Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Straumur-Burðarás fyrstur...hver kemur næst?
Það er í sjálfu sér engin frétt að Straumur -Burðarás skuli birta uppgjör sitt í erlendum gjaldmiðli og bjóða starfsmönnum sínum að þiggja launin einnig þannig.
Leynt og ljóst eru þeir einfaldlega búnir að afskrifa krónuna sem alvöru gjaldmiðil. Það sem Púkinn er hins vegar að velta fyrir sér er hvort (eða jafnvel hvenær) Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir muni leitast eftir að gera slíkt hið sama.
Meðan gengi krónunnar hangir sæmilega stöðugt gerist kannski lítið, en krónan er of sterk og aðeins spurning um hvenær (og hversu mikið) hún muni falla - og hvað þá?
Verður ekki pressa þá á bankana að fara sömu leið og Straumur-Burðarás?
![]() |
Straumur-Burðarás birtir uppgjör í fyrsta skipti í evrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Hverjir skyldu nú tapa?
Púkinn er svolítið gamaldags að sumu leyti og eitt einkenna þess er að hann forðast eins og hann getur að taka lán. Hvað gengistryggðu lánin varðar, þá er hins vegar eitt sem er alveg ljóst - þeir sem eru að bjóða þau eru engar góðgerðarstofnanir og ætla sér ekki að tapa á þeim - nei, ef einhverjir tapa munu það verða lántakendurnir.
Íslenska ofurkrónan er of hátt skráð - það er ekki spurning um hvort hún muni falla, heldur hvenær og hversu mikið - og jafnvel enn fremur hvort útgefendur jöklabréfanna muni fælast og forða sér burtu, þrátt fyrir vaxtaminunn, sem gæti valdið enn frekara falli.
Verði gengisfallið umtalsvert gætu ýmsir vaknað upp við vondan draum með sín gengistryggðu lán.
Gengistryggð lán eru hins vegar fullkomlega rökréttur valkostur fyrir suma - svo sem starfsmenn Straums-Burðaráss, sem haafa valið að fá laun sín greidd í erlendri mynt. Áhættan af gengisfalli er engin og vextirnir eru mun lægri en annars bjóðast.
![]() |
Heimilin í landinu taka gengistryggð lán í auknum mæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Sala ISNIC
Púkanum finnst sumt skrýtið við söluna á ISNIC, en sú sala snertir Púkann beint, því hann er einn hinna 20 hluthafa sem eftir eru í fyrirtækinu.
Það er margt skrýtið við þetta mál. Söluverðið er sagt fáránlega hátt, þannig að litlar líkur virðast á að þjónustan lækki í verði, en það er spurning hversu eðlilegt það í rauninni sé að eignarhald svona fyrirtækis færist í hendur póstsins (Modernus er að sjálfsögðu bara leppur).
Sambærileg fyrirtæki í öðrum löndum eru venjulega sjálfstæð, sjálfseignarstofnanir eða hálf-opinber fyrirtæki, en ekki peningamaskínur.
Púkinn býst nú við að til lengri tíma verði afleiðingarnar þær að fleiri og fleiri velji þann kost að skrá .com lén í stað .is lénanna.
Hvað um það - nú er spurningin sem snýr að Púkanum hversu mikils virði hans (pínulitli) eignarhlutur sé - Vodafone átti 98% en síðustu 2 prósentin skiptust á milli allra hinna hluthafanna, þar á meðal Púkans.
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Ópíumvalmúinn
Ólíkt því sem gildir um kannabisplönduna er fullkomlega leyfilegt að rækta ópíumvalmúa hérlendis, enda er sumarhiti hér ekki nægur til þess að raunhæft sé að nota valmúa hérlendis til framleiðslu á eiturlyfjum.
Ópíumvalmúinn, Papaver somniferum, er annars hin ágætasta garðplanta, með stór skærlit blóm. Hann er einær, en sé honum valinn góður staður garðinum, svo sem þurr staður sem snýr í hásuður, getur hann náð að þroska fræ og haldið sér við með sjálfsáningu frá ári til árs.
Það er líka svolítð skondið að geta bent á fallegt beð og sagt "...og þarna er svo ópíumvalmúaplantekran mín".
![]() |
Herlið NATO gagnrýnt fyrir meint samþykki við valmúarækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Sundbolir + tónlist
Það hlaut að koma að þessu. Nú er búið að hanna sundbol með innbyggðum sólarrafhlöðum, þannig að fólk getur eytt öllum deginum í sólinni á ströndinni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að rafhlaðan í iPod tækinu eða farsímanum klárist - bara stinga honum í samband við sundbolinn og málið er leyst.
Þessi hátæknibolur er framleiddur af Triumph fyrirtækinu, en ekki fylgir sögunni hvað hann kostar, né heldur hvort sólarrafhlöðurnar eru vatnsheldar.
Nú fyrir þá sem ekki hafa áhuga á sundbolum eða tónlist, þá er þetta að minnsta kosti þokkaleg afsökun fyrir birtingu á mynd af fáklæddri fyrirsætu.
Sjá nánar á Gizmodo.
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Glott að kirkjunni
Púkinn getur ekki annað en glott að vandræðaganginum í kirkjunnar mönnum, og þeirri klemmu sem þeir eru í vegna mismunandi viðhorfa - viðhorfa gamla testamentisins þar sem litið er á samkynhneigða sem réttdræpan óþjóðalýð, viðhorfa nýja testamentisins, þar sem þeir eru syndarar sem ber að fyrirgefa og viðhorfa nútímans þar sem þeir eru jafn réttháir og aðrir og það að þeir kjósi sér rekkjunauta af sama kyni sé í raun svipað mál og að vera örvhentur - minnihlutahópur sem verður stundum fyrir óþægindum í þjóðfélagi sem ekki gerir alltaf ráð fyrir þeim.
Vandamál kirkjunnar er í raun það að nútíminn hafnar viðhorfum biblíunnar, þannig að kirkjan lendir í klemmu - á hún að halda fast við sínar úreltu kenningar eða á hún að reyna að aðlagast viðhorfum nútímans.
Það er í raun ekkert nýtt að biblían sé túlkuð á mismunandi vegu, eftir því sem vindar þjóðfélagsins blása hverju sinni, en þetta mál er óvenju erfitt, því að er fátt ef nokkuð í biblíunni sem þeir geta notað til að styðja þá skoðun að samkynhneigð sé réttlætanleg, hvað þá ásættanleg.
Í raun verður kirkjan að hafna hlutum biblíunnar og því viðhorfi sem þar kemur fram til að taka samkynhneigða í fulla sátt, en sé einum hluta biblíunnar hafnað, hvers vegna þá ekki að hafna meiru? Nánast allir hugsandi menn hafa fyrir löngu hafnað hlutum biblíunnar, svo sem sköpunarsögunni, en þeir sem trúa því að þessi bók hafi eitthvað raunverulegt gildi eiga alltaf bágt með að sætta sig við að hlutum hennar sé hafnað á einn eða annan hátt.
Þetta vandræðaástand snertir Púkann ekki neitt, enda er hann hvorki samkynhneigður né trúaður og hefur fyrir löngu hafnað því að biblían hafi nokkurt raunhæft gildi í dag, annað en sem hvert annað mannanna verk, bók sem lýsi úreltum viðhorfum fyrri tíma, bók uppfull af karlrembu og rasisma sem hefur í gegnum söguna gert mannkyninu meiri skaða en nokkuð annað verk.
Því meira sem strikað er út af henni, því betra.
![]() |
Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Bruðl dagsins - fyrir gullfiskana
Enn og aftur reynir Púkinn að aðstoða þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við aurana sína.
Sumir íslensku millanna eiga væntanlega fiskabúr - sem verður að sjálfsögðu að vera 4000 lítra saltvatnsbúr svo takandi sé mark á því, en hér er svolítið sem má bæta við til afþreyingar fyrir fiskana - það verður að sjálfsögðu að dekra við þá líka.
Vatnsheldur flatskjár.
Hann var kynntur á raftækjasýningu í Hong Kong nýverið, en varðandi tæknilegar upplýsingar vísar Púkinn á übergizmo vefsíðuna.
blúbb...blúbb.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Stríð er leikur
Bandaríski herinn á í stöðugt meiri erfiðleikum við að vekja áhuga sjálfboðaliða, enda ekki skrýtið vegna stöðugs fréttaflutnings af mannfalli í Írak.
Meðal þeirra leiða sem þeir nota til að vekja áhuga vænlegra umsækjenda, er gerðs tölvuleiks sem ber nafnið America's Army. Þessi leikur er þróaður fyrir skattpeninga og dreift endurgjaldslaust. Á heimasíðu leiksins (sjá hér) eru hlekkir yfir á skráningarskrifstofur hersins, enda hafa þeir lýst leiknum sem "a cost-effective recruitment tool".
Markmiðið er nefnilega að sannfæra unglingana um að lífið í hernum sé spennandi, og fyrst það sé gaman að hlaupa um og skjóta mann og annan í tölvuleik, þá hljóti að vera enn meira gaman að gera það í alvörunni.
Í raunveruleikanum er hins vegar ekki hægt að bakka og sækja síðasta "saved game" þegar allt fer á versta veg.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sóðabælið Reykjavík
Það er varla hægt að ganga um götur án þess að sjá útkrotaða húsveggi, ljósastaura og aðra fleti sem stráksóðarnir hafa útbíað.
Já, ég segi STRÁKsóðarnir, því það sama virðist gilda hér og erlendis að þetta eru nánast eingöngu strákar, gjarnan á aldrinum 10-14 ára, oft frá erfiðum heimilum, með lélega sjálfsímynd og gengur illa í skóla, hvort sem það er vegna athyglisbrests, greindarskorts eða einhvers annars.
Þeir krota "töggin" sín á veggi - heimskulegar skammstafanir eins og "AS", "SC", "HB", "LOO5" og svo framvegis - hafa sennilega ekki hæfileika til að gera neitt flóknara en það.
Púkinn ætlaði nú reyndar ekki að eyða tímanum í að vorkenna þessum greyjum, heldur að velta fyrir sér siðferðislegri ábyrgð byggingarvöruverslananna sem selja spreybrúsana hverjum sem er án takmarkana.
Það er sennilega til of mikils mælst að þessi fyrirtæki sýni svolitla ábyrgðartilfinningu og setji sjálfviljug einhverjar takmarkanir á þessa sölu - miðað við magnið af veggjakroti græða þeir sennilega þokkalega á þessu, fyrst á að selja spreybrúsana og síðan á að selja fórnarlömbunum efni sem ætluð eru til hreinsunar.
Skamm...skamm...skamm...
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Ættfræðisetur íslands?
Eins og Púkinn hefur minnst á áður, þá hefur hann áhuga á ættfræði. Honum þótti því athyglivert að heyra af hugmyndum um stofnun Ættfræðiseturs Íslands.
Það má deila um það hvort þetta sé of stórt nafn á litla stofnun og hvort fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir þessu, en miðað við þær umtalsverðu fjárhæðir sem Vesturfarasetrið á Hofsósi fékk, þá kæmi það Púkanum ekki á óvart þó þessar hugmyndir myndu ganga upp.
Á meðan er Íslendingabók opin almenningi endurgjaldslaust, en hefur neyðst til að segja upp meirihluta starfsmanna sinna, þannig að starfsemin er nú aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)