Byssur og eldflaugar - úr Lego

Púkinn er sjálfsagt ekki einn um að brosa þegar hann sér frétt um "forboðin" LEGO leikföng, enda voru LEGO kubbarnir óhemju vinsælir fyrir 30 árum síðan og eitthvað rámar Púkann nú í að hafa búið til valslöngvur og annað í svipuðum dúr.

Ef Forbidden Lego bókin hefði verið á boðstólum á þeim tíma, þá hefði hún sjálfsagt endað ofarlega á jólagjafaóskalistanum.

Það er reyndar ótrúlegt hvað LEGO kubbarnir hafa verið vinsælir í gegnum tíðina, en þeir voru fyrst hannaðir 1949 og komu fram í sinni núverandi mynd 1963.  Gífurlegur fjöldi af þessum kubbum hefur verið framleiddur í gegnum árin -  það hefur verið reiknað út að framleiðslan jafngildi 62 kubbum á hvern einasta jarðarbúa.  Þótt einhverjir þeirra kubba safni sjálfsagt ryki í dag eru milljónir og aftur milljónir þeirra festir saman og losaðir í sundur á hverjum degi út um allan heim, enda eru þetta góð leikföng - veita mörgum ánægju og styðja við sköpunargleðina - jafnvel þó það sé hægt að búa til byssur og önnur vopn úr þeim.


mbl.is Kennt að smíða byssur úr Lego-kubbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband