Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Best að byrja að heilaþvo krakkana snemma

time_cover_bigPúkinn ber ekki mikla virðingu fyrir trúarbrögðum og gildir þá einu hvort um er að ræða nýleg fyrirbæri eins og Vísindakirkjuna, eða önnur eldri sem eiga rætur árþúsundir aftur í tímann.

Sé málið skoðað nánar, er munurinn nefnilega næsta lítill - trúarbrögðin eru byggð upp í kringum sterkan stofnanda og síðar ýmsa arftaka hans.  Öll trúarbrögð lofa fylgjendum sínum öllu fögru ef þeir fara eftir fyrirmælum stofnendanna, eða a.m.k. fyrirmælum þeirra eins og leiðtogar hvers tíma túlka þau.  Öll þykjast trúarbrögðin hafa fundið hinn eina stóra sannleik í einhverju formi.

Til að viðhalda trúarbrögðum þurfa að koma til nýjar og nýjar kynslóðir safnaðarmeðlima - þetta er ekki vandamál í sumum menningarsamfélögum þar sem aðeins ein trúarkenning er í boði og þeir nánast réttdræpir sem ekki fylgja línunni, en í öðrum löndum, eins og Bandaríkjunum er framboðið meira - fólk getur valið hvaða dellu það vill trúa.

Foreldrar vilja gjarnan að börn þeirra fylgi sömu trúarskoðunum og þau sjálf og besta leiðin til þess er nú bara að byrja að heilaþvo krakkagreyin nógu snemma.

Sumarbúðir vísindakirkjunnar eru ekkert frábrugðnar sumarbúðum annarra trúarhópa hvað þetta varðar.

Boðskapurinn er hins vegar jafnvel enn meira kjaftæði en boðskapur margra annarra, en Púkinn hefur áður minnst á það (sjá þennan hlekk eða þennan helkk).

Að lokum, hér hemur ein æfing Vísindakirkjunnar, sem er hluti af þjálfunarprógrammi OT-VII stigs:

OT7-48

1.   Find some plants, trees, etc., and communicate to them individually until you know they received your communication.
2.   Go to a zoo or a place with many types of life and communicate with each of them until you know the communication is received and, if possible, returned.

Það er nefnilega það.


mbl.is Tom Cruise sendi börn sín í sumarbúðir Vísindakirkjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um "skírlífi" kaþólskra presta

Þótt þess sé nú almennt krafist að kaþólskir prestar og biskupar séu skírlífir, þá hafa þeir nú ekki allir tekið það mjög alvarlega,  en það er nærtækast að benda á að allir Íslendingar (að nýlegum innflytjendum undanskildum) eru afkomendur Jóns biskups Arasonar - síðasta kaþólska biskupsins á Íslandi.

Þessi krafa um skírlífi er annars merkileg - hún tíðkaðist ekki á fyrstu öldum kristninnar, og var fyrst formlega sett 1139, og það má rökstyðja að hún hafi fyrst og fremst verið sett til að tryggja að eignir presta héldust innan kirkjunnar, en gengju ekki í arf til afkomenda þeirra.

Það er reyndar athyglivert að um 20% allra kaþólskra presta eru kvæntir, en flestir þeirra eru í Austur-Evrópu, þar sem siðir þeirra eru svipaðri siðum Orthodox kirkjunnar, þótt þeir lúti stjórn páfans - aðrir eru prestar sem voru kvæntir en tilheyrðu öðrum kirkjudeildum áður en þeir gengu til liðs við kaþólsku kirkjuna.


mbl.is „Ég er pabbi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarsöfnuður eða skipulagt peningaplokk?

Það er ekki skrýtið að Tom Cruise skuli hafa verið bannaður aðgangur að sögufrægum stöðum, því frá sjónarhóli yfirvalda á staðnum er Vísindakirkjan ekki sértrúarsöfnuður, heldur svikamylla - skipulögð starfsemi sem svíkur peninga út úr fólki.

Fólki er lofað lækningu á sínum andlegu meinum, auknu sjálfstrausti og ýmsu öðru - jafnvel hæfileikanum til að framkvæma kraftaverk, en safnaðarmeðlimir þurfa að borga fyrir þetta allt - og þegar komið er á efri þrepin eru þetta orðnar umtalsverðar upphæðir.

En, vilji fólk ekki draga upp seðlaveskið, þá vísar Púkinn bara á þessa grein hér, þar sem einu helsta leyndarmáli safnaðarins er lýst.

Það er reyndar skoðun Púkans að Vísindakirkjan sé í raun ekkert frábrugðin "hefðbundnum" trúarsöfnuðum sem hafa peninga af sínum safnaðarmeðlimum á einn eða annan hátt og boða sína eigin útgáfu af hinum endanlega sannleik.  Púkanum finnst nefnilega geimverusögur Vísindakirkjunnar svona álíka trúlegar og vel sannaðar og boðskapur hefðbundinna trúarhópa.

Af hverju hafna einu kjaftæði en ríghalda í annað - nei, þá vill Púkinn frekar flokka allt trúarruglið á sama hátt.


mbl.is Cruise aftur meinaður aðgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú og fáfræði í Bandaríkjunum

Hvernig stendur á því að í landi sem stendur að mörgu leyti fremst í vísindum og tækni finnst stór hópur fólks sem hafnar mörgum merkilegustu niðurstöðum vísindanna og kýs að byggja líf sitt á gömlum sögum, sömdum í allt öðrum menningarheimi?

Hvers vegna er til fólk sem trúir firru eins og að maðurinn hafi verið skapaður fyrir um 6000 árum síðan eða að fyrir nokkur þúsund árum hafi gífurlegt flóð eytt öllu lífi á jörðinni nema nokkrum hræðum í skipi og þeim dýrum sem þar voru?

Það er að vísu svo í Bandaríkjunum að svona skoðanir eru algengastar meðal þeirra sem hafa lélega menntun eða litlar gáfur, en inn á milli má finna greint fólk sem skammast sín ekki fyrir að viðurkenna að það trúi þessu - fólk sem telur það rétt sinn að ala upp börn sín í sömu svartnættisfáfræðinni.

Nú má vera að einhverjir saki Púkann um að bera ekki virðingu fyrir skoðunum annarra, en það eru einfaldlega ekki allar skoðanir jafnréttháar - sumar skoðanir eru einfaldlega helber della frá upphafi til enda.  Púkinn ber ekki virðingu fyrir þeirri skoðun að tunglið sé gert úr grænum osti, né heldur ber Púkinn virðingu fyrir þeim sem trúa á bókstaflegan sannleik Biblíunnar eða að sögurnar af Adam og Nóa séu nokkuð meira en skáldskapur - mannanna verk, sem eigi ekkert erindi til nútímans, nema sem dapurleg heimild um fáfræði fyrri tíma.

Sem betur fer hefur nú svona fáfræði verið úthýst í flestum siðmenntuðum löndum, en þó er á því ein undantekning - Bandaríkin - hvað er eiginlega að þar?

Nei Púkinn ber ekki virðingu fyrir þeim sem neita að hugsa sjálfstætt eða neita að viðurkenna vísindalegar staðreyndir.  


mbl.is Þróunarkenningin og sköpunarkenningin báðar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin, land hátækni og fáfræði

Arftaki Hubble sjónaukans er óneitanlega meðal háþróuðustu tækniundra samtímans og kemur vafalítið til með að gera merkar uppgötvanir varðandi upphaf alheimsins.

Púkanum finnst hins vegar alltaf jafn skondið að slík tækni skuli koma frá því landi þar sem einna mest fáfræði ríkir varðandi þessar vísindagreinar - að minsta kosti ef "þróuð" lönd eru skoðuð.

Um helmingur Bandaríkjamanna (sjá þennan hlekk) trúir því að heimurinn (eða a.m.k. jörðin og sér í lagi mannkynið) séu ekki nema um 6000 ára og sumir ganga svo langt að afneita nánast öllum grundvallaratriðum nútíma vísinda, sökum þess að þau stangast á við túlkun þeirra á Biblíunni.

Þannig er til að mynda hópur fólks sem hafnar því að jörðin snúist um sjálfa sig, eða snúast kringum sólina og býr til sína eigin heimsmynd út frá því.  Vefsíður eins og þessi væru í raun fyndnar ef þetta væri ekki svo dapurlegt


mbl.is Arftaki Hubble-sjónaukans afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heródes hvað?

coin_herod_bmPúkinn á bágt með að skilja viðbrögð sumra þeirra sem virðast telja að fundur grafar Heródesar staðfesti á einhvern hátt sögur Biblíunnar, ekki frekar en að tilvist bæjarins Betlehem staðfesti að tiltekinn óskilgetinn krakki hafi fæðst þar.  Ólíkt þeim sögum hefur aldrei verið efast um tilvist Heródesar og mörg atriði í sögu hans eru vel þekkt.  Það eru til peningar með nafni hans á og margvíslegar traustar samtímaheimildir.

Það að gröfin er fundin er í sjálfu sér fréttnæmt, en það breytir engu varðandi trúverðugleika eða sannleiksgildi Biblíunnar.

Það er nú kannski skiljanlegt að þeir sem trúa því að allt sé satt sem stendur í Biblíunni fagni þessari frétt - því eftir því sem því sem tíminn líður eru nú fleiri og fleiri að átta sig á því hve mikið af Biblíunni er skáldskapur, saminn eða "lagfærður" til að henta hagsmunum þeirra sem réðu á hverjum tíma.

Nei, gröf Heródesar er merk sem slík - hún veitir upplýsingar um ákveðna hluti fyrir 2000 árum síðan - en þetta kemur Biblíunni bara ekkert við.


mbl.is Gröf Heródesar fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púkinn og þjóðsöngurinn

Púkinn er ekki sáttur við þjóðsönginn og ef hann lendir í þeim ósköpum að vera þar sem ætlast er til að þjóðsöngurinn sé sunginn, þá þegir Púkinn sem fastast.

Þetta er ekki bara af því að þjóðsöngurinn er illsyngjanlegur fyrir fólk með venjulegt raddsvið, heldur bara einhverja söngelítu sem nær öllum þeim tónum sem þarf að ná. Nei, það er allt annað sem gerir það að verkum að Púkinn þegir.

Þjóðsöngvar eiga að mati Púkans að vera sameiningartákn viðkomandi þjóðar, en sá íslenski nær því bara ekki - hann er ekki þjóðernis- eða þjóðræknislegur á nokkurn hátt. Þetta er lofsöngur til guðs kristinna manna.  Púkinn er ekki í þeim hópi.

Hvernig er ætlast til að tríleysingjar og þeir sem ekki telja sig kristna geti með góðri samvisku tekið undir frasa eins og "..sem tilbiður guð sinn..", ".. guð faðir, vor drottinn, frá kyni til kyns.."eða "..sem þroskast á guðsríkis braut." ?

"Ísland ögrum skorið" er þó illskárra, því þrátt fyrir trúarlegt ívaf er sá texti að minnsta kosti um Ísland, en helst myndi Púkinn nú vilja sjá eitthvað eins og ´"Island er land þitt" - þjóðsöng fyrir alla.


Guð sagði mér að gera það....

godtoldmetoÍ gegnum tíðina hafa ýmsir notað afsökunina "Guð sagði mér að gera það" til að útskýra hegðun sem öðrum finnst undarleg, órökrétt eða jafnvel glæpsamleg.

George W. Bush sagði að Guð hefði sagt sér að koma Saddam frá völdum í Írak.

Ísraelsmenn Gamla Testamentisins notuðu sömu afsökun fyrir þeim þjóðernishreinsunum sem þeir beittu þegar þeir voru að leggja undir sig "fyrirheitna landið".

Margir fjöldamorðingar hafa einnig gefið sömu ástæðu fyrir verkum sínum og það sama hafa nokkrir leiðtogar sértrúarsafnaða gert þegar þeir hafa stýrt hópsjálfsmorðum safnaðarmeðlima.

Núna nýlega bættist Ronnie Turner í þann hóp sem notaði þessa afsökun.  Og hvað var það sem Guð sagði honum að gera?  Jú, að festa poka með marijúana við róðuþurrkur bíla, meðan eigendurnir voru við messu. 

Hvor skyldi nú hafa gert meiri skaða með því að fara eftir þessum ímynduðu fyrirmælum...hann eða Bush?


Enn og aftur um hjónabönd samkynhneigðra

gay_marriageEins og Púkinn hefur oft sagt áður er hann hvorki trúaður né samkynhneigður, þannig að þessi umræða snertir hann ekki beint.

Það virðist hins vegar aðeins vera ein ásættanleg lausn á þessu máli til lengri tíma litið.

  • Í fyrsta lagi verði borgaralegar hjónavígslur samkynhneigðra heimilaðar sem slíkar - ekki bara hálf-opinber athöfn til staðfestingar á samvist, heldur verði hlutirnir nefndir sínum réttu nöfnum.  Sumir kirkjunnar menn munu gera athugasemdir við þetta, en staðreyndin er bara sú að það kemur þeim hreinlega ekki við.
  • Í öðru lagi verði (eins og Siðmennt vill) þeim trúfélögum sem þess æskja veitt heimild til að gefa samkynhneigða saman í hjónaband.

Það er hins vegar ekki hægt að skylda trúfélög til að samþykkja og framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra.  Trú byggir ekki á því sem rökrétt er, eða því sem samfélagið telur ásættanlegt á hverjum tíma, heldur alda- eða árþúsundagömlum skræðum sem voru samdar við allt aðrar aðstæður en við búum við í dag.  Það verður ekki bæði sleppt og haldið - þeir sem kjósa að lifa eftir slíku geta ekki sveiflast til eins og vindhanar eftir því hvernig tíðarandinn blæs hverju sinni.

Og hvað eiga þeir samkynhneigðu að gera sem eru í þeirri stöðu að vera í trúfélagi sem ekki vill leyfa þeim að giftast?  Er ekki augljósast að þeir viðurkenni að þeir séu á rangri hillu?  Ef trúfélagið þeirra hafnar þeim eiga þeir að gera slíkt hð sama og segja sig úr því.


mbl.is Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örkin hans ... Jóhanns?

story.ark.apPúkinn skilur ekki þá sem taka söguna í Biblíunni um syndaflóðið bókstaflega.  Hvort sem í henni leynist eitthvað sannleikskorn eða ekki, þá er ætti öllum hugsandi mönnum að vera löngu orðið ljóst að hún getur einfaldlega ekki verið sönn í heild.

Samt, það er örlítill hópur fóllks í flestum löndum sem tekur hana trúanlega (og reyndar allstór hópur í Bandaríkjunum), fólk sem telur hvert einasta orð í Biblíunni vera bókstaflega satt og kýs að byggja líf sitt á þessum gömlu sögum í stað staðreynda.

Johan Huibers er einn þeirra, en nú nylega opnaði hann aðgang að líkani af örkinni sem er á stærð við þriggja hæða hús - um einn fimmti af því sem lýst er í biblíunni.

Það sem vekur athygli er að Johan er ekki bandarískur heldur hollenskur, en kannski er það ekki svo skrýtið þegar allt kemur til alls.  Holland er jú eitt þeirra landa sem eru í hvað mestri hættu ef sjávarmál hækkar, þannig að öllu umfjöllum um flóð fær sennilega góðan hljómgrunn þar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband