Færsluflokkur: Tónlist

Enn ein "ekkifrétt" um Britney

britney-spears-oldHvað er það sem veldur áhuga fólks á að velta sér upp úr erfiðleikum fólks eins og Britney Spears.  Hvers vegna er svona innihaldslaust þvaður ein mest lesna fréttin á mbl.is?

Eins og Púkinn hefur sagt áður þá er athygli það síðasta sem Britney og aðrar stöllur hennar þurfa á að halda.  Þessi stelpugrey þurfa aðstoð og frið til að ná áttum, en það er erfitt þegar þær eru hundeltar af fjölmiðlunum.

Nú má í sjálfu sér segja að þetta sé sjálfskaparvíti - það lendi enginn svona í sviðsljósinu fyrir tilviljun - fólk þurfi virkilega að hafa fyrir því að komast þangað og verði þá að sætta sig við það sem fylgir frægðinni.

Það er svolítið til í því, en eins og einhver sagði:

Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

Það er einmitt málið.  Britney greyið virðist greinilega ekki þola allt það sem frægðin hefur fært henni, en fjölmiðlarnir hlakka yfir óförum hennar eins og hrægammar yfir veikburða skepnu í eyðimörk. 


mbl.is Britney sögð hafa staldrað stutt við á meðferðarstofnun í Malibu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Britney

britney-explanation12070601Púkinn getur ekki gert að því að hann vorkennir þessu stelpugreyi, sem hefur lítið gert merkilegt undanfarin ár annað en að "skandalísera".

Það var til dæmis gósentíð hjá slóðurblöðunum þegar þau náðu myndum af henni nærbuxnalausri að fara inn í bíl, en eftir það birtist meðfylgjandi svar á vefsíðunni hennar

Þótt Púkinn hafi nú engan sérstakan áhuga á að fylgjast með Britney, frekar en Paris Hilton, og hvað sem þær heita nú allar þessar ríku, frægu, og ofdekruðu stelpur, sem hafa lent í vandræðum með að höndla athyglina sem þær hafa fengið, þá hefur hann eina ákveðna skoðun á málinu:

Þessar stelpur þurfa á hjálp að halda.


mbl.is Britney snoðklippt á húðflúrsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iTunes á Íslandi

Púkanum finnst það athygliverðar fréttir að fyrirtæki íhugi að selja tónlist á MP3 formi án afritunarvarna.

Það er hins vegar spurning hvort það hafi nokkuð að segja fyrir okkur Íslendinga.  Púkinn notar vefinn gífurlega mikið til að leita að tónlist sem honum líkar.  Pandora er að sjálfsögðu tær snilld í þeim tilgangi, en sá vefur leyfir notandanum að velja uppáhaldslög eða hljómsveitir og leitar síðan að "svipuðum" lögum.

Notendur pandora.com geta síðan farið inn á amazon.com til að kaupa geisladiskana eða á itunes.com til að kaupa stök lög.

Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni.  iTunes vill ekki selja til Íslands. Það eru leiðir fram hjá því en að öllu óbreyttu er Apple hreinlega að hvetja til ólöglegrar afritunar.

Púkinn er með iTunes forritið í tölvunni sinni, þar sem hann geymir um 1800 MP3 lög sem eru fengin af þeim geisladiskum sem hann á.  Það er fjöldinn allur af lögum sem Púkinn myndi glaður kaupa á $0.99, ef hann ætti þess kost - en Apple vill ekki selja hingað.

 Steve Jobs ætti ef til vill að taka til í þessum málum áður en hann fer að þrýsta á önnur fyrirtæki.


mbl.is EMI íhugar að hætta notkun afritunarvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband