Spænska eyðimörkin

topless2006Púkinn er hrifinn af Spáni, spænskum mat og því sem fylgir ferðum á spænskar sólarstrendur.  Hins vergar er ekki hjá því komist að hugleiða hvaða áhrif umrædd hitastigshækkun muni hafa á spænskan ferðamannaiðnað.  

Munu ferðamenn flýja Spán?  Verða sólarstrendur framtíðarinnar á Englandi og Danmörku? Munu Spánverjar sjálfir flýja hitasvækju hásumarsins og fara til Íslands?

Myndast markaðstækifæri til að selja grilluðum Spánverjum jöklaferðir um hásumarið, svo þeir geti kælt sig aðeins niður - meðan eitthvað er eftir af íslensku jöklunum að minnsta kosti?


mbl.is Spá fjögurra til sjö gráðu hækkun hitastigs á Spáni á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nytjalist ?

clark-sorensen-flower-urinalÞað er merkilegt að listfræðingar halda varla vatni yfir listrænu gildi hlandskálar, en þar sem óumdeilt er að hlandskál hefur ákveðið notagildi er niðurstaðan greinilega sú að hér sé um "nytjalist" að ræða.

Nytjalist er að sjálfsögðu ætluð til þess að vera notuð, en sá hængur er á að séu hlandskálar notaðr til þess sem þær eru raunverulega hannaðar, þá er hætt við því að einhverjir myndu ekki átta sig á að um nytjalist sé að ræða, heldur bara venjulega, ólistræna hlandskál.

Nei, til að fyrirbyggja slíkan misskilning skulu hér eftir allar hlandskálar Púkans ekki bara nefnast listaverk, heldur verður hönnun þeirra virkilega að bera með sér að um listrænar hlandskálar sé að ræða.

Þegar gestir koma í heimsókn og þurfa að míga í hlandskálar Púkans mun ekki fara á milli að þeir eru að nota nytjalist, ef hlandskálarnar líta út eins og þær sem hér eru myndir af.


mbl.is Skilorðsbundinn dómur fyrir að skemma fræga hlandskál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mile high club" ?

Flugvélasalaerni eru nú ekki sérlega rúmgóð og Púkinn á bágt með að ímynda sér að það geti verið þægilegt að athafna sig þar með öðrum aðila.

Sem betur fer eru sérstakar flugferðir í boði frá aðilum eins og þessum fyrir pör sem hafa áhuga á að njóta hvors annars í háloftunum á þægilegri hátt.

Fólk getur jafnvel bókað ferð þar sem það fær í lokin vottorð um að það sé fullgildir meðlimir hins svokallaða "Mile high club".

Sá sem var upphafsmaður þessa var Lawrence Sperry, árið 1916, sem er einnig þekktur sem uppfinningamaðurinn sem fann upp sjalfstýringuna (autopilot) fyrir flugvélar. Það er að sjálfsögðu mjög skiljanlegt, þar sem hann var gjarnan upptekinn við annað meðan á flugi stóð.


mbl.is Fiennes og flugfreyja í háloftahneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti þáttur sápuóperunnar

Eins og ég sagði hér mátti búast við framhaldi af Anne Nicole Smith sápuóperunni.  Sá spádómur rættist jafnvel fyrr en ég bjóst við.

Hvað skyldi gerast í næsta þætti?


mbl.is Notaði Smith fryst sæði eiginmannsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Þessi frétt um að tíðni einhverfu væri mun hærri en áður hefur verið talið virðist bara misskilningur: sjá þennan hlekk

mbl.is Einhverfa algengari meðal bandarískra barna en talið hefur verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varfærni er góð

Norðmenn hafa aldrei verið þekktir fyrir ævintýramennsku - að minnsta kosti ekki eftir að víkingatímabilinu lauk.  Efnahagsmál þeirra eru líka í góðu lagi, peningum safnað í sjóði og verðbólgan og vextir í góðu lagi.

Nú snerta íslensku hávextirnir Púkann ekki beint, enda skuldar henn ekki neinum neitt - hver myndi líka vilja lána litlu bláu kríli pening - en hins vegar getur Púkinn ekki annað en velt fyrir sér hvað það er sem Norðmenn eru að gera rétt og Íslendingar gætu lært af þeim.

Kannski Íslendingar ættu bara að reka seðlabankastjórana sína og semja við Norðmenn um að stjórna þeim.

Heia Norge! 


mbl.is Verðlag og verðbólga lækka í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tom Cruise missile"

Púkanum finnst trúarbrögð manna frekar hlægileg, en misfyndin þó. Ein þau allra kostulegustu eru þau sem kennd eru við "Vísindakirkjuna" svokölluðu - söfnuðinn sem Tom Cruise, John Travolta og margir aðrir í Hollywood tilheyra...

...en einnig söfnuðinn þar sem fórnarlömbin þurfa að borga $380.000 fyrir að fá að láta hreinsa sig af andlegum sníkjudýrum og að fá vita allt um hverning mannkynið er komið af skeldýrum og um Xenu, drottnara vetrarbrautarinnar.

Hins vegar er það enginn brandari að ætla sér að berjast gegn þessum furðufuglum.  Á því fékk Keith Henson að kenna.  Fyrir sjö árum tók hann þátt í umræðu á alt.religion.scientology grúppunni þar sem einhverjir voru að grínast með "Tom Cruise Missile".  Keith sagði að þau hefðu nákvæmni upp á nokkra metra.

Henn hefði betur látið það ósagt, þar sem han fékk á sig kæru fyir árás á trúarhópa sem varðar 6 mánaða fangelsi.  Hann fluði til Kanada en sneri nýlega heim til Bandaríkjanna þar sem hann var handtekinn.

Já, brandarar um trúmál geta verið dýrkeyptir.

Áhugamönnum um þessa furðutrú er hér með bent á þessa vefslóð.


Hvíl í friði, Clippy

rippyClippy, litla bréfaklemman í Word, sem reyndi stöðugt að leiðbeina notendum um rétt vinnubrögð er ekki lengur á meðal okkar.

Ævi Clippy var erfið og mörkuð af mikilli gagnrýni.  Á honum dundu stöðugt frasar eins og "óþolandi afskiptasemi" og "hvers konar hálfviti heldur þessi bréfaklemma að ég sé?" en hann umbar þessa gagnrýni með jafnaðargeði og  brosti allt til síðustu stundar. Tux

Clippy átti fáa vini, en Tux, Linux mörgæsin var einn fárra sem sýndu honum skilning, enda var hlutskipti þeirra um margt svipað.

Það lýsir best því skilningsleysi sem Clippy mætti hjá yfirboðurum sínum að engar samúðarkveðjur bárust frá Bill Gates eða öðrum yfirmönnum Microsoft við fráfall hans.

Púkinn vottar aðstandendum Clippy samúð sína og veit að nú er Clippy kominn á betri stað, fjarri öllum notendaviðmótum með "Undo" og "Delete" hnöppum.


Anne Nicole Smith - sápuópera

ann_nicole_smith_1 Ef einhver hefði handritahöfundur hefði skrifað upp svona sögu og reynt að selja kvikmyndaframleiðenda hana, þá hefði honum verið sparkað út og sagt að vera ekki með svona fjarstæðukennt bull.

Svona söguþráður gæti einungis gengið í útslitinni sápuóperu eins og Leiðarljós (Guiding light), sem hefur gengið áratugum saman og engin man lengur hver hefur haldið fram hjá hverjum með hverjum.

Líf hennar var reyndar líkara sápuóperu en hversdagslegum raunveruleika - þar skiptust á hæðir og lægðir, en alltaf mátti ganga að því sem vísu að skrautlegt framhald yrði í næsta þætti.

Peningar, kynlíf, eiturlyf, dularfull mannslát - þessi sápuópera myndi vera bönnuð börnum.

Og, að sjálfsögðu eins og vera ber í slíkum þáttum, þá lýkur sögunni ekki við andlát aðalpersónunnar, heldur verða væntanlega málaferli í gangi árum saman, barnsfaðernismál, forræðisdeilur og erfðamál, svo ekki sé minnst á málaferli vegna kvikmyndaréttarins.

Franmhald í næsta þætti


mbl.is Þrír segjast vera feður dóttur Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandarísk hryðjuverk

Ef Sea Shepard væru arabísk samtök, sem hefðu ráðist á bandarísk svínasláturhús með sýru og reyksprengjum þá væru þau væntanlega úthrópuð sem hryðjuverkasamtök.

Þar sem þau eru hins vegar skráð sem bandarísk non-profit 501(c)(3) samtök njóta þau stuðnings í formi þess að framlög til þeirra eru frádráttarbær til skatts.

Púkinn er enginn sérstakur stuðningaðili hvalveiða.  Honum finnst hvalkjöt svosem þokkalega gott, en er ekki sannfærður um að ekki sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með hvalveiðum Íslendinga.

Púkanum finnst hins vegar skondið að fylgjast með hræsni Bandaríkjamanna gagnvart svona samtökum.  

Homo sapiens er skrítin lífvera. Púkinn er feginn að vera af þróaðri tegund, þótt hann sé bara lítill og blár.


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband