Er "sjarminn" á Laugaveginum að hverfa?

laugavegurPúkanum finnst gaman að rölta niður Laugaveginn öðru hverju og sjá þá margvíslegu flóru af litlum verslunum sem er þar og þá skiptir það ekki endilega máli hvort þær verslanir eru í gömlum bárujárnsklæddum skúrum eða nýlegri byggingum.

Laugavegurinn hefur nefnilega ákveðinn "sjarma", en því miður er sá sjarmi að minnka, eftir því sem fleiri kuldalegir stein- og glerkassar eru reistir þar.

Nú er Púkinn ekki að segja að hann vilji endilega að húsin við Laugaveg 4-6 fái að standa í sinni núverandi mynd - þetta eru nú ekki beint glæsilegar byggingar.

Púkinn er hins vegar mótfallinn því að  hótel séu reist þar í staðinn.  Að hluta er það vegna þess að Púkanum finnst hótel ekki eiga erindi í þessa götu, vegna vandamála með rútur og bílastæði, auk þess sem Púkanum er spurn hverjir vilji gista við Laugaveginn vegna ónæðis sem má vænta þar um helgar.

Hitt vegur þó þyngra að það sem felur í sér fækkun verslana gerir Laugaveginn minna aðlaðandi sem verslunargötu.  Það er ekkert gaman að rölta framhjá hótelum - nei, ef Laugavegurinn á að halda sjarma sínum þarf að halda við núverandi blöndu af verslunum, skemmtistöðum og veitingahúsum - ekki fjölga steinkumböldum sem flestir eiga aldrei erindi í.


mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Amen

Sporðdrekinn, 14.1.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband