Hrefnukjöt og Hagkaup

HrefnuveidarKannski er Púkinn bara tortrygginn að eðlisfari en hann var að velta fyrir sér hvort ákvörðun Hagkaupa gæti stafað af því að þeir vilja geta kynnt það erlendis að þeirra verslanir selji ekki hrefnukjöt - spurning um ímyndina.

Hvers vegna ættu þeir annars að velja tímapunktinn núna áður en grillvertíðin hefst (og salan eykst) og erlendir ferðamenn streyma til landsins (sem gætu séð kjötið í versluninni og fengið áfall)?

Þegar Púkinn var á barnsaldri var hvalkjöt stundum á borðum, ekki vegna þess að það væri gott, eða vinsælt hjá fjölskyldunni, heldur vegna þess að það var ódýrt hráefni.

Þegar hrefnukjöt fékkst á ný fékk Púkinn sér einhverja bita, en af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið framhald á því - ef til vill gegna þess að í þeim verslunum sem Púkinn á oftast leið í hefur það ekki verið á boðstólum, nú eða ef til vill vegna þess að þegar verið er að ákveða hvað eigi að hafa í kvöldmatinn eða á grillið er hrefnukjöt einfaldlega ekki það sem kemur fyrst upp í hugann.

Púkinn getur samt alveg hugsað sér að borða hrefnukjöt oftar - rétt matreitt er það ágætt, þótt það jafnist nú ekki á við góða nautalund, en Púkinn gerir sér grein fyrir því að hann er í minnihluta - hrefnukjöt höfðar ekki eins til fólks í dag.

Hrefnukjöt er ekki vont hráefni - vilji menn prófa vont hráefni mælir Púkinn með kengúrukjöti - en en menn þurfa að matreiða það rétt.


mbl.is Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Rétt matreitt Hrefnukjöt, og raunar hvalkjöt, getur verið þvílíkt sælgæti, að nautalundin verði hálfgerður hversdagsmatur í samanburði við hvalinn.

(nota bene:  Rétt matreitt!)

Einar Indriðason, 16.6.2007 kl. 11:08

2 Smámynd: Sigurjón

Sú kengúra sem ég smakkaði á sínum tíma í Ástralíu var ljúffeng með afbrigðum...

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 01:54

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég gæti gubbað þegar ég hugsa um hrefnukjöt rétt matreitt eða ekki   Annars.........

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband