Öll (ál)eggin í sömu körfunni

Púkinn hefur ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að heimskulegt sé að einblína aðeins á áliðnaðinn þegar menn vilja efla atvinnustarfsemi á tilteknum svæðum.  Lækkandi heimsmarkaðsverð á áli þýðir að auki lægri greiðslur til íslenskra orkufyrirtækja, þótt gengisfall krónunnar vegi þar á móti.

Ne, Púkinn vill sjá fjölbreyttara atvinnulíf - atvinnulíf sem byggist á útflutningi smærri fyrirtækja i eigu Íslendinga - atvinnulíf sem byggist á hugviti, en ekki eingöngu verksmiðjuvinnu.

Undanfarin ár hafa íslensk útflutningsfyrirtæki nánast verið lögð í einelti - hágengisstefnan lék þau grátt meðan þjóðin fór á neyslufyllerí en nú hefur pendúllinn sveiflast til baka og þessi fyrirtæki eru meðal fárra sem eru líkleg til að bæta við sig starfsfólki í núverandi árferði.


mbl.is Fer yfir áform um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Við þurfum að eiga einhver egg til að láta í körfur.

Allir vilja sjá "fjölbreyttara atvinnulíf - atvinnulíf sem byggist á útflutningi smærri fyrirtækja i eigu Íslendinga - atvinnulíf sem byggist á hugviti, en ekki eingöngu verksmiðjuvinnu".

Við höfum enganveginn efni á að henda frá okkur þeim möguleikum sem fólgnir eru í virkjunum og áliðnaði. Það eru alltof miklir peningar í húfi. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.10.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Púkinn

Og hvert fara þeir peningar?  Útflutningstekjur af áli eru miklar, en þegar búið er að draga frá hráefniskostnað, laun sem erlendir starfsmenn senda úr landi, og hagnað sem erlendir eigendur senda úr landi, hvað stendur þá eftir?  Vesælar skattgreiðslur starfsmanna innanlands, málamyndaskattgreiðslur fyrirtækisins og greiðslur fyrir raforku sem verða marga áratugi að borga upp kostnaðinn við virkjanirnar.

Það er nefnilega ekki svo gott að allar þessar "útflutningstekjur af áli" skili sér hingað til lands.

Púkinn, 22.10.2008 kl. 17:40

3 Smámynd: Einar Indriðason

Fyrir utan hvernig við þurfum sí og æ að fá úthlutað stærri kvóta á mengun..... svo við getum hýst öll þessi álver.....

Það er nefnilega svo svakalega tæknileg tækifæri að vinna í Álbræðslu.  Right....

Og bara *alls* *Ekkert* annað hægt að gera.  Right......

Einar Indriðason, 22.10.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég tók einmitt létta rýni á útflutningstekjurnar í bloggi hjá mér fyrir 1-2 dögum síðan. Áhugavert að sjá að álið er bara hálfdrættingur á við t.d. Sjávarútveginn og þá er mjög ríflega reiknað hjá mér svona til að halla ekki mikið á þá.

http://baldvinj.blog.is

Baldvin Jónsson, 22.10.2008 kl. 21:03

5 Smámynd: Kebblari

Jú sko, ég veit um eitt mjög frægt fyrirtæki (M$) sem hafði mikinn áhuga á að reisa all nokkur netþjónabú hér á landi, vildi fá loforð um 300MW afhent næstu 9 árin, það loforð fékkst ekki (bundið til annarra) og því fóru þeir af landi brott....

Kebblari, 23.10.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband