Færsluflokkur: Ferðalög
Mánudagur, 3. mars 2008
"Ég veit betur..."
Það eru alltaf einhverjir sem þykjast ekki þurfa að fara eftir viðvörunum um að vegir séu lokaðir, ana út í ófærðina, sitja fastir og þurfa svo á aðstoð að halda.
Púkinn er þeirrar skoðunar að í slíkum tilvikum ætti fólk að borga fyrir þjónustu björgunarsveita. Sama gildir um rjúpnaskyttur og aðra þá sem koma sér í svipuð vandræði vegna eigin heimsku.
Ef fólk ber sjálft ábyrgðina á sínum vandræðum, er þá réttlátt að aðrir beri kostnaðinn af því að bjarga viðkomandi?
Ekki hlustað á viðvaranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 8. september 2007
85% alkóhól á bílana!
Sumum finnst það nú sjálfsagt sóun á góðu 85% alkóhóli að nota það sem eldsneyti á bíla, en þessi eldsneytisblanda mun nú ekki vera drykkjarhæf - fyrir utan 85% spírann er jú 15% bensín í blöndunni auk litarefna og hugsanlega jafnvel tréspíra.
Púkanum finnst hins vegar merkilegt að það er alls ekki nýtt að framleiða bíla sem geta bæði brennt bensíni og etanóli. Ford Model T bíllinn var til dæmis einnig framleiddur fyrir bændur sem gátu framleitt sitt eigið etanól, en nú eru næstum 100 ár síðan hann fór í framleiðslu.
Brátt hægt að dæla etanóli á bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Réttindalausir unglingar á torfæruhjólum
Púkinn hefur verið að velta fyrir sér hvað sé að hjá þeim foreldrum sem leyfa börnum sínum að aka réttindalaus á torfæruhjólum, en verður að viðurkenna að hann hefur ekki komist að niðurstöðu.
Það er hins vegar eitt sem Púkinn er viss um og það er að foreldrarnir verða argir ef þeir heyra að Púkanum finnist ekki allit í lagi með viðkomandi, og líta sennilega bara þannig á að þetta séu "bara strákar að leika sér."
Púkinn lítur hins vegar þannig á að þarna séu óábyrgir foreldrar að kenna börnum sínum að það sé allt í lagi að hafa lög og reglur að engu og það sé allt í lagi þótt maður slasi sig - það verður bara lappað upp á mann á kostnað samfélagsins.
Er ekki eitthvað að þessu? Eru foreldrarnir bara að bíða efir alvarlegra slysi?
Unglingsdrengur slasaðist á torfæruhjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
Ferðalög framtíðarinnar - fyrsta geimhótelið
Á síðustu árum hafa nokkrir auðmenn fengið far út fyrir gufuhvolfið, en nú eru uppi áætlanir um að byggja fyrsta geimhótelið, sem á að nefnast "Galactic Suites", en áætlanir gera ráð fyrir að það opni 2012.
Þar verður boðið upp á herbergi þar sem gestir í Velcro búningum geta leikið sér að því að ganga á veggjunum, nú aða gera hvað svo sem þeir vilja annað gera í þyngdarleysi.
Og verðið ? Aðeins 250 milljónir íslenskar fyrir 3 nætur.
Púkinn segir nú bara "einmitt það".
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Enginn páfagaukagarður
Eins og margir aðrir Íslendingar fer Púkinn reglulega til Kanaríeyja, en meðal þeirra staða þar sem Púkinn hefur oftast heimsótt er "páfagaukagarðurinn", Palmitos Park á Gran Canaria.
Nú verður væntanlega ekki um fleiri heimsóknir þangað að ræða, a.m.k. ekki næstu árin, því meginhluti garðsins er brunninn til kaldra kola í þeim skógareldum sem nú geisa á Kanaríeyjum.
Þetta vekur reyndar upp þá spurningu, hvernig menn séu búnir til að fást við skógarelda á Íslandi - ef ætlunin er að rækta stóra skóga til kolefnisjöfnunar, þá verða menn að ráða yfir búnaði til að slökkva elda sem gætu komið upp. Brenni skógurinn losnar jú allur koltvísýringurinn aftur og kolefnisjöfnunin er farin fyrir lítið.
11.000 manns flýja skógarelda á Kanaríeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júní 2007
Súludansari tekur á móti flugfarþegum
Einhverjum þeirra flugfarþega sem leið hafa átt um Gatwick flugvöll nýlega mun hafa brugðið í brún þegar súludansmey tók á móti þeim.
Reyndar er ekki allt sem sýnist, heldur er hér um að ræða risavaxna auglýsingu, málaða á akur við eina af aðflugsleiðunum til flugvallarins.
Auglýsingin er tæplega sýnileg af jörðinni, en farþegar sem sitja réttu megin í vélum sem eru að koma inn til lendingar eða taka sig á loft munu víst margir hafa rekið upp stór augu.
Yfirvöldum í héraðinu er ekki skemmt, þar sem auglýsingin var sett upp í leyfisleysi og hóta þeir að beita dagsektum, verði hún ekki fjarlægð. Fyrirtækið sem ber ábyrgð á auglýsingunni heitar hins vegar að fjarlægja hana, og eftir að fréttin af auglýsingunni hefur ratað í fjölmiðlana má gera ráð fyrir að heimsóknum á myprivatedance.com hafi fjölgað verulega.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. júní 2007
Að vinna BMW...eða þannig
Púkinn var að fá tölvupóst um að hann hefði unnið í BMW happdrættinu, og vinningurinn ekki af verri endanum - BMW 5 Series, Sport Saloon og væn summa í reiðufé.
Þetta er að sjálfsögðu gabb, ætlað til að hafa fé af Púkanum á einn eða annan hátt, en þessir aðilar fá þó allavegana prik fyrir að reyna eitthvað nýtt.
Púkinn hefur margoft fengið bréf um að hann hafi unnið í hollenska ríkishappdrættinu, nú eða því breska, svo ekki sé minnst á öll bréfin frá Ubongo Ubongo og öllum vinum hans í Nígeríu sem þurfa aðstoð Púkans við að koma illa fengnu fé úr landi - en BMW happdrættið, það hefur Púkinn aldrei séð áður.
Þeir vilja auðvitað fá upplýsingar frá Púkanum - nafn, aldur, kyn, póstfang, síma, stöðu og tölvupóstfang - ekkert sérlega grunsamlegt við fyrstu sýn.
Púkinn er hins vegar að velta fyrir sér að svara þessu, frá hotmail póstfangi, með tilbúnu nafni og heimilisfangi, gefa upp ógilt símanúmer, og tryggja á allan hátt að þessir glæpamenn geti ekki rakið svarið til hans, bara svona til að sjá nákvæmlega hvað gerist næst. Vilja þeir fá bankareikning Púkans, undir því yfirskini að ætla að leggja peninginn þar inn, eða vilja þeir að Púkinn sendi greiðslu vegna útflutningstolla á BMWinum, eða hvað...Púkinn er svolítið forvitinn að vita hvernig þeir vilja stela af honum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Stærðin skiptir máli
Longwan Shaman skemmtigarðurinn í Changchun í Kína var ekki sértaklega vinsæll, þannig að forráðamenn hans ákváðu að þeir þyrftu eitthvað stórt til að draga gesti að. Niðurstaðan var að sýna stærsta tippi í heimi - 10 metra hátt.
Fyrst var byggð stálgrind og stráum síðan vafið utan um verkið.
Shi Lixue, forstjóri China Folk Culture Association lét hafa eftir sér að verkið táknaði leit forfeðranna að hamingju og velgengni.
Það var nefnilega það....Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. maí 2007
Óæskilegir útlendingar
Austur-evrópsk glæpagengi að stela fiskveislum og rúmenskir sígaunar að betla á götunum - hvað er eiginlega á seyði - er þetta einhver uppákoma, skipulögð af Frjálslynda flokknum?
Nei, það er nú víst bara það að Ísland er að verða líkara og líkara öðrum Evrópuþjóðum hvað þessi mál varðar.
Það er annars sérstakt að fólk virðist ekki mega ræða um þær neikvæðu afleiðingar sem Schengen/EES hefur varðandi aðstreymi fólks án þess að vera sakað um rasisma.
Setjum sem svo að einhver varpi fram fullyrðingunni "Það verður að hindra að óæskilegir útlendingar komist hingað til Íslands". Myndi sá sem það segir teljast rasisti, eða bara fordómafullur, nú eða er þetta kannski bara eðlileg afstaða?
Málið er að þetta snýst einfaldlega um hvernig við skilgreinum "óæskilega" aðila. Púkinn er til dæmis á þeirri skoðun að þeir sem reyna að smygla eiturlyfjum til Íslands séu óæskilegir og gildir þá einu hvort þeir eru Íslendingar eða útlendingar. Hins vegar hefur Púkinn ekkert á móti því að hingað til lands komi einstaklingar hvaðan sem er úr heiminum, svo framarlega sem þeir eru hér til að vinna (að því gefnu að eftirspurn sé eftir þeirra vinnu), eða sem ferðamenn á eðlilegum forsendum.
Ef hingað kemur hópur af rúmenskum verkamönnum til að byggja (eða rífa) hús, er það gott mál. Ef hingað koma rúmenskir ferðamenn til að skoða Bláa lónið og skreppa út á Jökulsárlón er það gott mál. Ef hingað kemur rúmenskur eiginmaður eða eiginkona Íslendings er það gott mál.
Ef hingað kemur rúmenskur sígauni til að hnupla og betla er það vont mál að mati Púkans - ekki af því að hann er sígauni eða af því að hann er Rúmeni, heldur því hverjar forsendurnar fyrir komu hans hingað eru. Það væri jafn vont mál þótt hann væri Færeyingur eða Finni.
Við eigum ekki að reka þetta fólk úr landi vegna þess að þau eru rúmenskir sígaunar. Við eigum að reka þau úr landi vegna þess að forsendurnar fyrir komu þeirra eru rangar.
Æ, já...að lokum - myndin hér að ofan er af hópi rúmenskra sígauna í Belzec fangabúðunum, sem bíða eftir að röðun komi að þeim í gasklefunum - þau voru víst líka flokkuð sem óæskileg.
Nítján Rúmenar fara úr landi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. maí 2007
Ekki auðvelt að vera drottning
Ferð Elísabetar Bretlandsdrottningar til Bandaríkjanna byrjaði ekki vel. Til að byrja með þá er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt að drottning gangi inn um rana eins og hver önnur almúgamanneskja. Nei, hún verður að fara niður tröppur, svo hún geti gengið eftir rauða dreglinum.
Hvað gæti farið úrskeiðis?
Þeir hafa væntanlega verið farnir að svitna flugvallarstarfsmennirnir þegar þeir uppgötvuðu að tröppurnar sem rúllað var út til flugvélar Elísabetar voru ... tja - aðeins of lágar, eins og sjá má á myndinni.
Það átti hins vegar eftir að versna.
Þegar búið var að leggja rauða dregilinn uppgötvuðu menn að dregillinn var 5 metrum of stuttur.
Neyðarástand!
Drottningin þurfti því að bíða 20 vandræðalegar mínútur um borðí vélinni meðan framlenging á dregilinn var sótt.
Jamm. Það hefur sína galla að vera drottning.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)