Ráðherrastólar - eða hvað?

Púkinn hefur gaman af að lesa um skemmtilegar uppfinningar - hluti sem gera mismikið gagn, en kosta sitt.

Hér er dæmi um einn slíkan hlut - hinn fullkomni stóll fyrir þá sem verða öðru hverju gripnir sterkum þreytuviðbrögðum við vinnu sína.

Undir þeim kringumstæðum geta menn dregið lok stólsins yfir sig og fengið sér 20 mínútna endurnærandi orkublund.

Stóllinn leyfir manni að vísu ekki að hvíla sig lengur en 20 mínútur, því þá fer hann að hristast og vekjaraklukkan fer í gang.

Eitthvað fyrir ráðherra sem hljóta að vera þreyttir vegna allra þeirra loforða og viljayfirlýsinga sem þeir eru að gefa út þessa dagana.

Og verðið?  Aðeins 8000 dollarar.  Sjá nánar hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband