Föstudagur, 22. október 2010
Lestölvan mín....
Eftir allmikla umhugsun fékk Púkinn sér lestölvu nýlega.
Sú sem varð fyrir valinu var frá Sony og nefnist PRS-350.
Þetta er virkilega þægilegur lítill gripur - passar i venjulegan skyrtuvasa og vegur aðeins 155 grömm.
Hún notar svokallaða e-ink tækni, sem þýðir að hún eyðir nánast engu rafmagni við að sýna mynd (heldur bara þegar flett er), og því þarf bara að stinga henni í samband við tölvu á 10 daga fresti eða svo, miðað við eðlilega notkun.
Þetta er ódýr gripur, kostar um $180, en hefur ekki alla þá "fídusa" sem sumar stærri lestölvur hafa - er ekki með þráðlausa tengingu, heldur verður að hlaða rafbókunum niður á tölvu og setja þær inn þaðan. Já, og skjárinn er bara svarthvítur og það er ekki hægt að bæta neinum forritum inn á hana - hún keppir ekki við iPad frá Apple.
Þetta er einfalt tæki fyrir þá sem vilja labba um með bókasafn í vasanum - þetta litla tæki geymir vandræðalaust yfir 1000 bækur.
Bókaúrvalið er að vísu svolítið takmarkað ennþá og sumir útgefendur og seljendur vilja ekki selja til Íslands - en það má t.d. byrja á að fara á http://www.feedbooks.com/ og sækja án endurgjalds bækur sem njóta ekki lengur höfundarréttarverndar sökum aldurs - allar bækurnar um Sherlock Holmes, svo eitt dæmi sé tekið. Nú, síðan bjóða margir útgefendur og höfundar upp á rafbækur á vefsíðum sínum - aðdáendur vísindaskáldsagna geta t.d. fengið yfir 100 ókeypis bækur á http://www.webscription.net/ auk þess sem aðrar bækur má kaupa þar á $3-$6 stykkið.
Áfram 7,5% tollur á Kindle | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Bækur | Facebook
Athugasemdir
Theódór Norðkvist, 22.10.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.