Þriðjudagur, 4. október 2011
Tóbaksfíklar og aðrir dópistar
Sú tillaga hefur heyrst að skráðir sprautufíklar ættu að geta nálgast sitt dóp í apótekum eða sérstökum miðstöðvum - það myndi draga úr líkum á því að þeir fremdu afbrot til að fjármagna neysluna og sömuleiðis myndi svona kerfi draga úr gróðamöguleikum "venjulegra" dópsala.
Hugmyndin sé að fíklarnir séu skilgreindir sem sjúklingar - fyrst reynt að koma þeim í meðferð til að lækna þá af fíkninni, en ef það virkar ekki, þá séu þeir skráðir sem virkir fíklar, með sérstakan rétt til að fá sitt dóp frá opinberum aðilum.
Púkanum heyrist að skoðun sumra sé að meðhöndla reykingafólk á þennan hátt - byrja á að skilgreina viðkomandi sem nikótínfíkla, sem þarfnist meðferðar, en gangi hún ekki upp, þá leyfist viðkomandi að kaupa sitt tóbak á viðeigandi stöðum.
Svona kerfi myndi jú væntanlega draga úr tóbaksneyslu, en Púkinn er ekki alveg viss um að það gangi upp.
Síðan er annað mál að sala tóbaks í apótekum er hreinlega óeðlileg - ef ástæða er til að takmarka söluna, væri þá ekki betra að færa hana inn í vínbúðirnar?
Það er hins vegar gott mál að stefna að því að koma í veg fyrir reykingar til lengri tíma litið - en þessi leið er ef til vill ekki sú besta.
Þróunin í þjóðfélaginu er jú sú að reykingafólki er útskúfað á mörgum stöðum og því er vorkennt af hinum, en eins og einhver sagði..."Reykingafólk er líka fólk - bara ekki eins lengi".
Tóbak verði bara selt í apótekum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkur: Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Jafn ruglað og færa leikfangabyssur í sportvörubúðir.
Óskar Guðmundsson, 4.10.2011 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.