Getur rannsóknarnefnd Alþingis rannsakað Alþingi?

Púkinn hefði viljað sjá rannsóknarnefnd að öllu leyti skipaða erlendum sérfræðingum, til að draga úr líkum á ásökunum um hlutdrægni vegna mögulegra tengsla.

Það er hins vegar spurning hvort rannsóknarnefnd á vegum Alþingis geti með trúverðugum hætti rannsakað hlut Alþingis í hruninu.

Púkinn vill til að mynda nefna þrjú atriði.

1) Einkavæðing bankanna - ríkisstjórnin og Alþingi  bera í sameiningu ábyrgð á því að bankarnir voru einkavæddir og að því að virðist án þess að hugað væri að því að styrkja eftirlitskerfið. 

2) Breytingar á lögum um Seðlabanka - með því að breyta lögum um Seðlabanka þannig að forgangsmarkmið hans væri að halda niðri verðbólgu ber Alþingi að hluta ábyrgð á vaxtahækkunarstefnu seðlabankans, sem leiddi til þess að gengi krónunnar varð allt of hátt og skapaði grundvöll fyrir útgáfu jöklabréfanna.

3) Breytingar á Íbúðalánasjóði.   Með því að hækka lánshlutfall íbúðalánasjóðs kom Alþingi og ríkisstjórnin af stað þeirri skriðu húsnæðisverðshækkana sem þjóðin sýpur nú seyðið af.

Púkinn er hræddur um að Alþingi reyni að fela eigin ábyrgð með því að leggja rannsóknarnefndinni ákveðnar reglur um hvað henni beri að rannsaka - og aðgerðir (eða aðgerðaleysi) Alþingis sé ekki þar á meðal.

 


mbl.is Mælt fyrir frumvarpi um rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Svona rannsóknarnefnd er bara til að svæfa alla alvöru athugun. Hvernig er hægt að búast við að Davíð verði í alvöru skoðaður af hæstaréttardómara sem hann skipaði sjálfur?

Þessi lagasetning er bara einn hálfvitagangurinn enn hjá ríkisstjórn og Alþingi, því miður.

Þeir eiga að eyða frekar tímanum í að finna lausn á því hvernig almenningur í þessu landi á að standa undir 25% vöxtum í 30% verðbólgu. Ég er kannski svartsýnn, en ég sé það ekki gerast.

Haukur Nikulásson, 27.11.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kristinn H Gunnarsson er búin að finna það út að ekki sé hægt að kjósa nýtt Alþingi fyrr en í fyrstalagi eftir nóvember 2009 vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem nefndinni er ætlað að fara með.  Þetta viðhorf segir meira en mörg orð til hvers nefndinni er treystandi.

Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 21:03

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vona að heilindi þeirra þriggja sem skipa nefndina verði öllu hinu ofar.

Marinó G. Njálsson, 27.11.2008 kl. 21:27

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ ég er hætt að vonast til þess að verða vitni að heiðarleika og almenningshagsmunum. Traustið algerlega farið eftir allt sem á undan er gengið. Leikreglurnar sem spilað er eftir núna eru ekki okkur í hag enda allt aðrir hagsmunir sem ráða ferðinni.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.11.2008 kl. 11:32

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Tegar mer ofbydur eitthvad ta hlae eg...Nuna hlae eg og hlae.

Alltaf sama spillingin heima!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 28.11.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband