Færsluflokkur: Lífstíll
Þriðjudagur, 27. mars 2007
Bruðl dagsins - fljúgum hærra
Enn heldur Púkinn áfram að aðstoða þá sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við peningana sína. Í dag er það hins vegar þannig að Púkinn verður samt að viðurkenna að hann langar í þennan hlut ... bara pínulítið, sko.
Og hvað er þetta? Jú, eldflaugabelti sem notandinn festir á bakið og flýgur svo af stað. Með í kaupunum fylgir búnaður til að framleiða eldsneyti og þjálfun í notkun tækisins.
Menn þurfa að vísu að skreppa til Mexíkó og borga 250.000 dollara, en samt....
Nánari upplýsingar má sjá hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. mars 2007
Ælukeppnin mikla
Það er dapurlegt ef einu hæfileikar manna liggja á sviði drykkjuþols. Það er jafnvel enn dapurlegra að einhverjir fást til að gera sig að fíflum á almannafæri með því að taka þátt í kappdrykkjukeppni.
Púkinn vorkennir reyndar þeim sem þurfa að þrífa upp æluna á eftir, en uppákomur eins og þessar eru dæmi um það hvers vegna Púkinn skilur stundum ekki mannfólkið.
Nú svo er auðvitað möguleiki að menn drepi sig á þessu, annað hvort fljótlega ef þeir kafna í eigin ælu, eða fá áfengiseitrun, nú eða ef menn leggja ofneyslu áfengis á vana sinn, þá á lengri tíma með skorpulifur eða öðrum vandamálum.
Kannski eru þeir bara að gera genamengi þjóðarinnar greiða með því að fjarlægja sig á þann hátt úr því?
Getur leitt til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. mars 2007
Bruðl dagsins - hefðbundið
Bruðl dagsins er "klassískt", eða jafnvel bara gamaldags bruðl. Myndin hér sýnir dýrasta bíl sem er í fjöldaframleiðslu í dag, Bugatti Veyron. Það er hægt að fá dýrari bíla sérsmíðaða, en þessi hér er raunverulega fjöldaframleiddur.
Reyndar er fjöldinn ekki mjög mikill, því verðið væri um 120 milljónir fyrir bílinn kominn hingað á götuna.
Hvað fá menn svo fyrir peninginn? Jú, bíl með tvöfaldri V8 vél, 1001 hestöfl, sem nær 400 km/klst hraða á 56 sek.
Jamm, einmitt það.
Það er reyndar eitt sem Púkinn skilur ekki - hvernig gátu menn gert nokkuð svona dýrt þetta ljótt?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. mars 2007
Bruðl dagsins - snobbskyndibiti
Pítsur eru fljótlegur og frekar ódýr matur, ekki satt? Ef matseðillinn hjá Nino's Bellisima í New York má sjá þar pítsu með sýrðum rjóma, graslauk, humar, laxahrognum, wasabi og fjórum tegundum af kavíar.
Verðið er "aðeins" 1000 dollarar, eða 250 dollarar fyrir hverja sneið.
Púkinn fær sér reyndar mjög oft pítsu, en af einhverjum ástæðum höfðar þessi ekki til hans - og það er ekki bara vegna verðmiðans?
Þetta er reyndar ekki dýrasta pítsa heims. Sú er næstum fjórum sinnum dýrari, en það er væntanlega út af gullflögunum sem er sáldrað yfir hana. Eins og Púkinn hefur minnst á áður er gull leyfilegt bætiefni í mat, með sitt eigið E númer.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Bruðl dagsins - lausn á hækkandi sjávarmáli
Í gær ræddi púkinn um vandamál vegna hækkandi sjávarborðs. Í dag kynnir Púkinn hins vegar lausn á því máli.
Eða...ja, ef til vill frekar lausn á því vandamáli hvernig á að komast leiðar sinnar þegar allt er komið á kaf.
Fyrirtæki í Hollandi hefur hafið framleiðslu á einkakafbátum, sem eru fáanlegir í eins eða tveggja sæta útgáfum.
Kafbátarnir eru rafdrifnir og geta verið nokkrar klukkustundir í kafi. Púkanum tókst hins vegar ekki að finna verðið á kafbátunum, en gerir ráð fyrir því að hér gildi almenna reglan um svona lúxusvarning:
"Ef þú þarft að spyrja um verðið, þá er þetta ekki fyrir þig"
Reyndar verður Púkinn að viðurkenna að það gæti sjálfsagt verið gaman að ferðast um Þingvallavatn í einum svona.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Bruðl dagsins - það er gaman í baði
Eins og Púkinn sagði frá í gær, mun hann reglulega benda íslenskum bruðlurum og öðrum áhugasömum á margvíslegan skemmtilegan óþarfa.
Óþarfi dagsins er baðker með innbyggðu sjónvarpi, útvarpi, DVD spilara og stafrænum hitamæli.
Ýmsar útgáfur eru í boði en sú sem myndin hér er af er frá Kóreu og myndi kosta um hálfa millján komin hingað til lands.
Sé þetta ekki nægjanlega flott, má benda á bandarískt fyrirtæki sem nefnist CalSpa, en þeir framleiða nuddpotta með innbyggðu heimabíói. Aðeins þarf að ýta á einn takka og þá rís upp 42" flatskjár ásamt fullkomnu hljómflutningskerfi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Bruðl dagsins - harðkornadekk með stæl
Frá og með deginum í dag mun (ó)reglulegur bloggliður hefja göngu sína. "Bruðl dagsins" mun benda á eitthvað sem Púkinn telur yfirgengilega sóun á peningum, þar sem hægt er að ná sömu virkni fyrir mun, mun minni pening.
Að sjálfsögðu vonast Púkinn til þass að hann geti aðstoðað einhverja auðmenn sem eru í vandræðum með milljónirnar sínar og vantar hugmyndir til að toppa hver annan - það er einfaldlega ekki "kúl" að flytja inn einhverjar miðaldra stjörnur til að syngja í afmælinu sínu, ef einhver annar er búinn að því á undan.
Nei, það það sem þarf eru nýjar og ferskar hugmyndir að áður óþekktum leiðum til bruðls.
Hér kemur sú fyrsta, sem hentar vel bílaáhugamönnum - hjólfelgur með ígreyptum demöntum. 26.000 samtals á einum umgangi af dekkjum.
Verðið? Um 130 milljónir króna, auk flutningskostnaðar, vörugjalda og virðisaukaskatts - ætli það verði ekki nálægt 200 milljónum hingað komið.
Þetta eru sko harðkornadekk með stæl.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Reykingamenn - annars flokks fólk
Það vinna nokkrir reykingamenn í fyrirtæki Púkans, en að sjálfsögðu er reynt að venja þá af þessum ósóma - til dæmis með því að láta þá híma reykjandi út undir norðurvegg, skjálfandi í næðingnum.
Púkinn ætlar ekki að prédika hér um heilsufarsleg áhrif reykinga, eða þau jákvæðu áhrif sem reykingamenn hafa á ellilífeyriskerfið með því að lifa skemur. Nei, athugasemd dagsins er frá sjónarhóli þess sem þarf að velja milli margra umsókna um sama starf.
Ef tveir jafn hæfir umsækjendur eru um sama starf og annar er reyklaus í vinnunni en hinn ekki, er sá reyklausi ráðinn - svo einfalt er það. Reykingamenn þurfa að vera hæfari en reyklausir umsækjendur til að fá starfið.
Púkinn fagnar annars mjög fyrirætlunum um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum hér á landi, en það er ekki umræðuefnið í þetta skiptið.
Breskir reykingarmenn taka sér hálftíma reykingapásur frá vinnu á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Namm, namm, brúðarkjóll
Valenty Shtefano var að fara að kvænast og hann átti sér draum - hann langaði til að búa til brúðarkjól handa konunni sinni tilvonandi. Það var bara eitt smáatriði - hann var útlærður kokkur, en ekki fatahönnuður.
Ekki vandamál.
Niðurstaðan varð þessi kjóll hér, búinn til úr 1500 litlum rjómabollum.
Það sem Púkinn veltir fyrir sér er hvað varð um kjólinn á eftir. Ætli brúðhjónin hafi tekið hann með sem nesti í brúðkaupsferðina?
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. mars 2007
Hundar, hundar - hundaskítur
Það fer ekki á milli mála að hundum hefur fjölgað til muna í Reykjavík. Það er nokkurn veginn sama hvar maður er - alls staðar mætir maður hundaeigendum á gangi að viðra hundana sína - nú eða þá hundum sem eru að viðra eigendurna.
Því miður er það þú svo að svörtum sauðum í hópi hundaeigenda hefur fjölgað umtalsvert og ein af afleiðingum þess er að hundaskítur liggur í görðum og á gangstéttum út um allan bæ.
Púkinn hefur séð hundaeigendur sem hleypa hundunum sínum lausum út á morgnana til að gera sín stykki í görðum nágrannanna. Púkinn veit jafnvel um mann sem kemur reglulega að Kjarvalsstöðum í lok vinnudags og sleppir hundunum sínum lausum á Miklatúni - þegar Púkinn benti viðkomandi á að í fyrsta lagi mættu hundar ekki vera lausir þar og í öðru lagi væri ætlast til að hann þrifi upp eftir þá, fékk Púkinn bara skæting til baka - umræddur hundaeigandi virtist telja það sinn rétt að láta hundana sína skíta á almannafæri.
Hvað er að svona fólki?
Ef fólk getur ekki haft hundana sína í ól, nema á afgirtum svæðum þar sem þeir mega hlaupa frjálsir og haft plastpoka í vasanum til að þrífa upp eftir dýrin, þá á viðkomandi ekki skilið að fá að eiga hund.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)