Er Silvía Nótt púkaleg?

silvia_nottPúkinn er, eðli málsins samkvæmt, sérfræðingur í öllu sem getur kallast púkalegt.  Þar sem sumir vilja meina að Silvía Nótt falli í þann hóp hefur Púkinn tekið málið til vandlegrar athugunar.

Púkinn á það einnig sameiginlegt með Silvíu Nótt að vera ekki nema að hluta raunverulegur - heldur bara sérstök hlið persónuleika "eiganda" síns.

Púkinn hefur því miður ekki fengið Silvíu Nótt í heimsókn ásamt lífvörðum sínum, en slík uppátæki vekja svipuð viðbrögð og annað athæfi hennar -  þessa tilfinningu sem Púkinn kýs að nefna broshroll

Þetta stafar af árekstri tveggja ósjálfráða viðbragða - annars vegar langar Púkann til að hlæja vandræðalega, en hins vegar til að hlaupa öskrandi í burtu, haldandi um eyrun.

Broshrollur er hins vegar þreytandi til lengdar, þannig að niðurstaða Púkans er að þótt Silvía Nótt sé ekki púkaleg, er hún orðin svolítið þreytt - hugmyndin er gjörnýtt.

Púkinn á hins vegar 11 ára gamlan púkaunga, og mörgum jafnaldra hennar finnst Silvía Nótt ennþá vera fyndin, þannig að ef til vill heldur aðdáendahópurinn Silvíu Nótt á lífi enn um sinn.


mbl.is Silvía Nótt herjar á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veggjasóðar

graffiti"Graffiti-listamenn" - já einmitt það - huh!  Púkinn er hugsanlega til í að samþykkja þá sem listamenn sem krota á veggi sem þeir hafa leyfi til að sóða út - en flestir af þessum svokölluðu "listamönnum" eru ekkert annað en illa siðaðir sóðar.

Óagaðir, treggáfaðir og illa upp aldir strákgeplar sem bera ekki virðingu fyrir eigum annarra.

Púkinn rekur fyrirtæki með einni hlið sem ligguar að göngustíg.  Eitt hans fyrsta verk á hverjum morgni er að athuga vegginn, hvort hann hafi fengið að vera í friði yfir nóttina. Það bregst því miður oft og þarf Púkinn þá að taka sér pensil í hönd og mála yfir krotið, því ef það fær að vera óhreyft í einhverja daga virkar það eins og segull á aðra veggjakrotara.

Púkann langar mest til að koma upp myndavél sem fylgist með veggnum, en æ...það má hann víst ekki vegna persónuverndarlaganna.

Lögreglan tekur ekki á þessu, skólakerfið stendur sig ekki í stykkinu og foreldrarnir hafa brugðist.

Stundum finnst púkanum skrýtið að það þurfi leyfi til að hafa hund, en ekki til að ala upp börn.


mbl.is Er graffiti veggjakrot?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerviblogg

Um næstu áramót ganga í gildi lög í Bretlandi sem heimila lögsókn gegn þeim sem blogga á fölskum forsendum - þykjast til að mynda vera viðskiptavinir fyrirtækja en eru í raun starfsmenn þeirra eða eigendur, í þeim tilgangi að blekkja væntanlega viðskiptavini.

Lögin munu einnig ná yfir þá sem birta ritdóma um eigin bækur, en þykjast bara vera "lesandi í Vesturbænum", eða annað því um líkt.

Nú ætla ég ekkert að fullyrða um það hversu útbreitt þetta vandamál er hérlendis, en þessi bresku lög byggja á reglugerð ESB sem væntanlega nær einnig til EES-landsins Íslands.

Munu stjórnmálamenn hér á landi setja blogglög á komandi misserum?

Nánari upplýsingar má finna hér.


Hugsanalestur - jibbí!

mind_reading-320x287Púkinn á við ákveðið vandamál að stríða.  Stundum skilur hann ekki hvað kvenpúkar eru að hugsa, þannig að hann sér ákveðna möguleika í þessari nýja hugsanalesturstækni.

Það er gott og blessað að þróa tækni til að aðstoða lamaða til að tjá sig, en sá "markaður" er bara svo lítill samanborið við þá nöguleika sem bjóðast við að leyfa karlpúkum að skilja kvenpúka.

Spurningin er hins vegar - vilja karlmenn virkilega vita hvað konur eru að hugsa?

Eða jafnvel...

Vilja konur að karlmenn viti hvað þær eru raunverulega að hugsa?


mbl.is Þróa tækni til að lesa hugann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með geimfarana?

DNA3Fræ og frjókorn sem send eru út í geim verða fyrir geislun, sem veldur handahófskenndum stökkbreytingum.

Í einhverjum tilvikum veldur þetta eyðileggingu, en í öðrum tilvikum gætu á endanum sprottið upp plöntur með áhugaverðum eiginleikum.

Það að setja fræ og frjókorn í umhverfi með hárri geislun jafngildir í raun því að "þróunarklukkan" gangi hraðar - tölfræðilega séð hefðu sömu stökkbreytingar getað átt sér stað niðri á jörðinni, en líkurnar eru bara minni.

Flestar slíkar stökkbreytingar eru að sjálfsögðu skaðlegar, en menn geta leyft sér það þegar um fræ eða frjókorn er að ræða og vonast bara til að inn á milli sprettuupp áhugaverðar plöntur.

En hvað með geimfarana?

Dánartíðni geimfara er hærri en samanburðarhópa, en það er aðallega vegna slysa, ekki krabbameins af völdum geislunar, eins og halda mætti.  Ég veit ekki hvort rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni erfðagalla hjá börnum geimfara, en hins vegar er ljóst að öll áhætta vegna geislunar vex í lengri ferðum og er það eitt þeirra vandamála sem menn velta fyrir sér varðandi mögulegar ferðir til Mars.


mbl.is „Geimkartöflur“ nýjasta æðið í Sjanghæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjótippi ?

john_knowlesFyrst salernisskálar geta flokkast sem list (samanber þessa grein), þá finnst Púkanum að snjóstytta af tilteknum líkamsparti karlmanna ætti að geta talist list líka.

Rétt?

Nei, RANGT, að minnsta kosti samkvæmt lögregluþjóninum sem í síðustu viku sektaði John Knowles um 80 pund fyrir ósæmilegt athæfi á almannafæri vegna slíks snjólistaverks.

Þetta vekur upp ýmsar spurningar.

Myndi svona listaverk líka varða við lög á  Íslandi?

Hvaða fyrirmynd notaði listamaðurinn?  Sjálfan sig?

Hvað er eiginlega að fólki?

Eins og Púkinn hefur sagt áður, þá finnst honum mannkynið skrýtin dýrategund, en vilji einhverjir nánari upplýsingar um þetta tiltekna mál er þeim bent á þessa grein.


Maður bítur hund

policedogJohn B. Bogart, ritstjóri New York Sun sagði eitt sinn "Ef hundur bítur mann þá er það ekki frétt.  Ef maður bítur hund, þá er það frétt."

Þessu er einnig nátengt ástæðu þess að maður sér aldrei fréttir um þau lögbrot og hneykslismál sem stjólrmálamenn og aðrir þekktir einstaklingar lenda ekki í.

Í samræmi við það að það sé frétt þegar maður bítur hund, þá fylgir hér nýleg frétt um það efni: Sjá þennan hlekk.

Maður á flótta undan lögregluhundi réðst á hundinn og beit hann.

Hundurinn beit til baka.

Hundurinn vann.

Púkanum finnst fólk vera skrítið.  Hundar eru svo miklu einfaldari og hegðun þeirra rökréttari.


Líf og dauði blondínu

SkyscraperUKDVDPúkinn á bágt með að skilja hvað það er sem heillar mannfólkið svona varðandi Anne Nicole Smith, enda er hann bara lítið blátt klíli sem dregst ekki að brjóstastórum blondínum.

Fjölmiðlaumfjöllunin sem andlát hennar fær er hreinlega ekki í neinu samræmi við raunverulegt mikilvægi hennar í mannkynssögunni. 

Frá þeim tíma sem liðinn er frá andláti hennar hafa væntanlega um 700 manns látið lífið í Darfur - en það er ekki frétt.

Nei, það er nú munur að vera dauð blondína, svona eins og helsta fyrirmyndin hennar í lífinu - Marilyn Monroe.

Framleiðendur Scyscraper kvikmyndarinnar sjá væntanlega fram á betri tíð með blóm í haga, enda mun sala myndarinnar væntanlega taka stökk núna þegar hún er dáin, en sú kvikmynd er víst einungis þekkt fyrir nektarsenuna hennar.

Sama gildir um þá sem selja nektarmyndir af henni á netinu.  Þeir búast væntanlega við verulegri söluaukningu.

Þetta er annars allt eitthvað svo dapurlegt - ekki vegna þess að hún sé dáin, heldur vegna þess hvernig hún lifði - dapurlega heimsk og klaufaleg blondína sem lifði á því sem hún hafði, en skildi í rauninni ekkert eftir sig - gerði ekkert til að gera heiminn betri.  Innantómt líf sem endaði með innantómum dauðdaga.


mbl.is Aðdáendur Önnu Nicole tjá tilfinningar sínar á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn af ofanfarandi!

Það sem Púkanum fannst merkilegast við þessa nýju skoðanakönnun er að 54.8% tóku afstöðu, sem með öðrum orðum þýðir að 45.2 % gerðu það ekki - tæpum helmingi kjósenda líkar ekki neinn af þeim kostum sem eru í boði.

Púkinn er aldrei spurður álits í svona könnunum, enda bannmerktur í þjóðskránni - hins vegar hefði hann verið í þessum óakveðna hópi.

Eins og Púkinn hefur sagt áður, þá er hann í svolitlum vafa um pólitískan lit sinn, en telur sig helst vera blágrænan.

Þessi skoðanakönnun styrkir grun Púkans um að mun fleiri séu sama sinnis - þeim hugnist einfaldlega enginn af þeim kostum sem eru í boði.

Ástæðurnar geta verið margvíslegar, en í tilviki Púkans er hann að vonast til að sjá raunhæfan "hægri-grænan" valkost.

Margrét og Ómar - hvar eruð þið? Þjóðin þarf á ykkur að halda.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kafari eða rotta?

070208_Roderick_William2Það getur verið hættulegt að vera kafari.  Á því fékk Joch Chessman að kenna, þegar hann var að synda í Smith River.

Einn af íbúunum við ána, William Roderick, taldi sig sjá stóra vatnarottu á sundi í ánni, náði í riffilinn sinn og skaut.

John Chessman liggur nú á sjúkrahúsi og er ástand hans sagt alvarlegt, en William Roderick er í vörlsu lögreglunnar. 

Það fer ekki á milli mála - íþróttir eru hættulegar að mati Púkans, enda er hann óttalegur letipúki.

Þeir sem villja vita meira um kafararottuna geta skoðað fréttina hér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband