Jólaguðspjallsskáldsagan

jata1.jpgPúkinn er í hópi þeirra sem telja jólaguðspjallið lítið meira en skáldsögu og hin sjaldgæfa staða reikistjarnanna þann 17. júní árið 2. f.Kr breytir engu um það.

Það eru nefnilega aðeins of margar aðrar holur í sögunni.

Það var ekkert manntal framkvæmt árið 2 f.Kr, heldur var manntal Kýreníusar framkvæmt 7 árum síðar, árið 6 e.Kr.

Í því manntali var engin krafa gerð um að fólk færi til sinnar ættborgar, enda voru menn skráðir og skattlagðir þar sem þeir bjuggu, en ekki í þeirri borg sem þeir voru ættaðir frá.  Slík kvöð hefði valdið gífurlegri upplausn í þjóðfélaginu að tilgangslausu, þar sem margir hefðu þurft að eyða dögum eða vikum á ferð, fjarri heimili og vinnu.

Það var ekki nein þörf fyrir Jósef að þvælast alla þessa leið.

Jafnvel þótt hann hefði af einhverjum undarlegum ástæðum kosið að gera það, hvers vegna hefði hann þá átt að drösla kasóléttri heitkonu sinni með?  Staða kvenna á þessum tímum var aðeins betri en staða þræla, en þær voru ekki  skráðar enda boguðu þær ekki skatt.  Að leggja það á ólétta konu að sitja á asnabaki 140 kílómetra leið hefði verið mannvonska af verstu gerð.

Betlehem í Júdeu virðist líka tæplega hafa verið til sem bær á þessum tíma - a.m.k. hafa fornleifarannsóknir sýnt fram á byggð þar á tímabilinu 1200-550 f.Kr og frá 6. öld e.Kr, en engar mannvistarleifar hafa fundist frá tímabilinu 100 f.Kr. til 100 e.Kr, þótt vissulega megi vera að þar hafi verið einhver örfá hús á þessum tíma.

Hvers vegna er þá svona ósennilega saga í Biblíunni?

Er einhver sennileg skýring á þessari sögu - jú, nefnilega sú að menn væntu þess að Messías myndi  fæðast í Betlehem, en Jesús var talinn Galíeumaður (sbr. Jóh 7:41-43) Það var því nauðsynlegt að búa til sögu - skálda það upp að hann hefði víst fæðst í Betlehem eftir allt saman og þannig varð jólaguðspjallið til.

Síðan var búin til sú þjóðsaga til að þetta hefði gerst um 25. desember, sem gaf kirkjunni góða afsökun til að yfirtaka vetrarsólstöðuhátíðina sem haldin var um það leyti.

Púkanum finnst það ljótt að segja börnum svona skáldsögur undir því yfirskini að þær séu sannar. 


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ekki færðu margar athugasemdir á þessa fæslu, það þykist ég viss um. Jafnvel fólk sem ekki trúir á Guð, Jesú og Biblíuna þorir ekki að mæla á móti þessum skáldskap af ótta við útskúfun úr "hugsanlegu" himnaríki.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nú vantaði greinilega Púkann sbr. fæslu færslu.

Haukur Nikulásson, 11.12.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Maelstrom

Algerlega sammála þessari færslu.  Ég reyni nú samt að innræta mínum börnum trú, þó svo ég trúi nánast ekki orði af því sem í Biblíunni stendur, svona bókstaflega.

Annars má einhver grafa upp fyrirlestur (vídeó) sem ég sá á vantru.is fyrir löngu síðan.  Umfjöllunarefnið var áreiðanleiki Gutenberg biblíunnar sem við trúum sem heilögum sannleik.  Farið var í það að rekja hversu mörg upprunaleg guðspjöll væru til, hversu mörg handrit af guðspjöllunum væru til grundvallar og helstu mótsagnir sem væru í þessum handritum.  Ég finn ekki þennan link lengur og vantar hjálp að finna hann aftur.

Maelstrom, 11.12.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nokkuð sammála þessari færslu.. 

Óskar Þorkelsson, 11.12.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Kebblari

Ég held að engum sem leyfir sér þann munað að beita gagnrýnni hugsun detti í hug að halda því fram að Jólaguðspjallið og fleiri sögur úr biblíunni séu réttar og sannar. Þetta er allt voðalega mikið í þjóðsagnastíl, og gamla textamentið er algjör skáldskapur um stríðshetjuverk gyðinga, margt ljótt þar.

Kebblari, 12.12.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: Sigurjón

Hjartanlega sammála höfundi.  Gloppótt og götótt í meira lagi...

Sigurjón, 12.12.2008 kl. 10:00

7 identicon

Það er níðingsskapur að innprenta þessu bulli í lítil börn.
Alveg ótrúlegt að foreldrar vilji troða þessu kjaftæði í unga heila... skamm skamm

Foreldrar verða að kynna sér þessi trúarrit áður en þau heilaþvo börn sín, guð biblíu er skrímsli, skrímsli sem er í besta falli byggt á kexrugluðum einræðisherra fortíðar.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband