eftirsóknarvert eða er einfaldlega ekki mikilvægur hluti daglegs lífs landsmanna.

Kannski er Púkinn að missa af einhverju, þannig að hann vill spyrja þá sem til þekkja - Ef rétt er að kristilegt siðgæði sé mikilvægur hluti íslensks samfélags, í hverju birtist það þá eiginlega?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband