Erfðabreytt gæludýr!

glo-fishMá bjóða þér sjálflýsandi gullfiska eða hárlausa naggrisi?

Þessa dagana eru erfðabreytt gæludýr að koma á markað í ýmsum löndum og Púkinn veltir fyrir sér hversu langt sé í það að farið verði að hanna gæludýr eftir pöntun - kannski munum við sjá auglýsingar um sértilboð á dverggíröffum eða grænum köttum í framtíðinni.

Sem stendur eru þó ekki allir sannfærðir um hversu jákvæð þessi þróun sé - í Evrópu hafa einhverjir gæludýrasalar verið handteknir fyrir að selja sjálflýsandi fiska - en þeir flokkast þar undir ósamþykktar erfðabreyttar lífverur.  Þessir fiskar eru hins vegar til almennrar sölu í Bandaríkjunum (sjá hér) og sumum Asíulöndum, þannig að ekki er ósennilegt að þeim verði smyglað til Evrópu.

Erfðabreyttar lífverur hafa verið vinsælt viðfangsefni vísindaskáldsagnahöfunda, sem hafa margir velt fyrirsér þeirri spurningu hvað muni gerast þegar (ekki "ef") genum úr mönnum verðu bætt í gæludýr.  Kannski eigum við eftir að sjá þá umræðu í raunveruleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

 Mörg húsdýr og gæludýr éins og hundar og kettir, hafa verið 'erfðabreytt'  eða erfðum þeirra stýrt í ákveðna átt, það sem er kallað er ræktun í hundruði ára. það eru til hárlausir kettir, en veit ekki með naggrísi. Og nú nýlega er farið að rækta ketti sem framleiða ekki hormón þann í munnvatni sínu sem veldur ofnæmi hjá mönnum. Ég vildi fegin eignast einn slíkan þar sem ég hef yndi af köttum en er nýkomin með vægt ofnæmi fyrir þeim. En tilhugsun um einhverjar óhuggulegar erfðabreyttar lífverur settar saman úr dýrum og mönnum er ekki beint geðsleg.

Svava frá Strandbergi , 25.10.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Púkinn

Það er grundvallarmunur á þessu.  Þessi erfðabreyttu dýr hafa ýmist gen úr öðrum lífverum (eins og fiskarnir, sem fengu gen úr sjálflýsandi marglyttum), eða gen sem búið er að gera óvirk á skipulagðan hátt.

Púkinn, 26.10.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband