Mánudagur, 27. október 2008
Íelendingar og verðbólga
Púkinn vill leyfa sér að benda á tvær greinar sem ættu að vera skyldulesning.
Annars vegar grein Vilhjálms Þorsteinssonar: Klúðurslisti Seðlabankans.
Hins vegar grein eftir Púkann frá í apríl: Íslendingar skilja ekki verðbólgu
Nú er Púkinn ekki að segja að Seðlabankinn beri einn ábyrgð á núverandi ástandi. Hluti ábyrgðarinnar liggur hjá stjórnmálamönnum, fjármáleftirlitinu, bankamönnum og jafnvel forsetanum og fjölmiðlum.
Það má líka kenna stórum hluta almennings um ástandið - fólki sem magnaði upp ástandið og hegðaði sér eins og fífl - tók sér myntkörfulán þegar ítrekað var bent á að krónan væri allt of sterk.
Það er hins vegar því miður staðreynd að afleiðingar hrunsins lenda ekki á aðilum í hlutfalli við þá ábyrgð sem þeir bera á að ástandið myndaðist.
Verðbólgan nú 15,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Ég mæli líka með "Greininni sem enginn vildi birta", og auðvitað http://vald.org
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 10:43
Takk fyrir þetta
Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 10:44
Það sem ég á erfiðast með að skilja er uppgjör ICESAVE í Landsbankanum. Ég skil ekki hvernig gamli og nýi efnahagsreikningur Landsbankans hangir saman við ICESAVE skuldina!
Gamli LAIS eignir: 4000 milljarðar
Nýi LAIS eignir: 2300 milljarðar
ICESAVE skuldir LAIS: 1000 milljarðar?
Hvernig í ósköpunum komast Landsbankinn með 60% af eignunum í gegnum gjaldþrotið? Átti ekki að nota eignir LAIS til að borga ICESAVE skuldina? Ég get ekki séð að það hafi verið gert miðað við tilkynningu FME um efnahagsreikning nýs banka.
Eina lausnin á málinu sem ég sé er að nýi Landsbankinn taki allar eigur gamla bankans og fjármagni þær með láni frá breska tryggingarsjóði innistæðueigenda. Lánið verður þá á efnahagsreikningi bankans en ekki ríkisins. Ef þetta er málið, af hverju segja þeir ekki frá því í fjölmiðlum í stað þess að sífellt sé talað um 600 milljarða lán Breta til íslenska ríkisins út af ICESAVE?
Maelstrom, 27.10.2008 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.