Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Kentucky Fried Cruelty
Pamela Anderson hefur fundið sér tilgang í tilverunni - að berjast gegn illri meðferð á kjúklingum og hvetur hún nú til þess að fólk sniðgangi KFC veitingastaðinn vegna misþyrminga þeirra á kjúklingum.
Handa þeim sem ekki sannfærast eftir að hafa horft á vídeóið hennar, kemur Pamela með enn ein rök - kjötát veldur getuleysi.
Þeim sem hafa áhuga á þessu uppátæki hennar er bent á þennan hlekk.
Nú er Púkinn sjálfur í þeim hópi sem forðast KFC - ekki vegna dýraverndunarsjónarmiða, heldur sökum þess að KFC er eini staðurinn á Íslandi þar sem Púkanum hefur verið boðið upp á úldið kjöt.
Samt finnst Púkanum svona barátta missa ofurlítið marks - Púkinn man ekki til þess að Pamela hafi barist gegn slæmri menðferð á mannfólki, en að mati Púkans er ekki síður þörf á því.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
"...sleppt að loknum yfirheyrslum."
Púkinn hefur sagt það áður - honum finnst allt of vægum höndum farið um síbrotamenn hér á landi. Þegar "góðkunningjar lögreglunnar" eru teknir, þá eru þeir yfirheyrðir og þeim síðan sleppt...þannig að þeir geti brotið eitthvað af sér aftur - og verið jafnvel teknir aftur samdægurs.
Hvernig væri að byggja svosem eitt nýtt fangelsi eða tvö þannig að hægt sé að nota þau úrræði til síbrotagæslu sem eru til staðar í lögum, en gagnslaus vegna þess að fangelsin okkar eru full?
Þorir einhver stjórnmálaflokkur að gera baráttu gegn glæpum að kosningamáli ?
Púkinn vill sjá fólk skikkað í áfengis- og fíkniefnameðferð, en beri það ekki árangur og haldi fólk áfram á glæpabrautinni vill Púkinn sjá það tekið úr umferð til að vernda þjóðfélagið.
![]() |
Rúða lenti á höfði níu ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.2.2007 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
"Smells like shit, tastes like heaven"
"Smells like shit, tastes like heaven" voru orð sölumanns á markaðstorgi í Singapore sem var að selja Durian ávexti, en Durian er einnig þekktur sem "Konungur ávaxtanna".
Þar sem Íslendingum finnst gaman að telja saklausum erlendum ferðamönnum trú um að þeir verði nú að prófa hákarl og brennivín gat ég ekki þekktur fyrir annað en að prófa þetta fyrirbæri.
Ég gat að vísu ekki farið með ávöxtinn heim á hótelið, þar sem 15.000 dollara sekt lá við því - vegna lyktarinnar þarf víst að framkvæma tímafreka og kostnaðarsama hreingerningu á herberginu eftir að þessi ávöxtur kemur þangað inn.
Lyktin, já - hvernig á að lýsa henni? Jafnvel mestu aðdáendur ávaxtarins viðurkenna að hún sé ekki góð, en þeir sem hata hann taka sterkar til orða: "..eins og rotnandi lík, fyllt með niðurgangsdrullu holdsveikrasjúklings frá helvíti.." var ein lýsing sem ég rakst á. Önnur lýsing sagði "..svínaskítur, terpentína og laukur, auk gamals leikfimisokks..".
Bragðið, hins vegar ... það er ekki í neinu samræmi við lyktina - ekki vont og vel þess virði að prófa - þótt ekki sé til annars en bara til að geta sagst hafa prófað það.
Þeim sem hafa áhuga á að kynnast durian nánar er bent á þessa vefsíðu.
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Aumingja Britney
Púkinn getur ekki gert að því að hann vorkennir þessu stelpugreyi, sem hefur lítið gert merkilegt undanfarin ár annað en að "skandalísera".
Það var til dæmis gósentíð hjá slóðurblöðunum þegar þau náðu myndum af henni nærbuxnalausri að fara inn í bíl, en eftir það birtist meðfylgjandi svar á vefsíðunni hennar
Þótt Púkinn hafi nú engan sérstakan áhuga á að fylgjast með Britney, frekar en Paris Hilton, og hvað sem þær heita nú allar þessar ríku, frægu, og ofdekruðu stelpur, sem hafa lent í vandræðum með að höndla athyglina sem þær hafa fengið, þá hefur hann eina ákveðna skoðun á málinu:
Þessar stelpur þurfa á hjálp að halda.
![]() |
Britney snoðklippt á húðflúrsstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Lófalestur? Nei, ekki alveg...
Ulf Buck, blindur 39 ára spámaður í Þýskalandi segist hafa hæfileika til að sjá fyrir framtíð fólks með því að lesa í rasskinnar þess.
Að sögn hans má lesa í lesa í línur sem þar eru alveg á sama hátt og þær línur sem eru í lófum fólks.
Nánari upplýsingar má finna um þetta hér og hér.
Uflf Buck hafnar að sjálfsögðu öllum ásökunum um að áhugi hans á að strjúka afturenda fólks stafi af einhverjum annarlegum hvötum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Fer fyrir okkur eins og risaeðlunum?
16 mars, 2880. Það er dagurinn þar sem loftsteinninn (29075) 1950 DA mun (hugsanlega) rekast á Jörðina.
Sem stendur er umræddur loftsteinn sá sem er líklegastur til að valda árekstri, en annar dagur sem fólk gæti merkt við á dagatalinu sínu er 13. apríl 2036, þegar (99942) Apophis hefur 1:45.000 líkur á að rekast á Jörðina.
Púkinn ætlar svo sem ekki að gera lítið úr afleiðingum sem árekstur loftsteins gæti haft fyrir jörðina og mannkynið, en honum finnst nú að það séu ýmsar aðrar ógnir sem eru meira aðkallandi.
![]() |
Stefnt að sameiginlegri viðbragðsáætlun við loftsteinaárekstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
deCODE - fréttir?
Púkanum finnst það nú eiginlega ekki frétt að bréf deCODE hafi hækkað um 5 sent.
Ef menn skoða hvernig gengi bréfanna hefur þróast frá upphafi er ljóst að þessi nýjasta hækkun er minniháttar - þetta er ekki orðið að frétt ennþá - ef gengið stykki upp um 10% eða meira, þá væri þetta e.t.v. þess virði að fjalla um það.
Það má einnig benda á að á bak við þessa hækkun voru einungis 281.117 bréf, eða um 80 milljónir íslenskra króna, sem er langt undir meðalveltu, sem er rúm 500.000 bréf.
Púkinn vill gjarnan fá fréttir af íslenskum fyrirtækjum, en þetta er bara ekki frétt.
![]() |
Hækkun á bréfum deCODE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Samtök tilvistarskertra
Púkinn á við tilvistarkreppu að stríða - eða væri réttara að kalla það "tilvistarskerðingu"? Hann er nefnilega ekki til - svona í vissum skilningi.
Púkinn hefur enga kennitölu og tilvist hans er ekki viðurkennd af hinu opinbera. Hann getur ekki fjarfest í hlutabréfum eða höfðað meiðyrðamál, svo dæmi sé tekið um þá mismunun sem Púkinn og aðrir tilvistarskertir einstaklingar búa við.
Púkinn er ekki einn um að búa við þetta vandamál, en tilvistarskerðing er útbreiddari en margir myndu halda. Meðal þekkra einstaklinga með tilvistarskerðingu má nefna Andrés Önd, Stekkjastaur og alla hans fjölskyldu, já og líka Silvíu Nótt.
Við, tilvistarskertir einstaklingar höfum fengið okkur fullsadda á þeirri mismunum sem viðþurfum að búa við og stefnum að stofnun samtaka til að standa vörð um hagsmuni okkar.
Tilvistarskertir einstaklingar allra landa, sameinist!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Pssst...viltu kaupa maura?
Púkinn hefur heyrt um margar leiðir sem menn nota til að narra peninga út úr þeim sem eru trúgjarnari eða fáfróðari en þeir sjálfir.
Eitt það frumlegasta upp á síðkastið er uppátæki manns að nafni Wang Zhendong, sem seldi fólki lifandi maura, eins og þá sem eru notaðir í sumum héruðum Kína í te eða seyði sem er vinsælt gegn ýmsum kvillum eins og liðagigt.
Wang seldi fólki maura og lofaði góðri ávöxtun fjárfestingarinnar handa þeim sem myndu ala maura. Hann þóttist síðan reiðubúinn til að kaupa fullvaxna maura til baka fyrir umtalsvert fé.
Alls voru um 100.000 samningar um mauraeldi gerðir uns spilaborgin féll, en þá kom í ljós að allar lýsingar Wangs á verksmiðjunni sem átti að framleiða mauraseyðið voru hreinn uppspuni.
Ávinningur Wangs var um 25 milljarðar íslenskra króna - já, glæpir geta borgað sig.
Wang war síðan dæmdur til dauða síðastliðinn þriðjudag.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Guð er í kjallaranum og heldur þræla
Guð er fundinn. Hann heitir Glenn Marcus, 53 ára, og býr í kjallara í húsi foreldra sinna þar sem hann selur myndasögublöð.
Já - og hann hefur líka nokkra BDSM þræla, konur sem hann kallar nöfnum eins og "Doggie", "Nameless" og "Robot". Þrælarnir kalla hann hins vegar "God".
Glenn Marcus er nú fyrir rétti, en réttarhöldin snúast að miklu leyti um það hvort samband hans og þrælanna byggðist á upplýstu samþykki þeirra eða ekki.
Það skal tekið fram að hann hélt konunum ekki föngnum. Þær komu og fóru eins og þær vildu - komu till að láta niðurlægja sig og pína á undarlegasta hátt.
Púkanum finnst mannfólk skrýtin dýrategund og stundum skilur hann það alls ekki. Honum finnst til dæmis undarlegt að femínistar mótmæli ekki hóteli sem gerir út á S&M markaðinn og útbýr sérstakar handjárnafestingar á rúmin, en ætli alveg að ærast yfir hóteli sem hýsir hóp fólks sem kemur hér og ætlar að fara í Bláa lónið, skoða Geysi og kynna sér skemmtanalíf Reykjavíkur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)