Færsluflokkur: Tónlist
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
..og man hann eftir þessu öllu?
Miðað við sögurnar af ólifnaðinum gegnum tíðina, finnst manni nú furðulegt ef minnið hjá Steven Tyler er í það góðu lagi að hann muni eftir öllu sukkinu og uppátækjunum á ferlunum.
Var þetta ekki einmitt vandamál sumra annarra í svipuðum sporum? Mörg árin voru bara í þoku hjá þeim.
Sláandi sögur af ólifnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Nokkrar smáfréttir um klám og ofbeldi
Það virðist útbreitt viðhorf í Bandaríkjunum að fólk geti beðið varanlegan andlegan skaða af því að sjá nakinn líkama og fréttin um að myndbandið frá Sigur Rós hefði verið bannað ætti ekki að koma neinum á óvart, enda er þetta langt frá því að vera einsdæmi.
Nýlega kom út tölvuleikurinn "Age of Conan", sem er fjölspilunarleikur sem líkist að mörgu leyti "World of Warcraft". Það er þó einn munur - hann er ofbeldisfyllri - þar er hægt að kljúfa andstæðinga í herðar niður og sjá blóðið slettast út um allt - en hann inniheldur líka talsvert af fáklæddu kvenfólki.
Hræðilegt!
Frá Bandaríkjunum heyrðust strax kröfur um ritskoðun - það mátti til dæmis ekki undir nokkrum kringumstæðum sjást í geirvörturnar á persónum eins og Keaira, sem sést hér á myndinni.
Það bárust líka kröfur um ritskoðun úr annarri átt - í Þýskalandi var þess krafist að í leiknum væri "splattersía" - þannig að hægt væri að sía burt hluta af ofbeldinu, blóðslettunum og slíku. Þeim stóð hins vegar á sama um nektina.
Fólk skiptist nokkuð í tvo hópa, um hvort það telur hættulegra unglingum - að sjá tölvuteiknaðar geirvörtur á persónu eins og henni Keaira hér að ofan, eða að drepa endalausan straum af tölvuteiknuðu fólki á ofbeldisfullan hátt með blóðslettum, öskrum og tilheyrandi - ja, nema vinstrigrænir femínistar sem vilja sennilega banna hvort tveggja.
Önnur smáfrétt sem tengist klámi í Bandaríkjunum er hér. Sú hugmynd hefur komið upp að leysa fjárlagahalla Kaliforníu með því að leggja 25% klámskatt á klámefni framleitt í ríkinu. Málið er nefnilega að meirihluti allra klámmynda í Bandaríkjunum er framleiddur í suðurhluta Kaliforníu.
Púkinn veltir fyrir hér hvort ekki sé hér einhver smáhræsni á ferðinni.
Myndband Sigur Rósar bannað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 4. janúar 2008
Trúðurinn í framboð ... aftur
Sumum gremst að Ástþór skuli ætla í framboð enn og aftur, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, en það er nú svo að einn af göllunum við að búa í lýðræðisþjóðfélagi er að trúðar hafa sömu réttindi og aðrir.
Það gildir einu þótt Ástþóri hafi áður verið hafnað í þetta embætti.
Það skiptir ekki máli þótt margir telji hann gersamlega óhæfan til að sinna því.
Það skiptir ekki máli þótt maðurinn hafi ítrekað gert sig að algjöru fífli í augum þjóðarinnar, t.d. með póstsendingum um yfirvofandi hryðjuverkahættu eða jólasveinaflugferðir.
Það skiptir ekki máli þótt hann telji sig vera þann mann sem Nostradamus spáði fyrir um - boðbera friðarins úr norðri.
Nei, Ástþór hefur rétt á að sólunda peningum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna í tilgangslausar kosningar. Reglurnar eru einfaldlega þannig - trúðar hafa sinn rétt.
Það er hins vegar spurning hvort reglurnar séu ekki gallaðar. Kröfurnar um fjölda meðmælenda voru til dæmis settar á þeim tíma þegar fjöldi kosningabærra einstaklinga var mun lægri en hann er í dag. Væri ekki réttlátara að gefa kröfu um að ákveðið hlutfall þjóðarinnar mælti með viðkomandi - frekar en að miða við fasta tölu sem verður ómarktækari eftir því sem landsmönnum fjölgar. Ef t.d. væri þess krafist að 1.5% kosningabærra landsmanna væru meðmælendur viðkomandi, myndi það ekki hafa áhrif á þá frambjóðendur sem ættu raunverulega möguleika, en það gæti útilokað trúðana
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Tónlist meðalmennskunnar - 500 bestu lög allra tíma
Púkinn hefur fengið að heyra það oftar en einu sinni að hann hafi hræðilega "mainstream" tónlistarsmekk og enn ein staðfesting fæst á þessu þegar listi Rolling Stone tímaritsins yfir 500 bestu lög allra tíma er skoðaður (sjá þennan hlekk).
Púkinn er nefnilega alveg virkilega sáttur við þann lista og finnur á honum mörg af sínum uppáhaldlögum.
Við athugun á listanum kom meira að segja í ljós að af 100 efstu lögunum á listanum var Púkinn með 72 inni á tölvunni hjá sér, en þangað er nú allt geisladiskasafnið komið.
Fyrir þá sem ekki nenna að fylgja hlekknum hér að ofan, þá er topp-10 listi Rolling Stone svona:
1. Like a Rolling Stone, Bob Dylan
2. Satisfaction, The Rolling Stones
3. Imagine, John Lennon
4. What's Going On, Marvin Gaye
5. Respect, Aretha Franklin
6. Good Vibrations, The Beach Boys
7. Johnny B. Goode, Chuck Berry
8. Hey Jude, The Beatles
9. Smells Like Teen Spirit, Nirvana
10. What'd I Say, Ray Charles
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Istorrent þjófarnir stöðvaðir ... í bili
Eins og önnur fórnarlömb Istorrent þjófagengisins fagnar Púkinn því að þessi starfsemi skuli hafa verið stöðvuð.
Púkinn gerir sér hins vegar grein fyrir því að þessi stöðvun verður væntanlega ekki til frambúðar - það mun væntanlega verða komið í veg fyrir að sams konar starfsemi verði rekin áfram hér á Íslandi, en sennilegt er að hún muni þá bara flytjast úr landi - það er fjöldinn allur af sambærilegum stöðum erlendis þar sem þjófar geta skipst á efni.
Púkinn sagðist vera fórnarlamb þjófa en það mál er þannig vaxið að Púkinn er höfundur forrits sem nefnist "Púki". Þetta forrit er selt, en um tíma var því dreift í leyfisleysi gegnum istorrent, en fjöldi niðurhalaðra eintaka var á því tímabili mun meiri en fjöldi seldra eintaka.
Hinir raunverulegu glæpamenn í þessu dæmi eru að sjálfsögðu þeir sem dreifðu forritinu, ekki forsvarsmenn istorrent (sem Púkinn flokkar bara sem gráðuga siðleysingja), og því er frá sjónarhóli Púkans eðlilegt að eltast við þá, en ekki torrent.is.
Þessir aðilar hafa verið kærðir og takist að hafa upp á þeim mun Púkinn ekki hika við að draga þá niður í Héraðsdóm Reykjavíkur og leggja fram skaðabótakröfur upp á nokkrar milljónir.
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (80)
Fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Istorrent: Glæpasamtök eða bara gráðugir siðleysingjar?
Púkanum finnst með ólíkindum hve hægt gengur að stöðva starfsemi Istorrent-gengisins, en þessir þjófar eru látnir í friði meðan lögreglan leggur áherslu að að uppræta gengi nokkurra vesælla dópista sem stela smáhlutum til að eiga fyrir næsta skammti.
Samt er hér um mun stærri upphæðir að ræða - en kannski er málið það að yfirvöld líta ekki á þjófnað á hugverkum á sama hátt og annan þjófnað.
Þessi þjófnaður bitnar þó á þeim sem fyrir honum verða, en Púkinn er einn af þeim. Á Istorrent var um skeið dreift hugbúnaði sem Púkinn samdi ásamt öðrum. Frá sjónarhóli Púkans var þarna stolið af honum hans hugverkum fyrir milljónir.
Það er aðeins eitt orð sem Púkinn á yfir þá sem þetta stunda.
ÞJÓFAR!
Púkinn hefur megnustu skömm og fyrirlitningu á þeim sem standa að baki Istorrent vefnum, en þeir skýla sér bakvið að þeir séu í raun akki að gera neitt ólöglegt - þeir séu bara að aðstoða þjófana við iðju sína.
Það er kominn tími til að stöðva þetta gengi - stöðva Istorrent, leita uppi þá ræfla sem setja annarra hugverk í dreifingu í leyfisleysi, leggja hald á tölvur þeirra og sekta þá.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Miðvikudagur, 5. september 2007
Verðmæti í gömlum vinylplötum?
Púkinn var að flakka um á eBay og rak þá augun í uppboð á íslenskri plötu, "Undir áhrifum" með hljómsveitinni Trúbrot.
Þótt flestir séu nú búnir að setja gömlu vinylplöturnar sínar í kjallarann eða upp á háloft eru samt furðu margir sem vilja greinilega eignast þessa plötu, því nú þegar eru komin 13 boð í hana og verðið er komið yfir 200 dollara. (sjá þennan hlekk)
Það skyldi þó aldrei vera að einhverjir ættu fjársjóði í gamla plötusafninu sínu án þess að vita af því?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. júní 2007
Lokað á Pandora
Margir Íslendingar hafa notað pandora.com til að leita að nýrri og áhugaverðri tónlist. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá virkar Pandora þannig að fólk getur sett inn sín uppáhaldslög eða hljómsveitir og Pandora velur síðan lík lög frá öðrum aðilum.
Þannig getur maður kynnst hljómsveitum sem flytja tónlist sem líkist því sem er þegar í uppáhaldi hjá manni. Púkinn uppgötvaði The Goo Goo Dolls og Film School fyrst í gegnum Pandora.
Nú er hins vegar búið að loka á Íslendingana - notendur með IP-tölu sem virðist utan Bandaríkjanna fá ekki lengur aðgang.
Synd og skömm.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Darwin og þorskurinn
Verður þorskurinn við Íslandsstrendur tekinn sem dæmi um þróun tegundar í kennslubókum framtíðarinnar?
Það má vera að einhverjum þyki þetta undarleg spurning, en athugum málið aðeins nánar. Sú skilgreining á þróun sem ég hef hér til hliðsjónar er breyting á tíðni gena innan stofnsins milli kynslóða.
Drifkraftur þessarar þróunar er að sjálfsögðu þær ytri aðstæður sem stuðla að náttúruvali (sbr. Darwin), eða, eins og stundum er sagt - "hinir hæfustu lifa af".
Hæfustu þorskarnir, já - en hæfastir til hvers?
Jú, hæfastir til að lifa af, eða réttara sagt, líklegastir til að skila genum sínum áfram til næstu kynslóðar.
Séu stofnar nægjanlega stórir og engin óvænt ytri áhrif má gera ráð fyrir að tíðni gena sé í jafnvægi. Skoðum til dæmis tíðni þeirra gena sem ráða því hve stór og gamall þorskurinn er þegar hann verður kynþroska (og þar með hæfur til að skila genum sínum áfram til næstu kynslóðar).
Í jafnvægisástandi má gera ráð fyrir að um breytileika sé að ræða, sumir þorskar verða kynþroska fyrr en aðrir, en meðaltalið ætti að haldast stöðugt og allar sveiflur að leita aftur til jafnvægis. Ef mikil aukning yrði skyndilega á stórum þorski er hætt við að fæðuframboðið fyrir hann yrði ekki nægjanlegt, þannig að ef þeim myndi fækka. Ef mikil aukning yrði skyndilega á smáþorski myndu seiði hans e.t.v. ekki standast samkeppnina við seiði stórþorsksins, eða ef til vill myndu stærri þorskar fagna þessu aukna fæðuframboði og éta smáþorskinn.
Það sem skiptir máli er að meðan ekkert raskar jafnvæginu má gera ráð fyrir að það haldist - tíðni genanna sé nokkurn veginn stöðug.
En hvað gerist ef jafnvæginu er raskað?
Minnkað fæðuframboð
Skoðum aðeins heildarmagn þeirrar fæðu sem þorskurinn þarf að éta áður en hann nær kynþroskaaldri. Þorskur sem verður kynþroska ungur og smávaxinn þarf minna magn fæðu til að ná þeim punkti en þorskur sem verður kynþroska stærri og nokkrum árum eldri. Ef skortur er á fæðu, gefur það smáþorskinum forskot, þannig að til lengri tíma litið munu verða breytingar á genamenginu - tíðni þeirra gena sem valda því að þorskurinn verður kynþroska síðar mun lækka.
Veiði á stórþorsk
Ef stærsti þorskurinn er veiddur, er augljóst að þeir fiskar munu ekki eftir það skila genum sínum áfram til næstu kynslóðar. Þetta leiðir til sömu niðurstöðu - tíðni "smáþorskagenanna" mun fara vaxandi.
Dreifing þorsks
Þorskurinn syndir ekki um í þéttum torfum eins og síldin, en hann getur synt um stakur eða í smærri hópum. Sennilegt er að sú hegðun sé að einhverju leyti ákvörðuð úr frá genunum. Tíðni gena sem ráða þeirri hegðun ætti líka að leita jafnvægis - einfarar hafa minni líkur á að finna fisk af gagnstæðu kyni á rættum tíma, en eru hins vegar öruggari fyrir ákveðnum ógnum. Með "stórvirkum" veiðarfærum er erfiðast og óhagkvæmast að veiða fiska sem synda stakir , þannig að jafnvæginu er raskað með þeim veiðum - það eykur lífslíkurnar að vera einfari, þannig að þróunarlega pressan virkar í þá átt að auka tíðni þeirra gena sem láta fiskinn synda dreifðan um allan sjó.
Sem sagt.
Niðurstaðan er sú að minnkað fæðuframboð og stórvirk veiðarfæri stuðla beint að því að breyta genamengi þorsksins þannig að niðurstaðan verður fljótvaxnari, smávaxnari og dreifðari fiskur.
Þetta er það sem við erum að sjá, þannig að eftir nokkra áratugi verður tilurð íslenska dvergþorsksins ef til vill lesefni í námsbókum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. júní 2007
Bítladómari
Gregory Todd er dómari í Montana. Nýlega þurfti hann að dæma tvítugan mann, Andrew McCormack fyrir stuld á bjór. Áður en dómarinn kvað upp dóminn spurði hann sakborninginn hver hann héldi að refsingin yrði.
Andrew svaraði: "Like The Beetles say, Let it Be."
Það fylgdi ekki fréttinni hvort sakborningurinn vissi hve mikill Bítlaaðdándi dómarinn var, en svar dómarans var...nokkuð óhefðbundið.
Svar Todd dómara: "'Hey Jude', 'Do You Want to Know a Secret'? The greatest band in history spelled its name B-e-a-t-l-e-s.
"Your response suggests there should be no consequences for your actions and I should 'Let it Be' so you can live in 'Strawberry Fields Forever'.
"Such reasoning is 'Here, There and Everywhere'. It does not require a 'Magical Mystery Tour' of interpretation to know 'The Word' means leave it alone. I trust we can all 'Come Together' on that meaning.
"If I were to overlook your actions I would ignore that 'Day in the Life' on April 21, 2006. That night you said to yourself 'I Feel Fine' while drinking beer. Later, whether you wanted 'Money' or were just trying to 'Act Naturally' you became the 'Fool on the Hill'.
"As 'Mr Moonlight' at 1.30am, you did not 'Think for Yourself' but just focused on 'I, Me, Mine'. 'Because' you didn't ask for 'Help'. 'Wait' for 'Something' else or listen to your conscience saying 'Honey Don't', the victim was later 'Fixing a Hole' in the glass door you broke."
Dómarinn hélt áfram: "After you stole the beer you decided it was time to 'Run For Your Life' and 'Carry That Weight'. But the witness said 'Baby it's You', the police said 'I'll Get You' and you had to admit 'You Really Got a Hold on Me'.
"You were not able to 'Get Back' home because of the 'Chains' they put on you. Although you hoped the police would say 'I Don't Want to Spoil the Party' and 'We Can Work it Out', you were in 'Misery' when they said you were a 'Bad Boy'.
"When they took you to jail, you experienced 'Something New' as they said 'Hello Goodbye' and you became a 'Nowhere Man'.
"Later you may have said 'I'll Cry Instead'. Now you are saying 'Let it Be' instead of 'I'm a Loser'. As a result of your 'Hard Day's Night' you're looking at a 'Ticket to Ride' that 'Long and Winding Road' to prison.
"Hopefully you can say both now and 'When I'm 64' that 'I Should Have Known Better'."
Andrew var dæmdur til samfélagsþjónustu og sektargreiðslu.
Ef það væri nú bara svona gaman að lesa dómana í Baugsmálinu.....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)