Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Skríll að skemma fyrir málstað mótmælenda
Púkinn er ekki sáttur við Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, stjórnvöld og ýmsa aðra aðila í þjóðfélaginu og telur fulla þörf á því að hreinsa út og fá hæft fólk til starfa.
Skrílslæti eru hins vegar ekki réttaleiðin til þess.
Það fólk sem braust inn í lögreglustöðina varð sjálfu sér til háborinnar skammar, en það sem verra er - það stórskemmdi fyrir málstað mótmælenda.
Svona hegðun leiðir eingöngu til þess að stjórnvöld geta afskrifað aðgerðirnar sem "skrílslæti" og staðið fast á því að taka ekkert mark á þeim.
Var ekki látinn vita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Gjaldeyrir inn í landið...eða hvað?
Einhverjir virða halda að bílaútflutningur þýði að gjaldeyrir muni streyma inn í landið, en málið er ekki svo einfalt.
Þeir erlendu aðilar sem eru að kaupa bílana eru ekki að þessu í neinu góðgerðarskyni við Íslendinga. Það sem þeir munu að sjálfsögðu gera er að kaupa krónur erlendis á því gengi sem er í gildi þar (í dag 245 kr/evra - sjá þennan hlekk) og senda þær krónur hingað.
Þetta kemur að sjálfsögðu mun betur út fyrir þá en ef þeir væru að borga í evrum, miðað við það gervigengi sem er haldið uppi hér á landi þessa dagana.
Sama á við um annan útflutning - auðvitað vilja menn frekar fá 245 krónur fyrir hverja evru og koma með krónurnar heim, heldur en að koma með evrurnar heim og fá 175 krónur fyrir hana. Núverandi ástand er óttalegur skrípaleikur, en því ætti nú að linna þegar krónan verður sett aftur á flot og "innlent" og "erlent" gengi á henni verður eitt og hið sama.
5000 bílar úr landi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Björgum eigin skinni - skítt með þjóðina!
Samkvæmt þessu ættu ráðamenn þjóðarinnar að hafa gert sér ljóst strax í febrúar að veruleg hætta var á hruni bankakerfisins - og að sjálfsögðu reyndu þeir að tryggja sig og sína.
Það væri forvitnilegt að sjá hversu margir af þeim sem höfðu vitneskju um þessa skýrslu gripu til þess ráðs að færa hlutabréf og skuldir vegna þeirra yfir í einkahlutafélög, nú eða að færa sinn sparnað yfir í gjaldeyri eða ríkistryggð bréf.
Í raun myndi Púkinn vilja sjá lla ráðamenn þjóðarinnar gera nákvæma grein fyrir sinni eignastöðu og eignabreytingum á þessu ári. Ætli það hafi ekki einhverjir hugsað fyrst og fremst um sjálfa sig - skítt með þjóðina.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Komið í veg fyrir að gjaldeyrir komist heim
Jafnvel þó útflutningsfyrirtæki vilji koma með gjaldeyri heim til Íslands eru ýmsar hindranir í veginum. Til dæmis taka nýju bankarnir ekki við erlendum ávísunum. Í fyrirtæki Púkans safnast upp erlendar ávísanir sem ekki er hægt að leggja inn, því bankinn (Nýja Kaupþing) tekur ekki við þeim.
Þau svör fást að ef til vill muni einn banki (Byr) byrja að taka við ávísunum eftir 2-3 vikur, en óvíst sé með hina bankana.
Glæsilegt ástand, ekki satt?
Rafrænar gjaldeyrismillifærslur skila sér hingað seint og illa og þar sem útflutningsfyrirtækin fá ekki að nota hluta þess gjaldeyris sem þau afla til að borga sína eigin reikninga erlendis er eina ráð þeirra að láta peningana safnast fyrir erlendis.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að útflutningsfyrirtækin komi ekki með gjaldeyrinn heim meðan kerfið virkar svona...eða virkar ekki, réttara sagt.
Smátt og smátt gengur á gjaldeyrisforðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Skyndiupptaka nýrrar myntar - veruleikafirring
Púkinn telur þá ekki í tengslum við raunveruleikann sem halda að Íslendingar geti tekið upp nýja mynt á nokkrum vikum og geti þannig á einhvern hátt komist hjá IMF láni.
Menn benda á að gjaldeyrisforði Seðlabankans dugi til að dekka peningamagn sem er í almennri umferð hér og virðast halda að það sé allt sem þarf.
Hvers konar þvættingur er þetta?
Setjum sem svo að Seðlabankinn skipti úr krónum í umferð fyrir evrur og lýsti með því krónuna úrelta. Hvað með innistæður í bönkum, eignir lífeyrissjóðanna í skuldabréfum og öll jöklabréfin. Eigendur þessara verðmæta ættu líka kröfu á að þeim væri skipt yfir í evrur.
Á Seðlabankinn evrur til þess?
NEI
Það atriði eitt og sér dæmir þessa hugmynd algerlega úr leik.
Segir Breta hafa yfirtekið ábyrgðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Yfirvofandi skattahækkanir
Burtséð frá öllum hugleiðingum um IMF-lán, Evrópusambandsumræðu og annað slíkt, þá er ljóst að næstu árin verður að reyna að viðhalda jákvæðum jöfnuði á fjárlögum. Ríkið má ekki eyða meiru en það aflar.
Það eru engar sársaukalausar leiðir færar til að ná því marki. Annað hvort verður að skera niður útgjöld eða hækka skatta. Það er að sjálfsögðu ljóst að einhver útgjöld verða skorin niður - Púkinn býst t.d. við stærri vega- og gangnaframkvæmdum sem ekki eru þegar hafnar verði frestað um nokkur ár.
Það er einnig ljóst að öllum fyrirhuguðum skattalækkunum verður slegið á frest um óákveðinn tíma.
Stóra spurningin er hins vegar hvort skattar verði hækkaðir. Almennar skattahækkanir fengju væntanlega frekar dræmar undirtektir, þannig að Púkinn býst helst við að sjá endurupptöku sérstaks hátekjuskatts og "lúxusvörugjalda" á tilteknar tegundir af innfluttum vörum.
Einhverjir munu leggja til hækkun fjármagnstekjuskatts, en það væri ákaflega heimskuleg aðgerð að mati Púkans.
Eru einhverjir aðrir valkostir í stöðunni?
Skattpíning mest í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Hugleiðingar um afstöðu Breta
Nú ætlar Púkinn að horfa aðeins á stöðu mála frá sjónarhorni Breta og velta fyrir sér hvað Íslendingar myndu hafa sagt ef málin hefðu snúist við - ef breskur banki með rekstur á Íslandi hefði lent í vandræðum.
Hugsum okkur að fyrir nokkrum árum hefði komið hingað stór breskur banki eins og NatWest eða HSBC. Hugsum okkur líka að hann hefði boðið ótrúlega góð kjör og náð til sín sparnaði allmargra Íslendinga.
Hugsum okkur svo að bankinn hefði lent í vandræðum - alvarlegum lausafjárskorti og ekki getað greitt innistæðueigendum. Hugsum okkur að breska ríkið hefði hlaupið til og tilkynnt að innistæður Breta hjá bankanum yrðu tryggðar að fullu, en innistæður í útibúum annars staðar (eins og á Íslandi) yrðu látnar mæta afgangi - þær væru tryggðar upp að 3 milljónum...eða kannski ekki. því innistæðusjóðurinn væri næstum tómur.
Yrðu Íslendingar ánægðir ef svona væri komið fram við okkur? Hver myndu viðbrögðin hafa orðið?
Nú er Púkinn ekki að réttlæta viðbrögð Breta - bestu viðbrögð þeirra myndu hafa verið að aðstoða Íslendinga að styðja við bankann áður en hann lenti í vandræðum...en það sem ég lýsti hér að ofan hjálpar ef til vill einhverjum að skilja viðhorf hins almenna Breta.
Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Edda Rós Karlsdóttir: Þegiðu!
Það er ekki svo langt síðan Edda Rós Karlsdóttir hrósaði IceSave og styrk íslensku bankanna. Frá sjónarhóli Púkans er hún ein þeirra sem kveikti þá elda sem nú brenna í íslensku efnahagslífi.
Látum liggja á milli hluta hvers vegna í ósköpunum hún fékk starf hjá Nýja Landsbankanum, en miðað við hennar fyrri afrek og ummæli hefur hún minni en engan trúverðugleika.
Stundum á fólk bara að skammast sín og þegja.
Koma krónulufsunni" í gang á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Þjóðin og myntkörfulánin
Púkinn á bágt með að skilja þá sem tóku myntkörfulán á árinu 2007, þegar öllum hefði átt að vera augljóst að krónan var allt, allt of sterk og það væri ekki spurning um hvort hún myndi falla hressilega, heldur bara hvenær. Að taka myntkörfulán á þessum tíma jafngilti í raun stöðutöku í krónunni án öryggisnets - fólk var að veðja á að krónan myndi haldast sterk.
Fólk á ekki að stunda þannig gengisbrask nema það viti 100% hvað það er að gera, hver áhættan er og ef það hefur efni á tapinu ef hlutirnir ganga ekki upp.
Það átti ekki við um stóran hluta þeirra sem tóku svona lán - en hvers vegna gerði fólk þetta? Var ein skýringin að bankarnir voru að ota þessum lánum að fólki, þótt þeir gerðu sér mæta vel grein fyriráhættunni og því að aðeins væri spurning um tíma þangað til krónan félli og þessi lán myndu snarhækka?
Hver er hin siðferðislega og lagalega ábyrgð bankanna, miðað við að þeir gerðu sér grein fyrir yfirvofandi hruni og vernduðu sjálfa sig gegn því með stöðutöku gegn krónunni?
Báru þeir enga ábyrgð á því að vara fólk við áhættunni? Eða, vildi fólk bara fá að hegða sér eins og fífl í friði?
Árás á fullveldi þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Gagnaver - gott mál
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Púkinn er hlynntari uppbyggingu gagnavera og skyldrar hátæknistarfsemi en olíuhreinsunarstöðva og annarrar mengandi stóriðju.
Svona fyrirtæki borga væntanlega hærra verð fyrir raforkuna en álverin og skapa verðmæt störf.
Bygging gagnavera verður líka væntanlega til það að aukinn kraftur verður settur í að koma íslandi í viðunandi ljósleiðarasamband við umheiminn.
Púkinn vonast hins vegar til þess að verðið fyrir notkun á ljósleiðarasambandinu muni lækka með tímanum, enda er það verð einfaldlega fáránlegt sem stendur.
Fyrirtæki Púkans dreifir miklu af gögnum frá sínum netþjónum. Þeir eru staðsettir í svona gagnaverum (eða netþjónabúum), en aðeins örfáir þeirra eru á Íslandi. Ástæðan er einfaldlega sú að það myndi kosta tífalt meira að dreifa gögnunum héðan en frá netþjónum sem staðsettir eru í Bandaríkjunum.
Ólíkt hefðbundnum iðnfyrirtækjum eru mörg hátæknifyrirtæki ekki eins bundin af því að hafa starfsemi sína á tilteknum stað - ef aðstæður eru óhentugar þá er minnsta málið að flytja hluta starfseminnar úr landi.
Viljayfirlýsing um byggingu gagnavers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |