Kunna Íslendingar ekki að gera áætlanir?

Grímseyjaferjan.  Kárahnjúkavirkjun.  KSÍ stúkan.

Eru Íslendingar upp til hópa gjörsamlega óhæfir til að gera áætlanir sem standast?  Af hverju er það regla fremur en undantekning að verkefni fari langt fram úr áætlunum og kostnaðurinn lendi á ríkinu eða borginni og á endanum á skattgreiðendum?

Af hverju gerist það aldrei að neinn taki ábyrgð á að klúðra áætlanagerðinni gjörsamlega?

Er þetta bara enn ein birtingarmynd almenns agaleysis í íslensku þjóðfélagi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Í mínum huga er þetta sukkathæfi glæpsamlegt en samtryggingin er sterk og margir á ríkis- og sveitastjórnarspenunum. Merkilegt, að í þjóðfélagi, sem telur 300 þús. sálir, skuli ekki vera betur haldið á þessum málum...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.3.2008 kl. 12:06

2 identicon

Það er nú frekar einfalt svar við þessu. Þetta vandamál á aðallega við opinberar verklegar framkvæmdir og er fólgið í því að vanáætla viljandi kostnað við verk til að koma þeim af stað.

Verk sem er hafið verður að klára sama hvað það kostar. Ef í upphafi er vitað hvað framkvæmdin kostar eru minni líkur á að eitthvað sé framkvæmt, sérstaklega ef umdeilt sé.

Þetta vita pólitíkusar og til að fá vinsældir í gegnum framkvæmdir til handa kjósendum er þetta besta leiðin enda vita þeir allir að ljósendur refsa þeim ekki á kjördag fyrir þetta, þeir fengu nú sitt, stúku, virkjun, brú, göng, o.s.fv.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband