Föstudagur, 9. febrúar 2007
10% vinnudagsins í óþarfa?
Ósköp eru þeir nú gamaldags í Danmörku að líta þannig á að það sé eitthvað vandamál að 10% vinnudagsins fari í að svara símtölum og tölvupósti.
Hvað með allan þann tíma sem tölvupósturinn sparar vegna hraðari og betri upplýsingamiðlunar?
Þetta er svona dæmigerð "ekkifrétt".
Ef rannsóknir hefðu sýnt að 10% vinnutímans færu í að blogga um persónuleg mál á vefnum, þá væri það hugsanlega frétt.
Púkinn eyðir hins vegar 100% af sínum vinnutíma á Netinu og er stoltur af því.
10% vinnudagsins fer í að svara símtölum og vinnupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.