Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Eru bloggarar nöldrarar?
Púkinn var að skoða allmörg blogg af handahófi og komst að tvennu.
Í fyrsta lagi eru margir bloggarar hreinræktaðir nöldrarar, en í öðru lagi er nöldur ekki vænlegt til vinsælda.
Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, en skoðum þetta nú aðeins nánar. Það eru mismunandi hlutir sem fara í taugarnar á fólki. Í tilviki Púkans eru það meðal annars eftirfarandi atriði:
- Almennt agaleysi í þjóðfélaginu og virðingarleysi fyrir eignum og réttindum annarra, Undir þetta falla hlutir eins og ölvunarakstur, veggjakrot, sóðaskapur, tillitsleysi gagnvart fótgangandi og hjólandi fólki og margt fleira í svipuðum dúr.
- Hátt gengi krónunnar, enda kemur það illa við lífsviðurværi Púkans.
- Bruðl. Púkanum gremst að sjá fé úr sameiginlegum sjóðum landsmanna sóað í kjaftæði.
- Trúarrugl - þegar fólk reynir að stjórna lífi annarra eftir einhverjum úreltum, árþúsundagömlum skræðum.
- Skammsýni stjórnmálamanna.
Aðrir hafa svipaða lista og eins og Púkinn þá nöldra viðkomandi gjarnan yfir sínum nöldurmálum á bloggsíðunum. Sumt af því eru mál sem Púkinn getur á engan hátt tekið undir (eins og slæmt gengi íslenska landsliðsins), en annað getur Púkinn svo sem skilið, þótt það ergi hann ekkert sérstaklega sjálfan.
Það sem Púkinn rak hins vegar augun í er að hreinræktuð nöldurblogg eru alls ekki líkleg til vinsælda og þau blogg sem raða sér í efstu sæti bloggvinsældalistans eru alls ekki í hópi nöldurblogga. Sum þeirra vinsælustu eru uppfull af jákvæðni. Önnur fjalla ef til vill um efni sem ekki eru jákvæð, eins og baráttu einstaklinga við sjúkdóma, en þau falla heldur ekki undir nöldurblogg.
Niðurstaðan er semsagt sú að nöldur í óhófi fælir fólk í burtu - nokkuð sem kemur væntanlega engum á óvart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Of vægt tekið á ölvunarakstri
Púkinn auglýsir hér með eftir alþingismönnum (eða konum) sem þora að leggja fram fumvarp um verulega hertar refsingar við akstri undir áhrifum.
Það er ljóst að núverandi kerfi er ekki að virka, miðað við fjölda þeirra ökumanna sem eru teknir nánast daglega - já og sumir oftar en einu sinni á dag.
Sumir hafa verið sviptir ökuréttindum ævilangt en eru samt teknir aftur og aftur.
Hvað er til ráða?
Hér eru nokkrar tillögur:
1) Meðferð. Það mætti skikka þá sem eru teknir undir áhrifum í meðferð. Ef eina ráðið til að fólki skiljist að það á við vandamál að stríða er að vera sendir í meðferð á viðeigandi stofnun, þá verður bara svo að vera.
2) Kyrrsetning bifreiða. Púkinn er þeirrar skoðunar að sé einhver tekinn undir áhrifum, eigi skilyrðislaust að kyrrsetja bifreiðina um tíma - það myndi a.m.k. koma í veg fyrir að menn séu teknir oftar en einu sinni á dag á sömu bifreiðinni. Lögreglan hefur í dag heimild til að kyrrsetja eða leggja hald á bifreiðar, en það er ekki nóg - Púkinn vill sjá þeirri heimild breytt í skyldu.
3) Upptaka bifreiðar. Það má rökstyðja að bílar þeir sem um ræðir séu ekkert annað en tæki sem notuð eru til að fremja með afbrot. Púkans vegna mætti gera bílana upptæka og selja á uppboðum - fá þannig einhverjar krónur í kassann til að standa undir kostnaðinum við þær aðgerðir sem hér er lýst. Það þarf að vísu að hafa undantekningar þegar um bílþjófnað er að ræða og einnig þarf að huga að stöðu bílasala sem lána bíla til aðila sem aka þeim síðan undir áhrifum. Það að fyrri eigendurnir verða áfram að borga af bílalánunum eftir að hafa misst bílana er að sjálfsögðu bagalegt fyrir viðkomandi, en það er nú einu sinni tilgangurinn.
4) Fangelsisvist. Glæfraakstur undir áhrifum er að mati Púkans lítið annað en tilraun til manndráps. Refsingar ættu að vera í samræmi við það - ef það eina sem dugir til að vernda þjóðfélagið gegn viðkomandi er að henda þeim bak við lás og slá, þá verður svo að vera.
Púkinn vill benda á að hækkaðar sektir eru ekki á ofanfarandi lista, enda eru einhverjir stútanna væntanlega eignalausir aumingjar. Það mætti þó beita hærri sektum, jafnvel í hlutfalli við tekjur viðkomandi - sekta menn um 5-10% árstekna til dæmis.
Ef ekkert verður gert munum við bara halda áfram að heyra sömu fréttirnar aftur og aftur, ásamt fréttum af dapurlegum dauðaslysum inn á milli.
Hvaða alþingismenn þora að gera eitthvað í þessu máli?
![]() |
Ofurölvi ökumaður stöðvaður í Hvalfjarðargöngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27. ágúst 2007
Illa siðaðir hundaeigendur
Púkinn er búinn að fá sig fullsaddan á lausagöngu hunda í Reykjavík. Það eru nefnilega margir hundaeigendur sem eru svo illa siðaðir að þeir telja sig hafna yfir allar reglur og að þeim leyfist að sleppa hundum lausum á stöðum eins og Miklatúni.
Púkinn hefur séð til manns sem leggur bíl sínum við Kjarvalsstaði í lok vinnudags og sleppir tveimur hundum lausum, svona til að þeir geti hreyft sig aðeins og gert þarfir sínar þar sem þeir vilja. Púkinn hefur líka séð til hóp fólks sem hittist þar reglulega og sleppir hundunum sínum, svona til að leyfa þeim að hreyfa sig aðeins.
Sé þessu fólki bent á að bannað sé að vera með lausa hunda á túninu, er almennt svarað með skætingi - "Mér finnast svona reglur heimskulegar", eða "Þar sem ég átti heima áður var þetta leyft".
Púkinn var að velta fyrir sér hvað væri að þessu fólki, en komst að lokum að niðurstöðu - það var rangur aðili sendur á hlýðninámskeið - það hefði átt að vera eigandinn, ekki hundurinn.
Það versta við þetta - svona heimska getur leitt til þess að fleiri kvarti yfir hundunum og ætli afleiðingin yrði þá ekki að með öllu yrði bannað að vera með hunda í garðinum - nokkuð sem líka myndi bitna á þeim hundaeigendum sem hafa rænu á að vera með hundana sína í ól.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
Um "skírlífi" kaþólskra presta
Þótt þess sé nú almennt krafist að kaþólskir prestar og biskupar séu skírlífir, þá hafa þeir nú ekki allir tekið það mjög alvarlega, en það er nærtækast að benda á að allir Íslendingar (að nýlegum innflytjendum undanskildum) eru afkomendur Jóns biskups Arasonar - síðasta kaþólska biskupsins á Íslandi.
Þessi krafa um skírlífi er annars merkileg - hún tíðkaðist ekki á fyrstu öldum kristninnar, og var fyrst formlega sett 1139, og það má rökstyðja að hún hafi fyrst og fremst verið sett til að tryggja að eignir presta héldust innan kirkjunnar, en gengju ekki í arf til afkomenda þeirra.
Það er reyndar athyglivert að um 20% allra kaþólskra presta eru kvæntir, en flestir þeirra eru í Austur-Evrópu, þar sem siðir þeirra eru svipaðri siðum Orthodox kirkjunnar, þótt þeir lúti stjórn páfans - aðrir eru prestar sem voru kvæntir en tilheyrðu öðrum kirkjudeildum áður en þeir gengu til liðs við kaþólsku kirkjuna.
![]() |
Ég er pabbi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. ágúst 2007
Ferðalög framtíðarinnar - fyrsta geimhótelið
Á síðustu árum hafa nokkrir auðmenn fengið far út fyrir gufuhvolfið, en nú eru uppi áætlanir um að byggja fyrsta geimhótelið, sem á að nefnast "Galactic Suites", en áætlanir gera ráð fyrir að það opni 2012.
Þar verður boðið upp á herbergi þar sem gestir í Velcro búningum geta leikið sér að því að ganga á veggjunum, nú aða gera hvað svo sem þeir vilja annað gera í þyngdarleysi.
Og verðið ? Aðeins 250 milljónir íslenskar fyrir 3 nætur.
Púkinn segir nú bara "einmitt það".
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. ágúst 2007
Bruðl dagsins: E 175
Sum leyfileg bætiefni í mat eru meinlaus, önnur skaðleg, eins og tjörulitarefnin sem Púkinn minntist á nýlega. Eitt efni fær þó umsögnina "meinlaust en dýrt".
Það gerir umrætt efni því nauðsynlegt í mat og drykk þeirra sem hafa of marga aura í vasanum og of lítið vit í kollinum.
Og hvað er þetta?
Jú, að sjálfsögðu ... gull. Ef innihaldslýsing á mat eða drykk inniheldur "E 175" er þar um gull að ræða.
Hingað til hefur það aðallega verið notað í sælgæti, en nú er líka hægt að innbyrða það í fljótandi formi, samanber meðfylgjandi mynd af frönsku gullvodka sem er nýkomið á markaðinn.
Það er nú munur að geta drukkið þetta og geta síðan í framhaldinu skitið gulli.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Græn börn
Púkanum finnst það hið besta mál að nýir eigendur Þumalínu skuli ætla að bjóða upp á lífrænar og vistvænar vörur, en vilji fólk virkilega eiga græn börn, er eitt sem verður að leggja af.
Það er sá ósiður margra foreldra að eitra hreinlega fyrir börnum sínum. Hér á Púkinn annars vegar við hina yfirgengilegu sykurneyslu sem viðgengst hérlendis og þann hreinræktaða ósið margra foreldra að halda sykruðum gosdrykkjum að börnum sínum eins og það sé sjálfsagt mál.
Það er engin furða þótt mörg börn hérlendis séu of feit og með slæmar tennur.
Hins vegar á Púkinn við það að foreldrum skuli hreinlega detta í hug að kaupa mat handa börnum sem litaður er með tjörulitarefnum sem bönnuð eru í mörgum öðrum löngum, eins og Noregi, en leyfð hérlendis. Þessi efni eru talin geta valdið astma, ofvirkni og ofnæmi - og þennan óþverra kaupir fólk eins og ekkert sé - jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því hvaða óþverri þetta er.
Púkinn er hér að tala um E102, E104, E107, E110, E120, E122, E123, E124, E127, E128, E129, E131, E132, E133, E142, E150, E154 og E155.
Þennan óþverra ætti enginn að láta ofan í sig, síst af öllu börn.
![]() |
Nýir eigendur að Þumalínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Astrópía og nördarnir
Púkinn er 100% nörd og þarf ekki að taka nördapróf á vefnum til að fá það staðfest, en gerði það nú samt. Niðurstaðan ætti ekki að koma neinum á óvart, en vilji einhverjir athuga sína nördastöðu, geta þeir farið á þennan hlekk og tekið prófið sjálfir.
Og af hverju eru nördar allt í einu komnir í umræðuna? Jú, ástæðan er myndin Astrópía, sem var verið að frumsýna, en þótt hún sé að hluta um nörda í nördabúð, þá er hún ekki bara fyrir nörda.
Sama á reyndar við um hlutverkaspil. Það kæmi Púkanum ekki á óvart þótt myndin yrði til að auka áhuga á þeim hérlendis, en að mati Púkans er það hið besta mál. Púkinn er jafnvel þeirrar skoðunar að hlutverkaleikir eigi fullt erindi inn í námsskrár skólanna, en það er annað mál.
Sem sagt, allir á Astrópíu - ekki bara nördarnir - og síðan getur fólk skroppið niður í Nexus á Hverfisgötu 103 til að sjá alvöru nördabúð.
Spil og leikir | Breytt 24.8.2007 kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Drukknar konur og aðrir hálfvitar
Eins og margir aðrir hefur Púkinn fylgst með umræðunni um byttuna sem var neydd til að láta af hendi þvagsýni og satt best að segja hefur Púkinn nú ósköp litla samúð með viðkomandi.
Það er nefnilega skoðun Púkans að fólk verði að taka afleiðingum þess þegar það hegðar sér eins og hálfvitar og það á við í þessu tilviki. Konunni var í sjálfsvald sett að vera samvinnuþýð, en hún tók þann kost að gera það ekki.
Skoðum aðeins hvað hefði getað gerst ef lögreglan hefði bara hætt við og konan ekki verið neydd til að láta sýnið af hendi. Fyrir dómi hefði konan getað haldið því fram að hún hafi ekki hafið drykkju fyrr en eftir að akstri lauk. Blóðsýnið eitt og sér hefði ekki dugað til að hrekja þá fullyrðingu, þannig að hugsanlega hefði konan verið sýknuð af ölvunarakstri.
Ef fólki er stætt á því að neita að láta af hendi sýni í málum eins og þessum er það uppáskrift á að hafa fleiri drukkna hálfvita keyrandi um göturnar án þess að hægt sé að koma lögum yfir þá.
Púkanum finnast þeir hagsmunir mikilvægari en einhver auðmýking sem fullur hálfviti verður fyrir vegna eigin háttalags. Konan tók þá ákvörðun að keyra drukkin og hún hafnaði samvinnu við lögreglu. Það þarf að stöðva svona fólk - eg ef það felur í sér auðmýkingu, þá verður bara svo að vera - það var ekki eins og hún hefði ekki getað komist hjá þessu.
![]() |
Konu haldið niðri og þvagsýni tekið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Bruðl dagsins
Það er alllangt síðan Púkinn bauð síðast fram aðstoð sína við að finna rándýran óþarfa handa auðmönnum landsins, en nú skal bætt úr því. Það sem er á meðfylgjandi mynd (nei, ekki kvenmaðurinn, heldur bikiniið sem hún er í) kostar litla tvo milljarða og er víst óumdeilanlega dýrasti sundfatnaður heims...ef hægt er að kalla það fatnað.
Í þetta fóru um 150 karöt af demöntum, en þar af var sá stærsti 51 karat einn og sér.
Flestir íslenskir milljarðamæringar munu víst vera karlkyns, þannig að tæplega munu þeir spranga um í þessu sjálfir, en þetta ætti að vera sæmilegasta gjöf handa eiginkonunni, kærustunni, nú eða þá viðhaldinu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)