Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Vísindakirkjan
Vísindakirkjan hefur lítið að gera með vísindi - en því meira með vísindaskáldsögur. Þeir sem ganga í söfnuðinn fara í gegnum langt (og dýrt) ferli, en þegar fólk hefur loksins náð svokölluðu OT-3 stigi, þá fær það að heyra söguna af Xenu.
Sú saga er svona:
Einu sinni fyrir langa löngu (fyrir 73 milljónum ára til að vera nákvæmur) var einvaldur í geimnum sem nefndist Xenu. Xenu stjórnaði öllum plánetunum í okkar hluta Vetrarbrautarinnar, þar á meðal jörðinni, nema hvað hún hét Teegeeack á þeim tíma.
Xenu átti við vandamál að stríða. Það var offjölgun á öllum plánetunum hans, eða um 178 milljarðar á hverri plánetu. Xenu vildi leysa offjölgunarvandamálið og hann var með áætlun.
Xenu tók sér einræðisvald og með aðstoð geðlækna lét hann kalla eftir milljörðum lífvera til að skoða skattaframtöl þeirra, en í staðinn var þeim gefin lömunarsprauta.
Síðan var þeim raðað í geimskip sem litu alveg eins út og DC-8 flugvélar, nema þær höfðu eldflaugahreyfla.
Þessum geimskipum var síðan flogið til jarðarinnar, þar sem einstaklingunum var staflað í kringum eldfjöll. Þegar því var lokið var vetnissprengjum komið fyrir í eldfjöllunum, þær sprengdar samtímis og allir voru drepnir.
Sagan endar ekki hér. Þar sem þessar lífverur höfðu sálir (þetana), þurfti að plata sálirnar til að koma ekki aftur. Þeim var því safnað saman með rafgildrum og þeim pakkað í kassa sem var farið með í kvikmyndahús, þar sem sálirnar voru látnar eyða mörgum dögum í að horfa á þrívíddarmyndir sem sögðu þeim að þær væru Guð, djöfullinn eða Jesús.
Þegar myndasýningunni lauk og sálirnar yfirgáfu kvikmyndahúsið hengu sálirnar saman, því þær höfðu séð sömu myndirnar og héldu að þær væru sama veran. Þessir sálnaklasar tengdust síðan þeim líkömum sem enn voru til.
Hvað Xenu varðar, þá var hann að lokum tekinn til fanga og lokaður inn í fjalli þar sem honum er haldið í orkusviði sem er knúið af eilífðarrafhlöðu.
Svona endar sagan - þetta er ástæðan fyrir öllum vandamálum mannanna - við okkur hanga klasar af andlegum sníkjudýrum, sálir geimvera sem voru sprengdar í tætlur.
Er þetta heimskuleg saga? Já, en þetta er ein af mikilvægustu trúarsetningum safnaðarins - stórisannleikurinn sem meðlimir fá loksins að vita eftir veruleg fjárútlát og margra ára " meðferð", þar sem þeir eru tengdir við lygamæli langtímum saman og yfirheyrðir.
Kröfu vísindakirkjunnar hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. nóvember 2011
Um verðtrygginguna
Það er ein góð röksemd fyrir afnámi verðtryggingar sem ekki hefur farið mikið fyrir, en ætti að mati Púkana skilið að fá meiri athygli.
Ef útlán eru verðtryggð, þá skiptir það lánastofnanir litlu hver verðbólgan er - hagsmunir þeirra eru tryggðir hvort sem hún sveiflast upp eða niður, því þeir munu alltaf fá sínar krónur til baka með verðbótum. Undir þessum kringumstæðum hefur lánastofnunin engan hvata til að gera sitt til að halda verðbólgunni niðri.
Ef útlán eru hins vegar með föstum vöxtum, þá er það hagur lánastofnunarinnar að verðbólgan lækki á lánstímanum og það skapar hvata fyrir lánastofnunina til að reyna að gera sitt til að halda verðbólgunni niðri, sem til lengri tíma er öllum í hag.
Það er hins vegar einn stór galli við afnám verðtryggingar - ef verðtryggð útlán verða afnumin, þá er hugsanlegt að verðtryggð innlán leggist einnig af og við förum aftur á það stig að eignir í banka brenni smám saman upp - það verður enginn hvati til að spara.
Það er reyndar akki mikill hvati til sparnaðar núna - vextir eru það lágir að fjármagnstekjuskattur og auðlegðarskattur étur upp alla ávöxtun. Það er í gangi hrein eignaupptaka hjá þeim sem eru svo vitlausir að eiga pening í banka.
Fundað um þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. október 2011
Of vægt tekið á ölvunarakstri
Púkinn auglýsir hér með eftir alþingismönnum (eða konum) sem þora að leggja fram frumvarp um verulega hertar refsingar við akstri undir áhrifum.
Það er ljóst að núverandi kerfi er ekki að virka, miðað við fjölda þeirra ökumanna sem eru teknir nánast daglega - já og sumir oftar en einu sinni á dag.
Sumir hafa verið sviptir ökuréttindum ævilangt en eru samt teknir aftur og aftur.
Hvað er til ráða?
Hér eru nokkrar tillögur:
1) Meðferð. Það mætti skikka þá sem eru teknir undir áhrifum í meðferð. Ef eina ráðið til að fólki skiljist að það á við vandamál að stríða er að vera sendir í meðferð á viðeigandi stofnun, þá verður bara svo að vera.
2) Kyrrsetning bifreiða. Púkinn er þeirrar skoðunar að sé einhver tekinn undir áhrifum, eigi skilyrðislaust að kyrrsetja bifreiðina um tíma - það myndi a.m.k. koma í veg fyrir að menn séu teknir oftar en einu sinni á dag á sömu bifreiðinni. Lögreglan hefur í dag heimild til að kyrrsetja eða leggja hald á bifreiðar, en það er ekki nóg - Púkinn vill sjá þeirri heimild breytt í skyldu.
3) Upptaka bifreiðar. Það má rökstyðja að bílar þeir sem um ræðir séu ekkert annað en tæki sem notuð eru til að fremja með afbrot. Púkans vegna mætti gera bílana upptæka og selja á uppboðum - fá þannig einhverjar krónur í kassann til að standa undir kostnaðinum við þær aðgerðir sem hér er lýst. Það þarf að vísu að hafa undantekningar þegar um bílþjófnað er að ræða og einnig þarf að huga að stöðu og ábyrgð bílasala sem lána bíla til aðila sem aka þeim síðan undir áhrifum. Það að fyrri eigendurnir verða áfram að borga af bílalánunum eftir að hafa misst bílana er að sjálfsögðu bagalegt fyrir viðkomandi, en það er nú einu sinni tilgangurinn.
4) Samfélagsþjónusta. Eitthvað af þessu liði mætti t.d. nota til skúringa á Grensásdeild og öðrum slíkum stöðum - hugsanlega átta einhverjir sig þá á mögulegurm afleiðingum svona hegðunar.
5) Fangelsisvist. Glæfraakstur undir áhrifum er að mati Púkans lítið annað en tilraun til manndráps. Refsingar ættu að vera í samræmi við það - ef það eina sem dugir til að vernda þjóðfélagið gegn viðkomandi er að henda þeim bak við lás og slá, þá verður svo að vera.
Púkinn vill benda á að hækkaðar sektir eru ekki á ofanfarandi lista, enda eru einhverjir stútanna væntanlega eignalausir aumingjar. Í þeim tilvikum sem þeir eiga eignir mætti þó beita hærri sektum, jafnvel í hlutfalli við tekjur viðkomandi - sekta menn um 5-10% árstekna til dæmis.
Ef ekkert verður gert munum við bara halda áfram að heyra sömu fréttirnar aftur og aftur, ásamt fréttum af dapurlegum dauðaslysum inn á milli.
Hvaða alþingismenn þora að gera eitthvað í þessu máli?
Margir ölvaðir og undir áhrifum vímuefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. október 2011
Óhæfir hundaeigendur
Púkinn er þeirrar skoðunar að það sé ekki hundurinn sem er vandamálið, heldur eigandinn.
Það er eitthvað verulega mikið að fólki sem leyfir hundunum sínum að ganga lausum þegar þeir eru með hegðunarvandamál eins og umræddur Golíat.
Samkvæmt fréttinni virðist hundurinn ítrekað hafa strokið, en það er á ábyrgð eigandans að halda honum innandyra, á afgirtu svæði eða tjóðruðum.
Afsakanir um að hundurinn sé bara strokgjarn eru ekki ásættanlegar - svona fólk kemur óorði á ábyrga hundaeigendur.
Hvernig væri að sekta svona eigendur um einhverja sæmilega upphæð - einhverjar tugþúsundir í hvert sinn sem hundurinn "strýkur "?
Hundurinn Golíat fær að lifa lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 20. október 2011
Skemmtileg frétt - bara ekki rétt.
Morgunblaðið lét gabba sig - eins og fleiri fjölmiðlar - gerði "frétt" úr auglýsingabrellu.
Fékk tveggja metra inniskó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. október 2011
Furðulegt - ráðherra gerði eitthvað af viti....
Ótrúlegt en satt - ráðherra í ríkisstjórn Íslands tók vitræna ákvörðun.
Heimabakstur leyfður með lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. október 2011
Að skrá börn í trúfélög...
Púkinn er þeirrar skoðunar að sjálfvirk skráning barna í trúfélag móður sé tímaskekkja, sem hefði átt að vera búið að leiðrétta fyrir löngu.
Þetta er álíka fáránlegt og ef börn væru sjálfkrafa skrað í stjórnmálaflokk föður.
Þeir foreldrar sem taka trú sína alvarlega (en vonandi fer þeim nú fækkandi) geta að sjálfsögðu skráð börn sín í sín í hvaða trúfélög sem þeim sýnist - og börnin síðan skráð sig sjálf úr þem ef þau vilja þegar þau hafa aldur og þroska til, þannig að þetta breytir í raun litlu fyrir þann hóp.
Helstu áhrifin verða á þá sem eru "hagstofutrúaðir" - eru gjarnan skráðir þjórkirkjuna, en leiða hugann sjaldan að því eða þá trúmálum yfirleitt.
Púkinn fagnar því að börn þeirra séu ekki skráð sjálfkrafa í trúfélög.
Enn eitt lítið skref í rétta átt.
Sjálfvirk skráning í trúfélög afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 5. október 2011
Íslensk ómenntastefna
Þegar Finnar gengu í gegnum sína efnahagskreppu með tilheyrandi niðurskurði, þá reyndu þeir að hlífa menntakerfinu eftir bestu getu - reyndu jafnvel frekar að styrkja það. Þeir gerðu sér grein fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem fælust í vel menntuðu fólki - sér í lagi tæknimenntuðu.
Stjórnvöld á Íslandi deila ekki þessari sýn. Þau sætta sig við grunnskólakerfi sem er til háborinnar skammar (samanber nýlegar fréttir um að talsverður hluti nemenda í 10 bekk sé ekki fær um að lesa sér til gagns), framhaldsskóla sem útskrifa nemendur með "ómarktæk" stúdentspróf (samanber umræðu um fyrirhuguð innökupróf í Hagfræðideild H.Í) og háskóla sem eru meira og meira að þróast í þá átt að vera ekki fyrir alla, heldur bara fyrir þá sem hafa efni á dýru námi.
Nú á að skera enn frekar niður á framhalds- og háskólastigi, en Púkin fær ekki séð hvernig það getur leitt til annars en að ástandið versni enn frekar.
Púkinn er eiginlega kominn á þá skoðun að stefna stjórnvalda sé að halda niðri menntunar- og þekkingarstigi þjóðarinnar - það er sennilega auðveldara að stjórna heimskum sauðum en hinum.
Framhaldsskólar fá minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. október 2011
Tóbaksfíklar og aðrir dópistar
Sú tillaga hefur heyrst að skráðir sprautufíklar ættu að geta nálgast sitt dóp í apótekum eða sérstökum miðstöðvum - það myndi draga úr líkum á því að þeir fremdu afbrot til að fjármagna neysluna og sömuleiðis myndi svona kerfi draga úr gróðamöguleikum "venjulegra" dópsala.
Hugmyndin sé að fíklarnir séu skilgreindir sem sjúklingar - fyrst reynt að koma þeim í meðferð til að lækna þá af fíkninni, en ef það virkar ekki, þá séu þeir skráðir sem virkir fíklar, með sérstakan rétt til að fá sitt dóp frá opinberum aðilum.
Púkanum heyrist að skoðun sumra sé að meðhöndla reykingafólk á þennan hátt - byrja á að skilgreina viðkomandi sem nikótínfíkla, sem þarfnist meðferðar, en gangi hún ekki upp, þá leyfist viðkomandi að kaupa sitt tóbak á viðeigandi stöðum.
Svona kerfi myndi jú væntanlega draga úr tóbaksneyslu, en Púkinn er ekki alveg viss um að það gangi upp.
Síðan er annað mál að sala tóbaks í apótekum er hreinlega óeðlileg - ef ástæða er til að takmarka söluna, væri þá ekki betra að færa hana inn í vínbúðirnar?
Það er hins vegar gott mál að stefna að því að koma í veg fyrir reykingar til lengri tíma litið - en þessi leið er ef til vill ekki sú besta.
Þróunin í þjóðfélaginu er jú sú að reykingafólki er útskúfað á mörgum stöðum og því er vorkennt af hinum, en eins og einhver sagði..."Reykingafólk er líka fólk - bara ekki eins lengi".
Tóbak verði bara selt í apótekum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. október 2011
Erlendar sjónvarpsáskriftir á Íslandi
Hér á Íslandi eru margir áskrifendur Sky gervihnattaþjónustunnar - áskrifendur að nýjustu þáttunum, kvikmyndunum og íþróttaviðburðunum, en lagaleg staða þessa sjónvarpsgláps hefur verið nokkuð óviss.
Þessi tæki eru seld hér á landi, en notendurnir verða að fara krókaleiðir til að kaupa áskriftina.
Ennfremur hafa einhverjir haldið því fram að þetta sjónvarpsgláp sé í rauninni lögbrot - þeir sem vilja horfa á þetta efni megi ekki gera það í gegnum breskar stöðvar, heldur verði að kaupa sér aðgang í gegnum rétta aðila á íslandi - Stöð 2 eða aðra.
Púkinn veltir hins vegar fyrir sér hvort þessi dómur hafi ekki ákveðið fordæmisgildi - ef Bretar mega kaupa sér þjónustu frá Grikklandi, mega Íslendingar þá ekki kaupa sams konar þjónustu frá Bretum?
Púkinn er ekki lögfræðingur og ætlar ekki að fullyrða neitt um þetta...en það má velta þessu fyrir sér.
Mega kaupa ódýrari áskrift að enska boltanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)