Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 10. október 2008
Það sem Rússarnir segja
Púkinn rakst á áhugaverða grein í Moscow News um stöðuna á íslandi og ástæður þess að Rússar ættu að lána Íslendingum pening - frá sjónarhóli Rússa.
Hér er hlekkur á greinina.
![]() |
Brown gekk allt of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 10. október 2008
Skammaryrðið "Íslendingur"
Það er ekki gott að vera Íslendingur í útlöndum þessa dagana. Það er ekki vegna smávægilegra óþæginda eins og að kreditkortin séu hætt að virka - nei, það er vegna ímyndarhruns þjóðarinnar. Það er ekki litið á Íslendinga eins og hörkuduglega athafnamenn, tilbúna til að taka áhættu.
Nei - hin nýja ímynd þjóðarinnar er óprúttnir, vafasamir fjárglæframenn, sem best er að forðast.
Takk fyrir....eða þannig.
![]() |
Hollensk stjórnvöld tryggja hag Icesave reikningshafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. október 2008
Tekur einhver Framsókn alvarlega?
"Faglegar ráðningar", segir Framsóknarflokkurinn.
Einmitt það já.
Þegar þetta kemur frá þeim flokki sem á sennilega met í að pota vanhæfum flokksgæðingum í feit embætti er nú eiginlega ekki hægt að taka þetta mjög alvarlega.
Heldur Framsókn virkilega að þjóðin muni ekki eftir þeirra "afrekum" í fortíðinni?.
![]() |
Faglegan Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Er núna rétti tíminn til að lækka stýrivexti?
Eins og lesendum Púkabloggsins undanfarin ár ætti að vera kunnugt, hefur Púkinn haldið því fram að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hafi verið mistök.
Reyndar mætti jafnvel ganga enn lengra og rökstyðja að það ferli sýni að þeir háu herrar hafi í grundvallaratriðum misskilið eðli verðbólgu á Íslandi. Hækkun stýrivaxta til að slá á verðbólgu getur virkað undir ákveðnum kringumstæðum, en þá þarf tvennt að vera til staðar. Í fyrsta lagi verður verðbólgan að stafa af þenslu í þjóðfélaginu, ekki utanaðkomandi áhrifum eins og t.d. olíuverðshækkunum. Í öðru lagi verða stýrivextirnir að bíta - í þeim skilningi að þeir verða að ráða þeim kjörum sem einstaklingum og fyrirtækjum býðst fjármagn á.
Þetta er raunin í Bandaríkjunum og flestum siðmenntuðum löndum - þar tekur fólk lán í sínum eigin gjaldmiðli og hækkaðir stýrivextir bíta beint - fólk dregur saman seglin, það hægist um í þjóðfélaginu og þenslan minnkar.
Þetta var ekki raunin hér á Íslandi, þar sem bankarnir beinlínis otuðu erlendum lánum að fólki. Það má deila um hvort bankarnir hafi nýtt sér almanna fáfræði fólks um hagfræði, en málið er að vaxtahækkanir Seðlabankans höfðu af þessum sökum ekki tilætluð áhrif - og í stað þess að beita bindiskyldutækinu til að hemja bankana hélt Seðlabankinn bara áfram að hækka og hækka vextina.
Hækkanirnar höfðu hins vegar önnur, óæskilegri áhrif - stuðluðu að útgáfu jöklabréfa og innstreymi fjár til landsins, sem styrkti krónuna langt umfram það sem eðlilegt mátti teljast. Þetta setti útflutningsfyrirtækin í erfiða stöðu, enda er styrking krónunnar bein atlaga að rekstrargrundvelli þeirra - en, hinir háu herrar töluðu bara um "eðlileg ruðningsáhrif".
Málið er það að vextina hefði aldrei átt að hækka eins mikið og gert var. En, ef Seðlabankinn hefði lækkað vextina fyrr, hefði það valdið flótta jöklabréfafjármagnsins úr landi, sem aftur hefði valdið veikingu krónunnar, sem hefði skilað sér í hækkuðu vöruverði, sem hefði mælst sem verðbólga.
Seðlabankinn mátti ekki gera þetta vegna þess að samkvæmt lögum er meginmarkmið hans að halda verðbólgu niðri - ekki að viðhalda stöðugleika eða reyna að halda hjólum efnahagslífsins gangandi - nei - lögum samkvæmt varð hann að einblína á verðbólguna og ekkert annað.
Núna er staðan hins vegar breytt. Verðgildi krónunnar er fallið niður úr öllu og engum heilvita manni dettur í hug að gefa út jöklabréf. Hvað myndi gerast ef Seðlabankinn snarlækkaði vextina núna - t.d. niður í 8-10%?
Það er að vísu svolítið erfitt að segja fyrir um hvaða áhrif það myndi hafa, en Púkinn metur það samt svo að það myndi ekki gera ástandið verra. Áhrifa myndi gæta í peningamarkaðssjóðum (sem eru að vísu lokaðir sem stendur), í genginu (en ástandið þar er svo slæmt að óljóst er hvort það myndi versna nokkuð meira) og í fjármögnun ríkissjóðs (sem er í molum hvort eð er).
Vaxtalækkunin myndi hjálpa verulega þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem skulda í íslenskri mynt. Hún myndi að vísu ekki hjálpa þeim sem eru með erlend lán á bakinu, en eins og Púkinn hefur sagt þá var það hrein heimska að taka slík lán og það er spurning að hve miklu leyti eigi að bjarga fólki og fyrirtækjum frá þeirra eigin heimsku.
Nei, vaxtalækkun núna mun sennilega ekki gera vont ástand verra og mun hjálpa hluta fyrirtækja og þjóðarinnar. Hugsanlega hafa sérfræðingar IMF komið ráðamönnum í skilning um þetta og við gætum þá jafnvel séð vaxtalækkun í dag, en það væri sennilega illskásta aðgerðin í stöðunni.
Eins og eitt ágætt fyrirtæki segir: "Ekki gera ekki neitt".
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. október 2008
Seðlaskortur í landinu?
Það virðist vera að a.m.k. sum útibú sumra banka séu komin í vandræði með íslenska seðla.
Púkinn þarf að inna af hendi smágreiðslu á næstunni. Nú, ef svo kynni að fara að viðskiptabankinn yrði lokaður þann dag (annað eins hefur nú gerst), þá ákvað Púkinn að taka þessa aura út í íslenskum seðlum.
Neibb.
Það var komið þak á úttektir í íslenskum krónum í útibúi Púkans, þannig að Púkinn fékk ekki að taka út nema helming þess sem hann vantaði. Púkinn vill minna á að hann er ekki að tala um gjaldeyrisúttektir - takmarkanir á þeim eru skiljanlegar - nei, það sem Púkinn er að tala um er venjulegar íslenskar krónur.
Ástæðan?
Jú - bankinn var að verða uppiskroppa með 5000kr seðla. Það voru engar hindranir ef menn vildu bara millifæra, en seðlar...nei, þeir liggja ekki á lausu.
Forsætisráðherra lofar eðlilegri bankastarfsemi hvað almenning varðar...Ætli það þurfi ekki að flytja einhver vörubretti af seðlum úr geymslum Seðlabankans (þ.e.a.s. ef seðlarnir eru yfirhöfuð til í landinu) til að það loforð standist.
![]() |
Viðskipti milli landa verða tryggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. október 2008
Eru íslensk greiðslukort ónothæf erlendis?
Þær fréttir berast nú að ekki sé hægt að nota íslensk greiðslukort erlendis - a.m.k. sé ekki lengur hægt að taka út úr hraðbönkum.
Einn fyrrverandi starfsmanna Púkans er um þessar mundir staddur á Bahamaeyjum og sendi þessa mynd hingað - en þetta er það sem hann fékk upp þegar hann reyndi að taka út vesæla 10 dollara, svona til að prófa þetta.
Úps......
![]() |
Greiðslustöðvun í Lúxemborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. október 2008
Tvöfalda gengið - munu útflutningsfyrirtækin koma með gjaldeyrinn heim?
Í dag ríkir algjör óvissa um gengi íslensku krónunnar, en í raun er tvenns konar gengi - annars vegar það sem Seðlabankinn reynir að halda uppi með handafli og hins vegar það sem bankarnir (innlendir eða erlendir) nota.
Svona staða er óstöðug og getur ekki gengið til lengdar - það eru aðeins fjórir möguleikar í stöðunni.
- Seðlabankinn gæti gefist upp, ákveðið að vernda þann litla gjaldeyrisvarasjóð sem hann hefur og leyft gengi krónunnar að falla, með tilheyrandi verðbólgu og áföllum fyrir almenni
- Seðlabankinn gæti farið í þrot og gjaldeyririnn klárast vegna þess áhlaups á krónuna sem þessi staða býður upp á. Þessi staða myndi á endanum valda enn meira falli krónunnar.
- Trúverðugleiki ríkisins og Seðlabankans gæti vaxið að því marki að gengi krónunnar verði stöðugt á því gengi sem hann er að reyna að halda uppi. Þetta er æskilegasta útkoman fyrir þjóðfélagið, en byggir á því að menn sannfærist um að hvorugur fyrri möguleikanna tveggja sé líklegur.
- Seðlabankinn sættir sig við tvöfalt gengi krónunnar, með því að taka upp strangar hömlur á flutningi gjaldeyris úr landi. Krónan verður þá eins og rússneska rúblan á tímum Sovétríkjanna - nothæf innanlands, en er orðin verðlaus utan þeirra - hún er ekki lengur "hard currency".
Það eru því miður líkur á að þetta síðasta sé að gerast. Útflutningsfyrirtæki með gjaldeyri í bankanum eru nú í þeirri stöðu að geta ekki borgað starfsmönnum erlendis laun, vegna þess að bankarnir millifæra ekki gjaldeyri til útlanda. Vonandi er hér aðeins um tímabundið ástand, sem mun leysast innan nokkurra daga, því annars gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar, því fyrirtækin munu ekki sætta sig við að mega ekki borga laun.
Lausn fyrirtækjanna mun væntanlega verða sú að hætta að taka gjaldeyrinn heim - skipta honum erlendis á "erlendu" gengi, til útlendinga sem verða fegnir að fá eitthvað fyrir þær verðlausu krónur sem þeir sitja uppi með, en ef útflutningsfyrirtækin hætta að flytja gjaldeyrinn sem þau afla til landsins af þessum ástæðum, mun gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins versna enn frekar en orðið er.
---
Uppfærsla - nú, nokkrum tímum síðar er ljóst að seðlabankinn valdi kost #1 hér að ofan. Ekki besta lausnin, en illskárri en #2. Kostur #3 hefði verið bestur, en til þess hefði þurft að vera búið að dæla a.m.k 10 milljörðum evra inn í gjaldeyrisvarasjóðinn.
Jæja, þetta kemur ekki á óvart og var e.t.v. illskásti kosturinn í stöðunni.
![]() |
Seðlabanki miðar áfram við sama gengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Vandamál erlendra starfsmanna íslenskra fyrirtækja
Mörg íslensk fyrirtæki hafa erlenda starfsmenn og hvort sem þeir fá borgað í krónum eða evrum vilja margir þeirra senda peninga úr landi og heim til sín eða ættingja sinna.
Nú í dag bregður hins vegar svo við að settar eru hömlur á þá fjármagnsflutninga. Ég vona sannarlega að hér sé einungis um tímabundnar ráðstafanir vegna atburða gærdagsins, en standi þetta ástand lengur en nokkra daga er ljóst hvað mun gerast: Öll þau fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri munu hætta að flytja hann til Íslands, en leyfa honum að sitja á sæmilega öruggum reikningum erlendis og borga launin þaðan.
Þetta mun gera gjaldeyrisstöðuna hérlendis enn verri en áður. Já - enn eitt dæmið um "pissa-í-skóinn-sinn" efnahagsstjórnina á Íslandi.
![]() |
Gengið getur verið frábrugðið á milli banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. október 2008
Eru íslenskir námsmenn erlendis í útrýmingarhættu?
Gengisfall krónunnar undanfarið er mikið áfall fyrir íslenska námsmenn erlendis, enda eru námslán þeirra ekki bundin gjaldmiðli þess lands sem þeir stunda nám í.
Leiðrétting - jú, lánin munu víst vera bundin gjaldmiðlinum, en ekki á "opinberu" gengi Seðlabankans, heldur eru menn að fá gjaldeyrinn sinn á því gengi sem kreditkortafyrirtækjunum þóknast, þannig að vandamálið er til staðar - bara aðeins öðruvísi en Púkinn hélt...það er langt síðan Púkinn var blankur námsmaður.
Ef hér á Íslandi hefði verið "alvöru" efnahagsstjórn, hefðu námslánin átt að vera gengistengd við "opinbert" gengi, þannig að námsmenn þyrftu ekki að bíða upp á von og óvon eftir fréttum af gengi krónunnar til að sjá hvort þeir hafi efni á salti í grautinn næsta mánuðinn.
Ef ekkert er að gert, má búast við að einhverjir hrökklist úr námi - einstaklingar sem þjóðin hefði þurft á að halda, svona til lengri tíma litið, ef við viljum halda þekkingar- og menntunarstigi hér á landi viðunandi.
Púkinn hefur hins vegar fulla trú á því að í samræmi við þá stefnu sína að taka rangar ákvarðanir (eða réttar ákvarðanir á röngum tíma), muni stjórnvöld ákveða að gera ekki neitt.
![]() |
Evran dýr hjá kortafyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Gleymið öryggisráðinu!
Íslensk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að tilkynna strax í dag að hætt hafi verið við framboð Íslands til Öryggisráðsins - sem stendur verði skattpeningum Íslendinga eytt í aðra og þarfari hluti.
Við höfðum ekkert þangað að gera í upphafi og við eigum ennþá minna erindi þangað núna - það er nú ekki eins og við séum æskileg fyrirmynd um þessar mundir.
Að aflýsa framboðinu væru slæmar fréttir fyrir Kristínu Árnadóttur, kosningastjóra framboðsins ... en góðar fréttir fyrir afganginn af þjóðinni.
![]() |
Áhrif á framboð til öryggisráðsins óljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)