Hvaða atvinnuleysi?

Púkinn auglýsti nýlega eftir starfsmönnum í tvö störf, en viðbrögðin benda nú ekki beint til þess að neitt atvinnuleysi sé í hugbúnaðargeiranum.

Fyriræki Púkans er eitt af þessum skrýtnu hugbúnaðarútflutningsfyrirtækjum sem hagnast á falli krónunnar, þannig að núna þessa dagana ætti að vera gott tækifæri til að færa aðeins út kvíarnar.

Störfin sem í boði eru eru tæknilegs eðlis, Linux/Perl og Windows/C++ forritun - hvort tveggja svona frekar "venjulegt", en hvað halda menn að margir Íslendingar hafi sótt um þessi störf?  20? 30?

Nei.

Heilir 4 íslenskir umsækjendur.

Það komu álíka margar umsóknir frá útlendingum sem gátu hugsað sér að setjast að á Íslandi, þannig að aðdráttarafl landsins er greinilega ekki með öllu horfið, en Púkinn verður nú að viðurkenna að það kom honum á óvart hversu fáir íslensku umsækjendurnir voru.

Sennilegasta skýringin er væntanlega sú að tölvufræðin hefur ekki verið í tísku undanfarin ár, þannig að fjöldi útskrifaðra (og sjálfmenntaðra) tölvumanna heldur ekki í við þarfir atvinnulífsins.

Ef Púkinn hefði auglýst eftir viðskiptafræðingum í tvö störf hefðu undirtektirnar sennilega orðið aðeins betri.


mbl.is Getum ekki treyst á álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Er þetta ekki bara illa borgað hjá þér?

kop, 12.12.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvað er málið, finnst þér þú ekki hafa úr nógu að velja? 

Eða finnst þér atvinnuleysi annarra en forritara vera eitthvað sem frekar má umbera?

Magnús Sigurðsson, 12.12.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: nicejerk

Þetta er orðin nokkuð mikið auglýsingasíða hjá þér Púki, svo ég bæti bara í ...... Það eru fáir í bransanum sem "kunna" að ná aftur gögnum ósködduðum úr RAID, JBOD, Volume, LVM með húð og hári.

Yfirleitt gerist skaði og fólk byrjar að skemma með re-initialation á RAID/JBOD/Volume og reyna kúnstir.

Við erum með A-Ö hdd transplant og array rebuilding þekkingu, sérstaklega ext2/3, XFS, UFS, HFS+ og flestir server side FS rebuilding platforms.

Stutt ágrip.

nicejerk, 12.12.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Kári Harðarson

Málið er, Magnús, að fátt er svo með öllu illt...

Það er búið að vera hart í ári hjá útflutningsfyrirtækjum í mörg ár, og núverandi ástand er því ekki með öllu slæmt.  Ég hef heyrt þetta frá fleirum, að nú sé byrjunin á uppgangstímum.

Kári Harðarson, 13.12.2008 kl. 08:23

5 Smámynd: Kebblari

Málið er að það hefur lítið verið sótt í tölvunarfræðinám undanfarin 10 - 12 ár. Glansi yfir fræðigreinum sem hafa ekki neina framleiðslugetu, t.d. lögfræði, hagfræði og viðskiptafræði hefur átt vinninginn. Krakkar frá 12 - 13 ára aldri tóku stefnuna á að mennta sig í útrás, verða útrásarvíkingur, samt ekki á sama sviði og þeir sem framleiða vörur og selja útlendingum, nei það er svo 80's, við látum bara Asíuþjóðirnar framleiða fyrir okkur, við getum svo bara endursellt fyrir þá, því Íslendingar erum svo mikið viðskiptaundur! En núna er mikil þörf á fyrirtækjum eins og Púkinn stendur fyrir, fyrirtæki sem selja ímynd okkar (sem gáfaða þjóð) og kemur með til baka gjaldeyri. Ekki spillir fyrir að Púkinn er mjög umhugað um þjóðina og landið sitt og hefur látið gott af sér leiða. Góður maður sagði mér að púkinn væri nútíma Halldór Laxness, rithöfundur á heimsmælikvarða, nema ekki á sviðum bókmennta.

Kebblari, 13.12.2008 kl. 09:23

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála Kári, þegar allt kemur til alls þá lifum við á því sem við framleiðum og þar gegnir útflutningurinn miklu máli.  Undanfarin ár hefur þessu ekki verið gefin nógur gaumur, þess vegna er staðan eins og hún er.

En það eru samt ekki svo að fólk þyrpist um að sækja um vinnu við forritun þó svo að þúsundir séu atvinnulausir.  Ég er viss um að afþreyingar-og ímyndariðnaður góður með í útflutnings pakkann í réttum hlutföllum þó.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Frikki, auðvitað er vandamálið að menn eru með "vitlausa" menntun. Raungreinar hafa ekki verið í tísku, tölvufræðin sem var vinsæl af okkar kynslóð þykir of "nördaleg", svo er hún auðvitað "allt of mikil vinna". Þá er betra að leika sér í Versló (eða háskólaútgáfunni af Versló). Taka viðskiptafræði til BA, síðan MBA (sem er auðvitað vitagagnslaus samsetning). Svo vantar marga af þeim sem eru með "tölvufræðimenntun" alvöru fræðilega þekkingu og frestast því í að vera "Visual Basic" forritarar o.sv.fr. Vonandi breytist þetta núna þegar allir viðskiptafræðingarnir verða heppnir að finna vinnu í sjoppu.

Ég er NB alls ekki að gera lítið úr hugvísindamenntun. Er sjálfur með stjórnmálafræði og hagfræðimenntun. Öll menntun er af hinu góða. Ég er að gagnrýna það að ótrúlega margir ætluðu að mennta sig í að verða útrásarvíkingar, þ.e. að verða ríkir, eins og Kebblarinn segir.

Guðmundur Auðunsson, 16.12.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband