Istorrent glæpagengið

piracyÞað má vera að Svavari Lútherssyni, stofnanda torrent.is líki ekki að meðlimir "Istorrent-samfélagsins" séu kallaðir þjófar og sakaðir um lögbrot og jafnvel skipulagða glæpastarfsemi.

Það er því miður bara lítið við því að gera.

Á þessum vef eru höfundarréttarlög þverbrotin og Púkinn hefur megnustu fyrirlitningu á þeim sem standa í svona starfsemi - dreifa höfundarréttarvörðum verkum annarra í heimildarleysi, hvort sem það er gert í hagnaðarskyni eða ekki.

Það gildir einu hvort um er að ræða myndskeið, tónlist, hugbúnað eða annað efni - þeir sem eiga höfundarrétt af efninu verða af tekjum vegna svona starfsemi.

Það er ljóst að viðkomandi aðilar kunna ekki að skammast sín, en það sem Púkinn skilur ekki er hvers vegna yfirvöld gera ekkert - gera húsleit hjá torrent.is, leggja hald á tölvubúnaðinn, leita uppi þá sem standa að dreifingunni, leggja hald á tölvubúnað þeirra, kæra þá og krefja um viðeigandi sektir.

Lögreglan er fljót til þegar einhver mannræfill stelur hangikjötslæri úr Bónus.  Hvers vegna er ekkert gert í þessari starfsemi sem er mun umfangsmeiri og um mun meiri verðmæti er að ræða?

Hvers konar aumingjaskapur er þetta í lögreglunni?

Það verður að stöðva þessa þjófa...já, ég segi þjófa - Púkinn hikar ekki við að nefna þessa aðila viðeigandi nöfnum - það er ólíðandi að glæpagengi fái að starfa hér óáreitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þjófar Þjófar Þjófar.

Eru skoðanir Púkans nægjanlega skýrar?

Það eru að sjálfsögðu notendurnir sem eru þjófar - en Púkinn vill ekki þjófkenna alla meðlimi Istorrent samfélagsins - inn á milli eru vafalaust einhverjir sem ekki stela höfundarréttarvörðu efni.

Hinir - þeir eru ekkert annað en ómerkilegt þjófahyski.  Púkinn er ekki endilega að tala um forsvarsmenn vefsins, þótt þeir beri sjálfsagt einhverja ábyrgð, en það er dómstólanna að skera úr um hversu mikil ábyrgð þeirra er.

Er þetta nægjanlega skýrt?

Púkinn, 5.7.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þessi umræða væri óþörf ef tónlistabransinn og ofurtollar hefðu ekki skrúfað upp verðið á músik !   einn cd kostar ekki undir 2000 kall og þar af fær ríkið töluverðan hlúta..

Stillið verðinu í hóf og þá þarf ekkert að ræða þetta meira.

Óskar Þorkelsson, 5.7.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Púkinn

Púkinn er ekki að tala bara um tónlist, heldur líka sjónvarpsþætti og hugbúnað.

Það er ekki hægt að afsaka þjófnað á þess háttar efni með okri á tónlist.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Lárus Þór Jóhannsson

Mikið af því efni sem að er á þessari síðu er ekki hægt að nálgast á íslenskum markaði. Þjófnaður? Varla þegar ekki er hægt að nálgast hlutina á 'löglegan' (ekki sama og siðferðislegan) hátt. Þannig að tæknilega séð er bannað að ná í þetta efni þó það er ekki selt á landinu en það er ekki kært vegna þess því enginn hér á landi græðir neitt á því þar sem þetta gengur allt út á... peninga.

 Ég ætla að vera svo frakkur að útfrá skriftum þínum hér að Púkinn er alter-egó einhvers sem á beinan hlut að máli. Líklegast á þeim enda sem að hefur höfundarrétt á einhverju efni. Þar sem að greinarhöfundur er á allan hátt 'biased' í þessu máli (sérstaklega þar sem þetta alter-egó nefnir nafn sitt í nær hverri einustu setningu).

 PS. Þínar skoðanir skipta litlu máli hvað er réttlát og hvað ekki. Framfarir í upplýsingamiðlun eru haldið aftur af einmitt svona hugsunarhætti þar sem allt gengur út á að maka krókinn.

Lárus Þór Jóhannsson, 5.7.2007 kl. 19:19

5 Smámynd: Púkinn

Það er ekkert leyndarmál hver Púkinn er - það þarf ekki annað en að smella á "höfundur" til að sjá hver stendur á bak við þessi skrif.

Vissulega á Púkinn hagsmuna að gæta, enda færi væntanlega enginn að gera veður út af þessu annar en aðili sem hefur lifibrauð sitt af framleiðslu hugverka.

Ef einhver stæli nokkrum milljónum af þér, myndir þú ekki líka telja ástæðu til að vekja athygli á því máli? 

Púkinn, 5.7.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: Púkinn

"Þínar skoðanir skipta litlu máli hvað er réttlát og hvað ekki"

Það að hér er um lögbrot að ræða eru ekki skoðanir, heldur staðreynd.  Gagnrýni Púkans beinist fyrst og fremst að aðgerðaleysi lögreglunnar, sem hefði átt að vera búin að gera eitthvað fyrir löngu.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 19:30

7 Smámynd: Kiddi Blö

Ef ég má leggja orð í belg...

Auðvitað er það ekki rétt að sækja sér höfundarverk yfir netið án greiðslu.  En hvað er annað hægt ?  Ég segi það sjálfur að ég myndi gjarnan vilja eiga fullt af tónlist, þeas kaupa þá út í búð og samviskulaust, safna diskum eins og maður safnaði þeim í gamla daga.  Ná sér í flott safn í stofuna.  En með verðinu er það ekkert sem maður hefur áhuga á að gera í dag.

Með hugbúnað að þá kostar hann á íslandi töluvert meira heldur en erlendis, ég veit til þess að fólk er farið að kaupa meira af hugbúnaði af netinu erlendis frá.  Þetta stefnir í rétta átt en það er langt frá því að einstaklingar kaupi sér öll þau forrit sem þeir þurfa svona dagsdaglega, Office pakkinn, Photoshop, Dreamweaver, Illustrator, FTP forrit, Skrifaraforrit, DVD forrit og svona má lengi telja.  Þetta myndi sennilega slaga í allavega kvartmilljón auðveldlega.  Það væri gaman ef fólk reiknaði út hvað það myndi kosta það ef þau myndu ákveða einn daginn að vera 100% lögleg og kaupa öll sín forrit.

Hvað myndi gerast ef 1ltr af mjólk kostaði 1000kr ? Fangelsi landsins yfirfylltust á augabragði ekki satt ?

Þetta er leiðindar kvabb þetta stríð milli höfunda og þeirra sem niðurhala.  Og það er olía á eldinn þegar höfundar hækka verðin og svo þegar ólöglegt niðurhal eflist hjá einstaklingunum.

Það má segja að það sé röng leið hjá höfundum að hækka verð til að fá fleiri krónur í budduna, þeir ættu að lækka verðið og gera viðskiptavininn þannig glaðan og þannig mun ég nánast örugglega sverja það að það mun skila sér til Púka. :)

Kiddi Blö, 5.7.2007 kl. 20:01

8 identicon

Er vegakerfið (eða eigendur þess, ríkið) sek ef einhver notar það til þess að millifæra þýfi?

Auðvitað ekki, sama gildir um "götur internetsins", þeir sem reka deilendaforrit eru ekki ábyrgðir því hvað fólk setur inn.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 20:39

9 identicon

Eins og Jón Frímann benti hér á innheimta tiltekin samtök greiðslu af nokkrum vörutegundum sem hugsanlega má beita til niðurhals á höfundarréttarvörðu efni út af hugsanlegu niðurhali á höfundarréttarvörðu efni.

Sú fyrirframgreiðsla veldur því mjög líklega að ekki sé hægt að halda því fram að niðurhal á höfundarréttarvörðu efni af t.d. Ístorrent sé ólöglegt, þar sem þessum tilteknu samtökum hefur þegar verið greitt þóknun fyrir niðurhalið.

Því er hugsanlega ekki um að ræða ólöglega iðju heldur fyllilega viðurkennda og löglega iðju.
 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:15

10 Smámynd: Púkinn

Kiddi blö:Ef mig myndi langa í Ferrari (sem er nú ereyndar ekki raunin), en ég hefði ekki efni á honum, er þá í lagi að ég bara fari og steli mér einum slíkum?   Auðvitað ekki - það að bera fyrir sig hátt verð er bara aulalegt - ekkert meira um það að segja.  Þetta er ekki stríð milli gráðuðra höfunda og fátækra notenda.  Þetta er barátta við ÞJÓFA.

Geir Jónsson: Púkinn er ekki fyrst og fremst að gagnrýna rekstraraðila istorrent - þeir eru engu sekari en t.d. vopnaframleiðendur sem segjast ekki bera ábyrgð á því hvað er gert við vörur þeirra. Það eru þeir sem dreifa efninu sem eru sekir - það eru þeir sem ættu að sjá tölvur sínar gerðar upptækar og borga sektir.

Pétur G. Ingimarsson: Þú ættir að kynna þér málið betur.  Þau gjöld sem um er að ræða eru í fyrsta lagi aðeins dropi í hafið miðað við umfang þessarar glæpastarfsemi.  Þar að auki renna gjöldin ekki til nema lítils hluta þeirra aðila sem lenda í því að hugverkum þeira er dreift ólöglega.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 22:39

11 Smámynd: Sigvin

Púki ef þú vilt benda fingur á þjófa, hvernig væri þá að benda á STEF.  Þeir innheimta stefgjöld af öllum óskrifuðum CD og DVD diskum sama hvaða tilgangi þeim er ætlaður og að því best ég veit þá er þeim sjóði útdeilt á meðal tónlistarmanna í litlu magni (veit ekki hvort aðrir hugverkseigendur fái greitt frá STEF). 

Hvað kallar þú að þurfa að borga um 10.000 fyrir 100 dvd diska  (tolvutek.is) sem kosta í USA um 30$/1.900kr (newegg.com), annað en þjófnað.  Það munar ekki nema um 8000kr á þessu sem útskýrist af stórum hluta af stefgjöldum og svo leggst blessaður VSK'urinn ofan á allt saman.

Ég rek fyrirtæki sem notast við DVD sem backup og mér finnst helv. blóðugt að þurfa að borga stefgjöld fyrir mín eigin hugverk, skrár og skýrslur.  Ekki mun ég fá greitt úr STEF gullkistunni.

Svo er áhugaverð staðreynd að sala á geisladiskum á Íslandi og aðsókn í bíó eykst á milli ára!!!  Og það þrátt fyrir niðurhal í stórum stíl.

Púki, niðurhal er framtíðin og útgefendur eru nú þegar farnir að faðma þessa nýju tækni. 
Hvað gaf Napster af sér?...... Itunes anybody..... 
Amazon býður uppá pappírsbækur eða rafbækur  til niðurhals.
Kvikmyndaframleiðendur ætla að bjóða myndir til niðurhals um leið og þær verða gefnar út á DVD.
EVE-Online fór fyrst á flug þegar CCP fór að bjóða hann á niðurhali.

Sigvin, 5.7.2007 kl. 23:57

12 identicon

Vissulega hefur Pétur G. Ingimarsson ekki hugmynd um umfang meintrar ,,glæpastarfsemi.'' Hitt er þó augljóst mál að hinum umræddum aðilum, sem ætlað er að verið sé að brjóta á, er frjálst að kæra meinta ólöglega dreifingu á því  höfundarréttarvarða efni sem þeir eiga rétt á.

Geri þeir það ekki, en láta sér nægja þau gjöld sem sett eru á allan þennan búnað, verður að líta svo á að komin sé upp hefð sem viðurkennir niðurhal á höfundarréttarvörðu efni án frekara gjalds en þess sem þegar hefur verið innt af hendi þegar umræddar vörur þær er af er goldin sá skattur sem ýmis félög höfundarréttarhafa hljóta. Eða a.m.k. væri ekki óeðlilegt að ætla slíkt.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 00:06

13 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Kiddi Blö: Sumir réttlæta þjófnað með því að þeir hafi átt þetta skilið. T.d. sá landsfrægi maður sem keypti efni út í reikning Þjóðleikhússins til að nota heima hjá sér.

Þú dettur í sama pyttinn með því að segja að forrit séu svo dýr að þú verðir að stela þeim. Bull. Notaðu Open Office í stað MS Office. Ekki síðra forrit.  Gúglaðu "photoshop alternative" til að finna helling af góðum ódýrum forritum í stað photoshop. (Photoshop er mjög öflugt og fullkomið, en fyrir hemilisnot eða almenna notendur er það eins og að nota 10 tonna trukk fyrir heimilsbíl). 

Inkspace (www.inkscape.org) í stað Illustrator. Hellingur til af ftp forritum.

Ekki stela forritum! Ef þú þarft forrit vegna vinnu, þá á vinnan að borga, annars stendur vinnan ekki undir sér. Ef þú þarft forrit prívat, þá leitarðu að forritum sem þú hefur efni á eða notar ókeypis forrit. Einfallt.

Kjartan R Guðmundsson, 6.7.2007 kl. 00:41

14 Smámynd: Púkinn

Sigvin: "veit ekki hvort aðrir hugverkseigendur fái greitt frá STEF"

Hugbúnaðarframleiðendur fá a.m.k. ekki krónu þaðan.  

Ætli maður verði ekki bara að kæra þetta og fara fram á lögreglurannsókn á torrent.is til að finna þá sem standa í dreifingunni svo hægt sé að stöðva þá.

Púkinn, 6.7.2007 kl. 08:55

15 Smámynd: Púkinn

Pétur G. Ingimarsson: "..en láta sér nægja þau gjöld sem sett eru á allan þennan búnað.."  Þessi gjöld renna til tónlistarmanna að einhverju leyti.   Þaurenna ekki til hugbúnaðarframleiðenda, eða þeirra sem dreifa höfundarréttarvörðu efni á annan hátt en geisladiskum.

Þessi gjöld koma málinu því ekkert við þegar um er að ræða aðila sem ekki njóta þeirra.

Púkinn, 6.7.2007 kl. 08:57

16 Smámynd: Púkinn

Hvers konar heimska er þetta eiginlega?  Þessi stefgjöld eru ekki afsökun fyrir þjófnaði.  

Þessi gjöld renna ekki til nema lítils hluta þeirra sem er stolið frá - þessi "rök" eru svona álíka heimskuleg og að halda fram að þar sem maður borgar gjöld af matarinnflutningi, þá megi maður fara út í haga og skjóta sér rollu í matinn.

Púkinn, 6.7.2007 kl. 10:55

17 identicon

Hversu margir geta sagt að þeir hafi ekki 1 forrit eða disk,dvd eða whatever sem er ólöglega fengið?.... Ég get sagt það og er bara stoltur yfir því.

Það er náttúrulega engin afsökun að segja að það sé okrað á okkur EN málin myndu strax lagast ef okrið hætti, það er ekki spurning.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 12:40

18 Smámynd: Púkinn

"Vill Púkinn banna Google ?"

 Svona aulaspurningar eru ekki svaraverðar.

Púkinn, 6.7.2007 kl. 15:10

19 Smámynd: Sigvin

Púki, þar sem að þú staðfestir að hugbúnaðarframleiðendur fái ekket úr STEF gullkistunni er þá ekki kominn þar fram vettvangur sem þarf að vinna úr?  Þ.e.a.s. að fleiri en bara tónlinstarmenn fái greitt af þessum skatti sem kallast STEF?

Það er vitað mál að fleira er skrifað á diska en bara tónlist.  Ég veit ekki um marga sem geyma tónlist sína á DVD diskum!  Þar gætu hugbúnaðar- og kvikmyndaframleiðendur farið fram á að fá þau STEF gjöld til sín með þeirri rökfærslu að flestir brenni forrit eða myndefni á DVD. 

Sigvin, 6.7.2007 kl. 16:03

20 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Ég er ekki að rétttlæta þjófnað. En þetta er ekki beinn þjófnaður, heldur "óbeinn þjófnaður. Þá á ég við að vissulega er möguleiki á tekjumissi, en engu var beint stolið, heldur afritað. Að líkja þessu við að stela ferrai er smá hugskekkja. Að afrita ferrari er nær lagi. Þú færð kannski ferrari lánaðann í klukkutíma, ferð með hann á verkstæði, og guttar setja saman sinn eiginn ferrari eftir sniðum upprunalegs eintaksins. Skilar svo upprunalega bílnum og þakkar fyrir þig. Ég er ekki þar með að segja að þetta sé rétt (eða löglegt/siðlegt). Það vill oft gleymast að það verður ekki alltaf sá tekjumissir sem að er verið að ætla að verði, með slíkum afritunum. Fátækir námsmenn sem myndu ekki versla eitthvað, ná í það á netinu eins office pakkann til dæmis. Hvar er tekjumissirinn? Ef að það væri ekki jafn auðvelt að nálgast ýmis hugbúnað, þá væri hann væntanlega ekki jafn vinsæll hjá fyrirtækjum. Fólk þekkir hugbúnaðinn og vill frekar vinna með hann. Fyrirtæki kaupa nánast allann sinn hugbúnað löglega. Open source hugbúnaður getur orðið vinsælli hjá fyrirtækjum eftir því sem að verðu erfiðara fyrir almenning að nálgast hugbúnað sem að kostar helling af pening. Nú er t.d. til ókeypis vísurvörn á netinu avast, og í raun allt sem að almenningur vill gera... tucows.com er staður sem að býður uppá ókeypis hugbúnað til allra þarfa. Hvers vegna ættu þeir sem að selja dýra hugbúnaðinn að stoppa dreifingu meðal almennings sem að ella myndu nota ókeypis kosti sem væru kannski ögn lakari en miklu betri nýting á aurnum? Betra er að venja notendur við gæðahugbúnað sem að fyrirtæku sæju sér þörf á að kaupa vegna þess að það er það sem að fólk vill og þekkir. Ef að windows hefði ekki verið svo auðfengið á netinu í svona mörg ár, þá efast ég um að það væri jafn stórt og það er í dag. Ef að vista verður t.d. algjörlega læst, þá er alveg möguleiki á því að fólk stefni á linux, ef að það hefur ekki efni á öðru

Með tónlist má nefna svipaða hluti. Fólk getur alltaf hlustað á útvarp, fínt. Það er líka til hellingur af netútvarpi þar sem að maður getur stjórnað allri sinni tónlist. En ef að einhvern langar að hlusta á tónlistarmann, en tímir ekki að kaupa tónlistina, þá er spurningin.. hver er tekjumissirinn ef að sú tónlist er niðurhöluð?

Það er einnig til fólk sem hefur efni á að kaupa hlutina, en gerir það ekki. Ég er ekki að segja annað. Þetta er oft siðferðismál.

Svona í lokinn. Tími og peningar. Þetta eru þær auðlyndir sem að við höfum, þetta er það sem að þetta mál snýst um. Við veljum hvað við eyðum tímanum okkar í, og hvernig við eyðum peningunum okkar. Að horfa á kvikmynd kostar um 1200 kr og 3 klukkutíma (með bensíni, snakki og ferðatíma). Einnig væri hægt að taka göngutúr sem kostar 50kr og 2 klukkutíma (50 kr væri slit á skóm). Panta pizzu á dómínós myndi kosta 3000 kr og 30 mínútur (fyrir utan tímann að borða hana). Að hlusta á tónlist kostar tíma og peninga líka... Að setja inn hugbúnað kostar oft nokkra daga af hausverk og fúlgu fjár. En einhvern veginn tekst manni að eyða öllum sínum pening og öllum sínum tíma. Ég stórefast um að nokkur maður sem að nær í mynd á netinu verði ríkur af því, né mun sá aur sparast að neinu ráði.  Ég hef amk ekki enn séð ríkan tölvunörd... nema kannki Steve Jobs og Bill Gates. 

Sigurður Jökulsson, 6.7.2007 kl. 16:10

21 Smámynd: Púkinn

Til hvers ætti Púkinn og aðrir að vera að skrifa hugbúnað yfir höfuð, ef allir hugsuðu svona?

Þegar ástandið er þannig að ólögleg fjölföldun er orðin margföld sala hugbúnaðarins og þróunin stendur ekki undir sér lengur, þá er kannski eins gott að hætta þessu bara.

Það verður niðustaðan ef svona þjófar eru ekki stöðvaðir.

Púkinn, 6.7.2007 kl. 16:23

22 Smámynd: Sigurður Jökulsson

Hvernig væri að heimta smá hluta af stef-fjársjóðnum?

Vandamálið er ekki bara að fólk getur nálgast hugbúnað auðveldar, heldur að nú er fólk ekki reiðubúið að borga jafn mikið fyrir eitthvað sem að er hægt að fá frí-forrit til að gera sömu hluti. Sumir vissulega nálgast dýru forritin frekar en að nota frí-forritin, en um leið taka þá áhættu að verða undir exinni af höfundum eins og púkanum. Ef að ólin yrði hert, væri bara farið í frí-forritin aftur, og líklegar að keypt forrit verði í mun minni mæli í orða tali, þó að sala gæti kannski farið upp í smá tíma, þá get ég alveg trúað að sala á þeim myndi minnka þegar aðeins liði á. Open-source forrit eru muuun algengari en þau voru fyrir 5 árum.

Hefur þér dottið í hug að láta torrent.is stoppa dreifingu á þínu efni? Ég get alveg trúað því að þeir sýni jafnvel vilja í verki.

Það getur verið að það þurfi að endurhugsa hvernig sé hægt að afla sér tekna á forritum. Hvernig væri að ráða guttana til vinnu sem eru svo góðir að brjóta varninar á forritunum? Þeir ættu að geta fundið lausn á þeim vanda sem þeir skapa. Hefur séð myndina "Catch me if you can"? 

Sigurður Jökulsson, 6.7.2007 kl. 17:17

23 Smámynd: Púkinn

"Hefur þér dottið í hug að láta torrent.is stoppa dreifingu á þínu efni? Ég get alveg trúað því að þeir sýni jafnvel vilja í verki."

 Það er að sjálfsögðu partur af ferlinu.  Skaðabótakröfur upp á allmargar milljónir eru það líka.   Málið er komið í farveg.

Púkinn, 6.7.2007 kl. 17:29

24 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Áfram Púki, ég styð þig í þessu.  Það vantar eitthvað í fólk sem finnst það í lagi að stela vinnu hugbúnaðarhönnuða og forritara.  Það er þá væntanlega sama fólkið og finnst í lagi að stela teikningum arkitekts og byggja sér hús eftir þeim án þess að greiða fyrir.  Og í lagi að gera og selja kópíur af málverkum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 8.7.2007 kl. 01:24

25 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Og hver er afstaða púkans til opins hugbúnaðar sem er í flestum tivlikum ókeypis og margir nálgast með torrent. Hataru þá líka? Finnst þér þeir sem læra bara sjálfur á Red Hat og/eða hringja í vini sína til að fá hjálp vera að 'stela' frá Red Hat corporation afþví að þeir eru ekki að kaupa af þeim support sem er einmitt það sem RedHat gerir útá gegn greiðslu vegna þess að hugbúnaðurinn sjálfur er nú frír. 

Freyr Guðjónsson, 12.7.2007 kl. 10:53

26 Smámynd: Púkinn

Hvers konar aulaspurning er þetta eiginlega?  Það er ekkert athugavert við að þeir sem vilja dreifa opnum hugbúnaði gerri það.

Það kemur þessu máli hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut við - það er lögbrot að dreifa höfundarréttarvörðum hugbúnaði í heimildarleysi - nokkuð sem lögreglan ætti að reyna að stöðva og í framhaldinu ætti síðan að kæra þjófana.

Svo einfalt er það .... og þetta kemur opnum hugbúnaði ekkert við.

Púkinn, 12.7.2007 kl. 13:19

27 Smámynd: Freyr Guðjónsson

Og hvernig ætlar þú að úrskurða um það hverju ég er að niður hala með torrent?

Gleymdu þessu.

Og hvað varðar þinn hugbúnað sem þú ert svo hræddur um að stela. Þá er hann svo vonlaust hræ að ég myndi aldrei borga fyrir hann og sennilega ekki eyða bandbreidd í að stela honum heldur. 

Freyr Guðjónsson, 12.7.2007 kl. 13:23

28 identicon

Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 17:20

29 Smámynd: Púkinn

"Og hvernig ætlar þú að úrskurða um það hverju ég er að niður hala með torrent?"

Þessi setning er óskiljanleg.  Ef þú ert að reyna að spyrja hvernig ég ætli að segja hverju megi hala niður og hverju ekki, þá er svarið að sumt er fullkomlega löglegt, sumt á gráu svæði og annað kolólöglegt - það er sá hluti sem Púkinn hefur áhuga á. 

"Gleymdu þessu"

Ef einhver stæli nokkrum milljónum frá þér, myndir þu telja "gleymdu þessu" viðunandi svar?

"Og hvað varðar þinn hugbúnað sem þú ert svo hræddur um að stela. Þá er hann svo vonlaust hræ að ég myndi aldrei borga fyrir hann og sennilega ekki eyða bandbreidd í að stela honum heldur."

Þetta er nú ekki mjög góð íslenska hjá þér, en ég geri ráð fyrir að þú hafir átt við að "..hræddur um að sé stolið".

Púkinn er ekki hræddur um að hugbúnaðiu sé stolið, heldur horfir hann upp á þjófnað í gangi - þjófnað sem er það umfangsmikill að hann er meiri en salan á viðkomandi hugbúnaði.

Þetta er ekki ásættanlegt - eina spurningin er hvvort þetta verður stöðvað með lögregluaðgerðum eða á annan hátt. 

Púkinn, 14.7.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband