100.000 flettingar, takk, takk, takk ...

Teljarinn skreið í 100.000 í dag og Púkanum fannst því tímabært að þakka fyrir sig, en í leiðinni að velta fyrir sér hvers vegna nokkur nennir að lesa það sem svona lítið skrýtið blátt fyrirbæri hefur að segja um mannlífið.

Á þeim mánuðum sem eru liðnir frá því að Púkabloggið byrjaði eru greinarnar orðnar 348, en misgáfulegar eins og gengur og gerist.  Ef einhver myndi nenna að lesa í gegnum allar greinarnar myndi viðkomandi sjá að Púkinn skrifar sjaldan um persónuleg málefni, en flestum greinunum má skipta í nokkra hópa, sem er lýst að neðan, ásamt hlekkjum yfir á nokkrar valdar greinar.

Þar sem sá sem stendur á bak við Púkann er mikill áhugamaður um tölvur, tækni og önnur "nördaleg" efni ætti ekki að koma á óvart að allmargar greinar fjalla um þau mál.

Púkanum er uppsigað við vaxandi firringu í þjóðfélaginu, sem meðal annars kemur fram í gengdarlausu bruðli og virðingarleysi fyrir eigum og réttindum annarra.

Púkinn er ekki trúaður, en skrifar oft um trúmál, því meira því fjarstæðukenndari sem trúarskoðanirnar eru og því meiri mannfyrirlitningu sem þær lýsa á "öðrum".

Púkinn á fáa samkynhneigða kunningja, en nokkrar af greinunum fjalla um þeirra mál, eða frekar um þá fordóma sem þeir þurfa að fást við.

Þótt Púkinn sé ekki mjög pólitískur að eðlisfari  finnur hann sig stundum knúinn til að hnýta í heimskulegar ákvarðanir ráðamanna landsins.

Góð menntun er að mati Púkans mikilvægari en flest annað.

Það má í rauninni segja að rauði þráðurinn í gegnum greinar Púkans sé "blogg gegn heimsku", í hvaða mynd sem hún birtist.

Að lokum vill Púkinn aftur þakka þeim sem hafa haft þolinmæði til að lesa skrif hans á þessu ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

púki minn...þú ert bara ómissandi! Þannig er það!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Sigurjón

Ég er sammála langflestu sem Púkinn skrifar.  Þegar ég er ósammála, hika ég samt ekkert við að skrifa það niður.  Mér virðist Púkinn virða skoðanir annarra og kann ég honum þakkir fyrir það.

Sigurjón, 16.11.2007 kl. 03:02

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf gaman að lesa þetta blogg og ég tek undir með ofansögðu, mér finnst Púkinn virða skoðanir annarra og það er vel 

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 08:09

4 Smámynd: Kári Harðarson

Takk fyrir samfylgdina.  "Só far só gúdd!" segi ég í tilefni af degi íslenskrar túngu.

Kári Harðarson, 16.11.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband