Þriðjudagur, 9. desember 2008
Pappírstætararnir á fullu
Skilanefndir bankanna neita skattrannsóknarstjóra um gögn, á meðan reynt er að selja útibú í Luxemburg. Sú sala myndi að sjálfsögðu þýða að upplýsingar um þá starfsemi sem þar fór fram verður varanlega utan íslenskrar lögsögu.
Já, það er ekki skrýtið að menn haldi að planið sé að hvítþvo alla sem komu að þessum málum.
Á meðan keyra pappírstætararnir á fullu.
Fær ekki gögn um dótturfélög bankanna í Lúxemborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það mun aldrei koma vel í ljós hvað raunverulega gerðist í aðdraganda Íslenska bankahrunsins.
Fransman (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:25
nei, aldrei, a.m.k verður aldrei hægt að færa sönnur á það.
Diesel, 9.12.2008 kl. 14:10
Þetta er hábölvað
Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 14:39
Og svo má ekki einu sinni nefna hvaða skilanefndir eiga í hlut o.s.f.
Þagnarhjúpurinn á að vera algjör!
Held að það sé tímabært að fólk fari að flykkjast í höfuðstöðvar bankanna og vera með uppsteyt þar svo þeir fái smjörþefinn af því sem koma skal þessir skítlubbar sem þar sitja.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:49
Starfsmenn nýju ríkisbankanna leggja hart að sér að endurreisa orðstír íslenskrar fjármálastarfsemi, eins og sjá má á þessari mynd:
Theódór Norðkvist, 9.12.2008 kl. 16:00
Það er greinilega tækifæri fyrir fullorðið menntafólk að stofna stjórnmálaflokk.
En það þarf fyrst og fremst lagabreytingar til að ruglið hætti.
Fransman (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 16:44
True that frenchy
en
áfram Ísland ohf
Diesel, 9.12.2008 kl. 19:28
Ég er nú að spá í hvort það sé eitthvað miklu miklu meira á bak við ákvörðun Breta um að beita hryðjuverkalögum heldur en hefur komið fram.
Ég ætlaði að opna gjaldeyrisreikning í Barclays og var búinn að setja upp stefnumót með bankaráðgjafanum mínum kl 11 núna í morgun.
Kl 8:15, í morgun, hringir daman til að afboða og segir , því miður "Barclays doesn't do Icelandic currency" ?!?
Það hlýtur að þurfa eitthvað mikið til að banki eins og Barclays ákveði að einfaldlega eiga engin viðskipti með einn gjaldmiðil ?
Fransman (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.