Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Reiðhjólastígar eru fín bílastæði
Púkinn er ekki mikill hjólreiðamaður, en það er nú að hluta vegna þess að venjulega er hundur Púkans með í för og hundar og hjól fara ekki alltaf vel saman.
Hvað um það - á ferð sinni milli heimilis og vinnustaðar liggur leið Púkans um Lönguhlíð, en meðfram þeirri götu er einn af fáum raunverulegum hjólreiðastígum borgarinnar. Það virðist hins vegar regla frekar en undantekning að bílum sé lagt á hjólreiðastíginn - oft sömu bílunum. Púkinn hefur til dæmis oft rekið augun í rautt bílkríli sem er reglulega lagt þar og alltaf á sama stað.
Nú skilur Púkinn ekki hvers vegna Reykjavíkurborg er að þykjast bjóða upp á hjólreiðastíga ef ekkert er gert til að hreinsa bíla af þeim - það hlýtur að vera hægt að sekta eigendur bílanna fyrir að leggja þeim á hjólreiðastígana í óleyfi.
Hvernig væri nú að stöðumælaverðir gerðu sér öðru hverju ferð eftir hjólreiðastígum borgarinnar og sektuðu þá bíla sem er lagt á þeim?
Hvað segja hjólreiðamenn eins og Kári Harðarson um þetta mál?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Tekinn tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum....
Alltaf verður Púkinn jafn hissa þegar hann les um menn sem eru teknir aftur og aftur (og aftur) við akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Púkinn hélt nefnilega í fáfræði sinni að hér á landi væri alvöru réttarkerfi, sem tæki á mönnum sem væru hættulegir öðrum, en nei - það virðist ekki vera raunin.
Þessum hálfvitum er bara sleppt aftur á götuna jafnóðum.
Hvernig væri að nýta þær heimildir sem eru fyrir hendi til að gera ökutækin upptæk.
Eða - enn betra - hvernig væri ein lítil lagabreyting, þannig að ekki væri bara heimilt að gera ökutæki þeirra upptæk sem eru ítrekað staðnir að svona atferli, heldur væri það einfaldlega skylda lögreglunnar?
Það myndi ef til vill fækka svona hálfvitum á götunum.
![]() |
Tekinn tvisvar undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Krónan með flensu
Krónan er að veikjast, það fer ekki á milli mála, sem er athyglivert, meðal annars vegna þess að margir höfðu spáð því að hún myndi styrkjast í kjölfar Actavis-sölunnar.
Hvað gerðist?
Eru það spekúlantar sem eru að veðja á að krónan hafi náð hámarki sínu og héðan í frá hljóti leiðin að liggja niður á við?
Eru það einstaklingar sem hafa hlítt ráðleggingum um að nú sé góður tími til að borga upp erlend lán, áður en krónan veikist meira?
Er farið að hægjast um á jöklabréfamarkaðnum og menn farnir að sjá fram á að ekki verði öll jöklabréfin í "stóra pakkanum" í september endurnýjuð (en þá myndi krónan nú fyrst hrynja fyrir alvöru)?
Er þetta bara ómerkileg taugaveiklun vegna hræringa á erlendum verðbréfamörkuðum síðustu daga?
Púkinn er ekki að kvarta - eins og aðrir sem fást við útflutning fagnar hann veikingu krónunnar - en betur má ef duga skal.
![]() |
Krónan veiktist um 2,82% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Istorrent glæpagengið
Það má vera að Svavari Lútherssyni, stofnanda torrent.is líki ekki að meðlimir "Istorrent-samfélagsins" séu kallaðir þjófar og sakaðir um lögbrot og jafnvel skipulagða glæpastarfsemi.
Það er því miður bara lítið við því að gera.
Á þessum vef eru höfundarréttarlög þverbrotin og Púkinn hefur megnustu fyrirlitningu á þeim sem standa í svona starfsemi - dreifa höfundarréttarvörðum verkum annarra í heimildarleysi, hvort sem það er gert í hagnaðarskyni eða ekki.
Það gildir einu hvort um er að ræða myndskeið, tónlist, hugbúnað eða annað efni - þeir sem eiga höfundarrétt af efninu verða af tekjum vegna svona starfsemi.
Það er ljóst að viðkomandi aðilar kunna ekki að skammast sín, en það sem Púkinn skilur ekki er hvers vegna yfirvöld gera ekkert - gera húsleit hjá torrent.is, leggja hald á tölvubúnaðinn, leita uppi þá sem standa að dreifingunni, leggja hald á tölvubúnað þeirra, kæra þá og krefja um viðeigandi sektir.
Lögreglan er fljót til þegar einhver mannræfill stelur hangikjötslæri úr Bónus. Hvers vegna er ekkert gert í þessari starfsemi sem er mun umfangsmeiri og um mun meiri verðmæti er að ræða?
Hvers konar aumingjaskapur er þetta í lögreglunni?
Það verður að stöðva þessa þjófa...já, ég segi þjófa - Púkinn hikar ekki við að nefna þessa aðila viðeigandi nöfnum - það er ólíðandi að glæpagengi fái að starfa hér óáreitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Ofurkrónan lifir enn
Púkinn ætlaði fyrst að hafa titil þessarar greinar "Er Seðlabankinn verri en gagnslaus", en hætti við það, þar sem flestir hafa nú þegar væntanlega myndað sér skoðun á því.
Þess í stað ætlar Púkinn að rifja einu sinni en upp þann vítahring sem Seðlabankans er í.
Breytingar á stýrivöxtum virðast vera eina stjórntækið sem Seðlabankinn notar, en af hverju er það stjórntæki ekki að virka hér eins og menn bjuggust við?
Skoðum til dæmis Bandaríkin til samanburðar. Stjórntækjum "Federal Reserve", sem gegnir svipuðu hlutverki og seðlabanki Íslands, (þótt hann sé reyndar ekki nema hálf-opinber stofnun) má í stuttu máli lýsa svona:
Buying and selling federal government securities.
When the Federal Reserve System buys government securities, it puts money into circulation. With more money around, interest rates tend to drop, and more money is borrowed and spent. When the Fed sells government securities, it in effect takes money out of circulation, causing interest rates to rise and making borrowing more difficult.Regulating the amount of money that a member bank must keep in hand as reserves.
A member bank lends out most of the money deposited with it. If the Federal Reserve System says that a member bank must keep in reserve a larger fraction of its deposits, then the amount that the member bank can lend drops, loans become harder to obtain, and interest rates rise.Changing the interest charged to banks that want to borrow money from the federal reserve system.
Member banks borrow from the Federal Reserve System to cover short-term needs. The interest that the Fed charges for this is called the discount rate; this will have an effect, though usually rather small, on how much money the member banks will borrow.
Þetta kerfi virkar í Bandaríkjunum, en aðstæður eru aðrar hérlendis. Bindiskyldan hefur ekki áhrif ef bankarnir eru að drukkna í peningum. Vaxtabreytingar hafa ekki bein áhrif á lántökur bankanna, þar sem þeir eru ekki fyrst og fremst fjármagnaðir frá Seðlabankanum.
Hvaða áhrif hafa háir stýrivextir þá? Jú, þeir gera útgáfu "jöklabréfa" áhugaverða, sem leiðir til innstreymis gjaldeyris, sem aftur leiðir til óeðlilegrar styrkingar krónunnar, sem heldur verðbólgu niðri, þar sem innfluttar vörur lækka í verði
...en bara tímabundið.
Fyrr eða síðar mun þetta hrynja og jöklabréfagjaldeyririnn flýja land aftur, krónan hrynja, og verðbólgan rjúka upp aftur og Seðlabankinn endurtaka sömu mistökin - hækka vextina aftur.
Á meðan er ofurkrónan að murka lífið úr útflutningsfyrirtækjunum, sem neyðast til að draga saman seglin eða flytja starfsemi sína til útlanda. Einu útflutningsfyrirtækin sem þrífast eru þau sem byggja á innfluttu hráefni og niðurgreiddri raforku.
Hagfræðingar framtíðarinnar munu ef til vill skilgreina þessar ákvarðanir Seðlabankans sem eina meginorsök hruns Íslensks efnahagslífs á fyrstu áratugum 21. aldarinnar og eina af orsökum atgerfisflótta og þess að ísland varð ekki þekkingarþjóðfélag eins og mörg nágrannalandanna, en þá verða þeir sem tóku ákvarðanirnar horfnir frá störfum.
![]() |
Stýrivextir Seðlabankans óbreyttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. júní 2007
Hrefnukjöt og Hagkaup
Kannski er Púkinn bara tortrygginn að eðlisfari en hann var að velta fyrir sér hvort ákvörðun Hagkaupa gæti stafað af því að þeir vilja geta kynnt það erlendis að þeirra verslanir selji ekki hrefnukjöt - spurning um ímyndina.
Hvers vegna ættu þeir annars að velja tímapunktinn núna áður en grillvertíðin hefst (og salan eykst) og erlendir ferðamenn streyma til landsins (sem gætu séð kjötið í versluninni og fengið áfall)?
Þegar Púkinn var á barnsaldri var hvalkjöt stundum á borðum, ekki vegna þess að það væri gott, eða vinsælt hjá fjölskyldunni, heldur vegna þess að það var ódýrt hráefni.
Þegar hrefnukjöt fékkst á ný fékk Púkinn sér einhverja bita, en af einhverjum ástæðum hefur ekki orðið framhald á því - ef til vill gegna þess að í þeim verslunum sem Púkinn á oftast leið í hefur það ekki verið á boðstólum, nú eða ef til vill vegna þess að þegar verið er að ákveða hvað eigi að hafa í kvöldmatinn eða á grillið er hrefnukjöt einfaldlega ekki það sem kemur fyrst upp í hugann.
Púkinn getur samt alveg hugsað sér að borða hrefnukjöt oftar - rétt matreitt er það ágætt, þótt það jafnist nú ekki á við góða nautalund, en Púkinn gerir sér grein fyrir því að hann er í minnihluta - hrefnukjöt höfðar ekki eins til fólks í dag.
Hrefnukjöt er ekki vont hráefni - vilji menn prófa vont hráefni mælir Púkinn með kengúrukjöti - en en menn þurfa að matreiða það rétt.
![]() |
Íslendingar vilja ekki hrefnukjötið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. júní 2007
Dóphausar og drykkjurútar
Í tíð fyrrverandi ríkisstjórnarsamstarfs var talað um "Fíkniefnalaust Ísland 2000". Árið 2000 kom og fór, en ekki hurfu fíkniefnin - þvert á móti virðist meira um þau en nokkru sinni fyrr og fréttir dagsins um að fleiri séu stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna en áfengis er eitt enn dæmið um þessa þróun.
En hvað er til ráða?
Púkinn ætlar ekki að fara út í umræðuna um lögleiðingu kannabisefna - enda hefur hann mun meiri áhyggjur af sterku efnunum.
Það sem Púkinn myndi vilja sjá er eftirfarandi.
Meðferð
Stór hluti þeirra sem eru teknir með fíkniefni eru eingöngu með efni til eigin neyslu, eða þá smávægilega sölu til að fjármagna eigin neyslu. Þetta fólk þarf á meðferð að halda, ekki refsingum, en meðferðarúrræði sem eru í boði eru takmörkuð og skortur virðist á að þeim sem hafa lokið meðferð sé veitt aðstoð við að koma undir sig fótunum á ný. Þetta þarf að bæta - það er lítið gagn af því að henda mönnum bara aftur út á götuna eftir meðferð, í þeirra gamla umhverfi og kunningjahóp. Meðferðin þarf líka að vera í höndum fagfólks, ekki trúarsamtaka, jafnvel þótt þau meini vel.
Refsingar
Það eru aðrir sem stunda fíkniefnaviðskipti ekki bara til að standa undir eigin neyslu heldur í ágóðaskyni. Púkinn hefur enga samúð með slíku fólki. Hann vil sjá það tekið úr umferð - varanlega, eða a.m.k. í einhverja áratugi. Þessir aðilar stunda það að eyðileggja líf annarra. refsingar við slíku ættu að samsvarandi og refsingar við morðum - jafnvel hærri, því fórnarlömbin geta verið fleiri. Það má vera að það þurfi að byggja ný fangelsi, en Púkinn telur hreinan þjóðhagslegan ávinning af því aðkoma þessu liði úr umferð. Refsiramminn í dag er of lágur, og er jafnvel ekki nýttur að fullu. Þessu þarf að breyta.
Akstur undir áhrifum
Púkinn vill sjá hertar refsingar við akstri undir áhrifum - hvort sem þar er um að ræða áfengi eða fíkniefni. Sér í lagi vill Púkinn að hér á landi verði tekið upp það kerfi sem tíðkast sums staðar að bílarnir séu gerðir upptækir (nema þeim hafi verið stolið, að sjálfsögðu). Þessi aðferð er að vísu ekki áhættulaus - hún gæti leitt til aukningar á bílþjófnuðum og því að menn reyni að stinga lögregluna af með meðfylgjandi glæfraakstri, en jákvæðu áhrifin ættu að vega upp á móti því
Síðasta ríkisstjórn stóð sig ekki í þessum málaflokki. Verður sú núverandi betri?
![]() |
Fleiri ökumenn stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna en áfengis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Heildsalar - deyjandi stétt
Einu sinni voru lyfsalar (sem ráku eitt apótek hver) og heildsalar meðal þeirra sem greiddu hæstu skattana hér á landi, en nú er staðan breytt - sami aðili rekur...hvað, 26 apótek og heildsalarnir eru að hverfa.
Það er nefnilega ekki rúm fyrir heildsalana í þeirri einokunarverslun sem við búum við í dag. Púkinn var til dæmis að heyra af örlögum leikfangaheildala nokkurs, sem árum, eða jafnvel áratugum saman hefur flutt inn þekkt vörumerki.
Síðan gerðist það að tiltekið fyrirtæki sem einokar nánast leikfangamarkaðinn hérlendis, neitaði að selja þær vörur sem hann flutti inn. Salan hjá honum dróst saman, hann missti umboðið fyrir vöruna - og viti menn, hver fékk það í staðinn?
Jú - rétt getið - það var fyrrnefnt stórfyrirtæki sem fór að flytja vöruna inn beint.
Nú hefði mátt ætla að vöruverðið myndi lækka við þetta - fyrirtækið var jú laust við einn millilið - flutti bara inn sjálft, en keypti ekki af heildsala, en nei - ekki gerðist það.
Já, það er gott að vera innflytjandi í dag og eiga markaðinn.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
Kílóvattstundirnar
Það er nú aldeilis munur að vera með álbræðslu og fá rafmagnið á 2.1 krónu kílóvattstundina. Púkinn var að fara yfir rafmagnsreikningana sína og honum reiknast til að ef hann fengi rafmagnið á sama verði og Norðurál, þá myndi rafmagnsreikningurinn lækka um 500.000 á ári.
Líkurnar á að það gerist eru væntanlega engar, því það er nú ekki svo gott að það sé bullandi samkeppni milli orkufyrirtækjanna að selja Púkanum raforku.
Það sem væri hins vegar forvitnilegast er spurningin hver "framleiðslukostnaðurinn" á kílóvattstundinni raunverulega er. Raforkufyrirtækin eru nú ekki góðgerðastofnanir og Púkinn trúir því ekki að raforkan sé seld undir kostnaðarverði, en varla er hagnaðurinn mikill.
![]() |
Norðurál greiðir OR 2,1 kr. á kílóvattstund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. júní 2007
Allt sem fer upp
Það er ekkert launungarmál að Púkinn fagnar gengislækkun krónunnar, þótt lítil sé, enda er styrkur hennar kominn út fyrir öll velsæmismörk.
Púkinn hefur hins vegar efasemdir um að gengislækkunin verði nægjanleg til að koma krónunni á "eðlilegt" ról, því til þess þyrfti alvöru hagstjórn hér á landi, ekki þetta endalausa vaxtahækkunarrugl hjá Seðlabankanum.
Vandamálið er í raun það að vaxtahækkanir Seðlabankans ná alls ekki að gera það sem til er ætlast - Púkinn vill jafnvel halda því fram að þessi aðferð hafi eingöngu þau áhrif að gera hrunið sársaukafyllra þegar það kemur.
Hagfræðilkenningar segja að hátt vaxtastig seðlabanka slái á eftirspurn eftir lánsfé, sem aftur valdi því að allt efnahagskerfið kólnar niður og verðbólga minnkar. Vandamálið er bara það að hér á íslandi eru menn ekkert neyddir til að taka lán á þessum ofurvöxtum (nú, nema þeir sem eru svo vitlausir eða óheppnir að þurfa að borga yfirdráttarvexti) Einstaklingar og fyrirtæki eru jú í vaxandi mæli að taka erlend lán og þar hefur vaxtastig Seðlabankans ekki þau áhrif sem til er ætlast, heldur þvert á móti - háa vaxtastigið hvetur aukinnar lántöku. Ástæða þess er að sjálfsögðu sá að hátt vaxtastig gerir útgáfu jöklabréfa áhugaverða, sem veldur stöðugu innstreymi gjaldeyris, sem aftur styrkir krónuna, sem síðan gerir það að verkum að erlendu lánin verða hagkvæmari og hagkvæmari.
Nei, háa vaxtastigið er ekki að virka.
Meðan núverandi ástand varir er útflutningsfyrirtækjunum að blæða út, innflutningsfyrirtækin græða sem aldrei fyrr og þjóðin er á bjartsýnisfylliríi - menn telja sig aldrei hafa haft það betra, en átt sig ekki é því að þessi spilaborg gætur hrunið hvenær sem er.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 1,16% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |