Núna DC++, næst Istorrent

piracyFyrst niðurstaða er loksins fengin í héraðsdómi í DC++ málinu vonast Púkinn til að málið gegn Istorrent-þjófagenginu fari nú eitthvað að hreyfast áfram.

Púkinn er einn þeirra fjölmörgu sem urðu fyrir barðinu á þeirri starfsemi, en rúmlega 30 aðilar tóku þátt í dreifingu á hugbúnaði Púkans á Istorrent.

Þessir aðilar hafa verið kærðir og það er von Púkans að lögreglunni takist að hafa upp á þeim, sekta þá og gera tölvubúnað þeirra upptækan.

Þjófar eiga ekki betra skilið.


mbl.is Fagna niðurstöðu dóms í DC++ máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Fengið að láni frá http://andridk.blog.is/ 

Vegið að frelsi netneytendaÉg vona innilega að þessi skrif mín týnist ekki í því flóði sem er blog.is og einhver lesi þetta



Mér þykir það orðið skelfileg þróun í heiminum þegar stjórnvöld telja sig geta ritskoðað, ákveðið hvaða netnotkun telst eðlileg og skikkað netveitur til að fylgja þessu eftir.



Í heimi þar sem það þykir orðið daglegt brauð að hræðsluáráður sé notaður til að fá fólk til að skipta út frelsi fyrir falska öryggiskennd þá er kominn tími til að fólk taki sig til og segi, "nú er nóg komið!".



Fengið að láni frá ruv.is
Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, vonast til að rétthafar og netveitur komi sér saman um fyrirkomulag niðurhals hér á landi. Bresk stjórnvöld hyggjast loka fyrir aðgang þeirra sem stunda ólöglegt niðurhal af netinu.


Afhverju er verið að pressa á þessar aðgerðir núna?Verðsvæði dreifingaraðilla eru að bresta

Í fjölda ára hefur dreifingaraðillum tekist að skipta markaðnum upp á milli sín. Ég kalla þetta verðsamráð á stórum skala þar sem löndum og heimsálfum er skipt upp í svæði og svo ákveða þessi samtök verð til neytenda. Þannig geta þeir selt "Mission Impossible III" á 5000kr á Íslandi á meðan þú getur keypt sömu mynd á 500kr á Asíumarkaði.



Fólk er hætt að láta bjóða sér þetta og kaupir aflæsta DVD spilara og sækir sér þetta efni ókeypis á netinu, einfaldlega vegna þess að græðgi dreifingaraðillana og skortur á samkeppni gerir þetta að girnilegum kosti fyrir neytendur.



Þeir eru að missa stjórn á listamönnum:

Það er sífelt að færast í vökst að listamenn bjóði efni sitt sjálfir á þessum svokölluðu torrent síðum einfaldlega vegna þess að það er mun ódýrari kynning að gefa hluta af efninu og óska eftir styrkjum en að borga dreifingaraðillum fyrir auglýsingar og dreifingu.



Raunveruleikaþættir, grín og bráðlega annað afþreyingarefni er að færast yfir á netið (löglega, með auglýsingum) og þessir dreifingaraðillar sitja eftir með sárt ennið því þeir voru of seinir á markaðinn.



Þeir eru gráðugar "blóðsugur":

Staðreyndin er sú að hvorki kvikmyndaiðnaðurinn né tónlistariðnaðurinn hefur getað sýnt fram á raunverulegt tap af þessum jafningjaskiptum þar sem það er ennþá að færast í aukana að fólk kaupi sér mynddiska, fari í bíó og kaupi sér tónlist þrátt fyrir að þessi sami iðnaður sé í stórum stíl að lögsækja eigin viðskiptavini. Það getur hvert mannsbarn séð, að ekki er góð leið til að draga til sín viðskiptavini.



Óþarfir?

Fólk hlýtur að spyrja sig, afhverju þurfum við á þessum samtökum að halda? Þeir lögsækja eigin neytendur og raunverulegir framleiðendur þessa efnis fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð.



Staðreyndin hlýtur að vera sú að almenningur, yfir höfuð ætlar sér ekki að "stela" þessu efni. Jafnvel þótt ég vildi kaupa mér allt það efni sem ég hefði annars aðgang að á netinu, þá get ég það ekki.



Ég get ekki haft samband við framleiðanda "Desperate Housewives" og keypt mér 5 seríur á netinu, náð í þær og byrjað að spila á innan við klukkutíma.



Þar komum við aftur inn á samninga sem búið er að gera við dreifingaraðilla. Af því ég er á Íslandi, eða í Danmörku má ég ekki hafa aðgang að því afþreyingarefni sem Bandaríkjamenn t.d. hafa aðgang að, því dreifingaraðillarnir vilja stjórna því hvað þú átt að borga.



Ef þetta væri einhver annar iðnaður, væri búið að stinga öllu þessu liði í fangelsi fyrir verðsamráð og glæpi gegn neytendum!



En í staðinn, þá aðstoða stjórnvöld þetta fólk við að brjóta en frekar á okkur. Tæknilegir punktar

Öll tækni sem ætlað er að hefta aðgengi er brotin upp

DRM (eða Digital Rights Management) er yfirleitt brotið upp vikum eftir að þetta er sett á markað. Verðsamráðskerfi DVD diska (Einnig þekkt sem Region Code) var brotið upp stuttu eftir að það kom út.

Hver borgar svo brúsann af þessum tilgangslausu tilraunum til að hefta aðgengi okkar að afþreyingarefni? Við!

Eftirlit á samskiptum er erfitt og kostnaðarsamt

Að fara í gegnum alla þessa umferð er gífurlega kostnaðarsamt fyrir netveitur og ef ríkisstjórnir fara að krefja netveitur til þessa skítverka, þá eiga netreikningar okkar eftir að hækka umtalsvert.

Hver borgar svo brúsann? Já, þú giskaðir á það.

Þetta heitir 'Internet'

Þetta er í eðli sínu opið, alþjóðlegt samskiptanet og á meðan afvegaleiddir stjórnmálamenn og eigendur dreifingarfyrirtækja virðast halda að þeir geti sett tappann aftur á flöskuna þá fæðast bara nýjir samskiptastaðlar sem gera þetta eftirlit erfiðara... og dýrara, fyrir okkur

Sævar Einarsson, 3.3.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Púkinn

Elliði: "Púki", stafsetningarvilluleitunarforrit fyrir Word (hvað annað)

Sævarinn: gott og blessað, en þetta kemur málinu bara ekkert við - a.m.k ekki að því leyti sem það snertir Púkann.

Púkinn, 3.3.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Púkinn

Eignarskattur var aflagður um áramótin 2005/2006. 

Púkinn, 3.3.2008 kl. 19:19

4 identicon

DC++ málið er nánast óskylt istorrent málinu. Grundvallar munur er þar á. Ég hefi enga trú á að eigendur torrent.is verði fundnir sekir.

Dettifoss Bergmann (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Púkinn

"NÚLL KOSTNAÐI!!"

Þú kemur hér, ert með aumingjalegar afsakanir og réttlætingar á þjófnaði og svo heldur þú því fram að um "núll kostnað" sé að ræða. 

Ég nenni ekki að elta ólar við svona hálfvita.   Frekari athugasemdir frá þér í þessum dúr eru ekki velkomnar.   Ef þú hefur eitthvað málefnalegt að leggja til málanna, lát heyra, en haldi þig annars sem lengst í burtu frá þessu bloggi mínu.

Púkinn, 4.3.2008 kl. 09:24

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jón Frímann gerir sér augljóslega enga grein fyrir því sem hann er að segja. Auðvitað fer mikill kostnaður og tími (tími = peningar) í að þróa forrit eins og Púkann, rétt eins og öll önnur tölvuforrit. Ég notaði Púkann fyrst í kringum 1988 sennilega og nota hann enn, en hann hefur mikið breyst og batnað síðan í byrjun. Væntanlega á hann eftir að batna enn frekar þegar fram í sækir með nýjum uppfærslum.

Ég skil ekki alveg þennan DC++ dóm, hef reyndar ekki fylgst nógu vel með málinu. En ef mér skjöplast ekki er hér um að ræða dóm fyrir að dreifa (stela?) höfundaréttarvörðu efni og ef svo er þykir mér hann furðulega vægur. Höfundaréttur er lögvarinn eignarréttur höfunda á hugverkum sínum og að láta þjófnað á honum nánast óátalinn eins og hér er gert sýnir ótrúlega vanvirðingu fyrir hugverkum.

En veit einhver hvort myndirnar sem verið var að dreifa voru með íslenskum texta eða ekki?

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.3.2008 kl. 11:57

7 Smámynd: Púkinn

Og hvað kemur þetta málinu við?  Ef einhverjir (hvort sem það eru höfundar Linux eða aðrir) kjósa að dreifa sínum hugverkum án endurgjalds þá mega þeir það, en það er engin afsökun fyrir því að stela verkum annarra sem reyna að lifa á því að selja sín hugverk.

Þeir sem stunda slíkt eru ómerkilegir þjófar og ekkert annað.  Það þyrfti að taka þessa drullusokka, sekta þá ærlega og gera tölvurnar þeirra upptækar.

Að reyna að réttlæta svona hegðun er hálfvitagangur, ekkert annað. 

Púkinn, 4.3.2008 kl. 18:04

8 Smámynd: Púkinn

"dreifing á meta upplýsingum" - aldeilis fínn frasi yfir þjófnað.

Nú veit ég ekki við hvað þú vinnur eða munt vinna í framtíðinni, en ef eitthvað af því felur í sér gerð hugverka eða annað skpandi starf, ert þú þá sáttur við að hver sem er megi taka þín verk, dreifa þeim og nota þau án þíns samþykkis og án þess að greiða þér nokkuð fyrir?

Ef þú svarar þessu neitandi, ertu hræsnari.

Ef þú svarar þessu játandi þá vænti ég þess að þú munir fá þér vinnu við eitthvað sem ekki felur í sér sköpun á neinn hátt.  Gott og vel, en það gefur þér ekki rétt til að stela frá þeim sem reyna að lifa af skapandi vinnu.

Ef allir hugsuðu eins og þú er hætt við að lítið yrði um hugverkagerð - enginn hugbúnaður skrifaður nema af hugsjónamönnum.

Hugsjónir eru góðar, en það er erfitt að lifa á þeim.

Mér finnst annars frekar ömurlegt að menn eins og þú skuli reyna að réttlæta að traðkað sé á réttindum annarra.

Púkinn, 5.3.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband