Svikahrappar vikunnar

Það er nú ekki svo að Púkinn sé syndandi í peningum eins og Jóakim Önd eða íslenskir bankastjórar, en samt eru á hverjum degi einhverjir sem reyna með vafasömum hætti að komast yfir peninga Púkans.

Svona til gamans kemur hér listi yfir nokkrar tilraunir þeirra síðustu vikuna.

Charles James

Fyrst er dæmigert "Nígeríubréf", sem fylgir hér:

Dear Friend,

From the over drafts records of outstanding contracts award due for payment in our bank, we discovered that the next person on  the list to be paid for this contract named: Mr. Charles James had just died recently due to heart related diseases. His heart condition was due to the death of all the members of his family in the Gulf Air Flight Crashes in Persian Gulf Near Bahrain

none of his family has shown up to claim the money for this contract. Records in our Department shows that late Mr. Charles James had already finished the contract before he died and he was only awaiting his payment from us.The said money ($30,000,000.00) had been in our custody in our Bank since the last government regime. I have the mandate of my  colleagues to look for a reliable and trustworthy person (foreign partner) that we shall present as the next-of-kin to late Mr. Charles James to enable us claim the said amount $30m.

I wish to inform you that the said payment will be processed and the money will be released to you as soon as you respond to this letter.

Kindly send to me the followings:
1)    Your full name.
2)    Phone, fax and mobile #.
3)    Company name, position and address.
4)    Profession, age and marital status.

As soon as this information is received, the payment will be processed and wired to your nominated bank account directly from the CBN our bank. Please e-mail me back via this address [eytt út]  as soon as you receive this letter for further communication.

NB. I REALLY NEED YOUR TOTAL HONESTY AND TRUST IN THIS MATTER.

Regards,

CLIFF ARMSTRONG

Þetta er illa skrifað, ótrúverðugt og til að falla fyrir þessu þurfa fórnarlömbin að vera fáfróð, fégráðug og með vafasamt siðferði.  Það er nóg til af slíku fólki - annars hefðu sendendurnir væntanlega gefist upp á þessu fyrir löngu.

European City Guide

Þetta bréf datt inn um lúguna - Púkanum er þar boðið að leiðrétta upplýsingar um fyrirtæki sitt.  Í smáa letrinu kemur síðan fram að fyrir þetta þarf Púkinn að borga 987 evrur á ári.  Þetta hefur gengið árum saman og væntanlega gabba þeir nógu marga til að þetta borgi sig.

IRS Tax refund

Nú hefur Púkinn aldrei greitt skatt í Bandaríkjunum, þannig að tölvupóstur um að hann eigi rétt á endurgreiðslu er ekkert sérstaklega trúverðugur.  Hins vegar var umræddur tölvupóstur vel gerður - HTML síða með trúverðugum hausum, vönduðu orðalagi og sannfærandi upphæð, $282.15.  Nægjanlega há upphæð til að fólk nenni að eltast við hana, en ekki það há að hún virðist ótrúverðug.  Í tölvupóstinum er tengill sem virðist benda á irs.gov, en bendir í rauninni á vefsíðu í Frakklandi, þar sem fólk þarf að gefa upp ýmsar persónulegar upplýsingar, þar á meðal bankareikning til að leggja endurgreiðsluna inn á.

eComTrainers.com

Það kom bréf heim til Púkans, þar sem frú Púka er boðið (ásamt gesti) í hádegisverð eða kvöldverð á Radisson SAS þann 22 eða 23.  Púkanum finnst nú alltaf gaman að láta bjóða sér í mat, en það eru takmörk - og að hluta á sölufyrirlestur frá vafasömu fyrirtæki í 90 mínútur, það sem beitt er þrýstingi til að fá fólk til að skrifa undir samninga sem fyrir flesta þýða tapað fé og tapaðan tíma ... nei, það eru takmörk fyrir því hvað Púkinn er til í að gera til að fá að borða á kostnað annarra.

Yahoo happdrættið

CONGRATULATIONS!Yahoo! Mail announces you as one of the 10 lucky winners in the ongoing 12 Years Yahoo lottery Award of the new year2007. All 10 winning email addresses were randomly selected from a batch of 50,000,000 international emails each from Canada. Australia. United State.Asia.....

Púkinn á bágt með að trúa að nokkur falli fyrir þessum gerfihappdrættisvinningstilkynningum en svo virðist vera, því þær koma aftur og aftur - aðeins nöfn fyrirtækjanna breytast.  Þeir sem standa á bak við þetta vita að sumt fólk er tilbúið til að senda þeim vegabréfa- og bankareikningaupplýsingar sem síðan nýtast þeim til að svíkja út peninga á einn eða annan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Einhvers staðar í kjallaranum geymi ég í kassa til gamans 500 vélrituð Nígeríubréf frá árunum 1985-90. Ástæðan fyrir þessum fjölda var sú að nafn fyrirtækis okkar á þeim tíma birtist á auglýsingu í Time.

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband