Útför íslensku krónunnar

100000Að fylgjast með umræðunni um krónuna þessa dagana er eins og að horfa á lélegt leikrit um hóp fégráðugra ættingja sem sitja í kringum sjúkrabeð ríka frændans og bíða eftir því að hann gefi upp öndina, þannig að þeir geti skipt eignunum á milli sín.

Sá grunur læðist að Púkanum að bankarnir séu að reyna að halda gengi krónunnar uppi, þangað til þeir er sjálfir búnir að skipta yfir í evrur og séu með allt sitt á hreinu.

Þá verður gengi krónunnar leyft að hrynja, þannig að almenningur situr eftir með sárt ennið, verðlitlar krónur í vasanum og gengistryggð lán.  Bankarnir eru jú ekki góðgerðastofnanir og að sjálfsögðu hugsa þeir fyrst og fremst um eigin hag, eins og önnur fyrirtæki.

Sökina á þessum krónuvandræðum á auðvitað hin arfavitlausa efnahagsstjórnun sem er hér á Íslandi.  Púkinn vill helst kenna um því að fasteignaverð skuli vera tekið inn í vísitöluna.  Hækkað fasteignaverð bjó síðan til ímyndaða verðbólgu sem Seðlabankinn reyndi að berja niður með síhækkandi vöxtum, sem leiddi til gengdarlausrar hækkunar krónunnar og innflæðis á erlendu fjármagni, sem er núna að murka líftóruna úr útflutningsfyrirtækjunum.  

Vera má að "Hvað fór úrskeiðis á fyrsta áratug 21. aldar á Íslandi?" verði kennsluefni í hagfræðibókum framtíðarinnar, en við Íslendingarnir munum væntanlega sitja uppi með að þegar hrunið verður munu sömu aðilar verða látnir "bjarga" því og ollu vandræðunum í upphafi.


mbl.is Kaupþing breytir starfrækslugjaldmiðli í evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Góð pæling.

Reyndar má geta þess að vísitalan á að fylgjast með því hvað það kostar að "lifa".  Í stað húsnæðisverðs eru margir með húsaleiguverð.  Ég veit ekki hvort það hefði komið betur út.

Þorvaldur Blöndal, 26.10.2007 kl. 17:11

2 Smámynd: Kári Harðarson

Þegar Geir Haarde sagði í fréttum að það væri best fyrir þjóðarbúið að halda krónunni, sagði hann satt.

Ef við hin sjáum það sem Kaupþing sér og losum okkur við krónuna með því að kaupa evrur, fer allt úr böndunum því seðlabankinn er líka banki -- eins og Northern Rock...

Þetta er aðferð Geirs við að segja "Don't Panic", allir eiga að fara skipulega í björgunarbátana  - en Kaupþing fer fyrst.

Kári Harðarson, 26.10.2007 kl. 20:04

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir. Ég er orðinn of lúinn að tuða um þetta gegn Seðlabankanum. Borgið skuldir! Kaupið Evrur!

Ívar Pálsson, 26.10.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ekkert mál. Við fremjum þá bara byltingu. Þær hafa oftast sprottið af minni ástæðu en þetta.

Þjóðnýtum allt og fellum niður skuldir. Mjög einfalt. 

Elías Halldór Ágústsson, 27.10.2007 kl. 00:44

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér er eiginlega létt að sjá þessa umfjöllun Friðrik. Ég hélt um tíma að ég væri einn um að sjá þennan hrunmöguleika og .... (tilviljun eða ekki: F-Prot forrit púkans truflaði mig skyndilega við skriftir!)... hélt um tíma að ég væri bara þunglyndur og svartsýnn.

Í alvöru, þá er þetta því miður meira en möguleiki í nánustu framtíð.

Haukur Nikulásson, 28.10.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband