Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Tímabundnar launalækkanir
Ósköp finnst Púkanum nú skítt að forsætisráðherra sé bara að biðja um tímabundna launalækkun (til 12 mánaða) fyrir sig og sitt fólk.
Lifir hann virkilega í þeirri blekkingu að allt verði orðið gott aftur eftir 12 mánuði og þá megi hækka launin hans aftur og allt verði gleymt?
Púkinn spyr nú bara svona - en lætur öðrum eftir að svara.
Engin niðurstaða hjá Kjararáði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég kalla þetta að vera "illa" veruleikafyrrtur.......
Inga Jóna Traustadóttir, 25.11.2008 kl. 17:13
Miklu einfaldara væri að setja á hátekjuskatt.
Það bendir margt til þess að forsætisráðherra lifi í mikilli blekkingu. Ljóst er að vandamálin munu fara vaxandi næstu árin og botninn verður líklega löngu síðar.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 18:06
Það eru nokkur vandamál við hátekjuskatt. Hann hefur tilhneigingu til að lenda ekki á þeim sem eru með "ofurlaun", því þeir geta oft ráðið hvaðan/hvernig þeir hafa tekjur sínar og geta sett hlutina þannig upp að þeir borgi bara fjármagnstekjuskatt. Þess í stað gæti skatturinn lent á fólki með tekjur í góðu meðaltali, sem er að reyna að auka við sig vinnuna t.d. til að fjármagna húsbyggingar eða eitthvað slíkt.
Svo má hátekjuskatturinn ekki fara út í öfgar - þá hrekur hann bara fólk og fyrirtæki úr landi.
Púkinn, 25.11.2008 kl. 19:13
Ég held að þetta sé nú ekki illa meint hjá kallinum. Þetta er líklega (í %) sá samdráttur sem ísl. ríkið þarf að taka á sig á ári, næstu 3 - 5 árin að raungildi.
Kebblari, 25.11.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.