Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 18. maí 2007
Bruðl dagsins - kominn tími til að grilla
Það eru nokkrir dagar síðan Púkinn kom síðast með "bruðl dagsins", þar sem hann reynir að veita þeim aðstoð sem eiga of marga aura í vasanum, en hér skal bætt úr því.
Grilltíminn fer nú í hönd og grillauglýsingar dynja á landsmönnum - vandamálið er bara það að það er ekki samboðið íslenskum auðmönnum að eiga sams konar grill og sauðsvartur almúginn - jafnvel stærsta grillið frá BYKO er tæplega nógu sérstakt.
Nei, það sem er við hæfi er eitthvað eins og þetta - gullhúðað grill, framleitt af BeefEater.
Og verðið? Ekki nema rúm milljón króna.
Púkanum verður nú bara hugsað til enska orðatiltækisins "..to have money to burn..".Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Osama bin Ladin og vinir hans
Í gær minntist Púkinn á svartan salernispappír sem mun vera markaðssettur sem hápunktur baðherbergisskreytinga. Meðal þeirra athugasemda sem komu frá öðrum bloggurum var ein sem varðaði sérprentaðan salernispappír.
Viti menn - slíkt er til - menn þurfa bara að senda framleiðandanum mynd og hann sér síðan um afganginn. Þannig geta menn fengið pappír með mynd af Osama bin Ladin, Bandaríkjaforseta, fyrrverandi maka, eða forystumönnum stjórnmálaflokkanna.
Verðið fer að sjálfsögðu eftir magni - ævibirgðir (4800 rúllur) myndu kosta um eina og hálfa milljón, en það er hægt að panta allt niður í 4 rúllur.
Nánari upplýsingar má sjá hér.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Leitin að tilgangsleysi
Eins og margir aðrir er Púkinn þreyttur eftir að hafa vakað til að fylgjast með kosningaúrslitunum og einhvern veginn ekki í formi til að skrifa málefnalegt eða innihaldríkt blogg.
Nei, þess í stað fjallar þessi grein um það tilgangslausasta sem Púkinn gat fundið við leit á vefnum.
Einn nýjast afurð Renova fyrirtækisins er svartur salernispappír en þrátt fyrir mikil heilabrot fær Púkinn hreinlega ekki séð tilganginn með þeirri vöru.
Fréttatilkynning Renova fyrirtækisins er heldur ekki sérlega sannfærandi:
"Elegant, sophisticated, rebellious, alternative and eternally fashionable, black has become virtually synonymous with chic and style. But while this colour is often present in avant-garde creative work, no one has ever dared to use it for toilet paper until now. Black in the loo, how chic and sophisticated can you get?".
"Chic and sophisticated" á salerninu. Já, það var einmitt það.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
"Lífið er stutt - fáðu skilnað"
Það virðast vera lítil takmörk fyrir því hvað Bandaríkjamönnum dettur í hug til að vekja á sér athygli.
Eitt það nýjasta er auglýsingaskilti sem bandarísk lögfræðistofa sem sérhæfir sig í skilnaðarmálum setti upp.
Boðskapur auglýsingarinnar: "Life's short. Get a divorce".
Þeir voru reyndar neyddir til að taka skiltið niður, ekki vegna þess að það stríddi gegn siðareglum bandarískra lögfræðinga (séu þær þá yfir höfuð til), heldur vegna þess að þeim hafði láðst að fá formlegt leyfi fyrir skiltinu.
Myndir af skiltinu voru hins vegar komnar í fréttirnar og birtust meðal annars á cnn.com, sem auðvitað virkaði sem hin besta auglýsing. Þar sem símanúmer stofunnar sést greinilega er ef til vill ekki að furða þótt viðskiptin hafi vaxið verulega.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Hjálpartæki ástarlífsins - hættuleg þjóðaröryggi?
Nýlega bárust þær fréttir frá Kýpur að það tæki sem er sýnt hér á myndinni hefði verið bannað þar, sökum þess að það væri ógnun við þjóðaröryggi.
Ástæða þess mun vera sú að tækinu er stjórnað með fjarstýringu, en sú tíðni sem er notuð er víst sú sama og herinn á Kýpur notar til einhverra leynilegra fjarskipta.
Púkinn verður reyndar að viðurkenna að hann skilur þetta ekki alveg, enda mun drægni fjarstýringarinnar ekki vera nema nokkrir metrar.
Talsmaður Ann Summers fyrirtækisins sem framleiðir umrætt tæki sagði fyrirtækið virða þessa ákvörðun og hafa tekið tækið úr sölu á Kýpur, en bætti við "..after all it is better to make love, not war".
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Ráðherrastólar - eða hvað?
Púkinn hefur gaman af að lesa um skemmtilegar uppfinningar - hluti sem gera mismikið gagn, en kosta sitt.
Hér er dæmi um einn slíkan hlut - hinn fullkomni stóll fyrir þá sem verða öðru hverju gripnir sterkum þreytuviðbrögðum við vinnu sína.
Undir þeim kringumstæðum geta menn dregið lok stólsins yfir sig og fengið sér 20 mínútna endurnærandi orkublund.
Stóllinn leyfir manni að vísu ekki að hvíla sig lengur en 20 mínútur, því þá fer hann að hristast og vekjaraklukkan fer í gang.
Eitthvað fyrir ráðherra sem hljóta að vera þreyttir vegna allra þeirra loforða og viljayfirlýsinga sem þeir eru að gefa út þessa dagana.
Og verðið? Aðeins 8000 dollarar. Sjá nánar hér.
Lífstíll | Breytt 9.5.2007 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Ekki auðvelt að vera drottning
Ferð Elísabetar Bretlandsdrottningar til Bandaríkjanna byrjaði ekki vel. Til að byrja með þá er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt að drottning gangi inn um rana eins og hver önnur almúgamanneskja. Nei, hún verður að fara niður tröppur, svo hún geti gengið eftir rauða dreglinum.
Hvað gæti farið úrskeiðis?
Þeir hafa væntanlega verið farnir að svitna flugvallarstarfsmennirnir þegar þeir uppgötvuðu að tröppurnar sem rúllað var út til flugvélar Elísabetar voru ... tja - aðeins of lágar, eins og sjá má á myndinni.
Það átti hins vegar eftir að versna.
Þegar búið var að leggja rauða dregilinn uppgötvuðu menn að dregillinn var 5 metrum of stuttur.
Neyðarástand!
Drottningin þurfti því að bíða 20 vandræðalegar mínútur um borðí vélinni meðan framlenging á dregilinn var sótt.
Jamm. Það hefur sína galla að vera drottning.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Bruðl dagsins - Zzzzzzzzzzz
Enn og aftur er Púkinn reiðubúinn að hjálpa þeim sem hafa of mikla peninga milli handanna, en í þetta skipti er horft inn í svefnherbergið og dýrasta rúm heims skoðað - ríka fólkið þarf jú að sofa eins og aðrir, en það sem skiptir máli er að það sé gert með stæl.
Reyndar er spurning hvort þetta megi kallast rúm - það er í rauninni fyrst og fremst dýna sem svífur í lausu lofti - nokkuð sem myndi sóma sér vel í hvaða vísindaskáldsögu sem er.
Tæknin byggir á notkun segla sem hrinda hver öðrum frá sér, en rúmið var þróað í samvinnu Universe Architecture og Bakker Magnetics.
Og verðið? Lauslega áætlað yrði það um 150.000.000 íslenskar krónur hingað komið.
Svo verða menn bara að vona að rafmagnið fari ekki af rúminu, því þá gætu þeir hlunkast niður á gólf á frekar óvirðulegan hátt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Konur gera aldrei mistök...
"Konur gera aldrei mistök og karlmenn mega ekki hafna óskum kvenna". Þetta mun vera slagorð Longshuihu þorpsins í Shuangqiao héraði. Kínversk yfirvöld hafa nefnilega ákveðið að eyða 200-300 milljón yuan í að byggja upp þorp þar sem kynjahlutverk eru alveg skýr - konurnar ráða og mennirnir hlýða.
Ætlunin er að laða ferðamenn til þorpsins og munu ákveðnar reglur gilda um hegðun ferðamanna sem þangað koma - ætlast er til að konurnar stjórni, velji gististaði og þess háttar.
Tekið er fram að óhlýðnum karlmönnum verði meðal annars refsað með því að láta þá þvo upp diska.
Sjá nánar hér.
Púkinn er svona aðeins að velta fyrir sér hver viðbrögðin yrðu ef einhver vildi stofna svona þorp á Íslandi og nota þetta skipulag tll að draga að ferðamenn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Enn og aftur um hjónabönd samkynhneigðra
Eins og Púkinn hefur oft sagt áður er hann hvorki trúaður né samkynhneigður, þannig að þessi umræða snertir hann ekki beint.
Það virðist hins vegar aðeins vera ein ásættanleg lausn á þessu máli til lengri tíma litið.
- Í fyrsta lagi verði borgaralegar hjónavígslur samkynhneigðra heimilaðar sem slíkar - ekki bara hálf-opinber athöfn til staðfestingar á samvist, heldur verði hlutirnir nefndir sínum réttu nöfnum. Sumir kirkjunnar menn munu gera athugasemdir við þetta, en staðreyndin er bara sú að það kemur þeim hreinlega ekki við.
- Í öðru lagi verði (eins og Siðmennt vill) þeim trúfélögum sem þess æskja veitt heimild til að gefa samkynhneigða saman í hjónaband.
Það er hins vegar ekki hægt að skylda trúfélög til að samþykkja og framkvæma hjónavígslur samkynhneigðra. Trú byggir ekki á því sem rökrétt er, eða því sem samfélagið telur ásættanlegt á hverjum tíma, heldur alda- eða árþúsundagömlum skræðum sem voru samdar við allt aðrar aðstæður en við búum við í dag. Það verður ekki bæði sleppt og haldið - þeir sem kjósa að lifa eftir slíku geta ekki sveiflast til eins og vindhanar eftir því hvernig tíðarandinn blæs hverju sinni.
Og hvað eiga þeir samkynhneigðu að gera sem eru í þeirri stöðu að vera í trúfélagi sem ekki vill leyfa þeim að giftast? Er ekki augljósast að þeir viðurkenni að þeir séu á rangri hillu? Ef trúfélagið þeirra hafnar þeim eiga þeir að gera slíkt hð sama og segja sig úr því.
Trúfélög fái heimild til að gefa saman samkynhneigð pör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)