Færsluflokkur: Menning og listir

Að selja ættargersemarnar...

UPPBOD81_85Það er mikið að gera á listaverkauppboðum hjá Tryggva þessa dagana - mikil sala í verkum, en þó er það athyglivert að sum verðmætustu verkin seljast ekki - það gerist stundum að enginn er reiðubúinn til að bjóða það lágmarksverð sem seljandinn setur upp.

Er það vegna þess að væntingar seljandans eru óraunhæfar - eru einhverjir fastir í þeim verðum sem voru hér 2007 þegar listaverkaverð rauk upp úr öllu valdi, eða er vandamálið að kaupendur eru líka blankir - eiga hreinlega ekki pening?

Þessi uppboð eru annars hin ágætasta skemmtun - Púkinn mætti að vísu ekki á það síðasta, sem var haldið á mánudaginn var,  en mætti á síðustu þrjú þar á undan - þeim sem hafa áhuga á uppboðunum er bent á www.myndlist.is

Sumir þeirra sem eru að selja verk eru sjálfsagt að gera það tilneyddir - kollsigldu sig í hruninu, misstu sparnaðinn eða vinnuna,  en það er annar hópur sem er líka neyddur til að selja ættargersemarnar.

 Það er gjarnan eldra fólk, skuldlaust, með þokkalegar eignir - einbýlishús, sumarbústað og einhvern ævisparnað, en litlar sem engar tekjur, nema þá ellilífeyri.  Þetta fólk þarf nú að sæta hreinni eignaupptöku vegna "stóreignaskattsins" - sem leiðir til þess að skattgreiðslurnar geta orðið mun hærri en nemur öllum tekjum þeirra - já, yfir 100%.

Þessi fórnarlömb núverandi ríkisstjórnar neyðast því stundum til að losa sig við verðmæti eins og málverkin af stofuveggjunum.


mbl.is Selja listaverk til að eiga fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er lögverndun ljósmyndara tímaskekkja?

Púkinn er þeirrar skoðunar að tækniframfarir hafi leitt til þess að sérstök lögverndun ljósmyndunar sé orðin tímaskekkja og hana ætti að afnema hið snarasta.

Þessi umræða snertir mig ekki persónulega - ég vinn ekki við ljósmyndun, hef aldrei selt mynd og á ekkert frekar von á því að ég muni nokkurn tíman gera það.   Ég er hins vegar virkur áhugaljósmyndari (og hafi einhver áhuga, þá er Flickr síðan mín hér: http://www.flickr.com/photos/29986499@N07/)

Ef maður horfir á hlutina í aðeins stærra samhengi, þá er vert að minna á að ástæður lögverndunar eru þrenns konar.

Í fyrsta lagi er um að ræða lögverndun starfa - þar sem einstaklingar mega einfaldlega ekki starfa í viðkomandi grein nema hafa tilskilin réttindi. Þetta á t.d. við um lækna og flugmenn. Það er hér sem almannaheillasjónarmiðin eiga við. Ómenntaðir fúskarar geta stofnað lífi og limum annarra í hættu, og þess vegna er þeim bannað að vinna þessi störf. Þetta á augljóslega ekki við um ljósmyndun.

Í öðru lagi er um að ræða lögverndun starfsheita, og fylgir því gjarnan forgangur til starfs og betri laun, en ekki bann við að aðrir starfi í greininni. Besta dæmið um þetta eru sennilega kennarar - þar sem kennarar og "leiðbeinendur" geta unnið sama starfið hlið við hlið, en sá menntaði fær hærri laun og á forgang að starfi - þ.e.a.s. ekki má ráða réttindalausan einstakling ef einstaklingur með réttindi sækir um. Þessi tegund lögverndunar er gjarnan studd af stéttarfélögum, enda hagsmunamál félagsmanna. Þetta snertir ekki ljósmyndun á neinn hátt.

Í þriðja lagi er helst um að ræða iðngreinar, þar sem gerð er krafa um menntun/reynslu þess sem ber ábyrgð á verkinu, fyrst og fremst til að vernda kaupandann gegn fúski og leyndum göllum í vörum. Húsasmíði og pípulagnir eru góð dæmi um þetta - menntun og reynsla er talin ákveðin trygging gegn því að menn skili af sér hornskökku eða hripleku verki. Það er líka oft litið svo á að kaupandinn hafi ekki þekkingu til að meta gæði vörunnar - geti ekki borið kennsl á leynda galla, og þess vegna verði að gera kröfur til þess sem beri ábyrgð á verkinu - aðalatriðið hér er að tryggja að hráefni, verkferlar og vinnubrögð séu í lagi.

Sumir hafa viljað setja ljósmyndun í þennan flokk og vissulega eru rök fyrir því. Það sem gerir ljósmyndunina hins vegar ólíka þessum dæmigerðu iðngreinum er listræni þátturinn - menn geta haft verkferilinn í góðu lagi, en samt skilað af sér arfaslöku verki af því að þeir hafa einfaldlega ekki auga fyrir myndefninu - og hvað leyndu gallana varðar, þá á það mun síður við en t.d. í pípulögnum.

Þess ber líka að gæta að með tækniframförum hafa verkferlarnir breyst - langstærstur hluti ljósmynda er tekinn á stafrænar myndavélar í dag - fáir ljósmyndarar sitja lengur í myrkrinu og fást við framköllun með hættulegum efnum - stærri og stærri hluti vinnslunnar er hins vegar á sviði grafískrar eftirvinnslu - nokkuð sem hvorki þarf próf né réttindi til að mega fást við.

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að ljósmyndun eigi meira sameiginlegt með listgreinum og tölvuforritun - greinum þar sem hæfileikar og áhugi skipta meira máli en formleg próf.  Púkinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að ljósmyndun sé ekki hreinræktuð igngrein og þess vegna sé einfaldlega rangt að meðhöndla hana sem slíka.

Það má í raun hver sem er taka ljósmyndir og selja þær - lögin banna hins vegar þeim sem ekki hafa réttindi að starfrækja ljósmyndastofu og selja þjónustu - selja myndir sem ekki enn hafa verið teknar, ef þannig má að orði komast.

Það eru síðan enn önnur rök að til að fá meistararéttindi þurfa nemendur að komast á samning - nokkuð sem er ekki auðvelt - það eru einfaldlega ekki margir meistarar sem eru tilbúnir til að þjálfa nema til þess eins að fá þá sem samkeppnisaðila.

Púkinn kemur ekki auga á nein góð rök fyrir áframhaldandi lögverndun ljósmyndunar.

 


mbl.is Sektuð fyrir að reka ljósmyndastofur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemd um Íslendingabók

Það er svolítið hvimleitt þegar fjölmiðlar fjalla um Íslendingabókargrunninn eins og hann tilheyri eingöngu Íslenskri Erfðagreiningu, en hér er um að ræða samstarfsverkefni tveggja aðila, ÍE og undirritaðs, Friðriks Skúlasonar.

Þessir aðilar ákváðu að veita þjóðinni aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem geymdar eru í grunninum. Að öðru leyti hafa aðstandendur Íslendingabókargrunnsinns rétt til að nota hann á mismunandi vegu. ÍE hefur einkarétt á að nota hann á öllum sviðum sem tengjast læknisfræði eða erfðarannsóknum, en undirritaður hefur einkarétt á að nýta grunninn til að veita ættfræðiþjónustu umfram það sem mögulegt er með hinum hálfopna grunni á vefnum (svo sem gerð niðjatala og þess háttar).


mbl.is Íslendingabók mætt á Fésbókina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha..ég, Íslendingur? Neeeiii....

Það er af sem áður var, þegar það var stíll yfir því að vera Íslendingur erlendis - meðlimur þjóðar sem spreðaði peningum út um allt - já, þá vildu allir vera vinir Íslendinga.

En, nú er staðan breytt - og íslendingar stefna í það að verða álíka velkomnir og...tja, samkynhneigðir, múslímskir kommúnistar í Alabama.

Eigum við ekki bara að segjast vera frá Garðarshólma?


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslaus atvinnubótavinna?

Sumum finnst skrýtið að hluti mótvægisaðgerða stjórnvalda felist í því að tölvuskrá manntöl - sér í lagi vegna þess að flest þeirra hafa þegar verið tölvuskráð og unnt væri að birta þau á vefnum nú þegar með lítilli fyrirhöfn.

Menn velta því fyrir sér hvort þarna sé verið á búa til 22 ársverk á landsbyggðinni í algeru tilgangsleysi, en málið er ekki alveg svona einfalt.

Þau manntöl sem þegar hafa verið tölvuskráð voru tekin 1703, 1729, 1801, 1835, 1845, 1860, 1870, 1880, 1890, 1901, 1910 og 1930.   Sú tölvuskráning sem þar var unnin var gerð með þarfir ættfræðinnar í huga og upplýsingum sem ekki teljast beinar ættfræðiupplýsingar var sleppt. Ennfremur voru upplýsingar ekki skráðar stafréttar, heldur var stafsetning nafna samræmd, auk þess sem fjöldi villna í manntölunum var leiðréttur

Einnig var manntalið 1870 endurskapað að hluta.  Það er nefnilega því miður þannig að hluti manntalsins 1870 er glataður.  Við fyrri tölvuskráninguna var sá hluti "endurskapaður" með því að tölvuskrá upplýsingar úr sóknarmanntölum 1869-1871 á því svæði sem var glatað.

Þessi skráning var því ekki nákvæm skráning frumhandrita manntalanna, enda eingöngu ætluð til þess að búa til skrár sem nýttust ættfræðingum, ekki til að búa til nákvæmt afrit af þessum merkilegu gögnum á tölvutæku formi - sem er allt annar hlutur, en það mun vera það sem ætlunin er að gera núna.

Að auki stendur til að skrá manntölin 1840, 1850, 1855 og 1920, en þau hafa ekki verið tölvuskráð áður.

Púkinn hefði að vísu sjálfur frekar viljað sjá kirkjubækurnar tölvuskráðar og settar á vefinn, því þær hafa aðeins verið tölvuskráðar fram til loka 18. aldar, en mótvægisaðgerðir stjórnvalda duga víst ekki til þess í þetta skiptið.  Ætli kirkjubækurnar verði ekki að bíða eftir næsta kvótaniðurskurði, hvenær svo sem það nú verður.

Hvað um það, fyrir þá ættfræðigrúskara sem ekki hafa haft þægilegan aðgang að  manntalsgögnunum fyrr, þá er birting þessara manntala verulegt ánægjuefni.


mbl.is Manntalið 1870 komið á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naktir mótmælendur

Nekt vekur athygli og naktir mótmælendur eru það algengir að til er sérstök vefsíða tileinkuð slíkum mótmælaaðgerðum (sjá hér).  Svona aðgerðir eru að vísu sjaldgæfar hér, væntanlega vegna veðurs, en það myndi fyrir vikið væntanlega vekja enn meiri athygli en annars, ef mótmælendur hér á landi tækju upp á því að fækka fötum.

Það ætti e.t.d. einhver að benda Sturlu og félögum á þessa hugmynd..... og þó, nei - bara sleppa því, takk.


mbl.is Hjóluðu naktir til að sjást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar smáfréttir um klám og ofbeldi

Það virðist útbreitt viðhorf í Bandaríkjunum að fólk geti beðið varanlegan andlegan skaða af því að sjá nakinn líkama og fréttin um að myndbandið frá Sigur Rós hefði verið bannað ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta langt frá því að vera einsdæmi.

Nýlega kom út tölvuleikurinn "Age of Conan", sem er fjölspilunarleikur sem líkist að mörgu leyti "World of Warcraft".  Það er þó einn munur - hann er ofbeldisfyllri - þar er hægt að kljúfa andstæðinga í herðar niður og sjá blóðið slettast út um allt - en hann inniheldur líka talsvert af fáklæddu kvenfólki.

Hræðilegt!

Frá Bandaríkjunum heyrðust strax kröfur um ritskoðun - það mátti til dæmis ekki undir nokkrum kringumstæðum sjást í geirvörturnar á persónum eins og Keaira, sem sést hér á myndinni.

Það bárust líka kröfur um ritskoðun úr annarri átt - í Þýskalandi var þess krafist að í leiknum væri "splattersía" - þannig að hægt væri að sía burt hluta af ofbeldinu, blóðslettunum og slíku.  Þeim stóð hins vegar á sama um nektina.

Fólk skiptist nokkuð í tvo hópa, um hvort það telur hættulegra unglingum - að sjá tölvuteiknaðar geirvörtur á persónu eins og henni Keaira hér að ofan, eða að drepa endalausan straum af tölvuteiknuðu fólki á ofbeldisfullan hátt með blóðslettum, öskrum og tilheyrandi - ja, nema vinstrigrænir femínistar sem vilja sennilega banna hvort tveggja.

Önnur smáfrétt sem tengist klámi í Bandaríkjunum er hér.  Sú hugmynd hefur komið upp að leysa fjárlagahalla Kaliforníu með því að leggja 25% klámskatt á klámefni framleitt í ríkinu.  Málið er nefnilega að meirihluti allra klámmynda í Bandaríkjunum er framleiddur í suðurhluta Kaliforníu.

Púkinn veltir fyrir hér hvort ekki sé hér einhver smáhræsni á ferðinni. 


mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blogg list ?

Fréttin um að tveimur bloggurum hafi verið neitað um listamannalaun vekur upp spurninguna um hvað sé list og hvað ekki - Sumir bloggarar hafa meira  aðdráttarafl en Listasafn íslands og það er sennilega óumdeilt að blogg felur oftast í sér sköpun og frumleika, en það er sennilega líka óumdeilt að flestir bloggarar líta ekki á verk sín sem list.

Getur verk verið list ef  höfundur þess lítur ekki á það sem slíkt?  Getur hvað sem verið list ef höfundurinn kýs að nefna því nafni?

Sum blogg eru beinlínis kynnt sem listablogg (eins og þetta hér og ýmsir listamenn nota blogg til að koma sjálfum sér og sínum verkum á framfæri, en hvað með hinn almenna bloggara, sem lítur sjaldnast á sig sem listamann?

Er blogg þannig list?  Er blogggrein sem vekur upp viðbrögð dæmi um gagnvirka list - list sem listneytandinn - sá sem les bloggið - tekur þátt í að skapa?  List þar sem listamaðurinn veitir listneytandanum innsýn í hugarheim sinn?

Er slíkt eitthvað minni list en sumt sem menningarfrömuðir stimpla sem list?

Púkinn varpar bara fram spurningum í þetta skiptið - hann hefur fyrir löngu gefist upp á spurningunni um hvað sé list.


mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision og páfagaukurinn

cockatiel1Á heimili Púkans er páfagaukur sem hefur mikinn og ákveðinn tónlistarsmekk - ef hann heyrir lag sem honum líkar tístir hann hátt og dansar fram og aftur, en þegir annars þunnu hljóði. 

Í gær gerði Púkinn athugun - setti búrið þar sem páfagaukurinn gat fylgst með Eurovision og skráði niður hvaða lög fengu mestar undirtektir hjá gauknum.

Þau 10 lönd sem hann tísti eða dansaði mest við voru síðan tekin sem spá páfagauksins um hvaða þjóðir myndu komast áfram.

Skemmst er frá því að segja að 8 af þeim 10 sem páfagaukurinn valdi komust áfram - honum leist alls ekki á tyrkneska lagið og var lítið hrifinn af því portúgalska.

Púkinn hefði kannski átt að láta hann spá fyrir um úrslitin, og veðja samkvæmt því í einhverjum breskum veðbanka - hver veit nema páfagaukurinn gæti þannig unnið sér inn fyrir öllu því fuglafóðri sem hann hefur étið gegnum árin.


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðun hönnunarmistaka - hugleiðingar um friðun MH

Þegar Púkinn var við nám í MH (1980-1982), var þakleki viðvarandi vandamál í húsinu.  Frumorsök þessa vandamáls var væntanlega hið flata þak, en slík þök hafa ekki reynst vel hérlendis - enda upphaflega ættuð frá löndum þar sem önnur veðrátta ríkir en hér.

Hvað um það, Púkanum skildist að ein ástæða þess að þetta var ekki lagað hafi verið þvermóðska arkitektsins sem vildi ekki samþykkja neinar útlitsbreytingar á húsinu - og að sjálfsögðu bar arkitektinn enga ábyrgð á eigin hönnunarmistökunum. 

Með því að friða húsið er væntanlega verið að festa þessi hönnunarmistök í sessi um ókomna tíð, en hvernig er það - lekur þakið á MH ennþá ?


mbl.is Menntamálaráðherra friðar 7 hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband