Tré í Helguvík

tre_helguvikPúkanum finnst nú ákaflega hlálegt að sjá þessa mynd sem á að sýna fyrirhugað álver í Helguvík.

Það eru nefnilega hávaxin tré á henni.

 Og hvað með það?  Jú - á þessum slóðum er nefnilega alls ekki auðvelt að rækta tré - saltrokið er hreinasta eitur fyrir flestar trjáplöntur.  Það er unnt að rækta nokkra runna eins og silfurblað með góðum árangri á þessum slóðum, en há tré...það myndi jaðra við kraftaverk.

Nema þá auðvitað ef þetta eru gerfitré - jú ætli það ekki bara.

Hinn möguleikinn er auðvitað sá að trén séu svona tveggja metra kræklur eins og sjá má þarna við ströndina og álverið sé þá um meter á hæð - svona lítið og sætt dúkkuhúsaálver.

Hvern halda þeir eiginlega að þeir geti platað?


mbl.is Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfir foreldrar

fjorhjolPúkinn á bágt með að skilja hvað er að foreldrum þeirra drengja sem voru teknir (og ekki í fyrsta skipti) fyrir akstur á fjórhjólum.  Þetta eru nú ekki ódýrustu leiktækin á markaðnum, þannig að hér er augljóslega um að ræða fólk með of mikla peninga og of lítið vit í kollinum.

Það er á svona stundum sem Púkanum finnst það jaðra við að vera hlálegt að fólk skuli þurfa leyfi til að meiga eignast hund, þar sem krafist er umsagnar tvegggja valinkunnra manna, en engar hæfniskröfur séu gerðar til þeirra sem eignast börn.

Foreldrar sem ítrekað leyfa 10 og 12 ára börnum sínum að rúnta um á svona tækjum eru vanhæfir - það er ekkert meira um það að segja. 

Vonandi átta foreldrarnir sig ef barnaverndaryfirvöld fara að gera athugun á heimilishögum þeirra, en hins vegar finnst Púkanum það dapurlegt að lögreglan skuli ekki hafa heimild til að gera meira.  Það vantar leyfi til að gera svona tæki upptæk undir svona kringumstæðum

Þetta er reyndar sama og Púkinn vill sjá varðandi bíla þeirra sem gripnir eru viðakstur undir áhrifum - það ætti að gera bílana upptæka, eða að minnsta kosti að kyrrsetja þá til lengri eða skemmri tíma.  Þetta eru jú tæki sem eru notuð til að fremja með afbrot.

Vonandi kemur að því að einhverjir þingmenn átti sig á kostum svona lagaheimildar.


mbl.is 10 og 12 ára teknir á fjórhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl dagsins - Ekki af þessum heimi

Nú veit Púkinn ekki hvort einhverjir íslensku auðmannanna eru Star Trek aðdáendur, en sé svo, þá er hér komin hin fullkomna jólagjöf til þeirra.

Star Trek íbúðin er nefnilega komin í sölu á eBay.  Þessi íbúð var hönnuð með geimskipið Voyager sem fyrirmynd.

Það er svolítið erfitt að lýsa henni með orðum, en unnt er að fá nokkurs konar sýndarferð um hana hér

Uppboðið sjálft á eBay er hins vegar hér.


Helmingi lægri yfirdráttarvextir

Púkinn var að hugsa um þessa auglýsingu sem blasti við honum þegar hann fór inn á mbl.is: "Helmingi lægri yfirdráttarvextir".

Finnst engum neitt athugavert við þetta?

Púkinn viðurkennir það að sjálfsögðu að það geta komið upp þær aðstæður hjá fólki að það þurfi að nýta sér þær yfirdráttarheimildir sem það hefur.  Þetta er eðlilegt ef óvænt áföll skella á og fólk lumar ekki á feitum varasjóðum.

Það ætti hins vegar enginn að vera að greiða yfirdráttarvexti að staðaldri - sé svo, þá er eitthvað verulega mikið að í fjármálum viðkomandi, eitthvað sem lagast ekki með helmingi lægri yfirdráttarvöxtum, heldur með því að taka sér tak, fá ráðgjöf, skera niður óþarfa eyðslu og endurskipuleggja fjármálin.

Kannski er Púkinn bara svona gamaldags, en hann vill helst ekki skulda neinum neitt að óþörfu og alls ekki borga yfirdráttarvexti, jafnvel þótt þeir séu bara "helmingi lægri en himinháir".


Ertu í tímaþröng á morgnana?

shower-shockSumir kannast við það að vera í tímaþröng á morgnana og hafa ekki tíma fyrir bæði sturtu og kaffibolla áður en farið er í vinnuna, þannig að menn neyðast til að mæta syfjaðir, illþefjandi eða of seint.

Þetta vandamál er nú úr sögunni, með nýju Shower Shock sápunni, en að sögn framleiðenda inniheldur hún það mikið koffín (sem er sogið upp gegnum húðina) að það að þvo sér með henni jafngildir því að innbyrða tvo kaffibolla.

Aðilum sem hafa áhuga á að nálgast þessa vöru er hér með bent á ThinkGeek vefsíðuna.


Vistvænir bílar

Púkinn heyrði einhverjar hugmyndir um að hvetja til notkunar á vistvænum bílum meðví að leyfa þeim að leggja endurgjaldslaust í stæði.

Þetta er í sjálfu sér ekki slæm hugmynd, en óttalega hljómar þetta nú korter-fyrir-kosningalega, svona eins og flokkurinn sem stendur að þessu sé að reyna að skella á sig einhverri grænni slikju svona til að telja fólki trú um að umhverfismál skipti hann raunverulegu máli.

Kannski eigum við eftir að sjá bíla eins og þessa hér á götunum - ekki kraftmikill, að vísu - væntanlega bara eitt hestafl, en samt...


Hagkvæmt fyrir hverja?

Jæja, svo ríki og sveitarfélög eiga að selja fasteignir sínar og leigja þær síðan aftur til baka?  Það er örugglega hagnaðarvon í þessu - fyrir fasteignafélögin a.m.k.

Þau fyrirtæki sem stunda það að kaupa fasteignir og leigja þær síðan aftur fyrri eigendum eru ekki góðgerðarstofnanir - nei, þeirra markmið er að græða, a.m.k. til lengri tíma litið og í þessu tilviki eru það peningar skattborgaranna sem þeir vilja koma höndum yfir.

Það er reyndar einn flötur á þessu máli sem ef til vill er vit í - hið opinbera hefur oft sinnt viðhaldi sinna bygginga mjög illa, þannig að þegar loksins er ráðist í viðgerðir á skemmdum eru þær mun tímafrekari og kostnaðarsamari en ef um jafnt og stöðugt viðhald hefði verið að ræða.  Ef byggingarnar væru í eigu einkaaðila, væri ef til vill von til að þessum málum væri sinnt betur.


mbl.is Segir hagkvæmt fyrir opinbera aðila að selja fasteignir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bruðl dagsins - fyrir börnin

teddy-bearPúkinn heldur nú áfram að aðstoða íslenska auðmenn sem eiga í vandræðum við að koma peningum sínum í lóg.

Í þetta sinn er athyglinni beint að fordekruðum börnum auðmannanna, sem að sjálfsögðu verða að fá leikföng við hæfi, eins og til dæmis þennan tuskubjörn hér, frá þýska fyrirtækinu Steiff.

Hann er með augu úr safírum, með demantaumgjörð, auk þess sem munnurinn er úr gulli og feldurinn er að hluta úr gullþræði.

Verðið er aðeins  62446 evrur, eða um sjö milljónir íslenskar (eftir að flutningakostnaði og virðisaukaskatti hefur verið bætt við).

Púkinn getur reyndar ekki annað en velt fyrir sér hversu mörgum börnum í Malawi mætti hjálpa fyrir þann pening.


Kossar og súkkulaði

kisbHvort er betra - að kyssast eða borða súkkulaði?

Í nýrri rannsókn voru mældar breytingar á hjartslætti og heilavirkni, annars vegar þegar fólk kysstist og hins vegar þegar það borðaði súkkulaði.

Niðurstaðan?  Súkkulaðið vann.

Það er e.t.v. ekki sama hvaða súkkulaði er notað, en í  fréttinni í The Scotsman var sérstaklega tekið fram að notað hefði verið ný súkkulaðitegund frá Cadbury, með 60% kakóinnihaldi. svipað því sem framleitt er sérstaklega fyrir bresku konungsfjölskylduna.


Ef það væri ekki fyrir innflytjendur...

victoria_family_tree_1901Eins og þeir vita sem þekkja Púkann þá hefur hann mikinn áhuga á ættfræði. 

Sú umræða sem hefur verið í gangi hérlendis um innflytjendur varð til þess að Púkinn ákvað að athuga hversu mikið væri um innflytjendur í ættum Íslendinga.  Landnámsmennirnir voru að sjálfsögðu innflytjendur síns tíma, en Púkinn vill nú líta fram hjá þeim og skoða bara innflytjendur seinni tíma - eftir siðaskipti til dæmis.

Niðurstöðurnar voru athygliverðar. 

Í ættartré Púkans má finna allnokkra inflytjendur og erlenda aðila sem höfðu hér viðdvöl um lengri eða skemmri tíma, svo sem danskan kaupmann, Westy Petræus, sem var hér um aldamótin 1800.

Púkinn tók sæmilega stórt handahófsúrtak af Íslendingum og athugaði ættartré þeirra.  Í allmörgum tilvikum fundust einhverjir svipaðir innflytjendur eða erlendir forfeður, en í einstaka tilvikum þurfti að fara lengra aftur í aldir, jafnvel allt til manna eins og Erasmusar, sonar Villadts, sem kom hingað skömmu eftir siðaskipti.

Í handahófsúrtaki Púkans ver hins vegar enginn sem hafði enga innflytjendur meðal forfeðra sinna, eða erlendar greinar í ættartrénu.

Niðurstaðan - jú, ef það væri ekki fyrir innflytjendur, þá værum við ekki hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband