Föstudagur, 16. febrúar 2007
"23:00 Orgy at Austurvöllur"
Púkinn var að skoða dagskrá fyrir þetta Snowgathering 2007 og var að velta fyrir sér hvort séraðgerðadeild femínista myndi standa fyrir mótmælum og uppákomum við einstaka atburði.
Fjöldamótmæli við Bláa lónið klukkan 3 á laugardegi? Mótmælastaða við Geysi á föstudeginum?
Það sem Púkinn furðaði sig hins vegar á var hvaða "ice restaurant" er um að ræða - annað hvort hefur Púkinn misst af einhverju, eða um einhvern misskilning er að ræða.
Annars er dagskráin ósköp venjuleg ferðamannadagskrá, nema ef undanskilin er föstudagsheimsóknin á strippbúlluna. Hverju áttu menn eiginlega von á - bjóst fólk við dagskrárliðum eins og "23:00 Orgy at Austurvöllur" ?
Púkinn sér eiginlega ekki hvernig er hægt að nefna þetta "þing" eða "ráðstefnu" - það er nú ekki eins og verið sé að halda fyrirlestra eða vörukynningar.
Annars mundi Púkinn eftir svolitlu sem femínistarnir hafa ekki minnst á. Það mun víst vera þannig að meðaltekjur kvenstjarna í klámmyndabransanum eru umtalsvert hærii en karlmanna í sömu grein.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Verktakar í sandkassaleik
Púkinn ber nú ekki mikla virðingu fyrir verktökum þeim sem ruddust gegnum Þjóðhátíðarlundinn, en veltir jafnframt fyrir sér hvort hér séu á ferðinni sömu verktakarnir og þeir sem skemmdu trjágróðurinn í landi Púkans.
Þannig var mál með vexti að fjölskylda Púkans á sumarbústað nálægt Vatnsenda, í landi Kópavogs. Á síðasta ári var lagður vegur fram hjá landi Púkans, en þeir verktakar sem það gerðu ákváðu að ryðja jarðvegi yfir land Púkans. Það voru að vísu einhver tré þar fyrir, en það var auðvelt að ryðja þeim úr vegi með stórum gröfum.
Afraksturinn - Raðir af öspum, stafafurum og birkitrjám - sum gróðursett af Púkanum mörgum árum fyrr - voru ónýtar. Og ástæðan - jú verktakarnir sögðu að enginn hefði sagt þeim að þeir mættu ekki "bakkamoka".
Skítt með það að þeir séu að eyðileggja eigur annarra og skemma gömul tré - nei - strákarnir verða að fá að leika sér á stóru fínu gröfunum sínum.
Skaði Púkans hefur ekki enn verið bættur, en Púkinn væntir þess að það muni gert núna í vor.
(Púkinn frábiður sér allar athugasemdir um að það sé púkalegt að vera með sumarbústað í Kópavogi).
![]() |
Skarð rofið í Þjóðhátíðarlundinn án vitneskju borgaryfirvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
iPhone undratækið
Svona fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á ýktri markaðssetningu undratækja kemur hér svolítið til að horfa á svona í lok vinnuvikunnar:
iPhone - undratækið sem getur allt
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Málvillur hjá mbl.is
Við lestur sumra frétta á mbl.is veltir Púkinn fyrir sér hvort frændi hans, prentvillupúkinn sé kominn í aukavinnu á Morgunblaðinu.
Skoðum aðeins þessa frétt um atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi.
..þar sem ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta um að senda auka herlið til Íraks.
"þar sem ávörðun HVAÐ" ? "..verður rædd"? "...verður sennilega samþykkt"? "..verður sennilega hafnað"? Það vantar endann á setningunni - hún er merkingarlaus eins og hún er.
Þetta hefur verið fyrstu umræðurnar...
Ha? Þetta hljómar nú eins og eitthvað sem einhver sem er bara búinn með fyrsta daginn á íslenskunámskeiði myndi segja..."Mig tala gott íslenska".
Umræðuefnið ávörðun Bush um að senda 21.500 aukalið til Íraks
Lengi getur vont versnað. Það er hreinlega erfitt fyrir Púkann að taka fréttirnar alvarlega þegar greinarnar eru morandi í svona málvillum
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Lögfræðingar í Undralandi
Baugsmálið vakti Púkann til umhugsunar um undarlega hegðun lögfræðinga og í framhaldi af því komst hann að því að árlega eru ýmsar viðurkenningar veittar á því sviði.
Samkvæmt The Times í London var sigurvegari ársins 2006 lögfræðingurinn Bob Moodie, sem mætti fyrir rétt klæddur eins og Lísa í Undralandi til að vekja athygli fjölmiðla á því sem hann taldi vera yfirhilmingu stjórnvalda.
Dómari ársins var Florentino Flore jr. sem var vikið frá störfum eftir að hann hafði lýst því yfir að hann nyti aðstoðar þriggja ósýnilegra dverga, Luis, Armand og Angel við dómarastörfin.
Vitni ársins var Gail Sheridan, sem bar vitni í máli manns hennar gegn News of the World, sem hafði sagt hann taka þátt í kynsvalli. Gail sagði manninn sinn svo leiðinlegan að það skemmtilegasta sem hann gerði um helgar væri að lesa orðabækur til að finna löng orð til að nota í Scrabble.
Sigurvegari í flokki vonlausra málssókna var lögfræðingurinn Jens Lorek, sem leitaði einstakinga sem hefðu verið numdir á brott af geimverum, til að geta höfðað mál fyrir þeirra hönd.
Og svo finnst fólki Baugsmálið vera skrípaleikur....huh!
![]() |
Dómari stöðvaði skýrslutöku saksóknara í Baugsmálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
(Ó)öryggi auðkennislykla
Auðkennislyklarnir bæta öryggi heimabankanotenda að nokkru leyti, en því fer þó fjarri að öryggið sé fullkomið.
Skoðum aðeins hvernig reynt er að stela af heimabankanotendum og hvaða vandamál auðkennislyklarnir leysa.
- Vörn gegn njósnaforritum á tölvum notenda. Það er til ótrúlegur fjöldi forrita sem reyna að stela aðgangsupplýsingum að heimabönkum, kreditkortaupplýsingum og ýmsum lykilorðum. Fjöldi slíkra forrita í umferð er sennilega á bilinu 100.000-200.000. Það hafa komið upp tilvik hér á landi þar sem slík forrit virðast hafa verið notuð til að nalgast aðgangsupplýsingar fyrir heimabanka.
Fljótt á litið mætti halda að auðkennislyklarnir myndu koma að öllu leyti í veg fyrir notkun slíkra forrita, en svo er ekki, enda er tölva sem hefur slíkt njósnaforrit áfram galopin fyrir svokölluðum "man in the middle" árásum. Það væri ekki mikið verk að breyta njósnaforritunum þannig að þau megi áfram nota til innbrota í heimilisbanka, en Púkinn vill af augljósum ástæðum ekki lýsa því hvernig það mætti gera.
- Vörn gegn þjófnaði aðgangsupplýsinga. Þeir eru margir sem eiga erfitt með að muna stafa- og talnarunur og skrifa þær gjarnan á blöð - til dæmis litla gula "Post-it" miða sem eru jafnvel festir á hornin á tölvuskjánum.
Auðkennislykillinn veitir mjög góða vörn í þessum tilvikum. Jafnvel þótt einhver steli upplýsingum um reikningsnúmer og aðgangsorð, eru þær upplýsingar einskis nýtar nema auðkennislyklinum sé stolið líka. Fáir eru líklegir til að geyma hann á sama stað og blað með niðurskrifuðum aðgangsupplýsingum.
- Vörn hegn heimsku og trúgirni. Þær upphæðir sem er stolið á beinan hátt út heimabönkum eru hverfandi miðað við þær upphæðir sem fólk tapar þegar það lætur gabbast til að eyða peningum í Nígeríusvindl, pýramída/keðjubréf eða hvað svo sem byggir á því að narra peninga út úr fáfróðum eða trúgjörnum einstaklingum.
Auðkennislykillinn veitir augljóslega enga vörn í þessum tilvikum....því miður.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Hvað er barnaklám - hluti 1
Púkinn er hlyntur hörðum aðgerðum gegn þeim sem framleiða barnaklám eða dreifa því, en ljóst er að löggjafinn verður að vanda sig þegar að skilgreiningum kemur.
Púkinn vill nefna eitt dæmi um hvernig lagabókstafurinn getur leitt til annars en ætlunin var í upphafi.
Jeremy var 17 ára og kærastan hans, Amber, var 16 ára. Þau voru nakin saman í rúminu að gera það sem naktir unglingar aðhafast gjarnan saman. Ekkert af því sem þau gerðu var ólöglegt samkvæmt lögum Florida, þangað til þau tóku myndir af sér og Amber sendi myndirnar síðan í tölvupósti til Jeremy.
Úps...
Þau fengu bæði á sig ákæru fyrir framleiðslu og dreifingu barnakláms og Jeremy var síðan einnig kærður fyrir vörslu þess. Menn geta síðan ímyndað sér hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir framtíð þeirra að hafa slíkt á sakaskránni.
Samkvæmt lögunum voru þau nógu gömul til að sofa saman, en ekki til að skjala það - nokkuð sem löggjafinn hafði væntanlega ekki hugleitt þegar lögin voru sett.
Meira um þetta mál hér.
Hluti 2 af þessari grein er væntanlegur síðar.
![]() |
Barnaklámshringur upprættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Prestur stelur kirkju - og skrifar bók
Það eru ekki bara harðir trúleysingjar sem tala um presta sem svikahrappa - það gera einnig sóknarbörn First Congregational Church í bænum Ripon í Kaliforníu.
Séra Randall Radic falsaði skjöl sem gáfu honum eignarhald yfir kirkjunni og prestsetrinu og fékk fjórtán milljón króna lán út á það. Síðan seldi hann eignirnar fyrir rúmar 35 milljónir króna.
Peningana notaði hann síðan meðal annars til að kaupa sér nýjan BMW.
Presturinn sat inni í sex mánuði, en er nú laus og stefnir að því að gefa út bók um málið. Hann segist hafa gert tæknileg mistök, en í ófullkomum heimi geri menn ófullkomna hluti.
Söfnuðurinn hefur náð kirkjunni aftur, en málaferli standa enn yfir vegna prestsetursins. Nýi presturinn þeirra býr á meðan í hjólhýsi.
Bók prestsins má finna hér en von er á fleiri bókum frá honum, þar á meðal væntanlegri metsölubók um svikamálið. Púkinn mælir ekki með þessum bókum undir nokkrum kringumstæðum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Ævintýrið um OZ
Púkinn lifir og hrærist í heimi hátækni og gerir sitt besta til að fylgjast með því hvað er á döfinni hjá íslenskum fyrirtækjum í tækni- og tölvugeiranum.
OZ getur reyndar varla talist íslenskt fyrirtæki lengur, enda eru höfuðstöðvar þess í Montreal og meginhluti hluthafa erlendir. Saga OZ er um margt ótrúleg og þá helst að fyrirtækið skuli hreinlega enn vera til, eftir allt sem fyrirtækið hefur gengið í gegnum.
Skoðun Púkans er að það sé einna helst að þakka þæfileikum stjórnenda til að endurskilgreina eðli og tilgang fyrirtækisins og dugnaði þeirra við að fá stöðugt nýja samstarfsaðila og fjárfesta, þegar fyrri fyrirætlanir bregðast.
Margir töpuðu umtalsverðu fé á fjárfestingum í OZ á sínum tíma, en slíkt er eðli áhættufjárfesstinga í ungum fyrirtækjum - meirihluti þeirra rennur út í sandinn en inn á milli má finna fyrirtæki sem skila hluthöfum sínum fjárfestingunni margfaldri til baka.
Það sem Púkanum finnst hins vegar athygliverðast er hve hagur OZ tók að vænkast eftir að fyrirtækið flutti aðalstöðvar sínar til Kanada. Þetta er í sjálfu sér ekki skrýtið - Kanadastjórn hefur stuðning á mikilvægi þess að styðja við hátæknifyrirtæki meðan þau eru að koma undir sig fótunum, en það sama getur Púkinn því miður ekki sagt um íslensk stjórnvöld.
Ef til vill horfir til betri vegar eftir næstu kosningar - sumar þeirra hugmynda sem komu fram á nýafstöðnu sprotaþingi eru góðra gjalda verðar, þótt Púkinn efist nú um að þær komist til framkvæmda nema í útvatnaðri mynd. Staðreyndin er einfaldlega sú að sjórnmálamenn eru hræddir við að styðja við hluti sem þeir skilja ekki.
![]() |
Lausnir OZ til 85 milljóna notenda um allan heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
Harðari refsingar, takk!
Púkanum finnst dómstólar á Íslandi ekki standa sig í stykkinu, sér í lagi hvað síbrotamenn varðar.
Margir þeirra sem rata inn í fangelsi landsins eiga við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða og nauðsynlegt er að taka betur á þeim málum - reyna að koma mönnum aftur á rétta braut áður en það er orðið of seint.
En hvað ef menn taka ekki sönsum og halda áfram að brjóta af sér, jafnvel daginn eftir að þeim er sleppt út?
Þegar menn lenda í fangelsi margoft fyrir ofbeldisglæpi, innbrot, fíkniefnasmygl eða önnur alvarleg brot, þá er ljóst að kerfið er ekki að virka hvað það varðar að vernda þegna þjóðfélagsins fyrir þessum mönnum.
Hertar refsingar síbrotamanna myndu ekki hafa aukinn fælingarmátt, og þau myndu ekki gera viðkomandi að betri einstaklingum, en þau gætu gert þjóðfélagið öruggara. Púkinn telur kröfu samfélagsins til öryggis rétthærri réttindum síbrotamanna.
Þess þarf að vísu að gæta að fara ekki út í öfgar, eins og gerðist í Bandaríkjunum, þar sem þessi svonefndu "Three strikes and you're out" lög hafa leitt til þess að menn hafa jafnvel verið dæmdir í 25 ára fangelsi fyrir að stela nokkrum súkkulaðibitakökum.
![]() |
Dæmd í fangelsi fyrir fíkniefnasmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)