Fór hæfa fólkið úr fjármálaeftirlitinu í bankana?

Púkinn var að velta fyrir sér hvers vegna eftirlitið með bönkunum brást svona gersamlega, en heyrði þá sögu að hæfustu starfsmennirnir í Fjármálaeftirlitinu hefðu hætt og farið að vinna hjá bönkunum - enda skiljanlegt þar sem þeir gátu þannig tvöfaldað launin sín.

Eftir hafi setið...tja...minna hæfir einstaklingar, þannig að ekki er skrýtið að misbrestir hafi verið á eftirlitinu.

Nú veit Púkinn ekki hvort þetta er rétt - en ef einhver þekkir til, væri forvitnilegt að vita hvort eitthvað hefur verið um það að einkavæddu bankarnir hafi sogað þetta fólk til sín.  Svo mikið er víst að þeir soguðu til sín mikið af hæfu fólki frá öðrum stöðum.


mbl.is Landsbankinn af hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Maelstrom

Veit um nokkur dæmi um þetta.  Í sumum tilfellum var þetta meira að segja bagalegt fyrir bankakerfið í heild því öll vitneskja FME um ákveðinn málaflokk var keypt yfir í einhvern bankanna (t.d. Basel II vitneskjan FME)

Maelstrom, 27.10.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband