Laugardagur, 8. september 2007
85% alkóhól á bílana!
Sumum finnst það nú sjálfsagt sóun á góðu 85% alkóhóli að nota það sem eldsneyti á bíla, en þessi eldsneytisblanda mun nú ekki vera drykkjarhæf - fyrir utan 85% spírann er jú 15% bensín í blöndunni auk litarefna og hugsanlega jafnvel tréspíra.
Púkanum finnst hins vegar merkilegt að það er alls ekki nýtt að framleiða bíla sem geta bæði brennt bensíni og etanóli. Ford Model T bíllinn var til dæmis einnig framleiddur fyrir bændur sem gátu framleitt sitt eigið etanól, en nú eru næstum 100 ár síðan hann fór í framleiðslu.
Brátt hægt að dæla etanóli á bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.