Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Föstudagur, 11. janúar 2008
"Persónuleikapróf" Vísindakirkjunnar
Eitt af þeim brögðum sem Vísindakirkjusvikamyllan notar til að fá nýja fylgismenn er að bjóða fólki upp á ókeypis "persónuleikapróf", sem sjá má hér að neðan. Það skiptir hins vegar litlu hverju fólk svarar - niðurstaðan er alltaf sú sama - að fólk eigi við vandamál að stríða sem kirkjan geti leyst úr....gegn greiðslu að sjálfsögðu.
Ef fólk fellur fyrir þessu og byrjar að borga, þá er það dregið áfram á asnaeyrunum og hafðir af því meiri og meiri peningar, þangað til það fær loksins að heyra hinn stóra sannleik um geimveruna Xenu, Þetanana og ýmislegt fleira sem hljómar eins og léleg vísindaskáldsaga, en er samkvæmt Vísindakirkjunni grunnorsök vandamála mannfólksins.
Spurningarnar í prófinu:
- Do you make thoughtless remarks or accusations which later you regret?
- When others are getting rallied, do you remain fairly composed?
- Do you browse through railway timetables, directories, or dictionaries just for pleasure?
- When asked to make a decision, would you be swayed by your like or dislike of the personality involved?
- Do you intend two or less children in your family even though your health and income will permit more?
- Do you get occasional twitches of your muscles, when there is no logical reason for it?
- Would you prefer to be in a position where you did not have the responsibilities of making decisions?
- Are your actions considered unpredictable by other people?
- Do you consider more money should be spent on social security?
- Do other people interest you very much?
- Is your voice monotonous, rather than varied in pitch?
- Do you normally let the other person start the conversation?
- Are you readily interested in other people's conversations?
- Would the idea of inflicting pain on game, small animals or fish prevent you from hunting or fishing?
- Are you often impulsive in your behavior?
- Do you speak slowly?
- Are you usually concerned about the need to protect your health?
- Does an unexpected action cause your muscles to twitch?
- Are you normally considerate in your demands on your employees, relatives, or pupils?
- Do you consider that you could give a valid 'snao judgment ?
- Do your past failures still worry you?
- Do you find yourself being extra-active for periods lasting several days?
- Do you resent the efforts of others to tell you what to do?
- Is it normaly hard for you to 'own up and take the blame'?
- Do you have a small circle of close friends, rather than a large number of friends, speaking acquantances?
- Is your life a constant struggle for survival?
- Do you often sing or whistle just for the fun of it?
- Are you considered warm-hearted by your friends?
- Would you rather give orders than take them?
- Do you enjoy telling people the latest scandal about your associates?
- Could you agree, to strict discipline ?
- Would the idea of making a complete new start cause you much concern?
- Do you make efforts to get others to laugh and smile?
- Do you find it easy to express your emotions?
- Do you refrain from complaining when the other person is late for an appointment?
- Are you sometimes considered by others a "spoilsport"?
- Do you consider there are other people who are definitely unfriendly toward you and work against you?
- Would you admit you were wrong just to "keep the peace"?
- Do you have only a few people of whom you are really tend
- Are you rarely happy, unless you have a special reason?
- Do you "circulate around" at a social gathering?
- Do you take reasonable precaution to prevent accidents?
- Does the idea of talking in front of people make you nervous?
- If you saw an article in a shop obviously mistakenly marked lower than its correct price, would you try to get it at that price?
- Do you often feel that people are looking at you or talking about you behind your back?
- Are you 'always getting into trouble'?
- Have you any particular hate or fear?
- Do you prefer to be an onlooker rather than participate in any active sport?
- Do you find it easy to be impartial?
- Have you a definitely set standard of courteous behavior in front of other members of your family?
- Can you start the "ball rolling" at a social gathering?
- Would you "buy on credit" with the hope that you can keep up the payments?
- Do you get an after-reaction when something unexpected such as an accident or other disturbing incident takes place?
- Do you consider the good of all concerned rather than your own personal advantages?
- When hearing a lecturer, do you sometimes experience the idea that the speaker is referring entirely to you?
- Does 'external noise' rarely intertere with your concentration?
- Are you usually "up-to-date" on everyday affairs?
- Can you confidently plan and work towards carrying out an event in six months time?
- Do you consider the modern "prisons without bars" system doomed to failure?
- Do you tend to be careless?
- Do you ever get a 'dreamlike feeling toward life when it all seems unreal?
- Do you speedily recover from the effects of bad news?
- When you criticize - do you at the same time try to encourage?
- Are you normally considered "cold"?
- Are your opinions insufficiently important to tell other people?
- Are you so self-assured that it sometimes annoys others?
- Do you keep "close contact" on articles of yours which you have loaned to friends?
- Do you enjoy activities of your own choosing?
- Does emotional music have quite an effect on you?
- Do you completely condemn a person because he is a rival or opponent in some aspect of your relations with him?
- Do you often "sit and think" about death, sickness, pain and sorrow?
- Are you perturbed at the idea of loss of dignity?
- Are you always collecting things which "might be useful"?
- Would you criticize faults and point out the bad points on someone else's character or handiwork?
- Are you openly appreciative of beautiful things?
- Do you sometimes give away articles which strictly speaking do not belong to you?
- Do you greet people effusively?
- Do you often ponder on previous misfortunes?
- Are you sometimes considered forceful in your actions or opinions?
- Do you accept criticism easily and without resentment?
- Are you usually undisturbed by "noises off" when you are trying to rest?
- Are you likely to be jealous?
- Do you tend to put off doing things and then discover it is too late?
- Do you prefer to abide by the wishes of others rather than seek to have your own way?
- Do you find it easy to get yourself started on a project?
- Do you bite your fingernails or chew the end of your pencil?
- Do you "turn up the volume" of your emotions just to create an effect?
- If we were invading another country, would you feel sympathetic towards conscientious objectors in this country?
- Are there some things about yourself on which you are touchy?
- Do you have few interests and activities that are your own choice?
- Do you ever get a single thought which hangs around for days?
- Are you a slow eater?
- Can you be a stabilizing influence when others get panicky?
- Would you stop and find out whether a person needed help even though they had not directly asked you for it?
- Are you prejudiced in favor of your own school, college, club or team, etc,?
- Do you pay your debts and keep your promises when it is possible?
- Do you sleep well?
- Would you use corporal punishment on a child aged ten if it refused to obey you?
- Do you prefer to take a passive role in any club or organization to which you belong?
- Are you logical and scientific in your thinking?
- Does the youth of today have more opportunity than that of a generation ago?
- Do you throw things away only to discover that you need them later?
- Would you give up easily on a given course if it were causing you a considerable amount of inconvenience?
- Do you "wax enthusiastic' about only a few subjects?
- Do you rarely suspect the actions of others?
- Do you sometimes wonder if anyone really cares about you?
- Do you turn down responsibility because you doubt your fitness to cope?
- Do you sometimes feel compelled to repeat some interesting item or tidbit?
- Do you tend to exaggerate a justifiable grievance?
- Is your facial expression varied rather than set?
- Do you usually need to justify or back up an opinion once stated?
- Do you openly and sincerely admire beauty in other people?
- Would it take a definite effort on your part to consider the subject of suicide?
- Would you consider yourself energetic in your attitude toward life?
- Would a disagreement affect your general relationship with another person?
- Does a minor failure on your part rarely trouble you?
- Do you sometimes feel that you talk too much?
- Do you smile much?
- Are you easily pleased?
- When met with direct opposition would you still seek to have your own way rather than give in?
- Provided the distance were not too great, would you still prefer to ride rather than walk?
- Do you ever get disturbed by the noise of the wind or a "house settling down"?
- Is your opinion influenced by looking at things from the standpoint of your experiences, occupation or training?
- Do you often make tactless blunders?
- Are you suspicious of people who ask to borrow money from you?
- Are your decisions swayed by personal interests?
- Can you get quite enthusiastic over "some simple little thing"?
- Do you frequently take action even though you know your own good judgment would indicate otherwise?
- Are you in favor of color bar and class distinction?
- Are you aware of any habitual physical mannerisms such as pulling your hair, nose, ears, or such like?
- Can you quickly adapt and make use of new conditions and situations even though they may be difficult?
- Do some noises "set your teeth on edge"?
- Can you see the other fellow's point of view when you wish to?
- Do you go to bed when you want to, rather than "by the clock"?
- Do the "petty foibles" of others make you impatient?
- Do children irritate you?
- Are you less talkative than your associates?
- Do you usually carry out assignments promptly and systematically?
- Would you assist a fellow traveler rather than leave it to the officials?
- When voting, do you vote the same party ticket straight rather than studying the candidates and issues?
- Do you frequently dwell on your past illnesses or painful experiences?
- Do you get very ill at ease in disordered surroundings?
- Do you usually criticize a film or show that you see or a book that you read?
- When recounting some amusing incident can you easily imitate the mannerisms or the dialect in the original incident?
- In subjects about which you are not expert, are your own ideas of sufficient importance as to tell others?
- Do you have a tendency to tidy up a disorder of somebody else's household?
- Can you accept defeat easily without the necessity of "swallowing your disappointment"?
- Do you often feel depressed?
- Are you ever ill at ease in the company of children?
- Do you get frustrated at not being able to do something rather than finding a substitute activity or system?
- Are you sometimes completely unable to enter the spirit of things?
- Do you rarely express your grievances?
- Do you work in "spurts" being relatively inactive and then furiously active for a day or two?
- Does the number of uncompleted jobs you have on hand bother you?
- Do people enjoy being in your company?
- Could you allow someone to finish those "final two words'in a crossword puzzle without interfering?
- Do you consider the best points of most people and only rarely speak slightingly of them?
- Do you laugh or smile quite readily?
- Are you detinite and emphatic in voice and manner?
- Are you effusive only to close friends if at all?
- Are your interests and tields of knowledge so important as to give little time for anything else?
- Would you like to 'start a new activity' in the area in which you live?
- Would you make the necessary actions to kill an animal in order to put it out of pain?
- Is it easy for you to relax?
- Do you have little regret on past misfortunes and failures?
- Does the idea of fear or apprehension give you a physical reaction?
- Can you trust the decision of your judgment in an emotional situation in which you are involved?
- Could someone else consider that you were really active?
- Do you find it hard to get started on a task that needs to be done?
- Are you opposed to the "probation system" for criminals"
- Do you spend much time on needless worries?
- In a disagreement do you find it hard to understand how the other person fails to see your side, and thus agree with you?
- Do you cope with everyday problems of living quite well?
- Are you usually truthful to others?
- Would you rather "wait for something to happen" as opposed to you causing it?
- Do you spend too freely in relation to your income?
- Can you take a "calculated risk" without too much worry?
- If you were involved in a slight car accident, would you really take the trouble to see that any damage you did was made good?
- Do others push you around?
- Do you make allowances for your friends where with others you might judge more severely?
- Do you often ponder over your own inferiority?
- Do people criticize you to others?
- Are you embarrassed by a hearty greeting such as a kiss, hug, or pat on the back, if done in public?
- Do you frequently not do something you want to do because of other people's desires?
- Are you sometimes convinced of the correctness of your opinions about a subject even though you are not an expert?
- Do you often find yourself "going off in all directions at once"?
- Do your acquaintances seem to think more of your abilities than you do?
- Is the idea of death or even reminders of death abhorrent to you?
- Having settled an argument out do you continue to feel disgruntled for a while?
- Are you friendly in voice, attitude, and expression?
- Does life seem rather vague and unreal to you?
- Do you often feel upset about the state of war victims and political refugees?
- Do "mere acquaintances" appeal to you for aid or advice in their personal difficulties?
- If you lose an article, do you get the idea that "someone must have stolen or mislaid it?"
- It you thought that someone was suspicious of you and your actions, would you tackle them on the subject rather than leaving them to work it out?
- Do you sometimes feel that your age is against you (too young or too old)?
- Do you have spells of being sad and depressed for no apparent reason?
- Do you do much grumbling about conditions you have to face in life?
- Do you tend to hide your feelings?
- Do you consider you have many warm friends?
Will Smith á snærum Vísindakirkjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 10. desember 2007
Gyllti áttavitinn - hættulegur börnum?
Vera má að ein ástæða þess að Gyllti áttavitinn skilaði minni peningum í kassann um síðustu helgi en vonir stóðu til sé að ýmsir "kristnir" hópar hafa staðið fyrir aðgerðum til að hvetja fólk til að sniðganga myndina og meðlimir þeirra keppast nú við að senda hver öðrum tölvupósta um þessa voðalegu mynd.
Boðskapur myndarinnar er stórhættulegur að sumra mati - eitt þemað í henni er nefnilega um sjálfstæða, gagnrýna hugsun, í stað þess að trúa bara í blindni því sem trúarleg yfirvöld boða.
Að vísu virðist sem þessir gagnrýnendur hafi hvorki horft á myndina, né lesið bókina, því tölvupóstarnir eru uppfullir af beinum rangfærslum, en það kemur Púkanum svosem ekkert á óvart.
Trúleysingjar eru margir hverjir ekkert sérstaklega ánægðir með myndina heldur, því þessi boðskapur hennar hefur verið útvatnaður verulega í myndinni - það er miklu betra að lesa bara bækurnar beint. Það er hins vegar einmitt það sem sumir fyrrnefndir aðilar eru hræddir um - þeir líta sumir hverjir svo á að höfundur bókanna,Philip Pullman, sé einn af þremur hættulegustu mönnum samtímans, ásamt Richard Dawkins og Sam Harris.
Púkinn hins vegar glottir. Þetta upphlaup verður bara til þess að vekja meiri athygli á myndinni.
Vonbrigði með aðsókn á Gyllta áttavitann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Hundheiðin jól
Er einhver mótsögn í því að trúleysingjar haldi upp á jól - þetta er jú "Fæðingarhátíð frelsarans", eða hvað?
Ekki að mati Púkans (sem mun víst flokkast sem róttækur trúleysingi), enda er ákaflega lítið kristilegt við jólin, eins og þau eru haldin hér á Íslandi.
Skoðum aðeins nokkur mest áberandi einkenni jólahátíðarinnar.
Tímasetningin. 25 desember er ekki nefndur sem fæðingardagur Jesú fyrr en í ritinu Chronographiai, sem Sextus Julius Africanus skrifaði um 221. Jafndægur á vori var talinn sköpunardagur Adams, og því hlaut það að vera getnaðardagur Jesú líka (samkvæmt 3. aldar guðfræði) og fæðingardagur hans því 9 mánuðum síðar. Það skipti hins vegar líka máli að heiðin vetrarsólstöðuhátíð var haldin um svipað leyti og með því að velja þennan dag gat kirkjan yfirtekið þá hátíð án mikillar andspyrnu. Staðreyndin er hins vegar sú að hafi umræddur Jesús yfirhöfuð verið til, eru líkurnar á því að hann hafi raunverulega fæðst 25. desember ekki miklar.
Nafnið. Eins og tímasetningin, þá er nafnið "jól" ættað aftur úr heiðni, hugsanlega skylt orðunum "Ýlir" eða "Jólnir" en þó er það allt óvíst. Við erum ekki að burðast með orð eins og "Kristsmessa" eða neitt þvílíkt - nei - bara gott og gilt heiðið nafn. Púkinn sér ekkert athugavert við það.
Jólamatur. Það eru litlar heimildir til um hvernig heiðnir menn héldu jólafagnaði, en mikill og góður matur er nefndur á nokkrum stöðum. Það tíðkaðist til dæmis að fórna svíni í nafni Freys. Púkinn sér því ekkert athugavert við að fá sér Hamborgarhrygg á jólunum - það eru bara leifar af gömlum og góðum heiðnum venjum.
Jólatré. Jólatréð í sinni núverandi mynd er væntanlega upprunnið í Þýskalandi á 16. öld, en í raun er ekkert sérlega "kristilegt" við tréð sem slíkt. Það væri þá helst sá siður sumra að setja stjörnu á toppinn, því geta trúleysingjar auðveldlega sleppt án vandræða.
Mistilteinn. Hann tíðkast sem hluti jólaskreytinga í nálægum löndum en fáar plöntur voru jafn merkilegar í heiðnum sið.
Jólagjafir og jólaverslun. Jólin eru hápunktur efnishyggjunnar, þegar fólk eyðir peningum sem það á ekki í gjafir handa fólki sem hefur ekki þörf fyrir þær. Gjafir sem slíkar eru að sjálfsögðu mun eldri siður en kristnin og ekki veit Púkinn til þess að nokkur telji óbeislaða efnishyggju sérstaklega "kristilega".
"Hátíð ljóss og friðar". Hugmyndin um "hátíð ljóssins" er hluti hinnar upphaflegu vetrarsólstöðuhátíðar - haldin í dimmasta skammdeginu áður dagana tekur að lengja að nýju - ekkert kristilegt við það eða við ljósaskreytingar í einni mynd eða annarri. Hvað friðinn varðar, þá hafa kristnir menn nú ekki einkarétt á honum - hafa ekki "kristnar" þjóðir háð fleiri og blóðugri stríð en flestir aðrir?
Íslensku jólasveinarnir. Það má túlka jólasveinana 13 á ýmsa vegu, til dæmis sem fulltrúa ýmis konar perragangs, en kristilegir eru þeir ekki. Engin vandamál hér fyrir trúleysingjana heldur.
Hvað er þá eftir?
Niðurstaða Púkans einfaldlega sú að eins og jólahefðin er, þá er ekkert kristilegt við hana - ekkert sem skapar mótsögn fyrir sannfærða trúleysingja.
Púkinn mun því óska öllum gleðilegra hundheiðinna jóla.
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Hommahatur og kristinfræði
Hafa "samkynhneigðir" veiðileyfi á börnin okkar?
Svona var fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu nýlega, en höfundi þeirrar greinar virðist sérlega uppsigað við að minnst sé á samkynhneigð í unglingadeildum grunnskóla.
Púkinn á reyndar svolítið bágt með að skilja þá mannfyrirlitningu sem kemur fram í umræddri grein í frösum eins og "svokallaðri mannréttindabaráttu", "guðleysi", já, og svo að sjálfsögðu tilvísunum í Biblíuna.
Það sem Púkinn vildi hins vegar gera að umræðuefni var hins vegar eftirfarandi kafli úr greininni.
"Samkynhneigðir" virðast hafa nánari aðgang að börnum okkar á viðkvæmu aldursskeiði heldur en við höfum gert okkur grein fyrir og það í menntastofnunum sem við treystum fyrir börnum okkar. Hvernig geta 13 ára börn ákveðið að þau séu "samkynhneigð" ... Við sem eigum börn og barnabörn þekkjum vel hversu viðkvæmt tilfinningalíf unglinga er og hve áhrifagjörn þau eru.
Látum um stund liggja milli hluta þá afstöðu greinarhöfundar að samkynhneigð sé einhver ákvörðun viðkomandi, frekar en það sem er almennt viðurkennt - að um flókið samspil erfða, hormóna á meðgöngu, heilastarfsemi og umhverfisþátta sé að ræða. Í dag er frekar litið á það að vera samkynhneigður eins og að vera örvhentur - meðlimur minnihlutahóps sem fólk lendir ekki í samkvæmt eigin ákvörðun, en fólk getur hins vegar valið hvort það hegðar sér í samræmi við sínar hneigðir eða ekki.
Nei, það sem Púkinn vill gera athugasemd við eru þau ummæli að 13 ára börn séu áhrifagjörn og ófær um að taka ákvarðanir sem teljast mikilvægar. Greinarhöfundur virðist hins vegar ekkert sjá athugavert við að þessum sömu 13 ára börnum sé ýtt í kristinfræðikennslu og til að "staðfesta" þá ákvörðun að þau séu "kristin" með fermingu. Fræðslan um samkynhneigð er ef til vill ekki nema einn tími eða tveir, en kristinfræðin er reglulega á stundarskrá í nokkur ár. Það er verulegur munur á þessu. Ef greinarhöfundur telur sig hafa yfir einhverju að kvarta, hvað geta trúleysingjar (og aðrir sem ekki eru kristnir) þá sagt?
Umorðum aðeins ofanfarandi tilvitnun.
"Kristnir" virðast hafa nánari aðgang að börnum okkar á viðkvæmu aldursskeiði heldur en við höfum gert okkur grein fyrir og það í menntastofnunum sem við treystum fyrir börnum okkar. Hvernig geta 13 ára börn ákveðið að þau séu "kristin" ... Við sem eigum börn og barnabörn þekkjum vel hversu viðkvæmt tilfinningalíf unglinga er og hve áhrifagjörn þau eru.
Sömu frasar, bara skipt út nokkrum litlum orðum. Þessi ákveðna tegund innrætingar er hins vegar greinarhöfundi væntanlega þóknanleg og það kæmi Púkanum ekki á óvart þótt hann hafi verið framarlega í hópi þeirra sem fóru í hommahatursgönguna um daginn til að krefjast meiri kristinfræðslu í skólum - betri aðgangs að áhrifagjörnum ungmennum.
Púkinn hefur fengið sig fullsaddan af svona. Kristinfræði á ekkert erindi inn í skólana. Þeir foreldrar sem vilja endilega láta heilaþvo börn sín ættu að geta sent þau í einhverja sunnudagsskóla, nú eða þá bara sinnt fræðslunni sjálf. Það væri nær að bæta í námsskrána kennslu í gagnrýnni hugsun og svolítilli heimspeki - það myndi skila fleiri einstaklingum sem eru færir um að hugsa sjálfstætt, frekar en að lifa í blindni eftir árþúsunda gömlum boðum og bönnum sem eiga lítið sem ekkert erindi til nútímans.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Trúarviðhorfapróf á vefnum - í hvaða söfnuði áttu heima?
Ertu trúaður eða trúlaus - áttu samleið með einhverju sérstöku trúfélagi, eða eru einfaldlega óflokkanlegur og alltaf á rangri hillu í lífinu?
Púkinn rakst á lítið próf á vefnum, þar sem fólk er spurt spurninga varðandi trúarskoðanir og síðan sagt hversu mikla samleið það á með hinum ýmsu trúarsöfnuðum. Þetta próf á að vísu ekki fullkomlega við hér á Íslandi, þar sem sumir söfnuðirnir eru ekki til hér, en látum það gott heita.
Þeir sem hafa áhuga geta tekið prófið hér: Belief-O-Matic prófið
Í tilviki Púkans sjálfs voru niðurstöðurnar nokkurn vegin eins og búist var við - "Secular humanist" (100%) , "Unitarian/Universalist" (93%) og "Nontheist" (79%) efst á listanum, en kaþólska kirkjan og Vottar Jehóva voru neðstir. Þeir síðastnefndu voru með 0%, sem Púkinn var mjög sáttur við, en hins vegar var vísindakirkja Tom Cruise með 39% - nokkuð sem kom á óvart, því þeir eru fáir söfnuðirnir sem Púkinn hefur minna álit á.
Hvað um það, takið prófið og látið vita hvort þið eruð sátt við niðurstöðurnar.
Laugardagur, 10. nóvember 2007
"Bænaganga" á fölskum forsendum?
Þessi "bænaganga" er athyglivert fyrirbæri, eða öllu heldur markmið þeirra sem að henni standa, en þarna ægir saman hinum undarlegustu jaðarhópum ef eitthvað er að marka þá umræðu sem Púkinn hefur séð.
Sumir hommahatarar líta á þessa göngu sem andsvar við "Gay Pride" göngunni. Ef Fred Phelps (sem Púkinn minntist á hér) á sér einhverja skoðanabræður á Íslandi, þá eru þeir væntanlega mættir á staðinn - en varðandi þá umræðu vill Púkinn vísa á þessa grein.
Svo eru þeir sem líta á sjálfa sig sem frelsaða úr einhverjum myrkum fjötrum - fyrrverandi ofbeldismenn og afturbatadópistar sem hafa skipt út dópfíkninni fyrir trúarfíkn og telja sig betri menn. Púkinn getur reyndar tekið undir það - ef menn þurfa endilega að flýja veruleikann er af tvennu illu betra að flýja í trú en dóp - þar þarf enginn að stela til að fjármagna næsta skammt.
Væntanlega eru líka þarna einhverjir sem líta fyrst og fremst á gönguna sem göngu gegn myrkrinu í þjóðfélaginu, frekar en sem trúarlega göngu - göngu gegn almennu þunglyndi, böli og mannskemmandi tilveru, sem því miður allt of margir þurfa að búa við. Um það viðhorf er svosem allt gott að segja - það sem Púkinn efast hins vegar um er að "trú" í hvaða mynd sem er sé einhver lausn á þeim vandamálum. Betri félagsleg úrræði, geðlyf eða sálfræðimeðferð eru vænlegri leiðir til árangurs.
Fólk sem mætir í gönguna á þessum forsendum er hins vegar að láta blekkja sig. Myrkrið virðist nefnilega alls ekki vera aðalatriðið í hugum margra þeirra sem standa að göngunni, samanber fréttina á visir.is:
Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða.
Það er nefnilega það. Ekki senda þeir alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf og biðja um fleiri gistiskýli fyrir heimilislausa, fleiri meðferðarúrræði fyrir dópista, menntunarstyrki fyrir öryrkja, eða hækkaðar húsaleigubætur fyrir einstæða foreldra.
Nei, þeir vilja fá að stunda sitt trúboð í friði - halda áfram að innræta börnum sinn boðskap eins og þeir hafa gert öldum saman - reyna að ala á sektarkennd ómótaðra barna og þykjast síðan vera með einu lausnina sem virkar. Það er gott að þeir hafa forgangsröðina á hreinu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Að deyja fyrir trú sína
Púkinn er stundum sakaður um að bera ekki virðingu fyrir skoðunum annarra. Mikið rétt - það eru nefnilega ekki allar skoðanir þess eðlis að réttlætanlegt sé að bera hina minnstu virðingu fyrir þeim.
Sú skoðun Votta Jehóva að þeim beri að hafna blóðgjöf, jafnvel þegar þeirra eigið líf er í hættu er dæmi um þetta. Fólk kýs að stofna lífi sínu í hættu, vegna skoðana sem byggja á 19. aldar túlkun á Biblíunni - túlkun hóps sem er einna þekktastur fyrir að hafa oftar haft rangt fyrir sér en flestir aðrir varðandi ýmsa spádóma gegnum tíðina - spádóma (sem að sjálfsögðu rættust ekki) varðandi endurkomu Krists og tengda atburði árin 1874, 1878, 1914, 1918, 1920, 1925, 1975.
Rannsóknir hafa sýnt að sú afstaða að hafna blóðgjöfum hundraðfaldar dánarlíkur kvenna vegna fæðinga - fara úr 1/100.000 í 1/1000, (sjá Khadra et al (2002). "A criterion audit of women's awareness of blood transfusion in pregnancy". BMC Pregnancy and Childbirth og Singla et al (October 2001). "Are women who are Jehovah's Witnesses at risk of maternal death?". American Journal of Obstetrics and Gynecology)
Þessir tvíburar eru ekki fyrstu börnin sem verða móðurlaus vegna þessa.
Sem betur fer geta Vottar Jehóva þó aðeins framið sjálfsmorð með þessu - sú regla mun víst vera í gildi í flestum löndum að þurfi ólögráða börn þeirra nauðsynlega á blóðgjöf að halda og foreldrarnir neiti, þá eru foreldrarnir tímabundið sviptir forræði svo unnt sé að bjarga lífi barnanna.
Það sem er dapurlegast við þetta snýr auðvitað að börnunum - þau þurfa að alast upp vitandi það að móðir þeirra kaus frekar að fremja sjálfsmorð vegna trúarskoðana en að vera með þeim.
Vonandi tekst börnunum að losna undan þeim heilaþvotti sem leiddi til dauða móður þeirra.
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
God hates fags!
"The most hated family in America" er sjónvarpsþáttur um hommahatarann Fred Phelps og fylgismenn hans. Reyndar er nú ef til vill ekki rétt að kalla hann "hommahatara", því hann hatar líka kaþólikka, múslíma, gyðinga, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og ... Svía.
Af hverju Svía?
Jú, samkvæmt vefsíðu safnaðarins virðist það vera vegna þeirra réttinda sem samkynhneigðir njóta þar í landi og sökum þess að sænskur prestur og skoðanabróðir Phelps var sakfelldur fyir þau ummæli að samkynhneigðir væru "krabbamein á þjóðfélaginu". Fred Phelps myndi þá væntanlega hata Íslendinga líka, en hann virðist væntanlega ekki vera nægjanlega kunnur stöðu mála hér að landi til að vera byrjaður að hata okkur ennþá.
Séra Phelps og fylgismenn hata þó samkynhneigða mest af öllum - telja þá ábyrga fyrir öllum heimsins vandamálum. Þessir fylgismenn hans eru reyndar ekki margir - sennilega á bilinu 50-150, en nánari upplýsingar um þá má finna hér.
Við höfum sem betur fer ekki svona brenglaða ofsatrúarmenn á Íslandi - og vonandi kemur aldrei til þess.
Kirkja dæmd til skaðabótagreiðslna fyrir að mótmæla við jarðarför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 3. september 2007
Trúarbrögð skaðleg?
Púkinn fagnar þeirri niðurstöðu að næstum annar hver Breti telji trúarbrögð skaðleg - en betur má ef duga skal.
Í gegnum mannkynssöguna hafa trúarbrögð verið einn versti skaðvaldurinn sem mennirnir hafa fundið upp. Fjöldamorð hafa verið fram í nafni trúarbragða og þau notuð sem stjórnunartæki til að halda þjóðfélagshópum niðri.
Sem betur fer hafa trúarbrögðin ekki lengur þau kverkatök á vestrænum þjóðfélögum sem þau höfðu á fyrri öldum, en margt er í raun líkt með miðöldum Vesturlanda og sumum löndum múslíma í dag hvað þetta varðar. Kirkjunnar menn komu því til leiðar að fólk var tekið af lífi hérlendis, fyrir sakir sem þættu lítilvægar í dag, en sama á við um sumt í Sharia lögum múslíma frá sjónarhóli okkar.
Nei, sem betur fer hefur samfélag okkar þróast þannig að trúarbrögð skipta flesta litlu sem engu máli - flestir láta ekki gamlar skræður, samdar af misvitrum mönnum í ólíkum menningarsamfélögum ráða gerðum sínum.
Því fleiri sem hugsa sjálfstætt, í stað þess að láta trúarbrögðin stjórna hugsun sinni, því betra.
Annar hver Breti telur trúarbrögð skaðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Endurholdgun í leyfisleysi
Kínversk stjórnvöld munu nýlega hafa samþykkt lög þar sem Búddamunkum er bannað að endurholdgast án heimildar.
Þetta ljómar svolítið furðulega, en mun væntanlega vera svar Kínverja við yfirlýsingu Dalai Lama, þar sem hann tilkynnti að hann myndi ekki endurholdgast í Tíbet meðan hernám Kínverja stæði enn.
Næsti lama mun því væntanlega fæðast meðal útlaga frá Tíbet, sem finnast víða um lönd, þannig að Kínverjar munu ekki geta valið næsta andlegan leiðtoga Tíbeta - en það er væntanlega tilgangurinn með yfirlýsingu Dalai Lama.
Trúarbrögð eru hættuleg - en þegar trúarbrögð og stjórnmál blandast saman er það hálfu verra.
Trúmál og siðferði | Breytt 1.9.2007 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)