Færsluflokkur: Ferðalög
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Færeyjar - myndir
Púkinn ætlaði að blogga aðeins um Færeyjar og Færeyinga, en ákvað í staðinn að skella bara inn stuttri myndasyrpu úr ferð sinni til Færeyja í sumar og hvetja fólk í leiðinni til að ferðast þangað.
Fyrir þá sem hafa gaman af að ferðast um með ljósmyndavél í hendi, þá er ótrúlega margt að sjá í Færeyjum.
Æ fleiri þakka Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Ha..ég, Íslendingur? Neeeiii....
Það er af sem áður var, þegar það var stíll yfir því að vera Íslendingur erlendis - meðlimur þjóðar sem spreðaði peningum út um allt - já, þá vildu allir vera vinir Íslendinga.
En, nú er staðan breytt - og íslendingar stefna í það að verða álíka velkomnir og...tja, samkynhneigðir, múslímskir kommúnistar í Alabama.
Eigum við ekki bara að segjast vera frá Garðarshólma?
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 31. maí 2008
Olíuhreinsunarstöð - nei takk!
Púkanum finnst Arnarfjörður fallegur staður - sjáið bara myndina sem fylgir þessari grein. Þessi gullna sandströnd er ekki við Miðjarðarhafið - nei, hún er tekin í Arnarfirði síðasta sumar.
Púkinn var alvarlega að íhuga að kaupa jörð í Arnarfirði, en einhver annar varð á undan - og reyndar er Púkinn hálffeginn að ekkert varð af kaupunum, því nú virðist sem til standi að eyðileggja Arnarfjörð með því að reisa þar olíuhreinsunarstöð.
Já, ég segi eyðileggja.
Arnarfjörður verður ekki lengur friðsæl náttúruparadís, ef af byggingu olíuhreinsunarstöðvarinnar verður. Hver vill nærveru við risavaxna, mengandi verksmiðju?
Það eru fáar fyrirhugaðar framkvæmdir sem Púkinn er jafn andvígur og þessi olíuhreinsunarstöð og kemur þar ýmislegt til.
- Í fyrsta lagi er mengun af svona starfsemi - loftmengun, möguleg frárennslismengun og sjónmengun. Það má vel vera að íbúum Bíldudals hugnist að fá mengandi stóriðju í næsta nágrenni við sig, en Púkinn er ekki viss um að þeir hafi hugsað dæmið til enda.
- Í öðru lagi er hætta af mengun vegna stöðugra ferða stórra olíuflutningaskipa. Veður eru nú ekki alltaf góð á þessum slóðum og aukin umferð olíuflutningaskipa felur í sér aukna hættu á umhverfisslysum.
- Starfsemi þessarar stöðvar getur með engu móti rúmast innan skuldbindinga Íslendinga samkvæmt Kyoto sáttmálanum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja það engu máli skipta, því hún fari hvort eð er ekki af stað fyrr en eftir að Kyoto rennur út. Slíkt viðhorf finnst Púkanum á engan hátt réttlætanlegt.
- Púkinn nýtur þess að ferðast um Vestfirði, stóriðjulausa landsfjórðunginn, en það er ljóst að ef af þessari framkvæmd verður mun Púkinn taka á sig stóran krók framhjá Bíldudal í framtíðinni.
Púkinn veltir líka fyrir sér hver sé raunverulegur ávinningur af því að reisa svona stöð á Íslandi. Það eru þegar nægjanlega margar svona stöðvar í heiminum til að vinna þá olíu sem er dælt upp úr jörðinni - og ef eitthvað er, þá fara olíubirgðir heimsins minnkandi, ekki vaxandi. Hverjir græða á því að setja svona stöð niður á Íslandi? Eru það aðilar sem ekki fá að starfrækja svona stöðvar erlendis, þar sem fólk er búið að fá nóg af menguninni sem þeim fylgir, eða sér að þær rúmast ekki heldur þar innan Kyoto samkomulagsins?
Það er rætt um að svona stöð muni geta skapað 500-700 störf. Það munar vissulega um slíkt, en Púkanum er spurn hvort 500-700 manns finnist á svæðinu sem vilji vinna á svona stað, eða hvort þurfi að flytja inn starfsmenn. Ef raunin verður sú að flestir starfsmennirnir verði frá Austur-Evrópu, er spurning hver raunávinningurinn fyrir Bíldudal sé, svona til lengri tíma litið.
Erlendis er frekar verið að leggja niður olíuhreinsunarstöðvar en að byggja nýjar. Viljum við virkilega setja upp mengandi verksmiðjur hér, sem aðrir vilja ekki hafa?
Hvers vegna reyna menn ekki að byggja upp greinar sem einhver framtíð er í - mengunarlaus fyrirtæki sem krefjast menntaðra starfsmanna - ekki mengandi stóriðju sem er holað niður í fallegum firði af því að aðrir vilja ekki hafa svona óþverra í túnfætinum hjá sér.
Hvað um það - Púkinn ætti að ná að skreppa til Arnarfjarðar að leyfa hundinum aftur að leika sér á sandströndinni áður en þessar hugmyndir verða að veruleika.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 23. maí 2008
Stoltur af stelpunni...
Púkinn leggur það ekki í vana sinn að skrifa um mál sem tengjast fjölskyldu hans, en í þetta eina skipti verður þó undantekning gerð þar á.
Málið er nefnilega að dóttir Púkans er í 7. bekk en hennar bekkur vann keppnina "Reyklaus bekkur" í ár - og Púkinn skammast sín ekkert fyrir að viðurkenna að hann er pínulítið montinn af dótturinni og bekkjarfélögum hennar.
Og hvað gerði bekkurinn svo til að vinna keppnina? Jú, tvær stuttmyndir, aðra leikna, en hina með "leirkörlum"
Hér er leikna stuttmyndin:
...og hér er leirkarlamyndin:
Og hvað fá krakkarnir svo í verðlaun? Jú, ferð til Danmerkur og foreldrarnir skildir eftir heima.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Eru gjöld á flutningabílum ekki nægjanlega há?
Þessar tölur um slit sem flutningabílar valda á vegakerfinu má túlka sem svo að landsmenn séu með sköttum sínum að niðurgreiða rekstur flutningabílanna verulega.
Ef þessir bílar þyrftu að greiða fyrir þær skemmdir sem þeir valda á vegakerfinu yrði rekstur þeirra væntanlega það óhagkvæmur að eitthvað af flutningunum myndi fara aftur sjóleiðina.
Bílstjórarnir vilja hins vegar lægri álögur, ekki hærri - það er að segja - þeir vilja að almenningur í landinu niðurgreiði rekstur þeirra enn frekar en nú er.
Já, svona er Ísland í dag.
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Réttur þinn til að sveifla hendinni endar þar sem nefið á mér byrjar
Loksins...loksins...loksins. Púkinn hefur fengið sig fullsaddan af því að lögreglan geri ekkert gegn þessum ribbaldalýð annað en að bjóða þeim í nefið.
Aðgerðir atvinnubílstjóranna nutu stuðnings almennings í fyrstu, en eftir því sem fleiri blásaklausir borgarar hafa orðið fyrir barðinu á þeim og fólk hefur gert sér betur grein fyrir því að bílstjórarnir eru bara að berjast fyrir sínum þröngu sérhagsmunum eins og að fá að aka óhvíldir ósofnir, þá hefur stuðningurinn við aðgerðirnar minnkað.
Það að stöðva alla umferð á mikilvægum akstursleiðum er ekki bara ólöglegt, heldur getur stofnað lífi annarra í hættu - það hefur ítrekað verið bent á að sú staða gæti komið upp að sjúkrabílar kæmust ekki leiðar sinnar vegna aðgerðanna.
Jú, atvinnubílstjórar mega mótmæla eins og aðrir, en þeir verða að haga sínum mótmælum þannig að þeir stofni ekki lífi og heilsu annarra í hættu - eða eins og það hefur verið orðað:
Réttur þinn til að sveifla hendinni endar þar sem nefið á mér byrjar.
Það var kominn tími til að lögreglan gripi til alvöru aðgerða.
Lögregla beitir táragasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. apríl 2008
Kjaftur á atvinnubílstjórum
Nú eru bílstjórarnir að hóta því að lama þjóðfélagið og stofna mannslífum í hættu ef ekki verður gengið að kröfum þeirra - kröfum sem varða fyrst og fremst þeirra sérhagsmuni eins og að fá að keyra óhvíldir og að þurfa ekki að borga fyrir þær skemmdir sem þeir valda á vegakerfinu.
Lögreglan virðist vera besti vinur þeirra - gefur þeim bara í nefið - það er eins gott að þetta er ekki stórhættulegt fólk eins og Falun Gong mótmælendurnir, nú eða þá náttúruverndarsinnar.
Það eru einhverjir sem ættu virkilega að skammast sín.
Sturla: Málið verður klárað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Eiginhagsmunamótmæli atvinnubílstjóra
Þrátt fyrir framkomu atvinnubílstjóra undanfarið hafa enn margir samúð með mótmælum þeirra - ef til vill vegna þess að þeir halda að mótmælin snúist eingöngu um álögur ríkisins á eldsneyti.
Það er bara ekki þannig.
Háværustu kröfur bílstjóranna snúa nefnilega að hlutum sem varða einungis þeirra eigin hag - undanþágur frá reglum um hvíldartíma og lækkun á kílómetragjaldi.
Púkinn er þeirrar skoðunar að kílómetragjaldið sé síst of hátt. Ef það ætti að vera í samræmi við það slit sem þessir bíla valda á vegakerfinu þyrfti sennilega að hækka það verulega. Þjóðin er sem stendur að niðurgreiða rekstur bílanna og bílstjórarnir vilja að þær niðurgreiðslur hækki enn frekar, með því að sameiginlegu sjóðirnir borgi enn stærri hluta kostnaðarins.
Svo er það þetta með hvíldartímann. Afsakið, en miðað við þann fjölda bílstjóra sem nú þegar ekur um með pallana uppi og rekur þá upp undir brýr, eða missir farminn á götuna, þá finnst Púkanum eins og þeir séu hálfsofandi nú þegar. Viljum við enn fleiri syfjaða bílstjóra á tíu hjóla trukkum á göturnar?
Bílstjórar: Við höldum áfram" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Ribbaldagangur atvinnubílstjóra
Atvinnubílstjórar sýna enn og aftur að þeir kunna ekki að skammast sín. Hvenær ætla þessir frekjudallar að skila að aðgerðir þeirra bitna á röngum aðilum og að þeir eru á góðri leið með að eyðileggja alla þá samúð sem þeir kunna að hafa haft meðal almennings?
Púkanum er líka spurn hvers vegna lögreglan gerir ekkert. Ef Púkinn myndi leyfa sér viðlíka aksturslag í umferðinni þá myndi lögreglan væntanlega ekki sitja aðgerðarlaus hjá.
Nei, það er nóg komið - þjóðin er orðin þreytt á þessum dólgshætti.
--
Að gefnu tilefni vill Púkinn taka fram að aðgerðir bílstjóranna hafa ekki snert hann persónulega - Púkinn gengur til vinnu flesta daga, og í þeim tilvikum sem þörf hefur verið á bíl hefur Púkinn ekki lent í vandræðum - þetta er ekki persónulegt, þetta er spurning um almennt siðferði og dómgreind....eða skort á því.
Mestu tafir hingað til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. mars 2008
Atvinnubílstjóradólgar
Ef aðgerðirnar hefðu verið markvissari - t.d. ef bílarnir þeirra hefðu fyrir tilviljun bilað beint fyrir utan innkeyrslurnar á bílastæðum Alþingis og Seðlabankans, myndi fólk sennilega ennþá hafa fulla samúð með þeim - hátt eldsneytisverð bitnar jú á flestum, þótt í minna mæli sé.
Dólgsháttur til lengri tíma er hins vegar ekki til þess fallinn að auka samúð fólks - ekki frekar en síendurtekin verkföll mjólkurfræðinga hér á árum áður.
Nú er Púkinn ekki að segja að hann hafi ekki skilning á þeim óþægindum sem þessi stétt hefur orðið fyrir vegna eldneytishækkana, en ólíkt almenningi á sínum fólksbílum, þá hafa atvinnubílstjórarnir þó þann möguleika til lengri tíma litið að velta kostnaðinum yfir á þá sem kaupa þeirra þjónustu. Það er hins vegar erfitt að fást við þetta meðan eldsneytishækkanirnar ganga yfir og viðbrögð stjórnvalda hafa ekki verið til fyrirmyndar.
Það er hins vegar ekkert nýtt að aðgerðir stjórnvalda fari illa með tilteknar atvinnustéttir. Hið falska, háa gengi krónunnar undanfarin misseri hefur t.d. gengið mjög nærri ýmsum útflutningsfyrirtækjum og hrakið sum í þrot en önnur úr landi. Þau fyrirtæki reyndu hins vegar ekki að vekja athygli á sínum málstað með dólgshætti.
Nú er Púkinn ekki að segja að menn verði bara að sætta sig við þetta. Það er eitt og annað sem stjórnvöld gætu gert, en þar mætti t.d. nefna að lækka álögur á díselolíu, þannig að söluverð hennar yrði lægra en söluverð bensíns, eins og hugmyndin var í upphafi.
Það mætti líka tímabundið lækka eldsneytisgjaldið um sambærilega krónutölu og nemur hækkun virðisaukaskatts vegna hækkandi innkaupsverðs. Þannig myndi ríkið fá jafn margar krónur í vasann og áður, en ekki græða á hækkandi innkaupsverði. Þannig fyrirkomulag væri sanngjarnt að mati Púkans.
Ráðamenn vakni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)